Morgunblaðið - 01.08.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.08.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2018 Afgreiðslutímar á www.kronan.is BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Mikil eftirspurn eftir nýju atvinnu- húsnæði vitnar um uppsafnaðan skort. Framboðið er enda takmarkað. Þetta segir Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, en fyrirtæki hans er nú með tugi þúsunda fermetra af slíku húsnæði í smíðum á höfuð- borgarsvæðinu. Stærsta eignin er í Urðarhvarfi í Kópavogi. Þar er ÞG Verk að ljúka við byggingu á 16.500 fermetra skrifstofuhús- næði. Um 10.000 fermetra bíla- stæðahús fylgir skrifstofuhúsinu sem verður með þeim stærri á landinu. ÞG Verk hóf smíði hússins árið 2006 en gerði hlé á framkvæmdum 2008. Íslandsbanki eignaðist húsið í skuldauppgjöri 2011 og eignaðist verktakafyrirtækið Þingvangur svo húsið. ÞG Verk keypti bygginguna aftur í vor og hyggst afhenda fyrstu leigutökum rými þar næsta vor. Að auki er ÞG Verk að byggja 10.000 fermetra af atvinnuhúsnæði við Dalveg í Kópavogi sem er ætlað millistórum fyrirtækjum. Þar verður m.a. gott lagerrými. Umfangsmesta verkefni ÞG Verks er á Hafnartorgi í Reykjavík. Þar verða um 6.400 fermetrar af skrif- stofurými og 8.000 fermetrar af þjón- ustu- og verslunarrými. Við það bæt- ast 69 íbúðir og bílakjallari. Með alls 41 þúsund fermetra Samanlagt er ÞG Verk því með um 41 þúsund fermetra af atvinnuhús- næði í smíðum á höfuðborgarsvæðinu sem kemur til afhendingar á næstu 12 mánuðum. Til samanburðar má nefna að Kringlan er um 60 þús. fermetrar. Við það bætist 10 þúsund fermetra bílakjallari í Urðarhvarfi og 10 þús. fermetra kjallari á Hafnartorgi. Að sögn Þorvaldar er búið að leigja 50-60% af atvinnuhúsnæðinu á Hafnartorgi. Það fyrsta verði tekið í notkun í haust. Þá hafi borist margar fyrirspurnir um húsnæðið á Dalvegi. Þessi árangur hafi náðst þrátt fyrir að húsnæðið hafi ekki verið auglýst. Hann segir aðspurður að lúkningin á byggingunni í Urðarhvarfi vitni um efnahagslega endurreisn síðustu ára. Húsið hafi staðið autt í um áratug eftir efnahagshrunið. Vöxtur hag- kerfisins kalli nú á meira rými fyrir fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Auða húsnæðið að fyllast „Það hefur skapast ákveðin vöntun, enda nánast ekkert verið byggt af at- vinnuhúsnæði öll þessi ár frá hruni. Fyrstu árin var lítil sem engin eftir- spurn eftir atvinnu- og íbúðarhús- næði. Þegar efnahagslífið fór af stað fóru fyrstu árin í að fylla atvinnuhús- næði sem var til staðar. Sama gildir um íbúðarhúsnæði. Upp úr 2014 fóru íbúðabyggingar að taka við sér aftur. Það hefur ekki verið sama þörf á at- vinnuhúsnæði fram að þessu. Við greinum hins vegar að það hefur skapast þörf á nýbyggingum. Það er skortur á atvinnuhúsnæði almennt, bæði skrifstofum og iðnaðarhúsnæði. Valmöguleikar á leigu- eða kaup- markaði í atvinnuhúsnæði eru orðnir ansi takmarkaðir,“ segir Þorvaldur. Hentar stórfyrirtækjum Hann segir bygginguna í Urðar- hvarfi vera meðal fárra á höfuðborg- arsvæðinu sem henta stórfyrirtækj- um, eða stofnunum, sem þurfa mörg þúsund fermetra. Áætlað sé að um þúsund manns muni starfa í húsinu. Það verði því mikil lyftistöng fyrir Hvörfin. Kópavogsbær hafi sýnt áhuga á verkefninu og liðkað fyrir því. Um 56% af flatarmáli byggingar- innar verða tekin í notkun næsta vor og hinn hlutinn svo í áföngum. Þorvaldur segir að ólíkt fyrri þensluskeiðum hafi hið opinbera haldið að sér höndum með verklegar framkvæmdir síðustu ár. Nú séu þó vonandi framundan mörg stórverk- efni hjá hinu opinbera, á borð við byggingu nýs Landspítala, uppbygg- ingu umferðarmannvirkja o.fl. Þá segir Þorvaldur farið að hægja á upp- byggingu hótela. Þá séu vísbendingar um að miklar hækkanir á verði íbúð- arhúsnæðis séu að baki. Býst við stöðugleika „Það er jöfn og góð sala í íbúðar- húsnæði sem er á lægra verðbilinu og hentar til dæmis fjölskyldufólki. Það má búast við að íbúðamarkaðurinn verði tiltölulega stöðugur næstu miss- erin. Mörg íbúðaverkefni eru á fram- kvæmdastigi eða eru að fara af stað. Ég tel að það muni ganga ágætlega að fylla upp í umtalaðan skort á íbúðum. Ég á von á að hækkanir verði lítið um- fram verðlagshækkanir.“ Þorvaldur segir kostnað við bygg- ingu íbúðarhúsnæðis á höfuðborgar- svæðinu hafa aukist síðustu ár. Nýjar kröfur, aukið flækjustig, lóðarkostn- aður og leyfisgjöld eigi meðal annars þátt í því. Fátt bendi til að brugðist hafi verið við gagnrýni á þessa þróun. „Ég fæ ekki séð að það sé verið að bregðast við því. Hvorki í gjaldtöku né í skipulagsskilmálum sem hafa töluvert um það að segja hver bygg- ingarkostnaður er. Það eru sífellt að koma inn nýjar og hamlandi kröfur um ýmis atriði í íbúðabyggingum sem auka kostnað. Þá er ferlið við að fá verkefni samþykkt hjá skipulags- og byggingaryfirvöldum sífellt að lengj- ast og verða flóknara. Það eru til dæmis kröfur sem lúta að atriðum eins og blágrænum ofanvatnslausn- um, sem eru orðnar algengar í nýjum hverfum. Það þýðir að meðhöndla skuli ofanvatn og veita því á náttúru- legan hátt niður í jarðveg, innan lóð- ar, án þess að veita því í fráveitukerfi borgarinnar,“ segir Þorvaldur og nefnir fleiri dæmi um kröfur sem auka kostnað við byggingu íbúða. Dýrar kröfur hækka íbúðaverð „Það eru ýmsar takmarkanir á hönnun og formi húsa, takmarkanir á stigahúsum, þ.e.a.s. lausnum fyrir svalaganga, kröfur um verslunar- og þjónusturými á jarðhæð íbúðarhúsa hér og þar og kvaðir um leiguíbúðir. Þá má nefna kröfu um djúpgáma í sorphirðu sem er gríðarlega dýr lausn. Svona mætti lengja telja,“ seg- ir Þorvaldur. Hann segir djúpgáma kosta 300-400 þúsund á íbúð í íbúðar- húsnæði sem félagið er að byggja í Vogabyggð í Reykjavík. Þá kosti krafa um bílastæði í kjallara um 4,5 milljónir á stæði, samanborið við stæði ofanjarðar sem kosti um 250 þúsund. Niðurstaðan sé sú að hús- næði sem ÞG Verk er að byggja í Vogabyggð kostar u.þ.b. 30% meira í byggingu en íbúðarhúsnæði, sem nú er í byggingu og til sölu, við Álalæk á Selfossi. Fyrirtækin þurfa meira húsnæði  Forstjóri ÞG Verks segir skort á atvinnuhúsnæði  Telur að íbúðaverð muni ekki hækka mikið Teikning/ÞG Verk Horft af Arnarhóli Áformað er að afhenda fyrstu íbúðirnar á Hafnartorgi fyrir áramót. Við hlið Hafnartorgs má sjá drög að nýjum höfuðstöðvum Landsbankans. Harpan er svo lengst til hægri. Ljósmynd/ÞG Verk Dalvegur ÞG Verk byggir um 10 þús. fermetra atvinnuhúsnæði á lóðinni. Þorvaldur Gissurarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.