Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.07.2018, Síða 31
vanefnum. Lengi hafði verið rætt um nauðsyn Þjóð-
arbókhlöðu og ekki talið vansalaust fyrir „bókaþjóð-
ina“ að skipa þeim þætti svo aumlega.
Þegar hillti undir hátíðarhöld vegna ellefu alda
byggðar í landinu óx þessi þungi og niðurstaðan varð
sú að slíkt hús skyldi rísa af þessu tilefni. Alþingi
gerði um það samþykkt árið 1970. Árið 1974 kom og
fór. Holur voru grafnar og stundum var slegið í
merina. En þó var það svo að 21 ári eftir samþykkt
fyrrgreindrar tillögu ákvað ný stjórn, Viðeyj-
arstjórnin sem svo var kölluð, að taka málið loks
föstum tökum, eins og segir hjá Wikipedia:
„Þegar leið á árið 1974 varð ljóst að ekki væru til
nægir peningar til að hefja framkvæmdir og þar við
það sat næstu ár. Árin 1972 og 1975 hafði ríkissjóður
tekið aftur framlag sitt til byggingasjóðs.“
„Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra,
tók fyrstu skóflustungu að húsinu 28. janúar 1978.“
„1983 var húsið nánast fullsteypt. Það ár komu til
landsins sérsmíðaðir álskildir sem klæða það að ut-
an.“
„Þótt húsið væri nú nánast fullbyggt var ljóst að
töluvert fé vantaði upp á til að ljúka við frágang að
innan og utan. Framkvæmdafé var enn skorið niður
en 1986 var ákveðið að hluti eignaskatts skyldi renna
til byggingarinnar árin 1987-89. Þetta var kallað
„þjóðarátak til byggingar Þjóðarbókhlöðu“. „Raunin
varð hins vegar sú að einungis lítill hluti af eigna-
skattsaukanum rann til byggingarinnar. Samt var
það stóraukið fjármagn miðað við fyrri ár. Steininn
tók svo úr 1989 þegar ríkisstjórnin samþykkti að
helmingur framkvæmdafjár næsta árs skyldi koma
frá Happdrætti Háskóla Íslands. Háskólinn mót-
mælti þessari ráðstöfun á sjálfsaflafé skólans harð-
lega.“
En svo segir:
„Viðeyjarstjórnin ákvað 1991 að setja stóraukið
fjármagn í síðustu áfangana til að verkinu lyki á til-
settum tíma sem var áætlað árið 1994. 1991-94 var
unnið hörðum höndum að frágangi hússins að innan.
1. desember 1994, á hálfrar aldar afmæli lýðveld-
isins, var byggingin loks vígð og Landsbókasafn Ís-
lands – Háskólabókasafn tók formlega til starfa.“
Loks segir:
„Við opnun safnsins nam heildarbyggingarkostn-
aður á þáverandi verðlagi 2,5 milljörðum króna. Yfir
helmingur af því fé kom til síðustu fjögur ár bygg-
ingartímans. Mikið var rætt um hinn langa bygging-
artíma og var Þjóðarbókhlaðan borin saman við
Kringluna sem var opnuð 1987 eftir aðeins þriggja
ára framkvæmdir. Var þetta tekið sem dæmi um
seinagang í opinberum framkvæmdum.“
Gamla sagan mun betri
Það var þó ekki alveg sanngjarnt. Gamla Safnahúsið
var stærsta og fegursta hús landsins þegar það var
byggt. Hornsteinninn var lagður 1906 og húsið var
opnað almenningi vorið 1909. Og aldarfjórðungi fyrr
hafði verið byggt annað hús, líka mikið og fagurt.
Það hús var langstærsta hús bæjarins og byggt á
rúmu ári!
Gengið var með kistu þeirra Jóns Sigurðssonar
forseta og Ingibjargar frá bryggju og upp í Dóm-
kirkju og síðar upp í kirkjugarð. Þurfti marga til að
skiptast á um burð og voru 16 skólapiltar meðal ann-
arra hópa. Kristján Albertsson segir: „Telja má víst
að inspector scholae Hannes Hafstein hafi verið einn
af þeim skólapiltum. Á leið í og úr kirkju var gengið
hjá grunni þessa mikla húss. Mánuði eftir jarðarför
Jóns forseta er hornsteinn lagður að Alþingishúsinu.
Hilmar Finsen landshöfðingi leggur silfurskjöld í
gróp steinsins sem á var letrað: „Sannleikurinn mun
gera yður frjálsa. Jóh. 8-32“ en „síðan laust Pétur
biskup steininn með hamri, þrjú högg og mælti: „Í
nafni heilagrar þrenningar.“
Margt gerst. Mest gott
Allt er þetta myndrænt mjög og ræður þó hver og
einn mestu um þá mynd sem hann dregur upp í huga
sér. Á þessu einstæða augnabliki ber ein sjálfstæð-
ishetja aðra hjá grunni nýs Alþingishúss, sem miklar
vonir voru bundnar við. Húsið er hlaðið úr höggnu
íslensku grjóti úr Þingholtunum.
Þetta var þá mesta hús landsins, stolt fámennrar
bláfátækrar þjóðar og það tók ekki nema eitt ár í
byggingu og hefur reynst prýðilega.
Þetta hús er hluti af íslenskri þjóðarsál. Hvað svo
sem mönnum finnst um það sem gerst hefur innan
dyra þessi tæpu 140 ár sem eru liðin er borin mikil
virðing fyrir því.
Það var því mjög mörgum misboðið þegar skríll
réðist á húsið fyrir tæpum áratug með grjóti og skít,
og átti hlutdeildarmenn innan dyra, svo engu mátti
muna.
En sú gjörð lifir ekki.
Hún á ekki líf skilið.
Morgunblaðið/Valli
22.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31