Morgunblaðið - 01.08.2018, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2018
Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi.
Pantaðu borð í síma 483 4700 eða á hverrestaurant.is
Baráttumenn fyrir lögleiðingu kann-
abisefna fengu í gær stuðning úr
óvæntri átt. Stjórnlagadómstóll
Georgíu úrskurðaði að lagalegar
refsingar fyrir einkanot á kannabis-
efnum samræmdust ekki stjórnar-
skrá landsins. Frá þessu er sagt í
dagblaðinu Georgia Today og á
AFP. Röksemdir dómstólsins voru
þær að neysla kannabisefna væri
ekki ógn við samfélagið heldur ein-
ungis við heilsu neytandans og því
bæri neytandinn einn ábyrgð á
þeirri ákvörðun sinni að reykja þau.
Ræktun og sala kannabisefna er þó
enn bönnuð.
Í ákvörðun stjórnlagadómstólsins
er gerð undantekning í tilvikum þar
sem kannabisneysla ógnar þriðja að-
ila, til dæmis í skólum og á sumum
almenningsstöðum.
Fyrir úrskurðinn var refsing við
einkanotum á kannabisefnum í
Georgíu sekt upp á andvirði tæpra
21.000 króna.
Georgíski þingmaðurinn og frjáls-
hyggjumaðurinn Zurab Japaridze
óskaði georgísku þjóðinni til ham-
ingju með ákvörðunina: „Með þess-
ari ákvörðun er Georgía orðin frjáls-
ara land.“ Akaki Zoidze, þingmaður
stjórnarflokksins Georgíska
draumsins og formaður heilbrigðis-
ráðs Georgíuþings, var ekki eins
hrifinn. Sagði hann lögleiðingu
kannabisefna hafa komið of snemma
og að meiri tíma hefði átt að verja í
undirbúning lagasetningar þess efn-
is. Zoidze er meðhöfundur draga að
nýrri fíkniefnalöggjöf en lögleiðing
kannabisreykinga var ekki hluti af
henni.
Georgíumenn
lögleiða kannabis
Georgía orðin „frjálsara land,“ segir
þingmaður um ákvörðunina
AFP
Gras Vegna ákvörðunarinnar er
neysla kannabisefna ekki refsiverð.
Svo virðist sem
að eldunum sem
hafa geisað í Sví-
þjóð undanfarna
daga sé að slota.
Frá þessu er sagt
á fréttavef AFP.
Sænsk stjórnvöld
tilkynntu þetta í
gær og franskir,
ítalskir og þýskir
slökkviliðsmenn
sem komu til Svíþjóðar til að að-
stoða við slökkvistörfin eru smám
saman byrjaðir að halda heim.
Hjálparsveitir frá þessum lönd-
um komu að beiðni sænskra stjórn-
valda til landsins auk slökkviliðs-
manna frá Noregi, Danmörku og
Póllandi þar sem hitinn í sumar hef-
ur verið miklu hærri en vant er í
Svíþjóð og sænskir slökkviliðsmenn
því illa í stakk búnir til að kljást við
eldana.
Ekki hefur verið tilkynnt um
nein dauðsföll vegna skógareld-
anna.
Skógareldunum að
slota í landinu
Heitt Eldarnir eru
að slokkna.
SVÍÞJÓÐ
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Þrátt fyrir fögur fyrirheit um kjarn-
orkuafvopnun á Kóreuskaga eftir
fund Donalds Trump Bandaríkjafor-
seta og Kims Jong-un leiðtoga
Norður-Kóreu í júní virðast Norður-
Kóreumenn enn vera að smíða lang-
drægar eldflaugar. Frá þessu er
sagt á fréttavef Reuters og BBC.
Eftir fund Trumps og Kims í
Singapúr í júní lýsti Trump því yfir
að engin kjarnorkuógn stafaði leng-
ur af Norður-Kóreu. Með skoðun
gervihnattarmynda af Norður-Kór-
eu hafa bandarískar eftirlitsstofnan-
ir hins vegar komist að þeirri nið-
urstöðu að enn sé virk starfsemi í
eldflaugaverksmiðjum landsins.
Sanumdong-verksmiðjan, sem
mynduð var, framleiddi Hwa-
song-15, fyrstu norður-kóresku eld-
flaugina sem vitað er að gæti dregið
til Bandaríkjanna.
Vökvadrifnar eldflaugar
Að sögn Washington Post virðast
Norður-Kóreumenn vera að smíða
vökvadrifnar langdrægar eldflaugar
í verksmiðjunni. Í samtali við frétta-
mann Reuters tilkynnti embættis-
maður Bandaríkjastjórnar hins veg-
ar að framleiðsla á slíkum elflaugum
væri ekki verulegt áhyggjuefni þar
sem of langan tíma tæki að fylla þær
af eldsneyti miðað við eldflaugar sem
ganga fyrir eldsneyti í föstu formi.
Þótt verksmiðjan virðist enn vera í
fullum gangi eru Norður-Kóreu-
menn enn í friðarviðræðum við ná-
granna sína í suðri. Fulltrúar Norð-
ur- og Suður-Kóreu hittust í þorpinu
Panmunjom í gær til að draga úr
spennu í samskiptum ríkjanna.
Enn að smíða eldflaugar
Ekkert lát á vopnaframleiðslu í Norður-Kóreu þrátt fyrir loforð um afvopnun
Ekki lengur ógn?
» Mike Pompeo, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sagði
í síðustu viku að Norður-
Kóreumenn væru enn að fram-
leiða eldsneyti fyrir kjarnorku-
sprengjur.
» Þótt Sanumdong-verk-
smiðjan sé starfræk hafa
Norður-Kóreumenn rifið niður
skotpalla í samræmi við loforð.
Um 20.000 manns í Kaliforníu var skipað að yfirgefa heimili sín á mánu-
daginn vegna villielda sem geisa nú í ríkinu. Frá þessu er sagt á fréttavef
Huffington Post. Íbúar ríkisins hafa gagnrýnt stjórnvöld og varpað fram
spurningum um hvort þau hafi brugðist nógu skjótt við og ítrekað nægi-
lega vel hættuna sem steðjaði að íbúum sem ekki forðuðu sér tafarlaust.
Sex hafa látið lífið í versta eldinum, Carr-eldinum í norðurhluta ríkisins.
AFP
Stjórnvöld gagnrýnd er Kalifornía brennur
Íbúum skipað að yfirgefa heimili sín vegna elda í Bandaríkjunum
Fimmtán manns
eru látnir eftir
árás á ríkisbygg-
ingu í Jalalabad í
Afganistan. Frá
þessu var greint
á AFP og The
Guardian. Víga-
menn réðust á
bygginguna og
tóku gísla eftir
að félagi þeirra
sprengdi sjálfan sig í loft upp við
inngangshliðið. Byggingin sjálf er
notuð af flóttamannastofnun afg-
önsku ríkisstjórnarinnar. Öryggis-
sveitir börðust við vígamennina í
fimm klukkustundir áður en þeim
tókst að endurheimta bygginguna.
Lík sumra fórnarlambanna voru
vart þekkjanleg vegna brunasára.
Ekki er vitað hver stendur á bak
við árásina en samtökin Ríki íslams
hafa tilkynnt að liðsmenn sínir hafi
ekki verið að verki. Talíbanar hafa
einnig neitað sök.
AFGANISTAN
Ráðist á flótta-
mannabyggingu
Víg 15 manns létu
lífið í árásinni.