Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.07.2018, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.07.2018, Síða 28
Hjónin Magnús A. Sigurðssonog Ragnheiður Valdimars-dóttir fóru nýverið til Grikklands ásamt börnum sínum, Guðrúnu Elenu og Sigurði Mar, og dvöldu þar í tæpan mánuð. Þangað hafa þau farið margoft enda segjast þau afar hrifin af landi og þjóð og upplifa eitthvað nýtt í hverri heim- sókn. Faðir Magnúsar, Sigurður A. Magnússon, starfaði sem fararstjóri í Grikklandi um árabil og þar dvaldi Magnús ásamt fjölskyldunni þegar hann var barn. „Pabbi var fararstjóri í Grikklandi á sumrin og var svo að skrifa á vet- urna. Við bjuggum í Vouliagmeni, úthverfi Aþenu, í eitt og hálft ár þeg- ar ég var lítill. Ég fór svo í háskóla þarna úti í eitt ár þar sem ég lærði grísku,“ segir Magnús sem er forn- leifafræðingur að mennt. Hvað er það við Grikkland sem heillar? „Veðurfarið er náttúrlega yndis- legt,“ segir Magnús. „En það sem heillar mig held ég mest eru Grikk- irnir sjálfir. Þetta er svo einstaklega gestrisið fólk. Manni er alls staðar svo vel tekið. Og svo er auðvitað bara gaman að ferðast þarna um.“ „Og maður er alltaf að sjá nýja hluti,“ bætir Ragnheiður við. „Við höfum aldrei farið til Grikklands án þess að hafa séð eða upplifað eitt- hvað nýtt eða öðruvísi. Og möguleik- arnir eru endalausir og hægt að finna eitthvað við allra hæfi. Gríski maturinn er náttúrlega alveg dásamlegur. Ferskleikinn er svo mikill og eins gæðin. Svo eru Grikk- irnir bara svo einstakir,“ segir Ragnheiður. Magnús og fjölskylda gistu hjá grískum vinum sínum. „Við erum auðvitað svo einstaklega heppin að eiga þessa góðu vini, sem eru eig- inlega bara fjölskyldan okkar, enda hefur Magnús þekkt þau frá því hann var lítill strákur,“ segir Ragn- heiður. Fjölskyldan dvaldi meðal annars í Vouliagmeni, sem Magnús segir vera vinsælan dvalarstað Grikkja á sumrin. „Þeir flýja hitann og mengunina úr miðborg Aþenu og dvelja þá þarna en svo tæmist stað- urinn á veturna þegar fólk flytur aft- ur inn í borgina,“ segir Magnús. „Annars fórum við víða, skoðuðum margt, fórum mikið á ströndina, í útibíó og á hina ýmsu matsölustaði,“ segir Ragnheiður. Síðan fórum við inn í Aþenu og fórum meðal annars á Akrópólis.“ Ragnheiður segir það alltaf vera jafn magnaða upplifun, jafnvel þótt þau hafi komið oft áður á Akrópólis. „Svo fórum við til dæmis til Me- teora, en þangað höfðum við ekki komið áður. Við vorum búin að heyra mikið um þennan stað en þetta var til dæmis einn af uppá- haldsstöðum pabba hans Magnúsar í Grikklandi,“ segir Ragnheiður. Þingvellir þeirra Grikkja Fjölskyldan fór einnig til Delfí, sem Magnús segir að sé einn frægasti Ljósmyndir/Úr einkasafni Magnús og Ragnheiður ásamt börnum sínum, Guðrúnu Elenu og Sig- urði Mar, í Parthenon. Sama hvar þú stingur niður skóflu Grikkland er eitt elsta menningarríki heims en þar hefur verið búseta í þús- undir ára. Landið hefur upp á margt að bjóða fyrir ferðalanga, hvort sem þeir eru áhugamenn um sögu, matgæðingar eða þyrstir í sól. Guðrún Óla Jónsdóttir gudruno@mbl.is Magnús og Ragnheiður hafa komið margoft til Grikklands en segjast upplifa eitthvað nýtt eða öðruvísi í hverri heimsókn. Þau segja Grikk- ina einstaklega gestrisna, matinn dásamlegan og fjölbreytnina mikla. Allir ættu því að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi í Grikklandi. FERÐALÖG Það er erfitt að spyrja Grikkina til vegar. Þeir segjanefnilega aldrei ég veit það ekki. Það er viss áhætta sem þú tekur ef þú spyrð Grikki til vegar. Leiðarlýsing er áhætta 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.7. 2018 Daglegir hádegis- tónleikar í Eldborg. 21. júní –6. ágúst. harpa.is/rvkclassics Tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.