Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.07.2018, Síða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.07.2018, Síða 16
Í MYNDUM 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.7. 2018 Það er ekki laust við að andi Sophiu Loren ogMarcello Mastroianni svífi yfir vötnum á lít-illi strönd í klettavík fyrir neðan þorpið Ta- ormina á Sikiley. Ströndin Isola Bella er fræg fyrir að vera leiksvið í einni af fjölmörgum kvikmyndum sem þau léku saman í. Ungt par liggur á ströndinni, þau láta vel hvort að öðru, aðrir busla í tærum sjón- um. Hitinn rokkar frá 25 til 30 gráða en ferskur vindur af hafi er góð kæling. Hæsta eldfjall Evrópu, Etna, gnæfir yfir eyjunni, 3.329 metra hátt. Það rýkur úr fjallinu. Fegurð eyjunnar er stórkostleg og fólkið vingjarnlegt. Ein af frægari kvikmyndum sögunnar Guðfaðirinn var tekin á Sikiley og lýsti lífi mafíunnar. Að keyra um eyjuna er skemmtilegt, en umferðin í stærri borgunum er eins og rússnesk rúlletta þegar verst lætur og flestir bílar eru ann- aðhvort beyglaðir eða rispaðir. Monreale er eins- konar úthverfi Palermo uppi í fjallshlíð. Það er líf og fjör á torginu, krakkar á hlaupum og gifting i þorpskirkjunni. Bíllinn sem bíður brúðhjónanna er eins og klipptur út úr Guðföðurnum, gamall hvítur Bentley. Syracusa er falleg borg með skemmtilegu torgi. Skammt frá torginu er lítil rakarastofa þar sem gamall rakari snyrtir skegg viðskiptavinar með rakhníf. Maður á verði fyrir utan, eða er hann bara að slappa af? Það er ekki laust við að maður sé kom- inn með smá mafíumynd á heilann. Bara skemmti- legt en ég finn mafíósana hvergi. Götumúsík í Che- falu er bara nokkuð flott. Það ljóma allir af fjöri. Ströndin er stórkostleg í Chefalu og strætin falleg með ítölskum sjarma. Gömlum manni á stól í Cat- ania er heilsað með kossi og vingjarnlegu handa- bandi, málin eru rædd og gamli maðurinn gefur góð ráð. Þeir kveðja gamla manninn með faðmlagi og kossi á báðar kinnar, það er sami svipurinn á hon- um og Marlon Brando. Skyldi þetta vera Guðfað- irinn? Mér finnst hann flottur. Ströndin Isola Bella. Perla í suðurhöfum Fegurð Sikileyjar er stórkostleg og fólkið vingjarn- legt enda þótt umferðin minni á rússneska rúllettu. Texti og myndir: Ragnar Axelsson rax@mbl.is Krakkar á hlaupum í Monreale.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.