Morgunblaðið - 10.08.2018, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 0. Á G Ú S T 2 0 1 8
Stofnað 1913 186. tölublað 106. árgangur
VILDI AÐ LAGIÐ
YRÐI ÓÞOLANDI
OG FALLEGT TILRAUNIR OG TVÍSTRUN
ÞETTA VERÐUR
ERFITT TÍMABIL
HJÁ CARDIFF
KAMMERSVEITIN ELJA OG UNM 30 ARON EINAR ÍÞRÓTTIREMILÍANA TORRINI 33
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Samskipti Forsætisráðherra ræðir við
Robert T. Kristjanson, fiskimann á Gimli.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra segir mikla möguleika á
auknum viðskiptum við Kanada og
enn betri menningarlegum sam-
skiptum, ekki síst á milli Háskóla
Íslands og Manitoba-háskóla í
Winnipeg.
Forsætisráðherra var heiðurs-
gestur á Íslendingahátíðum í
Mountain í Norður-Dakóta í Banda-
ríkjunum og á Gimli í Manitoba um
liðna helgi og er reynslunni ríkari,
eins og fram kemur í viðtali við
Morgunblaðið. »10-11
Möguleikar á aukn-
um samskiptum
við Vesturheim
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
33% fleiri innritast nú á verk- eða
starfsnámsbrautir í framhalds-
skólum en í fyrra. Mest aukning var í
ásókn í nám í rafiðngreinum og
málmiðngreinum.
653 þeirra nemenda sem sóttu um
skólavist í framhaldsskólum eru inn-
ritaðir á verk- eða starfsnámsbrautir
eða um 16%. Stærstur hluti þeirra
sem sóttu um skólavist innritaðist á
bóknáms- eða listnámsbrautir, eða
69% nemenda. 15% nemenda innrit-
uðust á almenna námsbraut eða
framhaldsskólabraut en það er
lægra hlutfall en síðustu ár.
Menntaskólanum við Hamrahlíð
bárust flestar umsóknir þetta árið
eða 749. Verzlunarskóli Íslands fékk
næstflestar umsóknir eða 642 og þar
á eftir kom Menntaskólinn við Sund
en honum bárust hátt í 600 umsókn-
ir. Ögn færri umsóknir bárust
Menntaskólanum í Reykjavík en
vant er eða 360.
Háskóli Íslands var viðbúinn því
að fjölgun yrði í umsóknum fyrir
þetta skólaár vegna styttingar
námstíma til stúdentsprófs. Fleiri
þreyttu A-prófið, aðgangspróf fyrir
háskólastig, en í fyrra. 480 þreyttu
prófið þetta árið en 425 manns
þreyttu það í fyrra. Munurinn er
rúm ellefu prósent. »6
33% fleiri innritast
í verk- og starfsnám
Mest aukning í nám í raf- og málm-
iðngreinum MH vinsælasti skólinn
Rauðhólar í Heiðmörk mynduðust þegar gufa
safnaðist undir hrauni, og sprakk upp, fyrir um
5.700 árum. Þetta segir Páll Einarsson, jarð-
eðlisfræðingur og fyrrverandi prófessor við Há-
skóla Íslands. Aðspurður hvort það hafi verið
talin náttúruspjöll þegar jarðefni úr hólunum
var nýtt m.a. í byggingu Reykjavíkurflugvallar á
síðustu öld svarar hann: „Nei nei, þetta var
löngu áður en menn fundu upp það orð!“
Morgunblaðið/Eggert
Hólarnir sem mynduðust fyrir 5.700 árum
Vöxtur í sölu
snjall- og heilsu-
úra hefur verið
mikill undan-
farin ár. Sam-
kvæmt bráða-
birgðaáliti
Tollstjóra, voru
flutt inn 6.503
snjall- og heilsu-
úr til landsins á
fyrri helmingi
ársins, það nemur um 220% aukn-
ingu frá árinu 2016.
Ríkarður Sigmundsson, fram-
kvæmdastjóri Garmin-búðarinnar,
segir mikla sprengingu í sölu tækj-
anna undanfarin ár og í fyrra hafi
hann séð merki um að sala dýrari
úra væri að aukast. » 14
Aukin sala snjallúra
Sala snjallúra hefur
aukist mikið.
Teitur Gissurarson
Jón Birgir Eiríksson
Merki eru um samdrátt hjá ferðaþjón-
ustufyrirtækjum á landsbyggðinni,
segir ferðamálastjóri. Heildarfjölgun
ferðamanna sem fóru í gegnum Kefla-
víkurflugvöll í júlí var 2,5%, en fjölg-
unin virðist ekki skila sér út á land. Því
lengra sem farið er frá höfuðborgar-
svæðinu, því meiri er samdrátturinn,
að því er virðist.
Ferðamenn stoppa skemur
„Menn eru að tala um lélegan maí.
Auðvitað er það mismunandi eftir
svæðum og fyrirtækjum en menn bú-
ast við að í sumar verði ferðamenn
jafnmargir eða færri en í fyrra. Það er
svona tónninn,“ segir Arnheiður Jó-
hannsdóttir, framkvæmdastjóri
Markaðsstofu Norðurlands, aðspurð
hvort hún hafi tekið eftir merkjum um
dvínandi aðsókn ferðamanna á Norð-
urlandi.
„Menn leita í ódýrari gistingu. Síðan
eru menn bara að versla frekar í mat-
vörubúðum en á veitingastöðum,“ seg-
ir hún og bætir við: „Skýringin er sú
að ferðamenn stoppa skemur á land-
inu og þá fara þeir síður út á land.“
Hringvegurinn lykilatriði
Ívar Ingimarsson, framkvæmda-
stjóri Ferðaþjónustunnar Óseyri á
Egilsstöðum og stjórnarmaður í SFA,
tekur í sama streng og segir: „Ég held
að ansi margir finni fyrir samdrætti en
auðvitað er það misjafnt eftir staðsetn-
ingu.“ Hann segist einnig telja að
sterkara gengi krónunnar valdi styttri
ferðum hjá ferðamönnum sem veldur
því að staðir langt utan við hringveg-
inn fái síður gesti til sín. „Ég held að
hjá flestum sé þetta ekki eins gott og
var í fyrra.“
Yngvi Hrafn Kristjánsson, eigandi
Hótel Mývatns, segist ekki hafa fundið
fyrir samdrætti í gistingu eða veit-
ingasölu en segist þó hafa tekið eftir
minni minjagripasölu en verið hefur
síðustu ár.
Samdráttur í ferðaþjón-
ustu finnst víða um land
Ferðaþjónustufólk finnur fyrir minni aðsókn ferðamanna
MMerki um samdrátt »2