Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.07.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.07.2018, Blaðsíða 36
Nýlega hélt starfslið Game ofThrones stjörnum prýttlokahóf í Belfast til að fagna lokatökum á áttundu og síð- ustu seríu þáttanna, sem fer í loftið á næsta ári. Þættirnir hófu göngu sína fyrir um átta árum og urðu fljótt mjög vinsælir, en margbrotin vélráð í stjórnmálalandslagi lénsskipulags- ins í bland við tölvugerða dreka og grófar kynlífssenur eru skotheld uppskrift að góðu sjónvarpi. Í dag bíða tugir milljóna spenntir eftir lokaseríunni, en þættirnir munu skilja eftir stórt skarð í sjónvarps- dagskránni. Umgjörð á kostnað innihalds Þegar þættirnir hófu göngu sína á sjónvarpsstöðinni HBO árið 2011 kostaði hver þáttur um sex milljónir Bandaríkjadala, sem var metn- aðarfullt enda voru þeir með dýrari þáttum sem framleiddir höfðu verið. Í dag er framleiðslukostnaður hvers þáttar um fimmtán milljónir Banda- ríkjadala, sem setur þættina í sér- flokk hvað varðar framleiðslukostn- að. Þrátt fyrir að lénsdramað sé nú vinsælla og dýrara en nokkru sinni hafa dómar gagnrýnenda og áhorf- enda orðið harðari í síðustu tveimur seríum. Helsta gagnrýnin er á hand- rit þáttanna, sem er ekki talið jafn- gott og áður. Það er kannski ekki skrítið, þar sem ekki er lengur hægt að sækja efniviðinn í bækurnar sem þættirnir byggja á. George R.R. Martin, höfundur bókanna, hóf að skrifa söguna fyrir um þrjátíu árum en hann hefur ekki gefið út nýja bók í röðinni síðan þættirnir hófu göngu sína. Sumir telja hann búinn að skrifa sig út í horn þar sem bæk- urnar eru mjög flóknar, en aðrir telja hann hafa misst áhuga á sög- unni. Þættirnir áttu í upphafi að vera aðlögun bókanna að sjónvarpi og áttu höfundar þeirra ekki von á því að þurfa að skrifa eða móta sögu þeirra sjálfir þó að Martin hafi sagt þeim í grófum dráttum hvernig sög- unni hans ljúki. Í síðustu tveimur seríum tóku þættirnir fram úr bók- unum sökum afkastaleysis Martin og er ljóst að þættirnir munu ljúka sögunni áður en hann fær tækifæri til þess. Margir lesendur eru svart- sýnir á að Martin hafi tíma eða áhuga á að ljúka verkinu, en hann verður sjötugur á árinu. Út í geim Aðdáendur stólaleiksins þurfa þó ekki að syrgja strax, því að tökur á nýjum þáttum sem eiga sér stað í sama sagnaheimi hefjast í haust. Nýja þáttaröðin verður forleikur og sögusviðið verður þúsundum ára fyrir sögu Game of Thrones. Þætt- irnir munu byggja á bókum Martins en ekki er víst hversu mikla aðkomu hann mun hafa að þeim. Einnig er von á meira sjónvarpi úr smiðju Martins, en þáttaröðin Nightflyers er vísindaskáldskapur sem kemur út síðar á árinu og er byggð á sögu Martins frá 1980. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort áhorfendur eru tilbúnir að klæða sig úr brynjunni og í geim- búninginn. Bráðum kemur í ljós hver endar á Járnsætinu. Krúnuleikar klárast Tökum er lokið á sjónvarpsþáttunum Game of Thrones sem hófu göngu sína fyrir sjö árum. Þættirnir eru þeir dýrustu í sögu sjónvarps en nú þegar er verið að undirbúa efni til að fylla í skarðið. Arnar Tómas Valgeirsson arnart@mbl.is Sansa Stark er leikin af Sophie Turner, sem hefur líkt og aðrir barnaleikarar þáttanna hækkað talsvert í loftinu síðan fyrsta sería hófst. 36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.7. 2018 LESBÓK SJÓNVARP Aðdáendur Breaking Bad gætu átt von á að sjá tvíeykið Walter White og Jesse Pinkman á skján- um á ný í fjórðu seríu af Better Call Saul. Þættirnir eru afsprengi Breaking Bad en í væntanlegri seríu munu tímalínur þáttanna skarast í fyrsta skipti. Höfundur þáttanna tveggja, Vince Gilligan, hefur áður sagt að sig langi að finna leið til að fá Bryan Cranston og Aar- on Paul til að endurtaka hlutverk sín sem White og Pinkman og kann þetta að vera lausnin. Fimm ár eru liðin síðan Breaking Bad luku margverðlaunaðri göngu sinni, en Better Call Saul hafa síðan 2015 forðað aðdáendum frá verstu fráhvarfseinkennunum. Þeir segja frá lögfræðingnum Saul Goodman sem kom ásamt fleiri persónum þáttanna fyrir í Breaking Bad. Bryan Cranston lék Walter White. Valtar White aftur á skjáinn? KVIKMYNDIR Galdramaðurinn Albus Dumbledore er samkynhneigður þótt kyn- hneigð hans verði ekki í brennidepli í Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald. Þetta segir Jude Law sem fer með hlutverk skólameist- arans í Hogwarts-skóla á sínum yngri árum í myndinni sem gerist í Harry Potter-heiminum. JK Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, sagði árið 2007 að Dumbledore væri samkyn- hneigður. Fyrr á árinu olli leikstjóri mynd- arinnar fjaðrafoki hjá Harry Potter-aðdáend- um þegar hann sagði að Dumbledore yrði ekki opinberlega samkynhneigður í myndinni, en Law hefur nú skýrt málið nánar. Kynhneigðin aukaatriði Jude Law leikur ungan Albus Dumbledore. Breska leikkonan Kate Winslet. Kyrrt hjarta KVIKMYNDIR Roger Mitchell mun leikstýra bandarískri end- urgerð af dönsku kvikmyndinni Stille hjerte. Endurgerðin ber heitið Blackbird og mun skarta stórum stjörnum á borð við Diane Keaton og Óskarsverðlaunahafann Kate Winslet. Upprunalega mynd- in, í leikstjórn Bille August, fjallaði um móður sem sækist eftir stuðningi fjölskyldu sinnar til líkn- ardráps sökum ólæknandi sjúk- dóms sem hún glímir við. FÓTBOLTI Axel Tuanzebe, leik- maður Man- chester United, komst nýlega í heimsmetabók Guinness. Afrek- ið tengist þó ekki fótbolta, en hann kláraði leik af borðspilinu Hungry Hungry Hippos á rúmlega sautján sekúndum og setti þar með heims- met. Metið setti hann í Banda- ríkjaferð félagsins en Tuanzebe er sérfræðingur í spilinu sem felst í að gefa glorsoltnum flóðhesti spil- arans eins mikið af kúlum að éta og unnt er. Flóðhestamet Axel Tuanzebe TÓNLIST Guns N’ Roses er fyrsta hljómsveitin til að fá yfir milljarð áhorfa á Youtube á tónlistar- myndband frá tuttugustu öldinni. Lagið sem um ræðir er sígildi slag- arinn November Rain sem á þó langt í land með að ná nýlegri dæg- ursmellum á borð við Despacito og Gangnam Style sem fengið hafa fleiri milljarða áhorf. Guns N’Roses svalir að vanda. Sígild rigning

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.