Morgunblaðið - 01.08.2018, Side 20

Morgunblaðið - 01.08.2018, Side 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2018 Skólar & námskeið fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 17. ágúst Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is UGLÝSINGA: nn 14. ágúst. SÉRBLAÐ jallað um þá em í boði er að auka við ærni í haust og vetur NÁNARI UPPLÝSINGAR: PÖNTUN A fyrir þriðjudagi Í blaðinu verður f fjölbreyttu valkosti s fyrir þá sem stefna á þekkingu sína og f Þar sem fram undan er líklega ein mesta ferðahelgi ársins býð ég ykkur að taka undir eftirfarandi bæn með mér ef þið finnið ykkur í því. Bæn Umhyggjusami og umvefjandi Guð, frels- ari og eilífi lífgjafi! Blessaðu öll þau sem ferðast um landið okkar um þessa helgi og í sumar. Gef að þau fái notið náttúr- unnar, hins óviðjafnanlega lands- lags, fegurðar sköpunar þinnar. Forðaðu þeim sem ferðast um landið okkar frá öllu illu, hættum, slysum og tjóni. Hjálpaðu okkur að reynast góðir gestgjafar og minntu ferða- mennina og okkur öll á að sýna ábyrgð og tillitssemi og leið þau og okkur heil heim með dýrmætar minningar í farteskinu. Blessaðu einnig þau sem ferðast til fjarlægra landa. Forðaðu þeim einnig frá slysum, hættum og öllu illu. Frá hvers kyns háska eða tjóni. Gefðu að ferðalagið gangi vel og samkvæmt áætlun. Gef að við fáum að upplifa eitthvað nýtt og spenn- andi og getum um leið notið áningar og friðar með góðum ferðafélögum og í þakklæti til þín sem skapar, græðir, nærir og gefur líf. Í þakklæti til þín sem vilt að við njótum þess besta sem þú hefur skapað og gefið og lífið hefur upp á að bjóða. Hjálpaðu okkur öllum að minnast ábyrgðar okkar gagnvart náung- anum og náttúrunni hvar sem við er- um og hvert sem við förum. Minntu okkur á að sýna aðgát og tillitssemi í umferðinni og í samskiptum öllum. Vera umburðarlynd og kurteis og sýna þeim virðingu sem á vegi okkar verða og veita þeim aðstoð og stuðning sem á þurfa að halda. Gefðu að ferðin og fríið verði skemmtilegt og skilji eftir bjartar og góðar minningar. Hjálpaðu okkur að njóta eðlilegra samvista í faðmi fjölskyldu, vina eða kunningja og gef að við eignumst jafnvel nýja kunningja og vini. Hjálpaðu okkur að hafa augun opin fyrir eigin velferð og náungans og koma þeim til hjálpar sem hjálpar er þurfi. Leiddu okkur svo öll heil og sæl heim að nýju. Þess biðjum við þig, náðugi og miskunnsami Guð. Þig sem ert höf- undur lífsins og einn ert fær um að viðhalda því um eilífð. Í Jesú nafni. Amen. Friðarkveðja Láttu friðinn úr hjarta þínu spretta sem ilmandi blóm svo hann verði að angan sem smýgur og fyllir loftið af kærleika. Með friðar- og kærleikskveðju og blessunaróskum. Lifi lífið! Bæn fyrir fólki á ferðalögum Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson »Hjálpaðu okkur að minnast ábyrgðar gagnvart náunganum og náttúrunni. Sýna aðgát og tillitssemi í umferð- inni, í umgengni og í samskiptum öllum. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Þegar ég var mun yngri fórum við hjónin oft til Þingvalla með unga dóttur okkar og tókum þá rútu austur. Höfðum með okkur nesti og komum til baka að kvöldi með rútu. Þá voru fastar ferðir og eng- in vandamál. Nú er ég kominn á níræðisaldur og hættur að keyra bifreið. Ég sendi tölvupóst á BSÍ og Kynn- isferðir og hringdi í marga. Eina svarið sem ég fékk var frá Kynn- isferðum, þar sem okkur var bent á að fara í ferð sem heitir „Gullni þríhyrningurinn“ og þá færum við á Gullfoss, Geysi og Þingvelli og fararstjóri fræddi okkur á leiðinni. Þetta myndi ekki kosta okkur nema rúmar 15.000 kr. fyrir okkur bæði. Eldra fólk, sem aðeins hefur ellilífeyri til ráðstöfunar, getur ekki veitt sér slíkan lúxus. Getur einhver frætt okkur um hvort aðr- ar leiðir séu færar? Bestu þakkir. Magni R. Magnússon og Steinunn Guðlaugsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Hvernig kemst bíllaust eldra fólk til Þingvalla? Þjóðgarður Fátt jafnast á við haustlitadýrðina á Þingvöllum. Morgunblaðið/Ómar Í reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum segir að gestir skuli þvo sér án sundfata áður en þeir ganga til laugar. Á engum sundstöðum sem ég þekki til er fylgst með því að gestir geri það. Yfirleitt þvo Íslendingar sér en stór hluti útlendinga gerir það ekki. Viðbjóðurinn Mjög algengt er í Sundlauginni í Laugardal og Sundlaug Vestur- bæjar að útlendir ferðamenn þvoi sér ekki. Þetta hefur ágerst eftir því sem ferðamönnum hefur fjölg- að og er nú komið út í viðbjóðs- lega vitleysu. Ég þekki best til í Laugardals- lauginni, kem þar mjög oft. Fjöl- margir útlendir karlar klæðast sundskýlu í búningsklefa og fara beinustu leið út í laug, stundum með örstuttu stoppi í sturtunum, svona rétt til að sýnast. Konur segja að þetta sé afar alengt í kvennaklefanum. Aldrei hef ég séð starfsmenn gera athugasemd- ir við þetta háttalag. Þetta vita fjölmargir og fara aldrei í laug- arnar, þeim hugnast ekki sóða- skapurinn. Engar undanþágur Örfáir gestir benda útlending- unum á að laugin sé ekki til þvotta, til þess eru sturturnar. Viðbrögðin eru þá skrýtin og engu líkara en sumir hafi ekki gert sér grein fyrir tilganginum með sturt- unum og snúa til baka og þvo sér. Aðrir snúa upp á sig og fara út í. Þetta ástand er algerlega óviðunandi. Reglan er sú að annað hvort þvær fólk sér áður en það fer ofan út í laug eða það fer ekki út í. Hér er enginn millivegur. Enginn gestur á að vera undanþeginn reglum. Punktur. Annaðhvort eða! Vissulega er menn- ing þjóða og þjóð- arbrota mismunandi. Má vera að hingað komi fólk sem geti ekki hugsað sér að afhjúpa nekt sína, jafnvel í sturtunum. Fyrir þetta fólk eru til hálflokaðir sturtuklef- ar, að minnsta kosti í Laugardals- lauginni. Sé það ekki nóg á þetta fólk ekki að fara í sundlaugar á Íslandi. Engan afslátt á að gefa á hreinlæti sundlaugargesta. Upp- runi, menning, siðir eða annað er ekki gild afsökun. Hér gildir ein- faldlega annað hvort eða. Sagt upp störfum Við sem stundum sundlaug- arnar veltum því oft fyrir okkur hvers vegna starfsfólk í búnings- klefum hafi ekki eftirlit með því að gestir þvoi sér. Fyrir nokkrum árum sagði einn sturtuvörðurinn, eldri maður sem nú er hættur störfum, að það þýddi ekki neitt að fylgjast með gestum, þá kæm- ust starfsmenn ekki í önnur brýn störf. Sem sagt, eftirlit með hrein- læti sundlaugargesta er fullt starf. Öðrum eldri manni var sagt upp störfum fyrir að framfylgja reglum, krefjast þess með smá of- forsi að gestir færu í sturtu. Þurra fólkið Eitt sinn sat ég í ágætum hópi í heita pottinum og var þar spjallað um heima og geima. Þá kemur einn Íslendingur askvaðandi beint úr búningsklefa, skraufþurr. Ein- hver spurði hvort hann hefði farið í sturtu áður en hann kom út. Landinn sagðist ekki hafa gert það, hann væri að fara í pott. Honum var þá sagt að hann skyldi andskotast til baka og þvo sér og þá fengi hann að koma ofan í pottinn, fyrr ekki. Eftir tíu mín- útur kemur skrattakollur til baka og segist hafa þvegið sér og hvort við værum nú ánægð. Sem sagt, hann þvoði sér fyrir okkur, ekki af þörf eða vegna þess að reglur laugarinnar krefðust þess. Nær daglega sér maður fólk af báðum kynjum koma úr búnings- klefum, skraufþurrt, og fer beint í sundlaug eða potta. Þetta er auð- vitað algjör viðbjóður og ekki sæmandi rekstraraðilanum að öðrum gestum sé boðið upp á slíkt. Mannréttindin Borginni virðist vera algjörlega sama um þessi mál. Að þeirra mati eru mannréttindin fólgin í því að sleppa kynjamerkingum á salernum sem í eigu og umsjón Reykjavíkurborgar. Ég held að ég tali fyrir munn flestra sem sækja sundlaugar þegar ég full- yrði að það er réttur hvers sund- laugargests að geta farið ofan í sundlaug vitandi það með vissu að allir gestir hafi þvegið sér áður en þeir fara ofan í. Upplýsing og eftirlit Hægt er að grípa til tveggja ráða. Annað er að starfsmenn hafi beinlínis eftirlit með því að gestir fari í sturtu og þvoi sér. Hitt er að allir útlendir gestir sem kaupi sig í laug fái afhenta spjald með einföldum reglum og myndrænum leiðbeiningum. Á því standi meðal annars að annað hvort sé farið að reglum eða gestinum verði mein- að að fara ofan í laugina. Við þetta ástand verður ekki unað lengur, borgaryfirvöld þurfa að taka á þessu. Strax. Fólk sem mengar sundlaugar Eftir Sigurð Sigurðarson »Nær daglega sér maður fólk af báðum kynjum koma úr bún- ingsklefum, skrauf- þurrt, og fer beint í sundlaug eða potta. Þetta er auðvitað algjör viðbjóður. Sigurður Sigurðarson Höfundur er skrifstofumaður. sigurdur.sigurdarson@simnet.is atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.