Morgunblaðið - 10.08.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 10.08.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2018 Kókosjógúrt Fimm góðar ástæður til að velja lífræna jógúrt Lífrænar mjólkurvörur • Engin aukaefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Án manngerðra transfitusýra www.biobu.is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stefnt er að byggingu sjö íbúða þjónustukjarna fyrir fatlaða á Sel- fossi. Yrði það fimmti þjón- ustukjarninn á þjónustusvæði byggðasamlagsins Bergrisa sem nær frá Ölfusi og austur að Lóma- gnúp. Auk þess falla fjögur sjálf- stæð heimili fyrir fatlaða undir starfsemi byggðasamlagsins. Liðlega 20 fatlaðir einstaklingar eiga heima á fjórum þjónustu- kjörnum á Suðurlandi en tveir þeirra eru á Selfossi, einn í Hveragerði og einn í Þorlákshöfn. Guðlaug Jóna Hilmarsdóttir, fé- lagsmálastjóri Sveitarfélagsins Ár- borgar, segir að brýn þörf sé á fjölgun. Nefnir hún að íbúum hafi fjölgað mjög á svæðinu, ekki síst á Selfossi. Meðal íbúa séu fatlaðir og aldraðir og það kalli á fjölgun rýma en langt síðan bætt var við búsetukostum. Hún segir fagn- aðarefni að sveitarfélögin stefni að byggingu sjö íbúða þjónustukjarna á Selfossi. Þar verði búseta með aðstoð allan sólarhringinn. Fulltrúar sveitarfélaganna sam- þykktu samhljóða á fundi í júní að ráðast í þessar framkvæmd, að fengnu samþykki allra sveit- arstjórna. Stofnkostnaður er áætl- aður 233 milljónir króna og Íbúð- arlánasjóður hefur samþykkt að veita stofnframlag upp á rúmar 38 milljónir. Fleiri fjármögnunar- leiðir eru til athugunar. Kosin var bygginganefnd en hún hefur ekki komið saman fullskipuð vegna breytinga í kjölfar kosninga. Þannig var gert ráð fyrir að bæj- arstjórinn í Árborg yrði formaður en nýr bæjarstjóri tekur til starfa á næstu dögum. Fjögur sjálfstæð heimili fatlaðra á Suðurlandi eru einnig með samninga við þjónustusvæðið, Sól- heimar, Skaftholt, Breiðabóls- staður og Kerlingardalur. Þungur rekstur Sveitarstjórnarmenn segja sér- stakar aðstæður á Suðurlandi þar sem þessi heimili eru en fjárveit- ingar hafi ekki fylgt. Fram kom í frétt Morgunblaðsins á síðasta ári að reksturinn væri þungur og að unnið væri að heildarúttekt á fjár- málum Bergrisans. Rúmlega 16 milljóna króna halli varð á rekstri byggðasamlagsins á síðasta ári og Guðlaug segir ljóst að hallinn verði mun meiri í ár. Hún segir að sveitarfélögin séu í stöðugum við- ræðum við ríkið til að reyna að fá lagfæringar á fjárveitingum. Auk heimilanna rekur Bergris- inn þjónustumiðstöð þar sem starfrækt er skammtímavistun fyrir þjónustusvæðið og verndaða vinnustaði á Selfossi, í Þorláks- höfn og á Flúðum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Þéttbýli Selfoss þenst út og íbúum fjölgar stöðugt. Það kallar á aukna þjónustu á öllum sviðum. Nýr þjónustukjarni fyrir fatlaða byggður á Selfossi  Tugmilljóna króna tap á byggðasamlaginu á hverju ári Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Sólmyrkvi verður sjáanlegur frá Ís- landi á laugardagsmorgun og nær hámarki kl. 8.44 séð frá höfuðborg- arsvæðinu. Tunglið mun hylja sólu að hluta til og er því um deildar- myrkva að ræða. Sólmyrkvinn verður mestur norð- vestanlands þar sem tunglið hylur um 14% sólar, en á Hornströndum hylur tunglið um 14,5% sólar. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um hvenær sólmyrkvinn byrjar víða á landinu á Stjörnufræðivefnum. Seinast var deildarmyrkvi á Ís- landi 21. ágúst í fyrra en þá huldi tunglið aðeins 2% sólar. Hins vegar sást þá almyrkvi í Bandaríkjunum á sama tíma. Á laugardag mun enginn almyrkvi verða sýnilegur frá jörðu. Hlífðarbúnaður nauðsynlegur Þegar horft er á sólmyrkvann er nauðsynlegt að nota viðeigandi hlífð- arbúnað. Sævar Helgi Bragason, umsjónarmaður Stjörnufræðivefjar- ins, mælir með sólmyrkvagleraugum eða logsuðugleri. „Það sést ekkert með berum aug- um, það þarf sólmyrkvagleraugu, en það virkar líka að horfa í gegnum logsuðugler. Venjuleg sólgleraugu virka ekki því þau ná ekki að deyfa ljósið frá sólinni nógu vel,“ segir Sævar. Sýnileiki sólmyrkvans fer al- gerlega eftir veðri en hann mun sjást þar sem er heiðskírt. Ætti að sjást vel Spáin gerir ráð fyrir því að háský verði yfir borginni og eru því góðir möguleikar á að sjá sólmyrkvann, að sögn Haralds Eiríkssonar veður- fræðings. „Ég myndi álíta að veðurskilyrði væru best á Norðurlandi, í Eyjafirði og jafnvel Skagafirði. Spáin lítur líka vel út á Suður- og Suðausturlandi. En það er um að gera að fylgjast með spánni, hún getur alltaf breyst eins og við þekkjum,“ segir Harald- ur. Sólmyrkvi sést á laugardagsmorgun  Sólmyrkvi mun sjást frá Íslandi  Deildarmyrkvi þar sem tunglið hylur 10-14% sólar  Nauðsynlegt að nota verndarbúnað þegar horft er á sólmyrkvann  Þarf að vera heiðskírt svo að myrkvinn sjáist Sólmyrkvi laugardaginn 11. ágúst Deildarmyrkvi á sólu mun sjást frá öllu landinu ef vel viðrar á laugardagsmorgun Deildarmyrkvi hefst Deildarmyrkvi nær hámarki Deildarmyrkva lýkur Höfuðborgarsvæðið kl. 8:10 Ísafjörður kl. 8:10 Akureyri kl. 8:11 Höfuðborgarsvæðið: Tunglið þekur 10% sólar kl. 8:40 Ísafjörður: Tunglið þekur 14% sólar kl. 8:47 Akureyri: Tunglið þekur 12% sólar kl. 8:48 Höfuðborgarsvæðið kl. 9:19 Ísafjörður kl. 9:25 Akureyri kl. 9:25 Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Vélarbilun varð í hægri hreyfli flug- vélar Air Iceland Connect í gær. Flugvélin var nýfarin í loftið frá Reykjavíkur- flugvelli þegar bilunin uppgötv- aðist og sneri vélin þá við og lenti í Reykja- vík. Engan sak- aði um borð en mikinn reyk lagði frá flugvél- inni að sögn sjónarvotta. 44 farþegar voru um borð í vélinni sem var á leið til Egilsstaða. Var þeim boðin áfallahjálp á vellinum eftir lendingu í Reykjavík. Leifur Guðjónsson, sjómaður frá Grindavík, var um borð í vélinni og var skiljanlega brugðið. „Ég sit hægra megin í vélinni, lít út um gluggann og sé að hreyfillinn er orð- inn stopp. Svo kallar flugstjórinn í kallkerfið að við þurfum að snúa við vegna þess að annar hreyfillinn hafði stöðvast.“ Að sögn Leifs greip í kjöl- farið um sig nokkur geðshræring um borð í vélinni. „Maður var bara smeykur enda mikil óvissa í gangi. Svo var lendingin í Reykjavík mjög harkaleg. Ég var bara mjög hrædd- ur.“ Stuttu síðar var fengin önnur vél til að flytja farþegana austur. „Það gekk mjög vel. Maður trúði varla að maður yrði það óheppinn að lenda í tveimur bilunum í röð svo maður var nokkuð rólegur. En ég fann það þeg- ar vélin lenti á Egilsstöðum, hvað lendingin var harkaleg í Reykjavík,“ segir Leifur. Mikill viðbúnaður var á Reykja- víkurflugvelli í kjölfar atviksins og þótti Leifi viðbrögðin til fyrirmynd- ar. „Þau stóðu sig vel starfsfólkið og eiga hrós skilið, gerðu allt rétt í þess- um aðstæðum.“ Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Air Iceland Connect, segir það eðlileg vinnubrögð að slökkt sé á hreyfli við þessar aðstæður. Vélarn- ar séu vel í stakk búnar til að fljúga með einum hreyfli. Áætlað er að málið verði rannsak- að af rannsóknarnefnd samgöngu- slysa von bráðar. „Lendingin var mjög harkaleg“  Bilun í vél Air Iceland Connect í gær Leifur Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.