Morgunblaðið - 10.08.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2018
Meira til skiptanna
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Úrval af lokuðum farangurskerrum
frá Ifor Williams
Sýningareintak á staðnum.
skiptum. Vesturfaraþættirnir hafi
vakið mikla athygli á byggðum
Vestur-Íslendinga og fjölmargar
ferðir Íslendinga á þessar slóðir
árétti áhugann. Í því sambandi
bendir hún á að á annað hundrað
Íslendingar hafi verið í skipulögðum
ferðum vestra um helgina. „Í ferð-
inni sagði ég í svolitlum hálfkæringi
að allir Íslendingar ættu leynda ósk
um að fara á þessar slóðir og ég
held að í huga margra sé þær séu
langþráður áfangastaður.“
Íslensk menning
Mikil rækt hefur verið lögð við ís-
lenska menningu í Manitoba. Í því
sambandi má nefna að vest-
uríslenska blaðið Lögberg Heims-
kringla er það blað sem hefur verið
gefið út lengur en nokkurt annað
blað þjóðarbrots í Kanada og ís-
lenskudeild Manitoba-háskóla í
Winnipeg er sú eina sinnar teg-
undar utan Íslands. Þjóðrækn-
isfélag Íslendinga, sem fagnar 100
ára afmæli næsta vor með sérstakri
afmælishátíð í Winnipeg, heldur úti
víðtækri starfsemi í mörgum fé-
lögum víðsvegar í Kanada og
Bandaríkjunum og félagið Núna
now sér um samskipti listafólks af
íslenskum ættum og á Íslandi.
„Öll svona samskipti eru auðvitað
brothætt og ekki þarf nema að ein
kynslóð detti út til þess að þau séu í
hættu,“ segir Katrín. „Íslenskudeild
Manitoba-háskóla skiptir til dæmis
gríðarlega miklu máli til þess að
halda þessum samskiptum lifandi,
því fólk týnir niður tungumálinu, þó
að merkilegt sé að heyra hvað
margir hafa haldið í íslenskuna, ein-
stök orð og menningarfyrirbæri.
Rannsóknir hafa enda sýnt fram á
að velferð fólks sé meiri ef það
ræktar bæði móðurmálið og málið í
nýja landinu. En það er merkilegt
VIÐTAL
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra er reynslunni ríkari eftir ferð
um Íslendingaslóðir í Norður-
Dakóta í Bandaríkjunum og Mani-
toba í Kanada um liðna helgi. „Það
var merkilegt að heimsækja þessi
svæði og finna þetta mikla vinarþel
hjá þeim sem halda utan um sam-
skipti Vestur-Íslendinga og Íslend-
inga,“ segir hún. „Það er svo mikill
einlægur vilji til þess að rækta sam-
skiptin og það var magnað að
skynja þennan mikla áhuga.“ For-
sætisráðherra var sérstakur heið-
ursgestur á Íslendingahátíðunum í
Mountain og á Gimli. Hún segir að
þrátt fyrir að hafa lesið um Vestur-
Íslendinga og horft á sjónvarps-
þætti um vesturfarana hafi hún
ekki litið á sig sem sérfræðing í
málum heimamanna, en heimsóknin
hafi kennt henni margt, ekki síst
um hvað varð um vesturfarana.
„Ég lærði í skóla að fjöldi fólks
fór frá Íslandi vegna ýmissa erf-
iðleika og nú hef ég lært heilmikið
um hvað síðan gerðist.“
Katrín segist finna fyrir vaxandi
áhuga á Íslandi á umræddum sam-
hvað margt fólk vestra hefur haldið
mikið upp á tungumálið og sam-
skiptin við Ísland þrátt fyrir að
vera í allt öðrum heimi og lifa ólíku
lífi.“
Framtíðin
Íslensku, opinberu gestirnir
komu víða við og Katrín hitti ótrú-
lega marga í þessari annars stuttu
ferð. Hún segir að margir hafi rætt
um hvernig samskiptin yrðu í fram-
tíðinni, á hverju ætti að byggja fyrir
utan grunninn.
„Ég held að íslenskudeildin skipti
þar miklu máli og mikilvægt er að
vera með nýjar rannsóknir eins og
til dæmis rannsókn Magnúsar Þórs
Þorbergssonar á leiklistarhefð
Vestur-Íslendinga. Mér fannst líka
áhugavert að hitta Guy Madden og
heyra hvað hann er að gera, en
vegna tengslanna nýtir hann Ísland
sem sögusvið fyrir sig. Hann vinnur
ekki endilega með fortíðina heldur
skapar eitthvað nýtt úr efniviðnum.
Það er mikil áskorun.“
Íslendingahátíðirnar í Mountain
og á Gimli eiga sér langa sögu og ís-
lenskir ráðamenn hafa verið sér-
stakir gestir á þeim um árabil.
Katrín segir að þær hafi verið mjög
áhugaverðar en sér hafi komið á
óvart hvað þær eru ólíkar. „Hátíðin
á Gimli er margfalt stærri og fjöl-
mennari en um leið miklu formfast-
ari. Hlutirnir voru flæðiskenndari í
Mountain. Samfélögin eru líka ólík
og maður finnur strax muninn á
landamærunum. Ég fann samt að á
báðum stöðum leggur fólk mikið
upp úr hátíðunum, vill rækta
tengslin og er einlægt í þeirri nálg-
un.“
Um aldamótin var komið á sam-
starfi milli Manitoba-háskóla og
Háskóla Íslands. Ráðstefnur voru
haldnar til skiptis í skólunum, fyrst
með 18 mánaða millibili og síðar á
tveggja ára fresti. Þessi samskipti
lögðust af fyrir nokkrum árum en
nú hefur verið ákveðið að endur-
vekja þau og verður næsta ráð-
stefna í Reykjavík haustið 2019.
Katrín segir mjög mikilvægt að Há-
skóli Íslands og sérstaklega ís-
lenskudeildin sé í góðu samstarfi
við Manitoba-háskóla. „Sumir við-
mælendur mínir ræddu sérstaklega
um Veröld – hús Vigdísar sem okk-
ar stofnun í erlendum tungumálum
og þar með í menningarlegum sam-
skiptum og þar eru möguleikar.
Síðan eru miklir möguleikar á að
auka viðskiptin á milli landanna.“
Kynjajafnréttismál
Forsætisráðherra segist hafa
fundið fyrir miklum áhuga á kynja-
jafnréttismálum og það hafi henni
þótt gaman að heyra. „Ísland hefur
greinilega náð í gegn sem rödd á
því sviði og það er frábært. Mér
fannst líka áhugavert að finna hvað
víða er mikill áhugi á íslenskum
stjórnmálum. Það kom mér á óvart
hvað fólk virðist fylgjast vel með.
Allir voru með á hreinu hverjir
skipuðu ríkisstjórnina og hvað væri
í gangi.“
Dagskráin var þétt og meðal ann-
ars hitti Katrín Brian Pallister, for-
sætisráðherra Manitoba. Einnig
sveitarstjórnarráðherra, umhverf-
isráðherra og jafnréttisráðherra,
nokkra þingmenn og sveitarstjórn-
armenn og fylkisstjóra Manitoba.
Hún segir að loftslagsmál hafi verið
Pallister hugleikin. Hann hafi kynnt
sér markmið Íslands á þeim vett-
vangi og þau hafi rætt möguleika á
samskiptum á því sviði. Auk þess
hafi hún töluvert verið spurð út í ís-
lenska nýsköpun og tækni, einkum
með vísan í fyrirtækin Marel og
Össur.
Bjartsýni
Katrín áréttar að ferðin hafi verið
mjög áhugaverð og hún lét þess
víða getið að hún yrði að koma aft-
ur.
„Við fórum hratt yfir og mér
Áhugaverð saga og
auknir möguleikar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er reynslunni
ríkari eftir ferð um Íslendingaslóðir í Vesturheimi
Kveðjustund Eric Stefanson bauð
til lokaveislu eftir hátíðina á Gimli.
Gimli Grant Stefanson, formaður Íslend-
ingadagsnefndar, fræðir forsætisráð-
herrahjónin Gunnar Sigvaldason og
Katrínu Jakobsdóttur um víkingagarðinn.