Morgunblaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 39
um, eða klassískum ef fólk vill frek-
ar nota það orð. Endurreisnarmál-
ari segja sumir og þjóðlegasti
listamaður samtímans. Þrándur ætl-
ar ekkert að þræta fyrir það, enda
séu báðir titlarnir prýðilega ásætt-
anlegir. „Ég sæki innblásturinn
mikið í þjóðsögur, sem flestir þekkja
og eru vel til þess fallnar að mynd-
skreyta, einnig bókmenntir og Ís-
lendingasögurnar eða ég mála bara
eitthvað sem mér dettur í hug, til
dæmis sjálfan mig. Ég var í námi
hjá norska myndlistarmanninum
Odd Nerdrum í mörg ár og hann
ráðlagði nemendum að nýta okkur
sjálf, nærtækustu fyrirmyndina,
sem við gætum horft á í spegli hve-
nær sem væri.“
Skáldað í veruleikann
Rétt eins og einn frægasti leik-
stjóri kvikmyndanna, Alfred Hitch-
cock, gerði oft í kvikmyndum sínum,
bregður Þrándi fyrir í mörgum
verka sinna, til dæmis í málverkinu
Brú Louise drottningar á sýning-
unni í Norðurbryggju. Á myndinni
er líka karl með sveittan skallann úr
frægu auglýsingaplakati fyrir Tu-
borg frá árinu 1900 eftir Erik Henn-
ingsen, hænsni á vappi innan um
fjölskrúðugt og frjálslega búið fólk
frá ólíkum tímum og borgin í bak-
sýn.
„Mér finnst gaman að leika mér
með anakrónisma; tímaskekkju, og
setja margs konar fólk frá alls konar
tímum inn í umhverfi nútímans, þar
sem ég hliðra oft einhverju til eftir
mínu höfði. Í listasögunni er hug-
takið „kaprice“ notað yfir verk þar
sem listamenn sýna veruleika um-
hverfisins en skálda inn í óraunveru-
leika af ýmsu tagi. Á röltinu um
Reykjavík sá ég oft fallega götu-
mynd, sem búið var að brjóta upp
með skelfilegum, nútímalegum arki-
tektúr, algjörum viðbjóði, sem gjör-
samlega splundraði götumyndinni.
Ég fann hjá mér ríka þörf fyrir að
fegra umhverfið og fjarlægja
óskapnaðinn, en átti þess bara kost
á striganum, sem ég og gerði. “
Í vinnustofu Þrándar stígur
óraunveruleikinn á stundum nýstár-
legan dans við ljóslifandi veru-
leikann hér og þar og alls staðar,
gáskafullan og glettinn eða nötur-
legan, á þessari öld eða öðrum eftir
atvikum. Honum finnst skemmtilegt
að vera ekki búinn að ákveða allt út í
hörgul þegar hann hefst handa við
málverkið, heldur leyfa hugmynd-
unum að þróast meðan á verkinu
stendur.
Listhneigðir frændur
„Þegar ég var á myndlistarbraut í
Menntaskólanum á Akureyri var ég
strax ákveðinn í að verða listmálari
og mála í klassískum stíl, sem ég
býst við að hafi þótt og þyki enn
frekar óvenjulegt. Eftir MA var ég í
eitt ár í Myndlistaskólanum á
Akureyri og síðan Listaháskóla
Íslands, en hætti vegna þess að þar
átti konseptlist mest upp á pall-
borðið og litla tilsögn var að fá í
gamla, klassíska málverkinu. Ég
lærði síðan hjá Oddi Nerdrum í rúm
þrjú ár og lít á hann sem læriföður
minn og himnasendingu. Nerdrum
málar í þessum sígilda stíl gömlu
meistaranna, sem ég er svo hrifinn
af. Námið fólst að miklu leyti í að
fylgjast með hvernig hann bar sig
að við málverkið, fá hjá honum ráð,
mála og spjalla. Hápunktarnir voru
alltaf þegar Nerdrum byrjaði á mál-
verki og við nemendurnir stilltum
okkur upp fyrir aftan hann og fylgd-
umst með,“ rifjar Þrándur upp.
Þótt hugurinn væri við listina, var
hann í heimspekinámi við Háskóla
Íslands á þessum árum, tók svo aft-
ur upp þráðinn nokkrum árum síðan
og lauk meistaraprófi árið 2015. Þá
var hann nýkominn frá Kaupmanna-
höfn, en þangað segist hann hafa elt
barnsmóður sína og verið búsettur í
fjögur ár.
„Óbeint og þá einkum til að aga
hugsunarhátt sinn og brjóta málin
til mergjar, “ svarar Þrándur þegar
hann er spurður hvort heimspekin
nýtist honum í listsköpuninni. Þótt
hann væri alltaf að teikna sem barn
ætlaði hann hvorki að verða heim-
spekingur né listamaður, heldur
kafari. Það fannst honum töff. En
svo fór honum að þykja meira töff
að teikna, sérstaklega þegar hann
og frændur hans á svipuðu reki, þar
á meðal Hugleikur Dagsson, hófu að
teikna reglulega saman af miklu
kappi og héldu þeirri iðju áfram öll
unglingsárin.
Fleiri sýningar á döfinni
„Ég fékk líka mikinn áhuga á
teiknimyndablöðum og var alltaf að
reyna að finna bestu teiknarana. Á
menntaskólaárunum fór ég svo að
kynna mér myndlist liðinna tíma og
smám saman rann upp fyrir mér að
bestu teiknarar og málarar fyrr og
síðar voru gömlu meistararnir. Ég
ákvað með sjálfum mér að fyrst þeir
gætu þetta hlyti ég að geta það
líka,“ segir Þrándur.
Þessa dagana er listamaðurinn
önnum kafinn við að mála myndir á
sýningu, sem hann opnar í Hann-
esarholti á fertugsafmælinu sínu 6.
október. Áður fer hann til Kaup-
mannahafnar til skrafs og ráðagerða
um frekari sýningarhöld þar í borg.
Skáldað í veruleikann Fólkið á brú Louise drottningar í Kaupmannahöfn er frá ýmsum tímum og eins háttar til á Vesturgötunni í Reykjavík þar sem götumyndinni hefur verið breytt umtalsvert.
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018
Á sýningunni í Norðurbryggju er
Grýlu-myndin, sem Þrándur mál-
aði árið 2009 og fór með elding-
arhraða um netið þremur árum
síðar þegar einhver setti ljós-
mynd af verkinu á vefsíðuna
reddit.com. Þrándur hefur málað
fleiri verk, sem ekki eru fyrir
viðkvæma og fela á stundum í
sér ádeilu á eitt og annað í sam-
félaginu. Eitt verkið þeirrar ætt-
ar nefnist Gammar og sýnir
nokkra gamma narta í blóðugar
holdtægjur af beinagrind sem
liggur í fleti, hugsanlega í ein-
hverri leiguíbúð.
Þótt Þrándur segi að verk af
þessu tagi séu ekki þau sölu-
vænlegustu, hafi einhver fast-
eignamógúll keypt Gamma,
Grýla sé í einkaeign í Kaup-
mannahöfn og lögmannsstofa,
sem gætti hagsmuna nokkurra
einstaklinga gagnvart Arion
banka, hafi fest kaup á verkinu
Aryan-banki.
Ekki fyrir viðkvæma
AF GRÝLU, GAMMA OG ARYAN
Flagð Ef góð voru börnin var Grýla svöng
og raulaði ófagran sultarsöng.
Viðfangsefni tveggja sýninga, sem
opnaðar verða kl. 17 í dag í Lista-
safni Árnesinga í Hveragerði, eru af
býsna ólíkum toga. Önnur sýningin,
Halldór Einarsson í ljósi samtímans,
hverfist um samnefndan tréskurðar-
listamann og steinhöggvara, sem af-
henti safninu afrakstur ævistarfs
síns árið 1974, þremur árum fyrir
andlátið.
Kjarni hinnar, Frá mótun til
muna, er heimildarmynd, sem tekin
var upp á námskeiði í rakú-brennslu
í Ölfusi í fyrra, sem og nytja- og
skrautmunir níu leirlistamanna,
brenndir samkvæmt aldagömlum
leirbrennsluaðferðum.
Listaverkin kallast á
Ásdís Ólafsdóttir, listfræðingur
og sýningarstjóri fyrrnefndu sýn-
ingarinnar, sem er á dagskrá aldar-
afmælis fullveldis Íslands, segir
hana ekki aðeins varpa ljósi á Hall-
dór og verk hans, heldur líka setja
þau í samhengi við samtíðina.
„Halldór lærði tréskurð og teikn-
ingu á Íslandi, en fluttist til Vestur-
heims árið 1922 þar sem hann starf-
aði lengst af við tréskurð í hús-
gagnaverksmiðju í Chicago, en
fluttist til Íslands á efri árum. Sam-
hliða vinnu sinni vestra skapaði
hann fjölda listaverka úr tré, steini
og öðrum efnum. Okkur Ingu Jóns-
dóttur, safnstjóra, fannst tilvalið að
draga verk hans fram í dagsljósið á
fullveldisafmælisárinu og tefla þeim
og verkum nokkurra samtímalista-
manna saman; setja upp samtal
þeirra á milli, ef svo má að orði kom-
ast,“ segir Ásdís.
Í samtalinu taka þátt listamenn-
irnir Anna Hallin, Birgir Snæbjörn
Birgisson, Guðjón Ketilsson og Rósa
Sigrún Jónsdóttir. „Listaverk þeirra
kallast með mismunandi hætti á við
nokkra tugi listaverka Halldórs og
lífshlaup hans. Reyndar eru sum
þeirra í mörgum pörtum eins og til
dæmis tréstyttur af 52 alþingis-
mönnum, sem settust á þing 1944 og
eru margir hverjir gleymdir, en aðr-
ir auðþekkjanlegir,“ segir Ásdís og
bætir við að um geti verið að ræða
skemmtilega gestaþraut.
„Þingmenn Halldór kallast
skemmtilega á við málverkið „Von“,
sem Birgir Snæbjörn gerði af þing-
mönnunum sem settust á þing árið
2013. Sama má segja um verkið
„Valdakonur“, sem Anna Hallin
gerði sérstaklega fyrir sýninguna og
er af þeim Vigdísi Finnbogadóttur,
Jóhönnu Sigurðardóttur og Katrínu
Jakobsdóttur. Verk Rósu Sigrúnar
og Guðjóns Ketilssonar skírskota
meira til verka Halldórs með tilliti til
handverksins sem slíks og tengingar
við náttúruna,“ segir Ásdís.
Níu leirlistakonur
Frá mótun til muna er samsýning
níu leirlistamanna. Bjarnheiður
Jóhannsdóttir, Guðbjörg Björns-
dóttir, Hólmfríður Arngrímsdóttir,
Hrönn Waltersdóttir, Ingibjörg
Klemenzdóttir, Katrín V. Karls-
dóttir, Ólöf Sæmundsdóttir, Stein-
unn Aldís Helgadóttir og Þórdís Sig-
fúsdóttir eiga allar eitt eða fleiri
verk á sýningunni.
Inga, sem er sýningarstjóri, segir
að gestum verði boðið upp á heimild-
armynd frá námskeiði þar sem
sænskur leirlistamaður kenndi að
byggja viðarkyntan leirbrennsluofn
fyrir rakú og gamlar leirbrennsluað-
ferðir. „Rakú er ævaforn japönsk
brennsluaðferð og mjög áhugavert
að konurnar séu að prófa sig áfram
með aðferðir eins og notast var við
fyrr á öldum,“ segir Inga og vekur
athygli á að í tilefni Blómstrandi
daga í Hveragerði verði í kjölfar
opnunarinnar boðið upp á djass-
tónleika Tríós Gunnars Hilmars-
sonar í safninu. vjon@mbl.is
Í ljósi samtímans og logum fornaldar
Sýningarnar Halldór Einarsson í ljósi samtímans og Frá mótun til muna, verða opnaðar í Lista-
safni Árnesinga í dag, á öðrum degi bæjarhátíðarinnar Blómstrandi dagar í Hveragerði
Tryggur Eitt af verkum Halldórs. Tekið á og upp Frá upptökum á heimildarmyndinni Frá mótun til muna.