Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.07.2018, Page 34
LESBÓK Söngvarinn Arnar Ingi Richardsson og kvintett hans koma fram á átt-undu tónleikum sumardjasstónleikaraðar veitingahússins Jómfrúar-
innar við Lækjargötu á laugardag, 21. júlí, kl. 15.
Arnar og kvintett á Jómfrúnni
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.7. 2018
Sagan er náttúrlega undirstaða allra fræðaþví maður verður að vita eitthvað afturfyrir sig,“ segir Jón R. Hjálmarsson í við-
tali við Morgunblaðið um nýútgefna bók sína,
Landnámssögur við þjóðveginn. „Við getum lít-
ið vitað fram fyrir okkur en eitthvað aftur fyrir.“
Nýja bókin kemur út á vegum bókafélagsins
Uglu. Handritið að henni hafði legið niðri í
skúffu í nokkur ár heima hjá Jóni áður en hún
kom út þar sem bókafélagið sem upprunalega
ætlaði að gefa hana út hafði lagt upp laupana.
Jón segist hafa haft áhuga á sögu frá unga
aldri og hefur það lýst sér á starfsferli hans.
„Ég ólst upp norður í landi og langaði mikið að
menntast en það var ekki hægt lengi vel. En
svo kom stríðið. Ég gerðist sjómaður og ég
sigldi skipalestinni í tvö ár yfir Atlantshafið.
Ég horfði á Þjóðverja skjóta niður skip í kring-
um okkur, en við sluppum. Þetta var vel borg-
að og ég safnaði nægu fé á þessum siglingum
til að fara í menntaskóla. Seinna fór ég í nám í
háskólanum og nam sögu og tungumál. Sagan
er undirstaða svo margs og tungumál gerir
manni kleift að hitta og tala við fólk af ýmsum
þjóðum og mismunandi uppruna.“
„Eftir að ég hafði lokið námi gerðist ég
skólastjóri, fyrst í héraðsskólanum í Skógum
og síðar gagnfræðaskólanum á Selfossi. Svo
var ég fræðslustjóri á Suðurlandi um langt
árabil. Ég stundaði alltaf nokkur fræði, flutti
útvarpserindi um sögu, tók viðtöl og skrifaði
ýmsar bækur.“
„Gleyptu í sig djáknann á Myrká“
96 ára gamall er Jón enn að leggja bókmennta-
heiminum lið með framlögum sínum og í fyrra
komst vegahandbók hans, Þjóðsögur við þjóð-
veginn, á metsölulista á Ítalíu. Eins og titillinn
gefur til kynna var sú bók safn af íslenskum
þjóðsögum sem raðað var upp eftir lands-
hlutum þar sem þær eiga sér stað. Að sama
skapi er nýja bókin eftir Jón samsafn af frá-
sögnum um landnámsmenn sem raðað er upp
eftir því hvar á Íslandi þeir námu land.
Bókin hefst í Reykjavík og ferðast síðan
með lesandanum réttsælis eftir hringveginum
um landið. Numið er staðar víðs vegar um
þjóðveginn og drepið bæði á þekktustu land-
nemunum eins og Ingólfi Arnarsyni og Auði
djúpúðgu en einnig á mörgu síður þekktu fólki
sem byggði landið.
„Þetta er alþjóðlegt efni,“ segir Jón um sög-
urnar og vinsældir þeirra meðal erlendra les-
enda. „Þegar ég var leiðsögumaður á sumrin
fór ég með hópa um landið og þegar veðrið var
leiðinlegt sagði ég þeim sögur. Ég man eftir
því hvernig þeir gleyptu í sig til dæmis djákn-
ann á Myrká. Einmitt svona mótíf könnuðust
þau við úr eigin þjóðsögum. Þau þekktu sögur
að heiman af kærustum sem ganga aftur og
vitja stúlkunnar sinnar. Ég var hvattur til að
skrifa sögurnar sem ég var að segja þeim svo
þeir gætu tekið þær með sér heim. En það er
ekkert síðra að heyra um fólkið sem byggði
landið í öndverðu. Þetta eru nú eiginlega ævin-
týrasögur.“
Spurður hvort erfitt hafi verið að finna land-
námsmenn til að fjalla um alls staðar hringinn
í kringum landið svarar Jón neitandi. „Landið
byggðist nú á sextíu árum að sögn; 870 til 930.
Það var orðið mjög erfitt að finna sér aðstöðu á
landinu undir það síðasta, því það var orðið svo
þéttbyggt. Enginn veit nákvæmlega hvað
landnámsmenn voru margir, en maður giskar
á 60.000 eða þar um bil. Þeir komu flestir aust-
an um haf, frá Noregi, og svo ansi margir frá
Bretlandseyjum. Þar höfðu norrænir menn
margir sest að, til dæmis á Suðureyjum, eða
Hebrideseyjum, við Skotland eða norðar.
Margir voru líka af keltneskum uppruna, en
þeir sem voru yfirleitt í forystu fyrir landnám-
inu voru nú flestir norrænir.“
Í bókinni fjallar Jón þó einnig um nokkra
keltneska landnámsmenn sem komu til Ís-
lands á eigin vegum. „Til dæmis mætti nú
nefna Ásólf alskik Konálsson, sem kom frá Ír-
landi. Hann var kristinn og kom með tólf
manna föruneyti. Það sést á postulatölunni tólf
að þetta hefur verið einhvers konar trúarregla.
Þeir settust að undir Eyjafjöllum og veiddu
svo vel fisk í ánum að heimamenn fóru að öf-
unda þá og ráku þá burtu! Þá fóru þeir upp á
Akranes. Þar var ansi mikil keltnesk byggð.
Þegar þeir halda írska daga um þessar mundir
er verið halda upp á þetta fólk sem settist þar
að.“
Alltaf sannleiksvottur
Jón segir að yfirleitt megi treysta sögunum
af landnámsmönnunum upp að einhverju
marki. „Það er alltaf sannleiksvottur í þeim.
En þeir fegra oft hlutina og gera þá stærri
og myndarlegri en þeir kannski voru í raun
og veru. Til dæmis eru allmargir taldir af
konungaættum eins og hann Geirmundur
heljarskinn og fleiri slíkir höfðingjar, t.d.
Auður djúpúðga. Kannski er það svolítið
grobb. Hún giftist nú víkingakonungnum
Ólafi, frá Írlandi. Svo var hann drepinn í
bardaga og hún settist að í Skotlandi.
Sonur hennar varð höfðingi þar og kon-
ungur yfir hálfu landinu. Svo var hann einn-
ig drepinn í bardaga og þá sótti hún til Ís-
lands með allt sitt. Þau byggðu skip úti í
skógi á laun. Svona gæti maður sagt alls
konar sögur.“
Spurður hvort hann hefði einhverjar aðr-
ar bækur eða verkefni í bígerð svaraði Jón
neitandi en viðurkenndi þó að hann hefði
lengi langað til þess að fá bók sína, History
of Iceland, þýdda á íslensku. Bókina skrifaði
Jón á ensku en hún hefur verið þýdd á ýmis
tungumál. „Þegar ég skrifaði hana fékk ég
mjög indælan mann og skáldmæltan til að
fara yfir handritið. Bernard Scudder hét
hann og bjó í Reykjavík. Hann er dáinn, því
miður. Hann fór yfir allt handritið og lagaði
það þannig að úr því varð þokkalegasta
enska. Bernard Scudder var skáld sem
fékkst mikið við þýðingar. Hann var ákaf-
lega hugljúf persóna sem mér þykir bágt að
sé dáinn. En það er nú svona, menn eru allt-
af að kveðja.“
Jón R. Hjálmarsson hefur
lifað tímana tvenna en er
enn að leggja sitt fram til
bókmenntanna.
Morgunblaðið/Valli
Landnámið kennt á þjóðveginum
Jón R. Hjálmarsson, 96 ára gamall sagnfræðingur, gefur út bók um íslenska landnámsmenn eftir landshlutum. Áður gaf hann út
bók sem tók saman þjóðsögur eftir landshlutum. Hann segir „ekkert síðra að heyra um fólkið sem byggði landið í öndverðu“.
Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is
’Þótt bókin sé vegahandbóksegir Jón að ekki sé nauðsyn-legt að vera á ferð um þjóðveginntil þess að njóta hennar. „Að lesa
hana heima er ekkert síðra því
maður upplifir landið með því að
fletta þessum síðum, þar sem ég
segi frá landinu og landnáminu.“