Morgunblaðið - 10.08.2018, Síða 31

Morgunblaðið - 10.08.2018, Síða 31
verk þeirra yrðu flutt og er Gísli Magnússon sá eini sem frumflytur glænýtt verk, en önnur hafa áður verið flutt í ýmsum myndum á tón- leikum hér og þar. Annars er fjöl- breytileiki, framúrstefna og til- raunir mest lýsandi fyrir Tvístrun-tónleikana; allt í bland og mikil breidd, allt frá raftónlist til hefðbundinnar hljóðfæratónlistar og margt þar á milli,“ segir Pétur og lætur þess getið að framan af hafi fleiri með klassísk tónverk sótt um heldur en með annars konar og óhefðbundnari tónlist. „Þetta er að breytast og samtökin leggja engar línur. Nú langar okkur til að vekja athygli á að það er miklu meira að gerast í tónlistinni á Ís- landi. Bæði í raftónlist, gjörningum og innsetningum, enda æ meiri skörun að verða á milli listgreina.“ Frelsi í listaheimi Máli sínu til stuðnings bendir Pét- ur á að umsóknir sem berist sam- tökunum séu í meira mæli en áður frá myndlistarfólki. „Viðmiðið hvað telst gjaldgengt sem tónverk er sí- fellt að verða frjálslegra í listaheim- inum. UNM hvetur til fjölbreytni, en síðan er undir dómurunum komið að skera úr um ef upp koma álita- mál.“ Spurður hvað gæti hugsanlega orkað tvímælis, nefnir hann hljóð- færasmíð og -hönnun, jafnvel leik- hús. „Það má ræða það lengi,“ svar- ar hann svo þegar hann er spurður hvernig það sem ekki heyrist geti verið tónlist. Og tekur dæmi: „Tón- skáld býr til hljóðfæri, sem ætlað er fyrir spunatónlist, og þá má velta fyrir sér hvar tónverkið sé. Er það tónlistin, sem flutt er af þeim sem spinna á staðnum?“. Sjálfur kveðst Pétur sem tónskáld vera að mörgu leyti á þessum nót- um, því undanfarið hafi hann verið að rannsaka hvort eitthvað annað en hljóð geti verið hluti af tónverki. Efniviður hans er myndefni, raf- hljóð, hreyfing, gjörningar svo fátt eitt sé talið. Hann spilar þó enn á fiðluna sína og notar hana m.a. í víd- eótónverkin sín. Eftir skilgreiningar Péturs á tón- verki er yfirskrift tónleikanna skilj- anlegri en ella. Tvístrun er nefnilega annað orð yfir dreifingu. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. ÁGÚST 2018 ///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// /////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// Tónverk sjö ungra tónskálda voru valin til flutnings á tónleikum UNM í Berg- en. Kammersveitin Elja mun einnig flytja verk eftir þau á tónleikunum Tvístrun annað kvöld, en þó yfirleitt ekki þau sömu. Einnig tekur sveitin til flutnings verk tveggja tónskálda, sem hér eru síðast upptalin, en voru einnig valin í umsóknarferlinu. Bára Gísladóttir rannsakar hljóðblæ ýmissa hljóð- færa og skapar oft dimman og dökkan hljóðheim. Hún spilar á kontrabassa í eigin verki á Tvístrun-tónleikunum. Fjóla Evans býr í Kanada og hefur látið til sín taka þar. Hún er svolítið í að rannsaka hljóðblæ, en annars byggjast verk hennar meira á íslenskri náttúru og náttúrufyrirbærum, sem hún málar með tónum. Gísli Magnússon er á svipaðri leið varðandi vinnu með náttúruna og hvernig hún þýðist yfir í músikina, en niðurstaða hans er allt önnur en Fjólu. Gylfi Guðjohnsen er í hefðbundnari kantinum og með verk fyrir gít- arkvintett á Tvístrun-tónleikunum. Hann er svolítið að rannsaka eðli hljóðsins og hvernig hægt er að láta hljóðfæri tvinna saman hljóð og búa þannig til nýtt. Inga Magnes Weisshappel er tónskáld og myndlistarkona, sem vinnur mikið með vídeó, dans og hreyf- ingu í tónverkum sínum. Tónverkið ann- að kvöld er ný útgáfa af lokaverkefni hennar í LHÍ, en í Bergen verður hún með sinfóníuverk. Ingibjörg Friðriksdóttir er fyrst og fremst í raftónlist og hef- ur gert mjög mikið af hljóðinnsetn- ingum. Tónverk hennar í Bergen er fyrir flygil, sem geymir m.a. ping pong kúlur og skopparabolta, en hér heima verður flutt einhvers konar rafútgáfa af sama verki. Örnólfur Eldon er búsettur í Þýskalandi og semur tónlist sem byggist mikið á rými. Á laugardaginn verður flutt einleiksverk fyrir fiðlu þar sem rýmið spilar stórt hlutverk. Katrín Helga Ólafsdóttir er með verk þar sem hún skiptir út hefðbundnum nótum fyrir liti. Hún er að rannsaka hvað getur verið nótnaritun og vinnur m.a. með grafík. Gulli Björnsson býr í Arizona í Bandaríkjunum. Hann spilar bæði á klassískan- og rafmagnsgítar og hefur verið að gera til- raunir með að blanda saman og búa til nýja hljóðheima úr þessum ólíku hljóðfærum. Framúrstefna og fjölbreytileiki NOKKUR ORÐ PÉTURS EGGERTSSONAR UM UNGU TÓNSKÁLDIN OG VERK ÞEIRRA UNM Pétur Eggertsson, tón- skáld og einn þriggja stjórn- armanna í Íslandsdeild UNM. Morgunblaðið/Valli » „Annars er fjöl-breytileiki, fram- úrstefna og tilraunir mest lýsandi fyrir Tvístrun-tónleikana; allt í bland og mikil breidd, allt frá raftónlist til hefðbundinnar hljóðfæratónlistar og margt þar á milli.“ Miðar á tónleikana fást á tix.is. Hægt er að kaupa passa sem gildir á báða tónleikana. Frásögn rannsóknar-blaðakonunnar norsku,Lene Wold, af heiðurs-morðum í Jórdaníu er ótrúleg og sláandi. Nokkrum sinnum á ári heyrum við af heiðursmorðum í fréttunum en fæst- ir kippa sér upp við það og kenna um annarri menningu, trú og eitraðri karlmennsku ein- hverskonar. Þeir sem fremja heið- ursmorð eru oftar en ekki íslams- trúar, en eins og kemur skýrt fram í máli Rahmans þá hafa heiðursmorð ekkert að gera með trúna, heldur snúast þau fyrst og fremst um menningu og hefðir, og síðast en ekki síst, heiður. Lýs- ingar föðurins á því hve heiður skipt- ir jórdanskar fjölskyldur miklu máli eru áhrifamiklar og vekja miklar vangaveltur. Í hans augum, og flestra Jórdana, að því er virðist, er ekkert mál að fórna einum, eða fleiri, fjölskylumeðlim fyrir heiður fjölskyldunnar í heild. Það sem verra er er hvers vegna heiðursmorð eru framin. Snemma í bókinni segir Rahman frá því hvern- ig hann varð vitni að því þegar barn- ung skólasystir hans var grýtt til dauða vegna þess að hún hafði „freistað manns“ og þau höfðu „gert hluti“. Hér er mjög augljóslega um nauðgun að ræða. Gjaldið sem nauðgarinn þarf að greiða er að kasta fyrsta steininum. Litla, varn- arlausa stúlkan þarf hins vegar að gjalda með lífi sínu. Svo er það ástæðan fyrir heiðursmorðinu sem Wold fjallar sérstaklega um í sögu sinni. Samkynhneigð. Við lifum sannarlega í landi þar sem hjóna- bönd samkynhneigðra eru leyfileg. Fordómar gegn hinsegin fólki fara minnkandi með hverri kynslóð. Sú er alls ekki staðan í Jórdaníu, en það sem er hvað áhugaverðast er hvern- ig Amina, systirin sem lifði af, skyggnist í Kóraninn og finnur ekk- ert um það að samkynhneigð sé bönnuð. Það er hins vegar algeng túlkun á sögu í Kóraninum, sögunni um Lot, sem veldur því að samkyn- hneigðir eru jafnan grýttir í strangtrúuðum múslimskum sam- félögum. Amina túlkar söguna hins vegar ekki svoleiðis, og treystir á orð Kóransins um fyrirgefningu þegar hún ákveður að segja til syst- ur sinnar. Það sem á eftir kemur er mikil sorg og mikill ótti. Rahman er að lokum neyddur, meðal annars af eig- inkonu sinni, til þess að endurheimta heiður fjölskyldunnar. Hann hefur engar útskýringar og hann iðrast ekki. Hann var fórnarlamb. Hann varð að gera þetta. Tvær dætur voru lítið gjald til þess að bjarga heiðri allrar fjölskyldunnar. Tvær dætur lítið gjald til að bjarga heiðri fjölskyldunnar Raunsaga Heiðra skal ég dætur mínar bbbbm Eftir Lene Wold. Þýðandi: Örn Þ. Þorvarðarson Draumsýn gefur út. 2018. Kilja. 179 bls. ÞORGERÐUR ANNA GUNNARSDÓTTIR BÆKUR Ljósmynd/Sturlason Sláandi „Frásögn rannsóknarblaðakonunnar norsku, Lene Wold, af heið- ursmorðum í Jórdaníu er ótrúleg og sláandi,“ segir í rýni um bók Wold. Staðfest hefur verið að dánarorsök Margot Kidder var ofskammtur áfengis og lyfja, en kanadíska leik- konan fannst látin 13. maí sl. Leik- konan, sem varð 69 ára, öðlaðist frægð í hlutverki Lois Lane, kær- ustu Súperman, í kvikmyndum á áttunda og níunda áratugnum. Í vor sagði Camilla Fluxman Pines, umboðsmaður Kidder, að hún hefði dáið eðlilegum dauðdaga í svefni, en í nýrri frétt The Guardian stað- festir Maggie McGuane, dóttir Kid- der, að hún hafi framið sjálfsmorð. McGuane sagði þungu fargi af sér létt að geta loksins upplýst sann- leikann. „Það er mikilvægt að tala opið og heiðarlega þannig að engin skömm fylgi þessu,“ segir McGuane og hvetur fólk sem glímir við geð- sjúkdóma til að leita sér læknis- aðstoðar. Kidder þjáðist af geðræn- um kvillum stóran hluta ævi sinnar, en hún varð skuldum hlaðin eftir bílslys 1990 og þurfti að notast við hjólastól um tveggja ára skeið. Leikkona Margot Kidder á góðri stundu. Margot Kidder framdi sjálfsmorð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.