Morgunblaðið - 01.08.2018, Blaðsíða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2018
Eftir málarekstur í um áratug hefur
áfrýjunardómstóll í Kaliforníu úr-
skurðað að Norton Simon-listasafnið
í Pasadena megi eiga tvö meistara-
verk frá 16. öld eftir þýska endur-
reisnarmálarann Lucas Cranach
eldri. Málverkin sýna Adam og Evu í
fullri líkamsstærð. Nasistar neyddu
árið 1940 hollenska listaverkasalann
Jacques Goudstikker til að selja
þeim verkin fyrir brotabrot af verð-
mæti þeirra. Goudstikker flúði Evr-
ópu í kjölfarið.
Eftir seinni heimsstyrjöldina skil-
uðu bandamenn málverkunum til
hollenskra stjórnvalda. Árið 1966
seldi hollenska ríkið verkin rúss-
neskum safnara sem fimm árum
seinna seldi þau bandaríska iðnjöfr-
inum Norton Simon, sem setti þau í
safn sitt. Tengdadóttir Goudstikker
fór í mál við safnið árið 2007 og
krafðist þess að fá málverkin, sem
réttmætur eigandi þeirra. Sam-
kvæmt lokaúrskurði dómstólsins í
gær var þeim rétti fyrirgert þegar
verkin voru seld árið 1966.
„Með sögunni sem fylgir þessum
verkum eru þau eins og ör á safninu.
Það er virðingarleysi að láta þau
vera þar til sýnis,“ hafa fjölmiðlar
eftir tengdadóttur Goudstikker.
Norton Simon Museum
Meistaraverk Lucas Cranach málaði Adam og Evu fyrir nær 500 árum.
Heldur málverkum
eftir Lucas Cranach
Ný skýrsla frá Háskóla Suður-
Kaliforníu sem birt var í gær sýnir
að ekkert hefur breyst síðustu ár
hvað varðar jafnari þátttöku
kynjanna á hvíta tjaldinu. Konur
voru aðeins 31,8 prósent þeirra
persóna sem fá að tjá sig í kvik-
myndum sem framleiddar eru vest-
anhafs en það er nokkurn veginn
sama hlutfall og fyrir ellefu árum.
Skýrslan byggist á rannsókn þar
sem eitthundrað vinsælustu kvik-
myndir hvers árs frá 2007 voru
skoðaðar. Meðal annars sem kemur
fram er að konur sem eru dökkar á
hörund voru einungis í aðal-
hlutverki í fjórum kvikmyndum í
fyrra og að hvítir leikarar fóru með
70,7 prósent allra þeirra hlutverka
þar sem leikararnir tjá sig með orð-
um.
„Það er fjölradda kór sem kallar
á breytingar en Hollywood hefur
engu breytt hvað varðar skipan í
hlutverk,“ er haft eftir einum
skýrsluhöfunda í The Guardian.
Konur tala jafn lítið í myndum og 2011
Óbreytt Frances McDormand hreppti
Óskar í ár og kallaði eftir breytingum.
Hljómsveitin Greifarnir stendur nú
níunda árið í röð fyrir útihátíð á
skemmtistaðnum SPOT í Kópavogi
um verslunarmannahelgina. Held-
ur hljómsveitin dansleiki á laugar-
dags- og sunnudagskvöld. Á sunnu-
dagskvöld verður síðan
brekkusöngur í brekkunni fyrir
neðan SPOT. DJ Einar heldur uppi
fjörinu þegar Greifarnir taka hlé.
Sérstakur gestur hljómsveitar-
innar í ár verður Felix Bergsson en
hann var fyrsti söngvari hljóm-
sveitarinnar þegar hún sló í gegn
seint á síðustu öld.
Greifarnir með útihátíð í Kópavogi
Dansleikur Gleði á einum af fyrri hátíð-
um Greifanna á skemmtistaðnum SPOT.
Vargur 16
Bræðurnir Erik og Atli eiga
við fjárhagsvanda að stríða.
Þeir grípa til þess ráðs að
smygla dópi.
Morgunblaðið bbbmn
IMDb 7,3/10
Bíó Paradís 22.00
Undir trénu 12
Agnes grípur Atla við að
horfa á gamalt kynlífs-
myndband og hendir honum
út. Atli flytur þá inn á for-
eldra sína, sem eiga í deilu
við fólkið í næsta húsi.
IMDb 7,1/10
Bíó Paradís 18.00
101 Reykjavík
Metacritic 68/100
IMDb 6,9/10
Bíó Paradís 18.00
Heima IMDb 8,6/10
Bíó Paradís 20.00
Hearts Beat Loud
Bíó Paradís 20.00, 22.00
Óþekkti
hermaðurinn 16
IMDb 8,1/10
Bíó Paradís 17.30
The Florida
Project 12
Metacritic 92/100
IMDb 7,6/10
Bíó Paradís 22.00
The Party 12
Bíó Paradís 22.00
BPM (120 Beats Per
Minute) 12
Bíó Paradís 17.30
Mamma Mia!
Here We Go Again Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 66/100
IMDb 7,0/10
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 14.30,
17.00, 19.30, 22.00
Sambíóin Keflavík 17.30,
20.00, 22.30
Smárabíó 16.20, 17.00,
19.40, 22.20
Háskólabíó 18.00, 21.00
Borgarbíó Akureyri 17.00,
19.30, 21.50
Mission: Impossible
Fallout 16
Ethan Hunt og sérsveit hans
og bandamenn, eiga í kappi
við tímann eftir að verkefni
misheppnast.
Metacritic 86/100
IMDb 8,5/10
Laugarásbíó 16.40, 19.45,
22.40
Sambíóin Álfabakka 15.00,
16.30, 18.00, 19.30, 21.00,
22.30
Sambíóin Egilshöll 17.00,
19.00, 20.00, 22.00, 23.00
Sambíóin Kringlunni 14.30,
17.30, 20.30, 22.00
Sambíóin Akureyri 16.30,
19.30, 22.30
Sambíóin Keflavík 19.30,
22.30
Smárabíó 16.30, 19.00,
19.50, 22.10, 22.20
Hereditary 16
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 87/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 22.15
Sambíóin Egilshöll 22.30
Sambíóin Akureyri 22.30
The Equalizer 2 16
Myndin fjallar um fyrrver-
andi lögreglumann sem er
nú leigumorðingi.
Metacritic 50/100
IMDb 7,1/10
Smárabíó 19.40, 22.30
Háskólabíó 20.50
Borgarbíó Akureyri 21.30
Hotel Artemis 16
Myndin gerist í framtíðinni
þegar óeirðir geisa í Los An-
gelis. Nunna rekur leynilega
slysavarðsstofu fyrir glæpa-
menn.
Háskólabíó 18.10
Book Club Metacritic 53/100
IMDb 6,3/10
Smárabíó 15.10, 17.30
Háskólabíó 20.30
Tag 12
Metacritic 56/100
IMDb 7,1/10
Sambíóin Álfabakka 15.00,
20.00
Ocean’s 8
Debbie Ocean safnar saman
liði til að fremja rán á Met
Gala-samkomunni í New
York.
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 61/100
IMDb 6,3/10
Sambíóin Kringlunni 19.40
Jurassic World:
Fallen Kingdom 12
Morgunblaðið bbmnn
Metacritic 52/100
IMDb 6,8/10
Sambíóin Álfabakka 17.15
Hin Ótrúlegu 2 Bob Parr, Hr. Ótrúlegur, þarf
að annast Jack-Jack á með-
an Helen, Teygjustelpa, fer
og bjargar heiminum.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 80/100
IMDb 8,9/10
Sambíóin Álfabakka 15.00,
17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30
Sambíóin Kringlunni 14.30,
17.00
Sambíóin Akureyri 17.30
Sambíóin Keflavík 17.00
Hótel Transylvanía 3:
Sumarfríið Mavis kemur Drakúla á óvart
með því að skipuleggja fjöl-
skylduferð á lúxus skrímsla
skemmtiferðaskipi, þannig
að hann geti fengið hvíld frá
eigin hótelrekstri.
Metacritic 59/100
IMDb 6,7/10
Smárabíó 15.00, 17.20
Háskólabíó 17.50
Borgarbíó Akureyri 17.30
Draumur Myndin skoðar ósagða sögu
Mjallhvítar, Öskubusku og
Þyrnirósar, sem komast að
því að þær eru allar trúlof-
aðar sama draumaprins-
inum.
Smárabíó 14.50
Önd önd gæs Gæsapiparsveinn, þarf að
tengjast tveimur týndum
ungum nánum böndum á
leið sinni suður á bóginn.
Smárabíó 11.00
Hope van Dyne og Dr. Hank Pym skipuleggja
mikilvæga sendiför, þar sem Ant-Man þarf að
vinna með The Wasp, til að leiða í ljós leynd-
armál úr fortíðinni.
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 70/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 15.00, 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 20.00
Sambíóin Akureyri 20.00
Ant-Man and the Wasp 12
Kona fer í stríð
Kona á fimmtugsaldri ákveður að bjarga heiminum og
lýsir yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist
skemmdarverkamaður og er tilbúin að fórna öllu fyrir
móður jörð og hálendi Ís-
lands þar til munaðarlaus
stúlka frá Úkraínu stígur
inn í líf hennar.
Morgunblaðið
bbbbb
Háskólabíó 18.20, 21.10
Bíó Paradís 20.00
Skyscraper 12
Myndin fjallar um fyrrum aðal samningamann alríkis-
lögreglunnar í gíslatöku-
málum, sem Johnson
leikur, en hann vinnur nú
við öryggisgæslu í skýja-
kljúfum.
Metacritic 52/100
IMDb 6,8/10
Smárabíó 20.00
Borgarbíó Akureyri
19.30
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio