Morgunblaðið - 01.08.2018, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2018 25
Raðauglýsingar
Styrkir Styrkir Styrkir
STJÓRN VINA VATNAJÖKULS AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM UM STYRKI
Vinir Vatnajökuls eru hollvinasamtök Vatnajökulsþjóðgarðs. Samtökin styrkja rannsóknir, kynninga- og
fræðslustarf sem stuðlar að því að sem flestir geti notið náttúru og sögu Vatnajökulsþjóðgarðs.
Umsóknarfrestur stendur FRÁ 1. ÁGÚST TIL 30. SEPTEMBER 2018.
Sjá nánari upplýsingar á vefsíðu samtakanna
www.vinirvatnajökuls.is
Tilkynningar
Kynning á
frummatsskýrslu
Í samræmi við lög nr. 106/2000 m.s.br. er frum-
matsskýrsla vegna stækkunar fiskeldis Matorku í
Húsatóftum í Grindavík úr 3.000 tonnum í 6.000
tonn verður haldinn kynningarfundur á skrifstofu
félagsins, Hlíðasmára 6, 3. hæð miðvikudaginn
8. ágúst kl. 15.00.
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Opið hús kl. 13-16. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8 kl.
16.15-17. Opið fyrir úti- og innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45.
Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Opið hjá okkur alla daga í sumar.
Hádegisverður frá kl. 11.30-12.30 og kaffisala alla virka daga frá kl.
14.30-15.30. Helstu dagskrárliðir eru í sumarfríi fram í miðjan ágúst.
Úti-botsíavöllur verður á torginu í sumar og við minnum á qigong á
Klambratúni alla þriðju- og fimmtudaga kl. 11. Verið hjartanlega
velkomin. Vitatorg, sími 411-9450
Gjábakki Kl. 20 félagsvist.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
hádegismatur kl. 11.30, brids í handavinnustofu kl. 13 og eftirmið-
dagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl.
8.50, botsía kl.10.15, listasmiðjan er opin fyrir alla frá kl. 9-16, síðdeg-
iskaffi kl. 14.30, allir velkomnir óháð aldri, nánari upplýsingar í
Hæðargarði 31 eða í síma 411-2790.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30, leikfimi í salnum Skóla-
braut kl. 11. Spilað í króknum kl. 3.30, bíó-ferð á MAMA MIA, farið
verður frá Skólabraut kl. 13.45. Fyrir frekari upplýsingar um ferðina
hafið samband við Thelmu í síma 8663027.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–14. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Allir velkomnir.
Síminn í Selinu er 568-2586.
Félagslíf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs-
salnum. Ræðumaður Beyene
Gailassie. Allir velkomnir.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Þjónusta
Verktaki - Ráðgjöf -
Verkefnavinna
Reynsluríkur lögg. iðnmeistari á
besta aldri tekur að sér ýmis smáverk
/ ráðgjöf í verktöku.
Vönduð vinnubrögð. Vinsamlega
gerið fyrirspurnir á h34@simnet.is
ÝmislegtBílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Húsbílar
Til sölu húsbíll Ford Arf
2005 árg. Ekinn 46.630 km. Dísel. 6
gíra beinskiptur. Skráður fyrir 4
farþega. Tvöföldu að aftan, aftur-
hjóladrifinn. Segl skrúfað niður yfir
útihurð. Belti og svefnpláss fyrir 4.
Mikið skápapláss. Stór ísskápur með
frysti ásamt eldavél. WC og sér
sturtuklefi. Bíll í topp lagi. Tilbúinn í
sumarfríið. Ásett verð 4.995.000 kr.
Athuga ýmis skipti.
Upplýsingar í síma 893-7065.
Húsviðhald
StyrkirStyrkir
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
FINNA.is
✝ ÞórhallurBirkir Lúð-
víksson fæddist á
Akureyri 21. júní
1993. Hann lést 22.
júlí 2018.
Foreldrar Þór-
halls eru Lúðvík
Gunnlaugsson,
fæddur 31. mars
1957, og Jóna Sig-
urgeirsdóttir,
fædd 24. ágúst
1957.
Systkini Þórhalls eru.
Helga Ósk Lúðvíksdóttir,
fædd 5. maí 1977,
maki Sigmar Ingi
Ágústsson, fæddur
6. febrúar 1979,
Lúðvík Trausti
Lúðvíksson, fædd-
ur 17. desember
1979, maki Agnes
Þorleifsdóttir,
fædd 22. janúar
1983, og Sigurgeir
Lúðvíksson, fædd-
ur 16. maí 1990.
Jarðsett verður frá Akur-
eyrarkirkju miðvikudaginn 1.
ágúst, klukkan 13.30.
Þann 22. júlí kom símtalið.
Símtalið sem ég var búin að ótt-
ast svo lengi að kæmi, en von-
aði að til þess kæmi ekki. Þór-
hallur er dáinn, litli bróðir minn
er farinn frá okkur. Lífið hefur
aldrei kýlt mig jafn fast niður
og þarna.
Ég fékk að fylgjast með litla
glaða drengnum sem hann var.
Uppátækjasamur, hjálpsamur,
hjartahlýr og skemmtilegastur
af öllum. Litla bróður sem
saumaði bikiní handa stóru
systur í skólanum, litla bróður
sem ég fór með á Korn-tón-
leika, litla bróður sem passaði
svo vel upp á börnin mín. Ég
fékk líka að horfa upp á bug-
aðan og örvæntingarfullan ung-
an mann sem réð ekki við lífið.
Eitthvað gerðist þegar hann
kynntist heimi fíkniefnanna og
hann fór á bólakaf. Fíknin tók
hann frá okkur. Hann var búinn
að reyna að sigrast á henni en
hún náði alltaf yfirhöndinni aft-
ur.
Ég á engin orð. Hann var 25
ára þegar hann kvaddi okkur,
hefði átt að vera að byrja lífið
en ekki enda það.
Elsku Þórhallur, með augun
full af tárum kveð ég þig. Þú
ert skærasta stjarnan á himn-
inum núna og ég veit að þú
fylgist með okkur og passar
upp á okkur, elsku drengurinn
minn. Minning þín mun lifa með
okkur og ég passa að börnin
mín fái að heyra sögurnar af
uppátækjum þínum og hversu
mikið þú gladdir okkur og gerð-
ir lífið skemmtilegra.
Þín stóra systir,
Helga Ósk.
Elsku Þórhallur frændi minn
er farinn allt of fljótt frá okkur.
Það er eins og haustið hafi
komið of snemma. Allt er grátt
og söknuðurinn er mikill.
Skrefin í dag eru þung að
kveðja ljúfan dreng.
Við Þórhallur vorum frá fæð-
ingu tengd sterkum böndum.
Mikill samgangur var milli
heimila og við vorum ætíð góðir
vinir. Systkinin Anna, Einar og
Lúðvík eignuðust okkur öll á
sama árinu með þriggja mán-
aða millibili. Ég held fast um
hugljúfar minningarnar sem
ylja mér í hjarta á þessum erf-
iðu tímum, en þær eru ansi
margar. Ég minnist þess þegar
við horfðum á bannaðar myndir
og þú fullvissaðir mig um að
það væri allt í lagi, þú myndir
passa mig. Það einkenndi þig,
þú varst hugrakkur og fékkst
góðar hugmyndir. Jóna,
mamma þín, bannaði okkur að
klifra upp á kofann í Rimas-
íðunni þegar við vorum að fara
út í garð að leika og það var
það fyrsta sem við gerðum, þú
varst hvatvís og flest sem þér
datt í hug varðst þú að fram-
kvæma. Bestu tímarnir voru
þegar ég, þú og Harpa vorum
hjá ömmu og afa í Lerkilundi.
Ýmist á kafi í rifsberja-
runnanum hennar ömmu eða að
rífa upp rabarbara í garðinum,
það skipti engu máli hvort við
fengum leyfi eða ekki, við fram-
kvæmdum það sem okkur datt í
hug, enda mikil læti og fjör í
kringum okkur. Það var nauð-
synlegt að hafa einn dreng með
frænkum sínum tveimur. Við
litum upp til þín og þú kenndir
okkur margt, má þar helst
nefna á hjólabretti! Þú varst
samt alltaf ljúfur og góður, ég
man vel eftir risaeðlunni sem
þú gafst mér í sjö ára afmæl-
isgjöf, þú valdir hana alveg
sjálfur. Þú varst svo ánægður
með sjálfan þig.
Þú skilur eftir stórt skarð í
okkar þríeyki og eftir stöndum
við Harpa tvær. Sársaukinn við
andlát þitt er mikill.
Elsku frændi minn, ég veit
að amma tekur vel á móti þér
með opnum örmum. Ég kveð
þig í dag hugsandi um ljúfsárar
minningarnar sem ég mun
halda fast í, enda eru þær
margar og góðar, elsku ljúfi og
góði drengurinn minn.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
(Bubbi Morthens)
Guðrún Gísladóttir.
Elsku dásemdar Þórhallur.
Mikið sem það er sárt að
kveðja. Fyrir nokkrum dögum
sendir þú mér svona líka fallegt
myndskeið af undursamlegu
blómi í fullum blóma. Hunangs-
flugur börðust um blómið fagra
og blómið gaf með sér. Þér
mætti líkja við blómið, þú ert
(ég kýs að tala um þig í nútíð)
líkt og blómið stór og glæsi-
legur, gullfallegur og góðhjart-
aður. Þitt gullna hjarta er þinn
helsti kostur að mér finnst. Ár-
lega, þegar ég á afmæli, kemur
þú í afmæliskaffi til mín. Það
þykir mér vænt um. Það er erf-
itt að hugsa til þess að þú kom-
ir ekki í ár. En þótt þú komir
ekki veit ég að þú verður með
mér og fjölskyldunni í anda,
sem og á öðrum stærri dögum.
Þú hefur nefnilega alltaf hugs-
að vel um þitt fólk. Gott dæmi
um það er mín mikilvægasta og
kærasta minning af þér, sem er
símtalið sem við áttum fyrr í
sumar. Þú hringdir einfaldlega
til að athuga hvernig ég hefði
það og segja mér hve vænt þér
þætti um mig. Þá minningu
þykir mér ofboðslega vænt um.
Ég veit að ég tala fyrir hönd
fleiri en mín þegar ég segi að
þín verði sárt saknað. Ég veit
líka að líf þitt var ekki alltaf
dans á rósum. Þannig að í stað
þess að syrgja ætla ég að reyna
að fagna því að hafa kynnst þér
og vona að þér líði betur á þeim
stað sem þú ert kominn á.
Þú sem ferð
ferð aldrei allur
Hverju sinni
skilur þú eitthvað eftir
Hluta af þér – í mér
(Sverrir Páll Erlendsson)
Ég mun aldrei gleyma þér.
Þú ert mér afar kær. Uppá-
halds frændi minn. Uppáhalds.
Þín,
Jóna Marín.
Þórhallur Birkir
Lúðvíksson