Morgunblaðið - 10.08.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 10.08.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2018 FALLEG OG VÖNDUÐ LEIKFÖNG Kíktu á netverslun okkar bambus.is Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 úr náttúrulegum efnivið, tré og silki Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Vísbendingar eru um samdrátt í júlí hjá ferðaþjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni að sögn Skarphéðins Berg Steinarssonar ferðamálastjóra. Hann segir að því lengra frá suðvest- urhorninu sem farið sé því sterkari merki séu um samdrátt. Í tölum Ferðamálastofu og Isavia um brottfarir farþega frá Keflavíkur- flugvelli í júlí kom fram að Bandaríkja- mönnum hefði fjölgað um 27% milli ára. Eru farþegar frá Norður-Amer- íku nú um 34% allra þeirra sem fljúga brott um Keflavíkurflugvöll. Heildar- fjölgun í júlí var 2,5%, en fjölgun bandarískra ferðamanna ber hana nærri ein uppi. Mögulegt er að hátt hlutfall Banda- ríkjamanna af erlendum ferðamönn- um hér á landi sé hluti skýringarinnar, en tölur um gistinætur eftir landshlut- um munu að líkindum varpa skýrara ljósi á þróunina. Þjóðverjum fækkar um 20% Skarphéðinn segir að það sé í sjálfu sér jákvætt að spár Isavia um sam- drátt í júní og júlí hafi ekki gengið eftir og að 2,5% heildarfjölgun sé í sjálfu sér eðlileg. „Þetta er hóflegur vöxtur og eðlilegri en það sem við höfum séð, vöxt um tugi prósenta milli ára,“ segir hann, en nefnir að rétt sé að staldra við áðurnefndar upplýsingar um þjóðerni farþega. Skaphéðinn segir að milli ára hafi Þjóðverjum fækkað um 20% í júlí og það sama eigi við um margar aðrar þjóðir í Norður- og Mið-Evrópu. „Það er samdráttur á öllum okkar helstu markaðssvæðum og vísbend- ingar um að þessi fjöldi ferðamanna sé ekki að skila sér út á land. Við heyrum það frá ferðaþjónustufyrirtækjum víða um land að það sé samdráttur núna í júlí. Það er spurning hvort þessi samsetning sé að valda því og að Bandaríkjamenn skili sér síður út á land heldur en fólk af öðrum þjóðern- um, sérstaklega evrópskir ferða- menn,“ segir hann. „Það hefur verið keppikefli að reyna að fá ferðamenn til að fara á þá staði þar sem fyrir er lítið af ferðamönnum. Það eru vísbendingar um að það hafi ekki tekist nægilega vel í sumar,“ seg- ir hann. Merki um samdrátt í ferðaþjónustu  Vísbendingar um verri júlí hjá ferða- þjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni Morgunblaðið/Eggert Ferðamenn Bandaríkjamönnum fjölgaði um 27% í júlí frá sama mánuði í fyrra. Opnunarhátíð Hinsegin daga fór fram í Háskólabíói í gær. Þema Hinsegin daga í ár er baráttugleði og bar opnunarhátíðin yfirskriftina „Frelsið!“ sem er tilvísun í frelsið sem margra ára barátta hefur skilað hinsegin fólki í dag. Fjöldi listamanna kom fram á hátíðinni sem einkenndist af söng, dansi og gleði. Hinsegin kórinn tók lagið á tónleikunum og veifuðu kórfélagar regnbogafánanum, einkennismerki hátíðarinnar. Hinsegin dagar 2018 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gleði og frelsi í fyrirrúmi í Háskólabíói Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um vopnað rán í versl- un í Breiðholti sl. laugardag. Var hann ásamt öðrum handtekinn á Suðurnesjum stuttu eftir ránið. Að- eins hefur verið birtur úrskurður fyrir annan þeirra. Umræddan laugardag barst lögreglunni til- kynning um vopnað rán í verslun í borginni. Samkvæmt vitnum og upptökum úr öryggismyndavélum voru gerendur tveir, vopnaðir skrúfjárni og hamri sem þeir not- uðu til að ógna starfsmanni. Heimt- uðu þeir peninga úr sjóðsvél og tóku í kjölfarið ótilgreint magn pen- ingaseðla áður en þeir flúðu af vett- vangi. Var framburður hinna hand- teknu talinn bera merki um að þeir hefðu verið undir áhrifum vímuefna og liggur fyrir játning þeirra beggja um aðild að ráninu. Í úrskurði Héraðsdóms Reykja- víkur frá 5. ágúst krafðist Lög- reglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu að annar mannanna sætti gæslu- varðaldi allt til 31. ágúst á grund- velli almannahagsmuna. Lands- réttur úrskurðaði í gær að maðurinn skyldi sæta gæslu- varðhaldi til 24. ágúst. ninag@mbl.is Sætir varðhaldi vegna ráns  Vopnað rán í Breiðholti um helgina „Mér finnst þetta mikill ys og þys út af litlu sem engu,“ segir Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, spurður um fyrir- spurn frá Umhverfisstofnun sem bæjarstjórninni var send í kjölfar áletrana á kletta og náttúrumynd- anir í Stöðvarfirði og fjallað var um í Morgunblaðinu í gær. „Umhverfisstjóri hefur svarað þeim,“ segir Jón og bætir við: „Þeg- ar við tókum málið fyrir á vettvangi [umhverfis- og skipulagsnefndar] í vetur þá var það mat okkar og skipulagsfulltrúa að þetta væri ekki leyfisskyldur gjörningur af okkar hálfu, þ.e. við yrðum ekki að veita framkvæmdaleyfi. Málið var kynnt á grundvelli náttúruverndarlaganna. Þarna lá fyrir leyfi landeiganda.“ Jón bendir á að berggangar sem þessir séu nokkuð algengir á svæð- inu og í umfjöllun um málið í vetur hafi náttúru- og skipulagsnefnd ekki talið að þarna væri um að ræða nátt- úruvætti sem um gilda sérstök lög. Ljósmynd/Kevin Sudeith Listaverk Áletranirnar sýna m.a. fugla og mann sem ríður hesti. Hafa sent frá sér svör Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Vísindamenn telja sig nú hafa leyst ráðgátuna um byggð norrænna manna á Grænlandi á miðöldum. Sögu þessara norrænu byggða má rekja til útlegðar Eiríks rauða frá Ís- landi á 10. öld en hann flúði til Suð- vestur-Grænlands og stofnaði fyrstu norrænu byggðirnar þar í landi. Í yf- ir 200 ár voru þar tvær stærri byggðir með samanlagt tvö þúsund íbúa sem bjuggu við góðan kost. Það hefur lengi verið vísindamönnum ráðgáta hvernig byggðir þessar hafi blómstrað líkt og raun ber vitni, en talið er að á tímabili hafi samfélögin haldið uppi nokkrum kirkjum, klaustri og jafnvel biskupi. Rostungsbein voru eftirsótt vara meðal ríkra Evrópubúa á miðöldum en úr þeim voru unnin ýmsir hand- verksmunir. Í nýrri rannsókn rann- sakenda úr háskólunum í Cambridge og Osló, sem greint er frá á vef Science Daily, kemur fram að á blómatíma norrænu samfélaganna í Grænlandi, frá 1120-1400, hafi að minnsta kosti 80% rostungsbeina verið flutt beint frá Grænlandi til Evrópu. Niðurstöður DNA-rann- sókna leiddu þetta í ljós en tekin voru sýni úr höfuðkúpum og tönnum er fundist hafa á fílabeinaverkstæð- um víða um Evrópu. Ástæða þess að byggðirnar fóru snögglega í eyði hefur einnig verið fræðimönnum ráðgáta. Undanfarna áratugi hafa fræðimenn haldið því fram að loftslagsbreytingar hafi ýtt undir hnignun byggðanna. Telja menn sig nú geta staðfest að dvínun rostungsbeinaverslunarinnar hafi haft mest áhrif á afkomuna. Ljóst er að þær voru mjög háðar viðskiptum um rostungsbein og við lok 15. aldar hafði áhugi Evrópubúa á beinunum mjög dvínað. Miklar ófarir höfðu þá dunið á meginlandi Evrópu, t.d. svarti dauði og upphaf litlu-ísaldar. Upp frá því minnkaði eftirspurn eftir rostungsbeini verulega í Evrópu sem olli því að byggðirnar hurfu með öllu. Ráðgátan um norræna byggð á Grænlandi leyst?  Verslun með rostungsbein talin skýra hagsæld byggðanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.