Morgunblaðið - 17.08.2018, Side 1

Morgunblaðið - 17.08.2018, Side 1
F Ö S T U D A G U R 1 7. Á G Ú S T 2 0 1 8 Stofnað 1913  192. tölublað  106. árgangur  ÞRÁNDUR MEÐ SÝNINGU Í KAUP- MANNAHÖFN HUGMYNDIR TIL ÞESS AÐ AUÐGA LÍFIÐ SÖFNUNARÁTAKIÐ EKKERT BARN ÚTUNDAN SKÓLAR 40 SÍÐNA SÉRBLAÐ HJÁLPARSTARF KIRKJUNNAR 14KAPRICE 38 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Heimsókn Ine Marie Eriksen Søreide, ut- anríkisráðherra Noregs.  Utanríkisráðherra Noregs, Ine Marie Eriksen Søreide, segist hafa gert Guðlaugi Þór Þórðarsyni, ut- anríkisráðherra, og íslenskum þingmönnum grein fyrir mikilvægi þess að þriðji orkupakki ESB verði innleiddur sem hluti af samn- ingnum um Evrópska efnahags- svæðið. Hún segir ákveðna hættu fyrir Norðmenn skapast öðlist tilskip- unin ekki fullt gildi innan EES. Søreide segir umræðuna í Noregi um tilskipunina oft hafa byggst á mýtum um málið og að mikilvæg umræða af þessu tagi verði að byggjast á staðreyndum. »14 Brýndi fyrir ráða- mönnum mikilvægi orkupakkans Metfjöldi flugfélaga » 16 flugfélög munu fljúga til Keflavíkur í vetur. Það er met. » Nýtt félag, Jet2.com, mun fljúga hingað frá Birmingham, Glasgow, Leeds/Bradford, Manchester og Newcastle. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Útlit er fyrir að um 335 þúsundum færri farþegar muni fara um Kefla- víkurflugvöll í ár en Isavia áætlaði í nóvember síðastliðnum. Það sam- svarar rúmlega 900 farþegum á dag. Guðjón Helgason, upplýsinga- fulltrúi Isavia, segir nú áætlað að farþegar verði um 10 milljónir í ár. Gunnar Már Sigurfinnsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair, segir lækkun tyrknesku lírunnar og meiri stöðugleika fyrir botni Miðjarðarhafs auka samkeppni um ferðamenn í Evrópu. Ísland muni finna fyrir því. Það bætist við aðra þætti, á borð við hækkandi verðlag hér. Hins vegar sé Ísland í afar góðri stöðu hvað ferðaþjónustu varðar. „Það er klárlega meiri samkeppni. Það þýðir að við þurfum að vanda okkur meira til þess að Ísland haldi sínum stað. Þetta þýðir hins vegar alls ekki að Ísland sé í slæmri stöðu. Við erum enn í vexti þótt hann sé ekki jafn mikill og áður. Ég held að margir myndu öfunda Ísland af þeirri stöðu sem við erum í og höfum verið í,“ segir Gunnar Már. Samkeppnin er að harðna  Útlit fyrir 335.000 færri flugfarþega á Keflavíkurflugvelli í ár en Isavia spáði  Framkvæmdastjóri hjá Icelandair segir vaxandi samkeppni um ferðamenn MFerðamenn horfa … »6, 16 Morgunblaðið/Eggert Heilsugæsla Nám í heimilislækn- ingum vinsælla en áður var. Ásókn í sérnám í heimilislækning- um hefur aukist í kjölfar aðgerða sem farið var í árið 2011. Nú eru 47 læknar í náminu sem fram fer í Reykjavík og á Akureyri. Elínborg Bárðardóttir, kennslu- stjóri í sérnámi í heimilislækning- um, segir fjölgunina gleðiefni en hún fagnar því einnig að nemendum hafi fjölgað á landsbyggðinni og segir að það sé tilhneiging hjá lækn- um sem fara í starfsnám á lands- byggðinni að ílendast þar. Elínborg segir það þjóðhagslega hagkvæmt að nýta þjónustu og þekkingu sem heilsugæslan býr yf- ir. Þeim löndum þar sem ekki sé boðið upp á heimilislækningar farn- ist verr. Á Íslandi voru árið 2015 1.732 íbúar á hvern heimilislækni en fæst- ir íbúar voru á hvern heimilislækni í Noregi eða 795. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrir- spurn Ólafs Ísleifssonar. Í svarinu kemur fram að fastráðnum heim- ilislæknum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað um sex frá árinu 2010 en fjölgað um 4,8 á Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja. » 6 Áhugi á heimilislækningum  Aldrei fleiri í sérnámi  1.742 íbúar á hvern heimilislækni Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, fór í fallhlífarstökk á Hellu í gærkvöldi. Hann er 95 ára og elsti maðurinn sem hér stekkur í fall- hlíf, 20 árum eldri en sá næstelsti. Tilefnið var 95 ára afmælið 13. ágúst sl. Páli fannst þetta ekki meira en að ganga yfir götu. Fyrst var farið í frjálsu falli úr 3 kílómetra hæð, á 200 kílómetra hraða og segir Páll að það hafi verið ljómandi huggulegt. „Svo þegar fallhlífin kippti í gat mað- ur farið að svipast um og finna loftið leika um sig, loftið sem maður hefur mikið verið að fást við um dagana,“ segir Páll. 95 ára veðurfræðingur kannar loftið úr fallhlíf Ljósmynd/Jón Ingi Þorvaldsson  Merlin Enter- tainment mun á næsta ári taka við rekstri Sæ- heima, fiska- og náttúrugripa- safns Vest- mannaeyja. Á nýjum stað mun aðstaða til fuglabjörgunar stórbatna að sögn safnstjóra og sjö lundar sem þar búa fá stærri sundlaug. Þeir eru uppátækjasamir og forvitnir, en enginn þeirra mun fylla skarð lundans Tóta sem féll frá í júlí. »6 Enginn fyllir skarð lundans Tóta Lundar Verða sjö í Sæheimum. Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Íslendingar sem búsettir eru utan landsins hafa stofnað með sér hund- ruð Facebook-hópa til þess að halda tengslum við samlanda sína og hjálpa þeim að setjast að á nýjum stað. Nýlega hóf meðlimur í Face- book-hópnum Íslendingar í útlönd- um – hagsmunasamtök að útbúa kort sem samfélagsmiðlahópar Ís- lendinga, sem búsettir eru víða um heim, eru merktir inn á. Yfir 160 hópar og síður tengd Ís- lendingum í Evrópu hafa verið merkt inn á kortið. Þá skipta Face- book-hópar Íslendinga búsettra í löndum Norður-Ameríku tugum. Facebook-hópar Íslendingasam- félaga finnast í öllum heimsálfum, þ.e.a.s. ef Suðurskautslandið er und- anskilið. Allt frá Grænlandi til Arg- entínu og frá Vesturströnd Banda- ríkjanna til Nýja-Sjálands. Rúmlega 46 þúsund Íslendingar eru skráðir með búsetu erlendis samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands frá því í febrúar sl. Flestir brott- fluttra búa á Norðurlöndunum. »4 Kortleggja Íslend- ingahópa á Facebook

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.