Morgunblaðið - 10.08.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2018
✝ Þórður JónSveinsson
fæddist 11. nóv-
ember 1931. Hann
lést á Dvalarheim-
ilinu Hjallatúni 3.
ágúst 2018.
Foreldrar hans
voru Sólveig Sig-
urveig Magnús-
dóttir, f. 4.3. 1900 í
Fagradal, d. 12.3.
1992, og Sveinn
Jónsson, f. 4.3. 1892 í Reyn-
ishólum, d. 6.3. 1941. Systur
hans voru: Magnúsína Guðrún,
f. 1921, d. 2006: Sigríður Jóna, f.
1926, d. 2014, og Hrefna, f. 1929,
d. 2010.
Þórður kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Áslaugu Höllu
Vilhjálmsdóttur, f. 3.5. 1940, á
aðfangadag 1960. Hún var dótt-
ir Vilhjálms Á. Magnússonar
bónda á Stóru-Heiði og Arndís-
ar Kristjánsdóttur. Börn þeirra:
1) Arndís, f. 20.9. 1960, d. 26.10.
2011. Hennar maður var Magn-
ús Guðni Emanúelsson, þau
skildu en þeirra synir eru: Em-
anúel Þórður, hans kona er Eva
þeirra sonur er Grétar Logi.
Fyrir átti Sigrún Birni Frosta
og Söru Mekkín, þeirra faðir er
Sigurður Magnússon.
Þórður var fæddur og uppal-
inn í Vík og fór í unglingaskóla í
einn vetur, en hann fór snemma
að vinna, því pabbi hans lést
þegar hann var á tíunda árinu.
Hann byrjaði hjá breska hern-
um 11 ára gamall við að teyma
vagnhesta upp á Reynisfjall. Í
framhaldinu vann hann ýmis
störf til ársins 1965, m.a. í bygg-
ingavinnu á Keflavíkurflugvelli
og hjá Vegagerðinni. Hann hóf
traktorsgröfuútgerð 1965,
fyrstu árin ásamt Guðlaugi í
Reynishólum. Þennan rekstur
stundaði hann til 75 ára aldurs
en samhliða því vann hann á bif-
reiðaverkstæði Verslunarfé-
lagsins, einnig hjá Vegagerð
ríkisins um árabil við byggingu
brúa á Skeiðarársandi, hjá
Byggingafélaginu Klakki við
múrverk og fl. og við bensín-
afgreiðslu í Skálanum.
Hann hafði alla tíð mikinn
áhuga á veiðiskap og ferðalög-
um. Eftir starfslok fór hann á
námskeið og lærði útskurð. Árið
2011 fékk hann heilablóðfall og
lamaðist öðrum megin og flutt-
ist þá á dvalarheimili.
Útför Þórðar fer fram frá
Víkurkirkju í dag, 10. ágúst
2018, klukkan 13.
Lind Breiðfjörð
Eyjólfsdóttir,
þeirra börn eru:
Magnús Guðni, Ar-
on Eyjólfur og
stúlka óskírð. Jón
Þór, hans dóttir er
Guðrún María,
barnsmóðir Stella
Guðnadóttir, þau
skildu. Yngstur er
Guðlaugur. 2)
Sveinn, f. 2.5. 1964,
hans kona er Inger Schiöth,
þeirra börn eru Magdalena
Katrín og Breki Þór, hans kær-
asta er Sigríður Helga Stein-
grímsdóttir. 3) Sólveig Þórð-
ardóttir, f. 2.7. 1967, hennar
maður er Árni Eiríksson. Þeirra
börn eru Eiríkur og Laufey.
Fyrri maður Sólveigar er Loftur
Erlingsson, þau skildu. Börn
þeirra: Erlingur Snær, hans
kona er Hlín Magnúsdóttir, son-
ur þeirra er Elvar Máni og Ás-
rún Halla, hennar unnusti er
Magnús Þór Ingólfsson. 4) Vil-
hjálmur, f. 29.4. 1975, d. 1.5.
1975. 5) Kristján, f. 22.7. 1976,
hans kona er Sigrún Jónsdóttir,
Pabbi er dáinn, hann fékk
hvíldina síðasta föstudag, 7 árum
og 2 dögum eftir að hann fékk
áfallið sem kippti undan honum
fótunum og út úr venjubundnu lífi.
En þótt áfallið væri alvarlegt þá
lét hann aldrei bugast og stefndi
alltaf að því að geta aftur farið að
veiða og ferðast. Svo langaði hann
líka að geta haldið áfram að skera
út í tré. Pabbi missti föður sinn í
hörmulegu sjóslysi í Vík og átti sá
missir eftir að hafa mikil áhrif á
allt hans líf. Pabbi var mjög dulur
um sína líðan og hann mundi ekki
neitt eftir pabba sínum þótt hann
væri 9 ára gamall þegar pabbi
hans lést. Pabbi fór ungur að
vinna til að sjá fjölskyldunni far-
borða og 11 ára var hann farinn að
vinna við að teyma hesta uppá
Reynisfjall fyrir herinn og skóla-
gangan var ekki nema eitt ár hjá
honum og hann gat ekki þegið boð
um að koma til Reykjavíkur og
mennta sig í rafvirkjun því vinnan
hafði forgang. Því lagði hann alltaf
mikla áherslu á að við börnin
myndum sækja okkur menntun
og vildi hann allt til vinna að við
gætum það. Í gegnum tíðina vann
pabbi við ýmis störf en lengst af
var hann að vinna á vinnuvélum og
í 40 ár var hann með traktors-
gröfu, fyrst í samstarfi við Guð-
laug í Reynishólum en síðar einn.
Pabbi vann með gröfu við brúar-
framkvæmdirnar á Skeiðarár-
sandi. Frá því ég var smágutti
man ég eftir mér með pabba við að
dytta að JCB gröfunni og svo fékk
ég að fara með honum á gröfunni
þegar hann var að grafa rusla-
gryfjur og þá fékk ég fyrst að
kynnast því hvernig var að vinna á
svona vinnuvélum. Það voru ófáar
ferðirnar sem ég fór með pabba
gangandi eða í akandi niður í fjöru
um helgar, sjórinn togaði alltaf í
hann. Flestar helgar var farið í bíl-
túra annað hvort til Lauga og
Rögnu í Hólunum eða til Halldórs
og Unnu á Brekkum. Pabbi hafði
mikinn áhuga á veiðum og hann
smitaði mig af þeirri bakteríu og
margar voru ferðirnar sem farnar
voru upp á Heiðarvatn til að veiða
á stöng, bæði vorum við að veiða
úr landi og stundum fengum við
lánaðan bátinn á Litlu-Heiði.
Pabbi og Kristján bróðir mömmu
voru miklir vinir og með Kristjáni
komst hann í ádrátt og stanga-
veiði í Heiðarvatni. Ég var með
pabba þegar hann fékk maríulax-
inn í Tungufljóti og ég man ekki
eftir pabba glaðari í bragði eftir
veiði. Mamma og pabbi ferðuðust
talsvert en mest nutu þau þess að
fara í Grænalón að Fjallabaki og á
sá staður stóran sess í hjörtum
fjölskyldunnar og var oft marg-
mennt þegar fjölskyldan hittist
þar, hann var formaður félagsins í
yfir 20 ár og stóð alveg sína plikt
við endurbyggingu á húsinu þar
fyrir tíu árum síðan. Pabbi var al-
veg ótrúlega hjálpsamur og þess
fengum við börnin hans að njóta
og ef eitthvað þurfti að gera var
pabbi mættur. Hann var mikill
fjölskyldumaður og vildi hafa fjöl-
skylduna sem oftast í kringum sig
og best leið honum á Mýrarbraut-
inni ef stórfjölskyldan var öll sam-
ankomin þótt honum fyndist
stundum nóg um hávaðann í börn-
unum.
Takk, pabbi minn, fyrir ást
þína, stuðning og aðstoð við okkur
fjölskylduna í gegnum tíðina. Ég
veit að Vilhjálmur bróðir og Dísa
systir munu taka vel á móti þér.
Þinn,
Sveinn.
Elsku pabbi er búinn að fá
hvíldina. Erfiðum kafla lokið hjá
honum, það er gott en samt svo
erfitt fyrir okkur sem eftir lifum.
En nú er hann kominn til
barnanna sinna, Vilhjálms og
Dísu, þau hafa án efa tekið vel á
móti honum. Barnæskan áhyggju-
laus, sorg sem ég man svo vel þeg-
ar Vilhjálmur bróðir fæddist og dó
svo strax aftur, sú minning er
greypt í huga minn. Pabbi vann
mikið í burtu, mamma með okkur
heima, vorum á Skeiðarársandi
þegar Skeiðarárbrúin var opnuð,
en pabbi vann við hana. Man svo
margar góðar stundir með þeim
mömmu, tjaldferðalögin austur að
Tungufljóti, þegar pabbi var að
veiða, samverustundirnar í veiði-
húsinu við Vatnsá, þar kom fjöl-
skyldan saman á hverju sumri.
Grænalón á hverju sumri, veitt í
net og á stöng, man meðan enn þá
var ætur fiskur í vatninu, hann var
sko góður, nú bara puttar og óætir
flestir, það er synd. Síðustu árin
komst pabbi ekki til að vera með
okkur næturlangt í Grænalóni en
oftast komst hann innúr til okkar í
heimsókn og naut þess að vera
með okkur dagstund, kom síðast í
fyrra, yndislegt. Ferðalögin eftir
að þau keyptu sér húsbíl og við
Árni og krakkarnir ferðuðumst
með þeim um allt land. Greiðvik-
inn var elsku pabbi með eindæm-
um, þegar við byggðum við húsið
okkar, 2005 til 2006 þá nánast
flutti hann til okkar, og það voru
ekki vindhögg slegin meðan hann
var að hjálpa okkur, hann var allt-
af svo duglegur og vildi halda
áfram við verkin. Bara ef hann
fékk lúrinn sinn eftir hádegismat-
inn, þá voru allir vegir færir fram
á kvöld. Og þetta var ekkert mál í
hans huga, hann þurfti að hjálpa.
Þegar hann hætti að vinna dreif
hann sig á námskeið og lærði út-
skurð, skar út fjölmargar klukkur
og gestabækur, þvílíkir dýrgripir,
svo fallegt hjá honum og vandað,
eins og annað sem hann gerði.
Áfallið þegar pabbi fékk heilablóð-
fall og lamaðist, þá breyttist allt
hjá okkur, en mest hjá þeim
mömmu, þá fór hann á elliheimili,
en áfram var hann sóttur ef við
komum í heimsókn, þá kom hann í
mat og kaffi til að hitta okkur al-
mennilega. Hann gafst aldrei upp,
ætlaði að ná sér aftur og flytja
heim til mömmu, keypti sér sjós-
töng og hjól og ætlaði að fara aftur
að skera út. Hann var svo ótrúlega
jákvæður í öll þessi 7 ár, allir voru
honum svo góðir og honum leið
svo vel. Hvað segir þú pabbi?
„Bara gott, það þýðir ekkert ann-
að,“ sagði hann alltaf. Fyrir ári
var sett upp tafla á Hjallatúni þar
sem heimilisfólkið setti gullkorn
eða eitthvað frá sér. Þegar ég kom
austur sá ég þetta og sagði hvað
þetta væri sniðugt. „Hvað heldur
þú að ég hafi sett?“ sagði pabbi við
mig. Ég horfði á töfluna smá
stund og sagði svo: „Verum já-
kvæð.“ Alltaf þurfti hann að fá
fréttir af krökkunum, hvað þau
væru að gera. Stelpurnar okkar
Ásrún Halla og Laufey settust
stundum við píanóið á Hjallatúni
og spiluðu fyrir afa sinn og mikið
þótti honum vænt um það og ekki
síður mér. Elsku mamma stóð
alltaf sem klettur við hlið pabba,
takk elsku mamma. Elsku pabbi,
hjartans þakkir fyrir að vera alltaf
til staðar fyrir mig og mína fjöl-
skyldu.
Sólveig Þórðardóttir.
Fallinn er frá mikill öðlingur.
Litla Grundargengið var í
Grænalóni á Fjallabaki, griðastað
fjölskyldunnar allrar, og vorum
við í miðju kafi að leggja net og
veiða þegar Þórður veiktist mjög
og var Sveinn friðlaus þar til hann
komst af stað „niðrúr“ til að vera
með pabba sínum.
Tengdafaðir minn var Stór-
menni, sem bar tilfinningar ekki
utan á sér en undir hrjúfu yfir-
borði sló hlýtt hjarta, sem hafði
reynt eitt og annað í gegnum tíð-
ina.
Þórði var kippt út úr tilveru
sinni fyrir 7 árum þar sem hann
stóð í fullu fjöri og málaði Mýr-
arbrautina, nýta átti þurrkinn.
Honum féll aldrei verk úr hendi
og var alltaf að og ef hann var ekki
heima var hann „vestur í húsi“ að
bauka eitthvað. Hann var einstak-
lega bóngóður og var alltaf boðinn
og búinn að aðstoða ef við þurftum
á því að halda, hvort sem var við
pípulagnir, grafa fyrir palli eða
sækja sand eða fjörugrjót.
Allt gert í gulu JCB gröfunni
sem var einkennandi fyrir hann.
Sonur okkar fór ekki varhluta af
þessari gröfudellu og urðu afmæl-
istertur fyrstu árin að vera í JCB
líki og skyldu vera í rétta gula litn-
um.
Þórður var minn Haukur í horni
þegar Sveinn var í burtu vegna
vinnu sinnar og Áslaug tengda-
mamma ekki fjarri.
Hann hafði sterkar skoðanir og
lá ekki á þeim, og við vorum ekki
alltaf sammála, en létum þar við
sitja.
Eitt árið var Grundargengið á
leið í Grænalón ásamt Þórði og Ás-
laugu og vorum á tveimur bílum.
Ég keyrði að þessu sinni enda
þykir mér einstaklega gaman að
jeppast og keyra lóðrétt upp
brekkur, stokka og steina. Þegar
við nálgumst Grænafjallið eða
hálsinn, festi ég bílinn í Jökulda-
lakvísl (áin hafði grafið undan
bakkanum) Þarna sat ég pikkföst
með framhjólin uppi á bakkanum
og afturhjólin á kafi sem og krók
og tjaldvagn. „Konur og bílar“
hnussaði í Þórði og lét nokkur vel
valin lýsingarorð um þá vankunn-
áttu falla á meðan hann dró mig
upp úr pyttinum. Hvað gerist
næst? Nú festir Þórður bílinn sinn
á sama stað í pyttinum! Sveini var
skemmt (og mér reyndar líka)
þegar Sveinn skellti mér aftur
undir stýri til að draga þann gamla
upp úr umræddum pytti. Þórður
nefndi aldrei aftur „konur og
bílar“ í mín eyru.
Þórður var góður afi og gat ver-
ið afar hrekkjóttur ef svo bar und-
ir og „skeggjaði“ krakkana svo að
þau báru rauða kinn út býtum.
Þegar hann veiktist og við tóku
erfið veikindi kom kannski best í
ljós hvaða mann hann hafði að
geyma. Ég held að flestir hafi bú-
ist við því að Þórður yrði „erfiður
sjúklingur“ enda í fullu fjöri og
ákveðinn maður á ferð, en annað
kom á daginn.
Hann varð mjúkur maður, tók á
veikindum sínum með æðruleysi
og var þakklátur fyrir allt og alla
sem önnuðust hann. Fylgdist vel
með sínu fólki og sérstaklega unga
fólkinu sínu. Mér þykir afar vænt
um þá nánd sem myndaðist milli
þeirra feðga.
Tengdamamma stóð vakin og
sofin við hlið þessa mæta manns
sem nú hefur fengið langþráða
hvíld frá veikindum sínum.
Með vinsemd og virðingu kveð
ég mætan tengdaföður.
Megi allt gott þig geyma, elsku
Þórður.
Þín,
Inger.
Fáein fátækleg orð til minning-
ar um Þórð Sveinsson tengdaföður
minn er það minnsta sem maður
getur látið af hendi rakna í þakk-
lætisskyni fyrir góð samskipti.
Þórður var kominn undir sjö-
tugt þegar við Sólveig rugluðum
saman reytum, Þórður þá kominn
á eftirlaunaaldur en hvergi nærri
af baki dottinn, með í gangi pöntun
á nýrri traktorsgröfu sem hann
svo fékk og vann á í sex ár. Þórður
var mikill fjölskyldumaður, vakinn
og sofinn yfir börnum og barna-
börnum, vildi allt fyrir þau gera og
sjá þau sem oftast. Það voru ófáar
ferðirnar hans Þórðar til okkar,
fyrst á Selfoss og svo í Flóann teldi
hann sig geta lagt hönd á plóg við
smíðar, barnapössun eða hvað
eina. Okkur Þórði kom vel saman,
báðir þrjóskir með eindæmum,
vissum það og vorum ekkert að
eyða orku í að snúa hvor annars
skoðunum. Þórður og Áslaug voru
ferðaglöð og margar eftirminni-
legar ferðir fórum við saman víða
um land. Aðdáun vakti hve Þórður
var alltaf birgur í bílnum af alls-
kyns verkfærum og varahlutum,
ekki spurning hvort það væri með
heldur hvar það væri.
Á Þórði sást ekki oft að hann
hneykslaðist á fólki en þó mátti
engu muna með tengdasoninn
þegar við vorum stödd á Ísafirði og
ég fylltist miklum áhuga á að
kaupa þar bát sem lá á bryggjunni
merktur til sölu, taldi þetta upp-
lagt fley á Grænalón. Eftir tals-
verða rekistefnu var báturinn
keyptur, honum hvolft ofan á felli-
hýsið okkar og fluttur suður á því
með talsverðu brasi þar sem
nokkrar gistinætur voru eftir í
ferðalaginu. Þegar Þórður fagnaði
75 ára aldri hnoðaði ég saman
vísukorni í gamni og alvöru og gaf
honum. Honum líkaði hún ekki
verr en svo að hún fór í ramma
upp á vegg.
Genginn þriðja fjórðung er.
Þórður tengdakarlinn.
Hann er líkur sjálfum sér.
En alltaf stækkar skallinn.
Gröfuna hann gaf frá sér
að gengnum góðum vetri.
Enginn hefur verið mér
né mínu fólki betri.
Horft yfir ævi og störf Þórðar
er manni ljóst að lífið er ekki alltaf
leikur en hann tók því sem að
höndum bar af æðruleysi, dugnaði
og ósérhlífni. Við fjölskyldan eig-
um eftir að sakna góðs manns og
hugsa til hans um ókomna tíð.
Árni Eiríksson, Skúfslæk.
Elsku afi, þú fallinn ert nú frá.
Það sem ég er mest þakklát
fyrir er hversu mikið þú stóðst
með mér í einu og öllu, þér leið svo
illa þegar þú fréttir að ég hefði
fallið á sveinsprófinu en brostir
svo ótrúlega breitt þegar ég sagði
þér að ég hefði náð, þú knúsaðir
mig og sagðir: Ásrún, ég er svo
stoltur af þér.
Ég á eftir að sakna þess að
kíkja yfir á Hjallatún til þín þegar
ég kem til Víkur og spjalla um
daginn og veginn, spila á píanóið
fyrir þig og horfa á þig lygna aftur
augunum á meðan til að njóta tón-
anna.
Ég var svo heppin að fá að
vinna á Hjallatúni þar sem afi bjó í
2 sumur, fyrra árið vann ég í
þvottahúsinu en seinna árið vann
ég við aðhlynningu og fékk ég að
eyða miklum og dýrmætum tíma
með afa, leggja kapal, borða sam-
an og auðvitað spjalla alveg heilan
helling. Við eigum svo ótal margar
góðar minningar saman en
Grænalón finnst mér samt alltaf
toppa allt annað, ég er svo þakklát
fyrir að þú kynntir mig fyrir þess-
um draumastað sem ég elska svo
heitt. Það var og er alltaf toppur
sumarsins að koma í Grænalón.
Núna seinasta ferðin í Grænalón
fyrir viku síðan fórum við rétt eftir
að þú fórst frá okkur, ferðin var
skrýtin en góð á sama tíma. Minn-
ingar voru rifjaðar upp alla
helgina, settum út öll net og grill-
uðum 2 fiska og átum til heiðurs
þér og röltum svo auðvitað inn
með vatninu og bættum i Þórðar-
vörðu. Ég samdi lítið ljóð til minn-
ingar um þig og leyfi því að fylgja
hér með.
Í Grænalóni er best að vera,
alla daga er nóg að gera.
Út á bát og allir í vesti.
Það segir afi, já afi besti.
Þórðarvörðu við fórum að hlaða,
það var gaman og gerð‘alla glaða.
Fjölskyldurnar koma hér saman.
Allir elska Grænalón því hér er svo
gaman.
Við söknum þín, ó elsku afi.
Við elskum þig, ó elsku afi.
Í hjörtum okkar munt þú alltaf búa.
Í sorg og söknuði minnumst við þín.
Í Grænalóni þar sem sál þín skín.
Ásrún Halla Loftsdóttir.
Mig langar að minnast hans afa
míns.
Ég var bara 5 ára þegar afi
veiktist fyrir 7 árum þannig að ég
man lítið eftir honum öðruvísi en á
sjúkrahúsi eða elliheimili. Það var
alltaf gott að koma í heimsókn til
afa á elliheimilið, hann tók vel á
móti okkur krökkunum og átti
alltaf nammi í skúffunni sem hann
benti okkur á að fara í til að at-
Þórður Jón
Sveinsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RAGNHEIÐUR MAGÐALENA
JÓHANNSDÓTTIR
frá Ósi, Kálfshamarsvík,
Melabraut 34, Seltjarnarnesi,
lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn 4. ágúst.
Útförin fer fram í Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 15. ágúst
klukkan 13.
Jóhann Kristinsson
Ester Kristinsdóttir Andrés G. Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÁSGEIR LONG,
kvikmyndagerðarmaður, vélstjóri,
rennismiður og þúsundþjalasmiður,
sem lést föstudaginn 3. ágúst, verður
jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 14. ágúst
klukkan 13.
Fyrir hönd aðstandenda
Valdimar Long
Björg Long
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
HELGA S. ÞORKELSDÓTTIR,
lést á hjartadeild Landspítalans
sunnudaginn 8. júlí. Útförin fer fram frá
Bústaðakirkju mánudaginn 13. ágúst
klukkan 13.
Andrés Þórðarson
Þorkell Andrésson Nanna Þóra Andrésdóttir
Laufey Ámundadóttir Fanney Hrafnsdóttir
Andrés Þorkelsson Guðberg Hrafnssson
Lilja Guðrún Þorkelsdóttir