Morgunblaðið - 01.08.2018, Page 1

Morgunblaðið - 01.08.2018, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 1. Á G Ú S T 2 0 1 8 Stofnað 1913  179. tölublað  106. árgangur  FERÐALÖG SAMEINUÐ ÁHUGAMÁLUM TOPPTÓNLISTARFÓLK YFIRVINNA UNNIN TIL AÐ KLÁRA RAPPPLÖTU BOWIE-TÓNLEIKAR Í HÖRPU 33 YUNG NIGO DRIPPIN’ 31MENNINGARFERÐIR 12 Vandamálið þekkt lengi  Fulltrúi Pírata segist bjartsýnn á að lausnir skili árangri í málefnum heimilis- lausra  Meirihlutinn viðurkenndi loks vandann, segir oddviti Sjálfstæðisflokksins spurð sagðist Sigurborg ekki hafa skýringu á þessari fjölgun, en kvaðst vera bjartsýn á að þær lausnir sem samþykktar voru á fundinum myndu skila tilsettum árangri. Þeim verður þó að líkindum ekki hrint í fram- kvæmd fyrr en á haustmánuðum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar og formaður velferðar- ráðs borgarinnar, tók í svipaðan streng. Hún sagði fyrrverandi meiri- hluta í borginni hafa vitað af vand- anum frá því í nóvember á síðasta ári. Þá sagði hún félagslegan vanda heimilislausra ekki verða leystan með húsnæði eingöngu. „Það áhugaverða á fundinum var að meirihlutinn fékkst líklega í fyrsta skipti til að viðurkenna að það er brýnn húsnæðisvandi í Reykja- vík,“ sagði Eyþór L. Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Þetta var frábær fundur,“ sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borg- arfulltri Pírata, í samtali við Morg- unblaðið og vísar í máli sínu til auka- fundar borgarráðs Reykjavíkur sem haldinn var í gær, en fundarefnið var málefni heimilislausra. Fjöldi heimilislausra í Reykjavík hefur aukist talsvert á milli ára. Að- Borgarráðsfundur » Þeir sem stjórna eru í mikilli vörn, sagði oddviti Miðflokks- ins eftir fundinn. » Verið er að velta vandanum á undan sér í stað þess að grípa til aðgerða strax, sagði fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. MVandinn leystist ekki ... »9 Ekkert lát virðist vera á áhuga ferðamanna á Gullfossi, frægasta fossi Íslands. Þeir sem sóttu fossinn heim nýverið hafa vafalaust fundið fyrir ógnarkrafti Hvítár sem af miklum þunga streymir þrep fram af þrepi og myndar við það þéttan vatnsúða sem leggst yfir svæðið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ógnarkraftur náttúru heillar ferðalanga Dregið hefur verulega úr notkun plasts í umbúðir um vörur kjöt- og grænmetisbænda síðustu ár og ráð- gert er að þróunin muni halda áfram á næstu árum. Samkvæmt upplýsing- um frá Ferskum kjötvörum, kjöt- vörukeðju Haga, hafa nýjustu að- gerðir fyrirtækisins minnkað plast- notkun í tengslum við vörur kjöt- bænda um þrjátíu tonn á ári. Í kjölfarið hefur flutningskostnaður fyrirtækisins lækkað talsvert en nú flytur fyrirtækið inn einn gám af plasti í stað tólf líkt og það gerði fyrir breytingar. Sambærilegar aðgerðir hafa verið í gangi hjá Íslensku grænmeti, sölu- félagi garðyrkjumanna, en þar hefur tekist að minnka plastnotkun um 60% síðustu ár. Þá eru frekari aðgerðir í bígerð en að sögn Kristínar Lindu Sveinsdóttur, markaðsstjóra hjá Ís- lensku grænmeti, verða umbúðir fyr- irtækisins gerðar úr jarðgeranlegu efni. „Við höfum verið að skipta út umbúðum hjá okkur og munum hægt og rólega færa okkur yfir í pakkning- ar úr jarðgeranlegu efni. Umbúðirnar verða sérstaklega merktar og munu jarðgerast þegar þeim hefur verið fleygt,“ segir Kristín. »18 Plastnotk- un dregst saman  Kjöt og grænmeti sett í nýjar umbúðir Morgunblaðið/Golli Kjöt Umbúðir matvöru hér á landi hafa breyst töluvert síðustu ár. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Framboð á atvinnuhúsnæði eykst um tugþúsundir fermetra á næstu mánuðum með því að margar ný- byggingar verða teknar í notkun. Verktakafyrirtækið ÞG Verk er þar af með rúma 40 þúsund fer- metra af atvinnuhúsnæði og alls 20 þúsund fermetra bílakjallara. Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, segir 50-60% af nýju at- vinnuhúsnæði á Hafnartorgi hafa verið leigð út. Þá sé búið að leigja um 20% af nýju 16.500 fermetra skrifstofuhúsi í Urðarhvarfi í Kópa- vogi. Áætlað sé að senn muni um þúsund manns starfa í húsinu. Hafnartorgið verður tekið í notkun í haust og með því bílakjall- ari sem nær undir Geirsgötu. Þorvaldur segir eftirspurnina vitna um efnahagsbata síðustu ára. Kostar 200-300 þúsund á íbúð ÞG Verk er líka umsvifamikið í byggingu íbúðarhúsnæðis. Þorvaldur segir hamlandi skipu- lagskröfur enn að aukast á höfuð- borgarsvæðinu. T.d. kosti djúpgám- ar við íbúðir sem félagið er að byggja í Vogabyggð í Reykjavík 200 til 300 þús. á hverja íbúð. »10 Teikning/ÞG Verk Urðarhvarf 8 Svona sjá arkitektar húsið fyrir sér fullgert. Bygging hússins hófst 2006 en það stóð hálfklárað í um áratug eftir efnahagshrunið. Tugþúsundir fermetra á markaðinn  Stór skrifstofuhús að verða tilbúin  Húsbyggjandi segir skort á markaði  Verð á stökum miða í sund í Hafnarfirði er 600 krónur sam- kvæmt verðskrá sveitarfélagsins en í sundlauginni á Húsafelli er það 1.300 krónur. Skýrist sá munur að mestu leyti af því að sundlaugin á Húsafelli er ekki niðurgreidd af sveitarfélaginu þar. Þá er verð á stökum miða í sundlaugum Reykja- víkur 980 krónur. Í stærstu sveit- arfélögum landsins er 10 miða kort ódýrast í sundlaugum Mosfells- bæjar en dýrast í sundlaugum Kópavogs og Akureyrar. Reglulegir sundlaugagestir eru með kort sem gildir í margar sund- ferðir eða til lengri tíma og er þá hver ferð mun ódýrari en með stöku gjaldi. Skrifstofustjóri hjá ÍTR segir að rekstrarumhverfi sundlauga höfuðborgarinnar hafi batnað mjög á síðustu árum. »6 Allt að 700 króna munur á sundverði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.