Morgunblaðið - 10.08.2018, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 10.08.2018, Qupperneq 21
mér ekki að gera eitthvað kom ég bara yfir til þín. Elsku amma, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og allar þær minningar sem við eigum saman. Ég elska þig. Þín Guðrún Bergmann. Elsku Heiða amma. Mikið sem ég sakna þín og það er svo erfitt að trúa því að þú sért farin. Elsku strákarnir mínir eru svo duglegir að kveikja á kerti fyrir þig því þeir trúa því að þeir geti vísað þér á réttan stað með ljósinu af kertunum. Það var svo gaman að fá að alast upp með ykkur afa í sömu götu. Við gátum alltaf komið til ykk- ar og fengið að gera það sem maður mátti ekki gera heima. Man að ég, Sif, Jónas og Geiri fengum að tjalda í garðinum hjá ykkur og vorum með tónlist hjá okkur og þú varst ekkert að biðja okkur um að lækka en færðir okkur alltaf eitthvað í svanginn eins og þú orðaðir það alltaf. Þegar ég fór að eldast þurftir þú oft að tala við mig um hina og þessa vitleysu sem ég var að ana út í og hristir oft hausinn yfir mér en mér þykir á efri árum svo rosalega vænt um það hvað þú lést mig heyra það því ég veit það í dag að það var allt saman bara væntumþykja. Þegar þú fluttir á dvaló fannst þér alltaf jafn yndislegt að fá okkur í heimsókn og skelltir fullt af allskonar kökum á borðið þeg- ar einhver kom og ef maður var nýbúinn að borða og var ekki svangur varstu ekki sátt ef mað- ur fékk sér ekki smá bita. Eftir að strákarnir mínir fæddust fannst þér svo gaman að hitta þá og hlustaðir alltaf með aðdáun þegar þeir voru að segja þér allar „bull“-sögurnar sínar og þú tókst alltaf fullan þátt í þeim sögum. Elsku besta amma mín, þín verður sárt saknað en vonandi líður þér vel þar sem þú ert í dag. Hvíldu í friði, elsku besta amma mín. Þín sonardóttir, Rut. Elsku amma mín, Heiða á Kóngsbakka, hefur kvatt þennan heim á 86. aldursári. Ótal margar minningar koma upp í hugann á þessum tímamótum, frá bernsku eru flestar þeirra tengdar hesta- ferðum, leik og starfi í sveitinni á Kóngsbakka og síðar meir í Hólminum. Á fullorðinsárum voru það heimsóknir, veisluhöld og kaffi- samsæti. Amma var glettin, hreinskilin og einlæg. Eftir að hún flutti á Dvalarheimilið í Stykkishólmi naut ég þess að koma með börnin í heimsókn og heyra sögur úr hennar æsku. Þessi kynslóð hefur lifað meiri breytingar en bæði mín og kom- andi kynslóðir koma til með að upplifa. Þegar talað var um kreppuna eftir bankahrun sagði hún alltaf að fólk í dag vissi ekki hvað kreppa væri, á meðan að allir hefðu nóg að borða væri ekki hægt að tala um kreppu! Elsku amma mín, það er erfitt að kveðja en ég veit að þú varst tilbúin og hvíldinni fegin. Afi, mamma, góðir vinir og fallnir gæðingar munu taka á móti þér. Ég læt fylgja með þetta hugljúfa lag sem við hlustuðum á saman þegar við hittumst síðast. Undir Dalanna sól, við minn einfalda óð hef ég unað við kyrrláta för. Undir Dalanna sól, hef ég lifað mín ljóð, ég hef leitað og fundið mín svör. Undir Dalanna sól, hef ég gæfuna gist, stundum grátið en oftar í fögnuði kysst. Undir Dalanna sól, á ég bú mitt og ból og minn bikar, minn arinn, minn svefnstað og skjól. (Hallgrímur Jónsson frá Ljárskógum) Hafðu þökk fyrir allt og allt, blessuð sé minning þín. Helga Hjálmrós. Elsku amma, nú hefur þú kvatt þennan heim og trúi ég því að afi og mamma hafa beðið þín og tekið vel á móti þér. Það var alltaf gott að koma í Hólminn til ykkar afa og mikið dekrað við mig þegar ég kom í heimsókn. Þú varst alltaf mikil húsmóðir og vildir gera vel við alla hvort sem það var í mat eða kaffi og kökum. Þér fannst alveg ómögulegt ef maður kom í heim- sókn og vildi ekki neitt, komandi alla leið frá Grundarfirði! Bestu minningarnar sem ég á um þig voru hestaferðirnar sem við fórum saman í. Þú varst reyndar alltaf á bílnum á eftir og hjálpaðir mér þannig við að fá að vera með og rúntuðum við mikið þegar hestarnir fóru aðrar leiðir en bílveginn. Þú áttir líka hestinn sem ég byrjaði að vera á í hesta- ferðum, hann Leira. Hann var al- gjört gull og þú varst alltaf svo stolt af mér á honum og talaðir mikið um þessar ferðir, að þetta hafi verið þín bestu ferðalög. Þú varst alla tíð mikil prjóna- maskína og ef mann vantaði lopa- peysu varstu sko ekki marga daga að redda því. Elsku amma, takk fyrir allt. Minning þín lifir. Þín, Jóna Lind. Í dag verður kær systir mín Aðalheiður, eða Heiða frá Kóngs- bakka, jarðsungin. Hún vakti talsverða athygli þegar fjölskyld- an flutti til Bjarnarhafnar, en þá var hún 18 ára. Heiða var hávaxin og myndarleg og þegar á unga aldri hafði hún öðlast mikla reynslu af húsverkum og barna- gæslu enda átti hún 8 yngri systkin við komuna í Bjarnar- höfn. Brátt flutti hún að Ytri-Kóngs- bakka þar sem hún giftist Jónasi Þorsteinssyni. Þau ráku þar myndarbú með kúm, sauðfé og hrossum og gekk Heiða í öll verk eftir þörfum. Jónas var mjög fær hestamaður og átti mörg góð hross. Hvers konar hesta- mennska var því stór hluti af heimilishaldinu á Ytri-Kóngs- bakka. Hestamennskunni fylgdi gjarnan mikill gestagangur og var svo sannarlega ekki í kot vís- að hjá þeim hjónum, sem tóku vel á móti öllum gestum. Brátt komu drengirnir Þor- steinn, Bjarni og Agnar til sög- unnar, stórir og sterkir strákar, sem urðu brátt mínir bestu fé- lagar. Síðar tók hún fósturdótt- urina Guðbjörgu til sín og gekk henni í móðurstað. Heiða var góð húsmóðir og voru alltaf mikil veisluföng á boð- stólum þegar gesti bar að garði. Var alltaf boðið upp á meira og passað upp á að enginn færi svangur á brott. Sérstaklega man ég eftir brúntertum og rjóma- tertum sem alltaf virtust óþrjót- andi. Heiða tók á móti gestum með hlýju hjarta og leið öllum vel í ná- vist hennar. Heiða var listræn og liggja m.a. eftir hana nokkur útsaums- verk sem prýddu stofuna á Kóngsbakka og síðar heimili hennar í Stykkishólmi. Einnig var hún iðin prjónakona, en lopa- peysur voru hennar sérgrein. Þegar árin færðust yfir fluttu þau hjón Heiða og Jónas í Stykk- ishólm og áttu þar fallegt heimili. Síðar fluttu þau í Dvalarheimili aldraðra þar sem þau dvöldu síð- ustu árin. Heiða á fjölda afkomenda, sem henni þótti mjög vænt um og var sú væntumþykja gagnkvæm. Nú kveð ég elstu systur mína með söknuði og þakklæti en ekki síst góðum og hlýjum minning- um. Börnum hennar, barnabörnum og barnabarnabörnum votta ég innilega samúð. Valgeir Bjarnason. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2018 ✝ Ingibjörg Sig-urðardóttir var fædd í Úthlíð í Bisk- upstungum 7. jan- úar 1933. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Eir 24. maí 2018. Foreldar hennar voru Sigurður Tóm- as Jónsson f. 1900, d. 1987 og Jónína Þorbjörg Gísladótt- ir f. 1909, d. 1979. Systkini: Gísli Sigurðsson f. 1930, d. 2010, kvæntur Jóhönnu Bjarnadóttur f. 1933. Björn Sigurðsson f. 1935, kvæntur Ágústu Ólafsdóttur f. 1937, d. 2004. Sigrún Sigurð- ardóttir f. 1937 gift Guðmundi býr í Mosfellsbæ. 3) Björn jarð- fræðingur og ferðamálafræð- ingur f. 1962, býr í Reykjavík. 4) Þorbjörg dr. í málvísindum f. 1969, býr í Noregi. Barnabörnin eru 10 og langömmubörnin 3. Fyrstu árin bjuggu Ingibjörg og Hróar á Bifröst í Borgarfirði, fluttu þaðan að Laugum í Reykjadal þar sem þau bjuggu í 16 ár og síðan í Kópavoginn. Ingibjörg stundaði nám í Reyk- holtsskóla, Húsmæðraskólanum að Varmalandi, Handíða- og myndlistaskólanum í Reykjavík og Ritaraskólanum, þaðan sem hún útskrifaðist sem löggiltur læknaritari. Hún starfaði síðan á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Bálför fór fram í kyrrþey, en jarðneskar leifar hennar verða settar niður í duftreitnum við Út- hlíðarkirkju og hvílir hún þar við hlið tveggja bræðra sinna sem farnir eru á undan. Arasyni f. 1935. Kristín Sigurð- ardóttir f. 1940 gift, maður 1: Greipur Sigurðsson f. 1938, d. 1991, maður 2: Werner Rasmusson f. 1931. Jón Hilmar Sigurðsson f. 1944, d. 1908. Baldur Sig- urðsson f. 1948 kvæntur Krist- björgu Steingríms- dóttur f. 1947. Ingibjörg giftist Hróari Björnssyni kennara f. 1920, d. 1990. Börn þeirra eru fjögur. 1) Elín hjúkrunarfræðingur f. 1955, býr í Sviss. 2) Sigurður íslensku- og bókmenntafræðingur f. 1956, Ljúf er minning, ég lít til þín, löng voru æskuvorin. Þú varst stóra stoðin mín, studdir mig fyrstu sporin Inga var fædd í Úthlíð 7. jan- úar 1933 og ólst upp í foreldra- húsum við gott atlæti foreldra og afa og ömmu, Sigríðar Ingv- arsdóttur og Gísla Guðmunds- sonar sem bjuggu í skjóli dóttur sinnar til dauðadags. Inga var bráðþroska og fór strax á barns- aldri að taka fullan þátt í heim- ilisverkum. Eitt af verkefnum okkar systkina var að flytja mjólkina í veg fyrir mjólkurbíl- inn sem kom upp að Múla. Þang- að var um 5 km vagnvegur, hinn gamli Kóngsvegur og Andalæk- urinn óbrúaður. Inga tók við þessu starfi 1943, þá 10 ára göm- ul. Var ég aðstoðarmaður henn- ar til að byrja með, en ég hafði þá um nokkurt skeið fylgt henni eftir sem stóru systur enda vor- um við náin alla okkar bernsku. Ekki var Inga gömul þegar hún fór að taka til hendinni hjá frænku sinni á Hótel Geysi, vann einn vetur í mötuneytinu í Haukadalsskólanum og einn vet- ur á Hótelinu í Hveragerði hjá Eiríki frænda sínum. Allsstaðar var Inga vel liðin í vinnu, enda ósérhlífin og dugleg. Alltaf var hún mætt í heyskapinn ef hún mögulega gat og sinnti öllum verkum í Úthlíð. Síðar skellti hún sér á Húsmæðraskólann að Varmalandi í Borgarfirði og átti frá þeim tíma góðar minningar. Árið 1953 kynntist hún Hróari Björnssyni frá Brún í S. Þing. Hann var umsvifamikill verktaki á sinni tíð og stóð fyrir ýmsum framkvæmdum hér í sveit svo sem byggingu Tungnarétta og laxastigans í Tungufljóti. Inga og Hróar giftu sig 16. maí 1954 og hófu búskap í Reykjavík. Árið 1955 fluttu þau að Bifröst í Borgarfirði og síðar að Laugum í S. Þing. og byggðu sér þar hús sem var kallað Tröð. Þau höfðu þá eignast börnin fjögur sem öll fóru sínar leiðir á menntabraut- inni. Öllum þessum umsvifum, barnauppeldi og búferlaflutning- um sinnti Inga vel og fór létt með það. Árið 1976 fluttu þau að Selbrekku 24 í Kópavogi og áttu þar góð ár saman. Fjölskyldan stækkaði og fluttu börnin víða um heim, en Inga var traust heima og lagði börnunum sínum lið, sinnti hannyrðum og sauma- skap. Einnig tók hún vel á móti frændfólki sem kom úr sveitinni og þurfti gistingu í borginni. Ég og fjölskyldan mín áttu því láni að fagna að heimsækja þau á alla þá staði sem þau bjuggu. Einnig var Inga áhugasöm um að halda vel utan um öll fjöl- skyldutengsl og var dugleg að heilsa upp á okkur systkinin og aðra vini hér í sveit. Inga missti mann sinn 1991 og var það mikið áfall þar sem þau höfðu búið sér í haginn fyrir farsæl efri ár. Inga eignaðist 10 barnabörn svo hún hafði um nóg að sýsla fram að þeim tíma er hún missti heils- una og hvarf inn í óminnið. Síð- ustu árin bjó Inga fyrst að Roða- sölum í Kópavogi og svo síðustu árin á Eir í Grafarvogi þar sem hún fékk frábæra þjónustu og vil ég þakka fyrir hana. Ég kveð þig, kæra systir, nú ertu komin heim aftur og færð að hvíla hjá bræðrum þínum í Úthlíðar- kirkjugarði. Þegar lokast lífsins leið ljúkast upp vegir nýir. Þá mun andans gatan greið Guð þig blessi og hlýi. Þinn bróðir, Björn Sigurðsson, Úthlíð. Oft hefur mig langað að leggjast út á vorin, lifa á ungum sprotum, tína grös og ber. Sofa í litlum skúta á sortulyngi og mosa, vakna svo að morgni ung og endurnærð. Lauga mig úr lindinni sem læknar allt og sefar, drekka af dýjamosa, láta hann drjúpa í sár. Koma heim er haustar og heiðin fer að sölna, finna þetta frelsi og frið í minni sál. Þannig orti systir okkar því hún unni vorinu og náttúrunni og öllum gróðri, fagnaði hverju blómi sem sprakk út og hverju tré sem laufgaðist. Útivera og góðir göngutúrar voru hennar ástríða og uppáhald og lengi hélt hún í það að fara til berja á haustin eins og gert var fyrir norðan meðan hún bjó þar. Þegar börnin uxu úr grasi og fóru til náms og starfa, fluttu þau sig frá Laugum til Kópa- vogs. Oft var samt minnst á Reykjadalinn og þann góða tíma sem þau áttu í skólasamfélaginu þar. Í gamansömum tón orti hún: Áður fyrr ég víða var, víst ég hitti marga slynga. En bestu árum ævinnar eyddi ég á Þingeyinga. Hún naut þess að eiga fal- legan skrúðgarð bæði í Tröð í Reykjadal og Selbrekku í Kópa- vogi. Lagði líka mikla vinnu og alúð í allt sem laut að umhirðu og umgengni innan húss og ut- an. Hún var ósérhlífin og harð- dugleg og horfði ekki í þó færa þyrfti til steina eða blómabeð, slá grasflöt eða klippa runna. En hún var líka mikil handavinnu- kona og hafði næmt auga fyrir formi og litum. Eftir hana liggur aragrúi af fallegu handverki. Fyrr á árum saumaði hún mikið af fatnaði, bæði á fjölskylduna og vini, einnig til prýði heimilis- ins og til gjafa. Hún lærði búta- saum og gaf mörg teppi, dúka og púða í tækifærisgjafir. Hún saumaði líka hökla og heklaði skírnarkjóla sem hún gaf í kirkjur. Á seinni árum höfðaði prjón meira til hennar. Þær voru ófáar peysurnar og vettlingarnir sem frændfólkið fékk að njóta. Eftir að hinn grimmi föru- nautur Alzheimer slóst í för með henni dró úr getu til skapandi verka. Þegar hún vann á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð kynnt- ist hún þessum vágesti vel og orti þá til eins skjólstæðingsins: Ef ég bara kynni allt það sem hann kunni sem nú er honum horfið, horfið allt úr minni. Fögin sem hann kenndi, konan sem hann unni. Man ei börn sín lengur en lífsins klukka gengur. Lífsklukka systur okkar átti eftir að tifa í rúman áratug eftir að hún missti tökin á lífinu. Nú er ekki lengur hægt að leita til hennar um ættir og uppruna samferðafólksins. Hún átti gott safn af bókum og þar á meðal voru ýmsar æviskrár Íslendinga. Það var gaman að sitja með henni og rekja ættir og örlög fólks langt aftur í tímann. Hún var fljót að finna réttu heimild- irnar í ættfræðibókunum sínum og var auk þess minnug á ártöl og atburði. Hún dvaldi síðustu árin á hjúkrunarheimilum, fyrst á Roðasölum í Kópavogi og síðar á Eir í Grafarvogi þar sem lífsljós hennar slokknaði. Öllum sem önnuðust hana í hennar erfiðu veikindum eru sendar þakkir fyrir alla alúðina og frábæra umönnun. Við minnumst hennar með söknuði og þökkum allar góðu stundirnar. Sigrún og Kristín . Í barnæsku minni var eitt- hvað svo ævintýralegt við það að eiga móðursystur og frændfólk norður á Laugum í Þingeyjar- sýslu. Á þeim tíma voru ferðalög milli landshluta eða dagleg sam- skipti í gegnum síma ekki sjálf- sögð. Það var ávallt tilhlökk- unarefni þegar von var á pakka, mamma setti sig í sérstakar stellingar ef von var á símtali og það var jafnan slegið upp veislu þegar fjölskyldan að norðan kom á Suðurlandið. Það var allt svo langt í burtu á þessum árum og ferðalögin löng. Inga var ein af móðursystk- inum mínum frá Úthlíð, Gísli og Jón eru farnir á undan henni en Björn, Sigrún, Baldur og Kristín móðir mín standa vaktina hérna megin. Fjölskyldan í Úthlíð er stór og hafa þau systkinin alltaf staðið þétt saman og átt ótal samverustundir. Eftir að Inga frænka flutti suður urðu heim- sóknirnar fleiri og reglulegri. Hún og Hróar eiginmaður henn- ar bjuggu í Kópavogi og þar var ávallt tekið á móti sveitafólkinu sem stórhöfðingjar væru. Veit- ingarnar voru gjarnan heima- bakaðar og nær öruggt að fá eitthvert góðgæti úr berjum að norðan. Inga var listamaður þegar kom að handverki. Það lék allt í höndunum á henni sem kom að prjónum, efni, nál eða spotta. Betri saumakonu efast ég um að ég eigi eftir að kynnast, vand- virk en samt svo snögg í hreyf- ingum. Við útskrift úr mennta- skóla var ég með nokkuð ákveðnar hugmyndir um stúd- entsdressið, hafði gert skissu af kjól og jakka sem ég vildi gjarn- an klæðast á stóra deginum. Ég vissi sem var að eina manneskj- an sem myndi taka vel í þessa hugmynd mína væri Inga frænka og það kom á daginn, hún taldi þetta nú ekki mikið mál. Í sameiningu hönnuðum við kjólinn og jakka með herðapúð- um í yfirstærð sem var það heit- asta á þessum tíma. Inga saum- aði og kallaði á míg í mátun eftir því sem á verkið leið og á út- skriftardaginn skartaði ég stolt fagurbláa kjólnum sem var ein- stakur og bar saumakonunni fagurt vitni. Eftir að Inga varð ekkja minnkaði hún við sig húsnæði og hreiðraði um sig í notalegri íbúð. Hún var dugleg að hreyfa sig, fór reglulega í leikhús auk þess sem hún sinnti bæði handavinnu og ljóðlist. Inga naut sín og hafði nóg fyrir stafni, prjónaði vett- linga og orti ljóð þess á milli sem hún aðstoðaði á Sunnuhlíð og sinnti safnaðarstarfi. Þær systur voru nánar og því ekki undarlegt að þær tóku fyrstar eftir því að eitthvað í fari Ingu var að breyt- ast. Í fyrstu var um smávægileg elliglöp að ræða en ekki leið á löngu þar til ljóst var að Ingu væri ekki óhætt að búa ein og þyrfti fljótlega aðstoð við dag- legar athafnir. Eftir að hafa ver- ið í dagvistun flutti Inga alfarið í Roðasali en þegar sjúkdómurinn ágerðist flutti Inga á Eir þar sem hún var vistmaður síðustu æviárin. Það var sárt að horfa á eftir Ingu með þessum hætti, líkaminn í góðu ásigkomulagi en hugurinn farinn inn á óskiljan- lega vídd. Sem betur fer á ég margar yndislegar minningar um Ingu frænku sem ég nú geymi innra með mér og hugsa til hennar með hlýhug. Um leið og ég þakka móðursystur minni sam- ferðina þá votta ég fjölskyldunni allri mína dýpstu samúð. Hrönn Greipsdóttir. Ingibjörg Sigurðardóttir Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG JÓNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Guðlaugsvík, Hrútafirði, lést þriðjudaginn 31. júlí Útförin fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 15. ágúst klukkan 11. Skúli Helgason Guðrún Magnúsdóttir Jóhann Hilmarsson Helgi S. Skúlason Anna Ósk Kolbeinsdóttir Unnur Þóra Skúladóttir Bjarni Amby Lárusson Anna Sigríður Skúladóttir Ragnar Hauksson Guðmundur Steinar Skúlas. Ragna Kristinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.