Morgunblaðið - 01.08.2018, Page 30

Morgunblaðið - 01.08.2018, Page 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2018 Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is Traka 21 lyklaskápurinn skráir hver hefur lykla fyrirtækisins undir höndum hverju sinni. Skápurinn opnast og afhendir lykil aðeins þeim sem hefur leyfi til þess. Þetta sparar utanumhald og eykur öryggi. Lyklar tapast miklu síður og kostnaður vegna þess lækkar. HVER ER MEÐ LYKILINN? Verð: 179.000 kr. LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 GENUINE SINCE 1937 Á dögunum var stolið á heimili í Somerville í Massachusetts í Banda- ríkjunum fiðlu sem metin er á meira en 200 þúsund dali, yfir 20 milljónir króna. Þjófurinn seldi hana daginn eftir veðlánara fyrir 50 dali, um 5.300 krónur. Sam- kvæmt The New York Times hefur hljóðfærinu verðmæta verið skilað til eigandans. Fiðlan var smíðuð á verkstæði Ferdinando Gagliano, eins afkasta- mesta og þekktasta fiðlusmiðsins í Napólíborg á Ítalíu á seinni hluta 18. aldar. Þjófurinn braust inn og stal fiðlunni ásamt öðru góssi – þar á meðal tveimur seðlaveskjum og tveimur myndavélum – meðan heimamenn sváfu. Eigandi fiðlunnar mat fiðluna á um 100 þúsund dali, rúmar tíu millj- ónir króna, en vitnað er í sérfræð- inga sem segja hana mun meira virði. Enda hafa hljóðfæri bestu hljóðfærasmiða fyrri alda hækkað mikið í verði og eru mörg hver í eigu fjárfestingarsjóða. Fiðluhöndlarinn Christopher Reuning segir í samtali við The New York Times að það sé ekki óal- gengt að stolin hljóðfæri séu seld veðlánurum fyrir afar lágt verð. „Það er ómögulegt að selja stolnar fiðlur. Margir telja þær vera gít- ara,“ segir hann. Fiðlusmiðurinn Ferdinando Gagliano var af þriðju kynslóð merkra hljóðfærasmiða sem smíð- uðu fiðlur í svokölluðum Napólístíl. Á þeim tíma var Napólí mikilvæg miðstöð menningar og lista á Ítalíu, þar sem ópera og tónlistarleikhús blómstruðu. Þegar frægð Gagliano- hljóðfæranna jókst hermdu smiðir víða eftir þeim. Á síðustu árum hafa tvær fiðlur smíðaðar af Ferdinando Gagliano verið seldar á uppboðum, fyrir um 22 og 24 milljónir króna. Lét verðmæta fiðlu fyrir 5.300 krónur Christie’s Verðmæt Ein af fiðlunum sem Gag- liano smíðaði. Þessi var seld á upp- boði fyrir rúmar 20 milljónir kr. Fræðimenn jafnt sem heimamenn í Taira-dalnum í Síle vilja að merkar hellamyndirnar í Taira-hellinum verði teknar á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna svo hægt verði að byggja upp sjálfbæra ferðaþjónustu í tengslum við þær. Myndirnar voru dregnar upp af hirðingjum fyrir tæplega þrjú þús- und árum. Sænskur fornleifafræð- ingur, Stig Ryden, uppgötvaði myndirnar og kynnti árið 1944. Hellirinn er í 3.150 metra hæð við Atacama-eyðimörkina, einn þurr- asta stað jarðar. Níu af hverjum tíu myndum í hellinum sýna lamadýr, en fornleifafræðingurinn Jose Be- reguer telur heimamenn hafa á sín- um tíma gert myndirnar sem lið í bænum til guðanna um að fjölga í lamaflokkum þeirra. Myndirnar séu þannig óður til lífsmagnsins og náttúrunnar. Aðrar myndir sýna til að mynda refi, snáka, fugla og hunda. Hirðingjar rækta enn lama- dýr á svæðinu. AFP Lamadýr Fornleifafræðingurinn Jose Berenguer við nokkrar myndanna í Taira-hellinum í Síle. Hellarnir eru í rúmlega 3.000 metra hæð og þar eru helstu hellamyndir landsins. Vilja fá hellamyndir á Heimsminjaskrá Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is „Við verðum með eitthvað af nýju efni í bland við eldra. Þú getur bara sagt að við ætlum að fagna sumrinu með fjölbreyttu lagavali,“ svarar Ólöf Arnalds þegar hún er spurð hvaða tónlistarkræsingar þau Skúli Sverrisson bassaleikari ætli að bera á borð fyrir gesti Norræna hússins kl. 21 í kvöld. Förum ekki nánar út í sálminn um íslenska sumarið 2018. Líklega eru þeir einir sáttir sem fá tækifæri að sjá til sólar eins og reyndar Ólöf og Skúli þegar þau halda tónleika á Spáni síðsumars. En áður og næst á dagskrá hjá þeim eru fyrrnefndir tónleikar í tón- leikaröð Norræna hússins á mið- vikudagskvöldum í sumar og eru þeir sjöundu í röðinni. „Gestir hússins geta búist við upp- lifun fullri af tónlistarlegum töfr- um,“ fullyrða tónleikahaldarar um tónleika þeirra Ólafar og Skúla. Sjálf er Ólöf er svolítið hófstilltari i lýs- ingum sínum, en lofar samt góðri og heimilislegri stemmningu. „Þetta verða innilegir tónleikar,“ segir hún brosandi. Hvor með sinn ómþýða stíl „Ætli við leikum ekki svona tólf til fimmtán lög, bæði eftir hvort okkar um sig, kannski þó ívið fleiri eftir mig, og einnig lög sem við höfum samið í sameiningu. Við erum mjög spennt að fá tækifæri til að spila í Norræna húsinu, sem er frábær tón- leikastaður með góðan hljómburð og gott andrúmsloft.“ Spurð hver sé helsti munurinn á lögum eftir hana og hann, segir Ólöf að þótt þau séu hvort með sinn stíl- inn eigi lög beggja það sameiginlegt að vera frekar ómþýð. „En ef til vill er flóknari hljómræna í lögum Skúla,“ bætir hún við. Auk þess að syngja spilar Ólöf á fjölda hljóðfæra og hyggst hún draga tvö þeirra fram úr pússi sínu í kvöld; gítar og charango, sem er suður-amerískt strengjahljóðfæri. „Ólöf Arnalds semur dásamleg, per- sónuleg lög sem hún syngur með einstakri rödd sinni,“ segir í tilkynn- ingu frá Norræna húsinu. Og þau orð eru höfð um Skúla að hann sé uppátektarsamur bassaleikari og magnað tónskáld. Aðspurð segir Ólöf að Skúli láti henni sönginn eftir eins og endranær og ekki sé á döf- inni að hann taki undir með henni. Bæði eiga farsælan tónlistarferil að baki. Ólöf hefur gefið út fjórar plötur, sem allar hafa fengið lof og prís gagnrýnenda og hefur m.a. samið lag með Björk. Skúli hefur starfað með þekktu tónlistarfólki eins og Lou Reed og Laurie And- ersson og gefið út plötur með frum- sömdu efni, m.a. Seríu I og Seríu II. Hæg heimatökin Ólöf og Skúli höfðu verið sam- starfsfólk í tónlistinni í tólf ár áður en þau rugluðu saman reytum fyrir fimm árum. „Við unnum saman að öllum plötunum mínum og seríu- plötum Skúla. Samstarfið varð þó óneitanlega nánara þegar við urðum par, enda hæg heimatökin,“ segir Ólöf og kveðst aðspurð ekki hafa hugmynd um hversu oft þau hafa komið fram saman á tónleikum. Undanfarin ár hafi þau til dæmis reglulega haldið tónleika í Menning- arhúsinu Mengi, þar sem Skúli er listrænn stjórnandi og þau stofnuðu ásamt fleirum fyrir allnokkru síðan. Músik fyrir kvöldverðargesti Og spurð hvort ekki komi stund- um upp listrænn ágreiningur svarar Ólöf neitandi og segir þau raunar vera alveg glettilega sammála. Þessa dagana eru þau að semja tónverk fyrir pop-up veitingastað Ólafs Elíassonar, myndlistamanns, og systur hans, Viktoríu, kokks, í Marshall-húsinu, en systkinin munu reka staðinn tímabundið í tólf vikur frá og með 11. ágúst. „Við og/eða úr- valslið hljóðfæraleikara munum leika verkið einu sinni í viku í tólf vikur. Allt sem leikið er í salnum verður tekið upp og er meiningin að tónlistin verði sífellt flóknari og meira útsett með viku hverri. Úr þessu verður svo tónverk sem við munum nefna Music for Diners,“ segir Ólöf að lokum. Innilegir tónleikar  Ólöf Arnalds, söngkona og gítarleikari, og Skúli Sverris- son bassaleikari halda tónleika í Norræna húsinu í kvöld Morgunblaðið/Eggert Tónlistartvíeyki Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson höfðu verið samstarfs- fólk í tónlistinni í 12 ár áður en þau rugluðu saman reytum fyrir fimm árum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.