Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.07.2018, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.7. 2018
Þ
að er nokkurt afrek að láta ald-
arafmæli fullveldis þjóðar líða hjá
án þess að nokkrum þyki mikið til
koma. Meira að segja þingfundur á
helgistaðnum hefði horfið með öllu
ef sprell nokkurra þingmanna hefði
ekki komið til. Sprellið virðist að vísu hafa verið reist
á misskilningi.
Allt er orðið breytt
Það hafði farið fram hjá íslenskum þingmönnum að
frændur okkar Danir voru nú fyrir allnokkru byrj-
aðir að átta sig á því að umburðarlyndi gagnvart
þeim sem launa það illa er vond fjárfesting, sér-
staklega í þágu þjóðar sem hafði treyst þeim fyrir
hagsmunum sínum.
Það er alllangt síðan flokkar sem kallaðir voru
öfga-hægriflokkar af ríkisreknum fánaberum ís-
lensks hlutleysis, stóðu einir fyrir kröfum um stefnu-
breytingu í innflytjendamálum. Sjálft góða fólkið í
réttu flokkunum erlendis er nú í forystu fyrir því að
nálgast sjónarmið sem áður voru fordæmd. Íslenskir
stjórnmálaflokkar fylgjast illa með þróun annars
staðar og láta flokka sem síst skyldi ráða ferðinni.
Meira að segja Merkel í Þýskalandi er tekin að
feta sig, án þess þó að viðurkenna það, í átt að bann-
færðum sjónarmiðum AfD í innflytjendamálum. En
það kemur ekki til af góðu. Hún þarf að bjarga póli-
tísku lífi sínu og samstarfinu við systurflokkinn í
Bæjaralandi.
Fullveldi – lýðveldi – stjórnarskrá
Jafnvel mótmælendur, sem fá jafnan athygli fjöl-
miðla langt umfram öll efni, höfðu gleymt að haka
við þennan fund á Þingvöllum í dagbókina og ruku
því fáliðaðir til og náðu því ekki að gera sér fulla
grein fyrir því hverju þeir voru að mótmæla. Þeir
létu það þó ekki spilla jólagleði sinni frekar en fyrri
daginn og settu því hávaðaflautuna í gang, því hún
spyr ekki um tilefni. Hún, rétt eins og „bleika sósan“
í ungdæmi þeirra gömlu, gengur með öllu.
Sagt er að vel hafi farið á því að halda fund á Þing-
völlum í tilefni fullveldisins, án þess að gera ráð fyrir
almenningi. Það er nýlunda að vísu en látum það
vera. Lýðveldisstofnunin á Þingvöllum var ekki
endilega mikilvægasti stjórnskipulegi þáttur sjálf-
stæðisbaráttunnar. En hún var endapunkturinn og
hún var um leið staðfesting á nýrri stjórnarskrá sem
nær allir atkvæðisbærir Íslendingar samþykktu. Þá
sömu stjórnarskrá tóku menn að tilefnislausu að
andskotast út í. Lengst gekk það þegar spað-
urbassar héldu að þeir hefðu unnið í lottóinu í heims-
kreppu og þeim þótti snjallt að láta íslensku stjórn-
arskrána spila stóra rullu í ruglingslegri umræðunni
um „hrunið“. Það var dálítið langt seilst. En það var
gjarnan langt seilst um þær mundir enda prakkarar
sem kunnu sér ekki læti látnir einoka hljóðnemann
um hríð með bakstuðningi furðulegustu ríkisstofn-
unar landsins.
Ríkisstjórnir á sjálfstýringu
Hrunstjórn þeirra Jóhönnu og Steingríms sat í tvö
ár eftir að hún missti meirihluta sinn, tilgang sinn og
tilverurétt. En síðan hafa þrjár stjórnir sest að kötl-
unum þar sem kjötið var í gamla daga. Það vakti
óneitanlega athygli, svo ekki sé sagt vonbrigði, þeg-
ar í ljós kom að ríkisstjórnin sem tók við síðla árs í
fyrra hafði það með í sínum næfurþunna sáttmála að
áfram skyldi halda þessari skrítnu aðför að stjórn-
arskránni.
Það var eins og enginn hefði sagt þeim að Hörður
Torfason, Þorvaldur Gylfason með hattinn, Illugi
Jökulsson og aðrir tindátar sömu gerðar væru ekki
lengur með stjórnarmyndunarumboð í landinu. Þeir
höfðu vissulega fengið það frá Ríkisútvarpinu forð-
um en nú hafa flestir áttað sig á því að það er ekki
lengur gilt og var það aldrei.
Það var enginn rökstuðningur fyrir því í þessum
síðasta stjórnarsáttmála hvers vegna enn skyldi ráð-
ist á stjórnarskrána svo eini kosturinn er að líta á
þetta sem kæk. Það er viðurkennt að kækjum
stjórna menn vart en svo vill til að auðvelt er að ná
tökum á þessum.
Hvorugur samfylkingarflokkanna situr í núver-
andi stjórn og þeir eru einir um að ganga fyrir þessu
hatri á íslensku stjórnarskránni.
Endurkjörnir?
En svo vill til að ríkisstjórnin hefur einmitt dregið
þessa flokka að borðinu þar sem pukrast er með
árásina á stjórnarskrána og reynt er um leið að leið-
rétta þau mistök sem stjórnarsinnar virðast telja að
kjósendur hafi gert í síðustu kosningum gagnvart
samfylkingarflokkunum. Við þetta borð er leitað
leiða til þess að gera megi þeim sem er fátt um full-
veldið mögulegt að komast með hraði inn í ESB ef
óvænt tækifæri kæmi upp. Það er svo sem ekki lík-
legt í núverandi stöðu en viljinn er hinn sami og und-
irmálin eru hin sömu.
Áherslur
Það er þekkt að við stór tækifæri í sögu þjóðar þykir
fara vel á að slá í ákvörðun sem lengi verði í minnum
höfð. Auðvitað þrýsta menn á um að áhugamál
þeirra sjálfra fái forgang af svo góðu tilefni. Það fer
ekki illa á því að veita Hinu íslenska bókmennta-
félagi stuðning við myndarlega útgáfu bókar um
myndlist sem tengist Þingvöllum. Það er prýðilegt
að endurnýja á hafrannsóknaskip sem komið er á
tíma og hafa undir þessum hatti. En veglegasta gjöf-
in hefði verið sú að flokkar með fulla einurð gagn-
vart fullveldinu hefðu samþykkt með miklum meiri-
hluta að falla frá ógeðfelldu fálmi við Lýðveldis-
stjórnarskrána og talað máli fullveldisins og gegn
þeim öflum sem vilja farga því eða meiða. Þau sjón-
armið að þarna hafi eingöngu mátt hreyfa málum
sem eining væri um, færa andstæðingum fullveldis
neitunarvald á þessum degi. Og í ljósi þess sem gerð-
ist heldur það ekki. Heill þingflokkur mætti ekki til
fundarins, sem er einstæður atburður og breytir
ekki neinu þótt þingflokkurinn hafi ekki verið með á
nótunum. Og þingmaður, sem ríkisstjórnin hóf í for-
mennsku fyrir mikilvægri nefnd, fór svo með rassa-
köstum um þinghelgina, öllum til ama.
Hátíðarbyggingar
Það hefur ekki endilega gefist vel að tengja stór-
framkvæmdir við hátíðarhöld tengd sögulegum
tímamótum. Þjóðminjasafn var tengt stofnun lýð-
veldisins en hafði lengi verið á hrakhólum. Þar var
bærilega að staðið en þó óneitanlega af nokkrum
Nú er allt komið
í annað veldi.
Heimsveldið, full-
veldið og feðraveldið
’Það vakti óneitanlega athygli, svo ekki sésagt vonbrigði, þegar í ljós kom að ríkis-stjórnin sem tók við síðla árs í fyrra hafði þaðmeð í sínum næfurþunna sáttmála að áfram
skyldi halda þessari skrítnu aðför að
stjórnarskránni.
Reykjavíkurbréf20.07.18