Morgunblaðið - 01.08.2018, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 01.08.2018, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2018 *NÝ R HYUNDAI IX35 2.0 CRDI PREMIUM PANORAMA 4x4, dísel, sjálfskiptur – í nokkrum litum, með leðri, glerþaki, leiðsögukerfi, bakkmyndavél o.fl. Verð aðeins kr. 3.990.000 562 1717 Kletthálsi 2 - bilalif@bilalif.is bilalif.is Eigum mikið úrval af nýjum og nýlegum bílum á staðnum *e ft ir ár sb íll fy rs ta sk rá ni ng 8. 20 15 Sigmundur Már Herbertssonkörfuboltadómari á 50 áraafmæli í dag. Hann er einn af reynslumestu dómurum í ís- lenskum körfuknattleik og hefur 12 sinnum verið valinn dómari árs- ins. Hann hefur dæmt flesta leiki allra íslenskra dómara á erlendri grundu, en leikirnir eru alls 223 í 68 borgum víðsvegar í Evrópu. En nú er mál að linni því í reglum FIBA, Alþjóðakörfuknattleiks- sambandsins, segir að dómari megi ekki dæma eftir að fimmtugu hefur verið náð og er því ferli Sig- mundar á alþjóðavettvangi því lok- ið. „Það er ekkert aldurstakmark á Íslandi þannig að menn eru ekki lausir við mig þar. Ég held ótrauð- ur áfram að dæma meðan ég hef heilsu og gaman af því.“ Sigmundur Már er Njarðvík- ingur og spilaði körfubolta með Njarðvík í meistaraflokki en hætti ungur og tók dómarapróf á Íslandi 1994 og fékk alþjóðaréttindi 2003.„Hápunkturinn var í Ríga í Lettlandi þegar ég dæmdi í Evrópukeppni landsliða 2015. Keppnin var þá haldin í fjórum löndum, íslenska karlalandsliðið komst þá í fyrsta skipti á lokamót Evrópulandsliða og lék í Berlín, en ég dæmdi fjóra leiki sem voru i Ríga.“ Sigmundur er starfsmaður Njarðvíkurskóla og vinnur í sérdeild fyrir börn með hegðunarraskanir. „Þetta er bæði mjög skemmtilegt og krefjandi á sinn hátt,“ segir Sigmundur um samanburð á starfinu í skólanum og á körfuboltavellinum. Áhugamál Sigmundar eru íþróttir af öllum toga. „Dómgæslan er lífsstíll þar sem dómarar þurfa að halda sér í formi og viðhalda fag- legri þekkingu. Maður getur ekki farið í það af hálfum huga þegar maður ætlar að ná árangri. Eiginkonan og synirnir hafa alltaf staðið þétt við bakið á mér og hvatt mig áfram, án þeirra væri þetta ekki hægt.“ Eiginkona Sigmundar er Sigurbjörg Eydís Gunnarsdóttir, leik- skólakennari á Gimli í Njarðvík. Synir þeirra eru Herbert Már, f. 1992, og Gunnar Már, f. 2001. „Við hjónin erum núna á Benidorm og í tilefni dagsins ætlum við út að borða í listamannaþorpinu Altea sem er hérna rétt hjá.“ Heldur ótrauður áfram að dæma Sigmundur Már Herbertsson er fimmtugur Síðasti FIBA-leikurinn Sigmund- ur í Chemnitz í Þýskalandi á Evr- ópukeppni 20 ára karlalandsliða. S ímon Eðvald Traustason fæddist í Vest- mannaeyjum 1.8. 1948 og ólst þar upp til sex- tán ára aldurs. Hann lauk Gagnfræðaskóla Vest- mannaeyja 1964, stundaði nám við Iðnskólann í Vestmannaeyjum og lærði þar húsasmíði og lauk bú- fræðiprófi frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal vorið 1967. Þá lauk hann einkaflugmannsprófi 1982. Símon vann við tamningar hjá H.J. Hólmjárn á Vatnsleysu í Skagafirði sumarið 1967 og síðar á jarðýtum hjá Búnaðarsambandi Skagfirðinga fyrstu búskaparárin. Símon hóf búskap að Egg í Hegranesi vorið 1969. Síðar festi hann kaup á jörðinni Ketu í Símon Eðvald Traustason, bóndi á Ketu í Hegranesi – 70 ára Slakað á heima í garði Símon Eðvald og eiginkona hans, Ingibjörg Jóhanna með börnunum sínum fjórum. Eyjapeyinn sem varð bóndi í Skagafirðinum Hjón í 50 ár Símon og Ingibjörg héldu upp á gullbrúðkaup um síðustu helgi. Reykjavík Ragnhildur Hansen Guðmundsdóttir fæddist 26. september 2017 í Reykjavík. Hún vó 13 merkur og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Guðrún Jó- hannsdóttir og Guðmundur Halldór Friðriksson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.