Morgunblaðið - 10.08.2018, Page 25
huga hvað væri til og svo áttum
við alltaf að taka með okkur nesti
úr skúffunni. Uppáhalds staður-
inn hans afa var í Grænalóni og ég
man þegar hann þurfti að fara í
vöðlunum sínum að sækja öngul
sem var fastur í botninum í vatn-
inu. Við systkini mín og fleiri
frændsystkini fórum í Grænalón
um síðustu helgi og bættum stein-
um í Þórðarvörðu sem byrjað var
að hlaða fyrir afa árið 2016. Afi var
alltaf góður við mig og ég á eftir að
sakna hans mikið.
Laufey Árnadóttir.
Nú, þegar Afi í Vík hefur kvatt
okkur rann upp fyrir mér fyrir al-
vöru, hversu mikið ég hef til að
þakka honum fyrir. Auðvitað eru
það foreldrarnir sem móta barnið
og nánasta umhverfi þess, en það
eru svo ótrúlega mörg af mínum
áhugamálum sem ég tók upp á
mínum yngri árum sem ég hef þér
að þakka. Ég man enn þá eftir
JCB gröfunni sem var alltaf mið-
punktur alls sem gekk á í Vík, en í
minningunni hafðirðu alltaf tíma
til að sinna okkur krökkunum líka.
Óteljandi ferðir niður í fjöru að
moka sand með bakkóinu, já það
gleymist seint. Ekki man ég ná-
kvæmlega hversu mörg ár ég fór á
reiðnámskeið í Vík en það var allt-
af fastur liður á hverju sumri. Ég
þakka þó fyrir að það áhugamál
virtist aldrei ná neitt sérstökum
tökum á mér, enda veit ég ekki
hvar það hefði endað, áhugamálin
urðu alveg nógu mörg fyrir. Eitt
það helsta sem átti allan minn
huga og hjarta, og gerir enn, var
að sjálfsögðu stangveiðin. Þó að
pabbi hafi alltaf verið duglegur að
fara með mig í veiði, held ég nú
samt að mesta sökin á þessari fíkn
minni liggi hjá þér, afi. Ég man
ekki eftir því nokkurn tímann að
mér hafi verið neitað um að fara út
að veiða. Aftur á móti þakka ég
þér fyrir að hafa þolað ókyrrðina í
mér og er ég mjög þakklátur í dag
fyrir það að geta komið þessari
reynslu til góðra nota. Það var ein-
hvern veginn þannig að þegar
maður fór til afa og ömmu í Vík, þá
var aldrei ekkert að gera. Fleiri
áhugamál eru sprottin frá þér,
golfsettið sem keypt var til þess að
eiga það, nýttist held ég örugglega
engum betur en mér og ég er
handviss um að ef það hefði ekki
verið til hefði ég aldrei leitað út í
þá íþrótt. Aldrei datt mér heldur í
hug þegar ég sá fluguhnýtingar-
dót í fyrsta skipti, að það yrði eitt-
hvað sem ég myndi ná að tileinka
mér, en sú varð nú raunin. En það
voru ekki bara áhugamálin sem
spruttu frá þér. Nú starfa ég í
mínu draumastarfi frá unga aldri
og get kallað mig smið. Þó að
bræður mömmu, Sveinn og Krist-
ján, hafi átt stóran þátt í því að
þetta hafi verið mitt draumastarf,
þá varst það þú sem sást til þess
að maður hefði alltaf eitthvað að
gera sem tengdist þessu. Ég man
enn þá eftir kofanum sem við
smíðuðum í garðinum. Reyndar
fékk ég lítið að koma að burðar-
virki til að byrja með enda hefði
það líklega aldrei endað vel. Ekki
man ég nákvæmlega hversu gam-
all ég var þá en líklega ekki eldri
en 10 ára. Það sem við tók hins
vegar eftir að burðarvirkið var
komið upp var fjöldinn allur af
breytingum, því ekki var forsvar-
anlegt að kofaræksnið liti alltaf
eins út. Einhverra hluta vegna er
samt minnisstæðast það að við
boltuðum kofann við bílskúrinn, af
hverju veit ég ekki. Þegar allt
kemur til alls hefur vera mín í Vík
mótað mitt líf meira en ég gerði
mér grein fyrir. Ástin og um-
hyggjan sem alltaf ríkti skein og
skín enn í gegn þegar maður fer á
heimaslóðirnar. Það er vont að
hugsa til þess að nú sértu ekki
lengur hjá okkur, en svo ósköp
gott að vita að núna ertu kominn á
betri stað og verður alltaf til stað-
ar fyrir okkur. Ég elska þig afi.
Erlingur Snær Loftsson.
Nú, þegar Þórður, „litli bróðir“
hennar mömmu, er látinn eru þau
öll horfin börn Sveins frá Reyn-
ishólum og Sólveigar frá Fagra-
dal. Margs er að minnast og
margt ber að þakka, þegar síungi,
æðrulausi frændi minn er kvadd-
ur. Fyrstu minningar mínar eru
frá því um 1960, þegar Þórður og
amma bjuggu vestrí og Sigga,
Palli og elstu börn austrí í stóra
myndarlega húsinu sem þau
byggðu saman í Víkinni. Svo tóku
við dásemdartímar þegar þau
fluttu öll saman upp í „spítala“ og
Áslaug var komin til sögunnar. Ég
var svo heppin að vera sumarlangt
sem barnapía hjá þeim Þórði og
Áslaugu í bragganum sem fylgdi
lóðinni þar sem þau byggðu húsið
sitt og bjuggu áratugum saman.
Alltaf var jafn gott að koma til
þeirra og sívinnandi frændi minn
sýndi mér og mínum mikla elsku-
semi. Í vor þegar við Svana systir
mín heimsóttum Þórð á Hjallatún
var ýmislegt rifjað upp, til dæmis
þegar hann og Hrólfur voru send-
ir með fullan bíl af krökkum til að
létta á veisluundirbúningi. Þá var
farið inn á heiði og við sáum tófu
hlaupa niður brekku, þá gerðist
Þórður minn nærri því „tófu-
sprengur“. Ég hef aldrei séð ann-
an eins sprett. Þetta mundi hann
eiginlega betur en ég. Seinni árin
þegar ég kom ásamt fjölskyldu í
heimsókn var okkur alltaf tekið
með sömu elskuseminni; minnist
yndislegs dags við Vatnsá þar sem
þau Þórður og Áslaug héldu ís-
lenska matarveislu inn milli
fjallanna fyrir börn og barnabörn
og við fengum að njóta með þeim.
Æðruleysi Þórðar var slíkt að til
eftirbreytni er. Ég kveð Þórð
frænda minn og sendi Áslaugu og
fjölskyldu allri mína innilegustu
samúðarkveðju.
Guðrún Björk Tómasdóttir.
Nú er hann Þórður, okkar kæri
frændi, laus úr fjötrunum sem
hann lenti í fyrir 7 árum. Hann
fékk áfall, var að miklu leyti lam-
aður öðrum megin og voru afleið-
ingar þess þær að hann missti
annan fótinn frá hné. Hann tók
veikindum sínum vel, var alveg
klár í kollinum fram á síðasta dag
og alltaf jákvæður. Ef aðrir voru
með væl og barlóm þá var við-
kvæðið gjarnan: „Verið jákvæð.“
Þórður var yngstur fjögurra
systkina, Hrefna var 3 árum eldri,
Sigga móðir okkar var 5 árum
eldri og Magga var elst, 10 árum
eldri en Þórður. Tengsl og sam-
heldni þeirra systkina voru alla tíð
mjög mikil, kannski ekki síst
vegna þess að þau misstu pabba
sinn í sjóslysi í Vík 1941 þegar
Þórður var 9 ára. Það var þeim öll-
um mjög erfitt.
Þórður átti lengi sama heimili
og foreldrar okkar, fyrst í Fögru-
brekku í Vík, sem þá var tvíbýlis-
hús og oft svo mannmargt að
Þórður gisti í hvítu tjaldi vestan
við húsið. Það varð rýmra um alla
þegar þeir mágarnir, Þórður og
pabbi, höfðu byggt húsið sem nú
er Mýrarbraut 13 í Vík. 1958 var
flutt í það hús og þar varð hún
yndislega Áslaug hluti af fjöl-
skyldunni. Nokkrum árum síðar
var húsið selt undir læknisbústað
og í staðinn keyptur „gamli spít-
alinn“, sem nú er Hátún 6. Þar
bjuggu fjölskyldurnar tvær sam-
an í nokkur ár í sátt og samlyndi,
höfðu sameiginlegt eldhús og voru
í raun sem ein fjölskylda.
Þetta var einstök sambúð og
bar aldrei skugga á, allir þessir
krakkaormar og konurnar þrjár í
eldhúsinu. Þetta var gott vega-
nesti fyrir alla, samkomulagið sem
þarna ríkti.
Við eigum öll mjög góðar minn-
ingar um Þórð, þennan trausta
frænda, dugnaðarforkinn sem
vann sig upp úr erfiðum aðstæð-
um með vinnusemi og dugnaði og
kom sér og sínum áfram með
sóma. Við systkinin og fjölskyldur
okkar kveðjum Þórð með þakk-
læti fyrir samfylgdina og sendum
Áslaugu og fjölskyldunni innileg-
ar samúðarkveðjur.
Anna, Sólveig, Ása,
Sveinbjörg, Sveinn og
Bjarni.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2018 25
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Opið hús, t.d. spil, pútt, boccia kl. 9-16. Hádegismatur kl.
11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.54. Heitt á könnunni. Allir velkomnir.
Sími 535-2700.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Opið hjá okkur alla daga í sumar.
Hádegisverður frá 11:30-12:30 og kaffisala alla virka daga frá 14:30-
15:30. Helstu dagskrárliðir eru í sumarfríi fram í miðjan ágúst. Úti
boccia völlur verður á torginu í sumar og við minnum á Qigong á
Klambratúni alla þriðju- og fimmtudaga kl. 11. Verið hjartanlega
velkomin. Vitatorg, sími: 411-9450
Garðabæ Jónshúsi/ félags - og íþróttastarf: 512-1501. Opið í Jónshúsi
og heitt á könnunni alla virka daga frá 09:30-16:00. Hægt er að panta
hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt
frá 14:00-15:30. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10:00.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl
liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
hádegismatur kl. 11.30, bridge í handavinnustofu kl. 13, gönguferð um
hverfið kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið kl.
8.50, boccia kl. 10.15, listasmiðjan er opin fyrir alla frá kl. 9-16, zumba
dansleikfimi kl. 13, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri,
nánari upplýsingar í Hæðargarði 31 eða í síma 411-2790.
Seltjarnarnes Kaffispjall í krók kl.10.30. Leikfimi á Skólabraut kl.
11.00. Spilað í krók kl.13.30. Ath. miðvikudaginn 15. ágúst kl. 13.20
ætlum við á Gæðastund í Listasafni Íslands sem er í tilefni af 100 ára
fullveldisafmæli Íslands. Leiðsögn. Kaffi og bakkelsi á eftir. Skráning
og upplýsingar í síma 8939800. Skráningarblöð liggja frammi á
Skólabraut og Eiðismýri. Strætó og einkabílar. Förum frá Skólabraut
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-14. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Allir velkomnir.
Síminn í Selinu er: 568-2586.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Rotþrær, heitir pottar
og jarðgerðarílát
Rotþrær – heildarlausnir með
leiðbeiningum um frágang.
Ódýrir heitir pottar – leiðbein-
ingar um frágang fylgjar.
Mjög vönduð jarðgerðarílát til
moltugerðar.
Borgarplast.is,
sími 5612211, Mosfellsbæ.
Bókhald
NP Þjónusta
Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-
ingsfærslur o.fl.
Hafið samband í síma 649-6134.
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Hreinsa
þakrennur, laga
ryð á þökum
og tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Vantar þig
pípara?
FINNA.is Dreifingardeild Morgun-
blaðsins leitar að
dugmiklu fólki 13 ára og
eldra, til að bera út blöð.
Blaðburður fer fram mánudaga
til laugardaga og þarf að vera
lokið fyrir kl. 7 á morgnana.
Allar nánari upplýsingar
í síma 569 1440
eða dreifing@mbl.is
Hafðu samband í dag
og byrjaðu launaða
líkamsrækt
strax á morgun.
www.mbl.is/laushverfi
Hressandi
morgunganga