Morgunblaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 21
Þéttbýliskjarnarnir á Íslandi eru frekar ungt fyrirbæri. Lengi vel hafðist fólkið við í sveit- um landsins en fer svo að flytjast „á mölina“ eins og sagt er og í frekar fámennar byggðir sem margar til að byrja með sam- anstóðu af fáeinum hús- um, kofum kallast það í dag, og gerist upp úr aldamótunum 1900 en fer upp úr því hratt fjölgandi. Fólkið sem kom úr sveit reisti sér vitaskuld sitt eigið hús niður við strönd handa fólki sínu í hinu og þessu sjávarplássi og gerði, eins og títt var í þann tíð, flest af vanefnum með spýtu hér og spýtu þar. Og svo var einhvers staðar nagli á stangli. Allt af skorti gert en samt byggt og verki lokið. Er tímar líða og fjármagnið að aukast í veskjum landsmanna fara þeir að byggja veglegri hús og nú af efnum en ekki vanefnum. Með rýmri fjárhag, meiri fjárhagslegum um- svifum og stækkandi bæjarfélögum fer hugsunin smám saman að snúast um að fjarlægja allt þetta gamla „kofadrasl“ sem fyrir sé, þ.e. gömlu, litlu timburbyggingarnar, og byggja almennileg hús á reitunum. Máski til að afmá minningu þjóðarinnar um fá- tækt, sóðaskap, kamarmenningu- ,vatnsbrunna við hús og slíka þætti. Sem eru mistökin stóru, sé tilgáta höfunda rétt um þetta atriði. Enda bara hluti af sögu landsins sem er svona og enginn ætti að vilja hag- ræða. Eru öll slík inngrip fólks eru bara fals á sögunni. Rangt er þegar fólk vill reyna að afmá part sinnar eigin þjóðarsögu. En hversu oft hefur ekki slíkt verið reynt og hvað ætli hafi kennt okkur meira en sagan að baki, sögð eins og hún var raunveru- lega? Og fjöldinn allur af gömlum hverfum bæj- anna, mest þó á suðvesturhorni lands- ins þar sem allur fjöld- inn býr, tekur stakka- skiptum útlitslega séð og verður fyrir mörg- um óþekkjanlegur. Það sem skeður á þessum tíma, þegar allt er farið í gang og hreyfing orðin á öllum hlutum og þjóðin sem óðast að færast til nú- tímalegs horfs, er að hugsunina um varðveislu eldri byggða skortir í sjálfa þjóðarsálina. Þar sem svo háttar til hjá þjóð er engin von til að eitt né neitt verði varðveitt af því sem eldra er. Mun- um að til staðar er öll sú þekking sem leyndist í ríkjunum í kring sem flest stóðu á talsvert eldri merg en íslensk þéttbýlisbyggð gerir, en þau voru fyrir margt löngu búin að átta sig á gildi slíkrar varðveislu og kom- in með þau inn í skipulög sín. En Ís- lendingar sóttu ekki í þá þekkingu lengi vel né menntuðu sig og létu allt svona lagað áfram reka á reið- anum í áratugi og gera sumpart enn. Höfundur telur að það hafi alveg gleymst að sækja sér slíka þekkingu til annarra borga. Sem er svo sem skiljanlegt skoðað í því ljósi að hugs- unin sjálf var ekki til staðar. Þegar Íslendingar voru að hefja sína vegferð með þéttbýliskjarna voru margar borgir nágrannalanda orðnar aldagamlar og fyrir löngu búnar að átta sig á gildi varðveislu eldri byggða hjá sér sem sumar hverjar standa enn í sinni uppruna- legu mynd. Þessum parti sinnar menningar sinna Íslendingar ekki vel. Það gerir það að verkum að fólk í dag þekkir ekki lengur sum svæðin sem það ólst upp í því þau eru orðin óþekkjanleg frá því sem þau voru. Íslendingar hafa þó svolítið vaknað af þessum dvala sínum. Samt er enn talsvert langt í land að ásættanlegt sé. Allt vegna þess að menn kynntu sér ekki aðferðir annarra þjóða í upphafi ferðalagsins. Ekki er samt svo að skilja að um beint stolt hafi verið að ræða heldur að hugsunina vantaði. Má nefna sem dæmi fiskiskip þau og togara sem hér veiddu og bjuggu til undirstöður undir velferð dags- ins. Hvergi er hægt að skoða eitt einasta af þessum skipum á veglegu safni sem ríkið stendur undir kostnaðarlega. Hvað er þetta annað en hreinn skandall? Enn í dag er allt svona nánast í skötulíki. Bær sem fæddi menn og ól mun alltaf hafa til- finningalegt gildi fyrir þá á meðan þeir lifa. Það mega Hafnfirðingar eiga að þeir hafa látið elstu byggð sína, ofan við gömlu höfnina, haldast óbreytta. Þar búa enn fjölskyldur og þar er enn nokkurt líf. Hraunmyndin, eitt einkenna bæjarins, er þó að mestu horfin en þaðan eiga innfæddir bæj- arbúar margar góðar minningar. Bara smáspilda er eftir ofan við hluta Herjólfsgötu og á parti Hjalla- brautar. Norðurbærinn er allur byggður á hraunbreiðu og iðnaðar- hverfið einnig austan við Reykjanes- braut. Bæði hverfin tilheyra sama hrauni. Í eina tíð var hægt að fara vegslóða frá Álftanesvegi um þetta hraun, örlítið vestar en gamla slát- urhúsið var. Gerði maður það stund- um að leik sínum að hjóla veginn og fannst manni að aldrei ætlaði maður að komast yfir það sökum vega- lengdar. Slóðinn endaði við gömlu fiskverkunarhúsin sem lengi stóðu gegnt núverandi bensínstöð við Norðurbæinn. Enn skortir talsvert á að veglega sé tekið á öllum þessum málum í þessu landi. Byggðir landsins Eftir Konráð Rúnar Friðfinnsson » Það mega Hafnfirð- ingar eiga að þeir hafa látið elstu byggð sína, ofan við gömlu höfnina, haldast óbreytta. Konráð Rúnar Friðfinnsson Höfundur er sjálfboðaliði í kirkjulegu starfi. Alvarlegasti vandi þjóðar okkar núna er guðleysið. Það vantar trúarvakningu í ís- lenskt mannfélag. Foreldrar ættu aftur að fara að biðja til Guðs með börnum sínum, sækja með þeim kirkju, kenna þeim kristindóm. Grunnskólarnir eru lokaðir prestum. Og þar eru engin kristin fræði. Fótboltahetjur okkar bíta flestar úr sér tunguna í fyrirmannlegri þögn, þegar fluttur er þjóðsöng- urinn um Guð vors lands, en áhorf- endurnir á pöllunum þenja sig að vísu fullum hálsi, og það svo, að við liggur, að sá vikni, sem heima situr við sjónvarpið, lítill fyrir mann að sjá. Ágætar héraðshátíðir eru haldnar, þar sem menn taka sér margt gott fyrir hendur, nema það að ganga í guðshús. Biskupsskrif- stofan er lokuð vegna sumarleyfa, allt um tugi fólks á launaskrá. Borgarstjórn Reykjavíkur er ekki góð við Hjálpræðisherinn. Aldinn blaðamaður er kvaddur í Gamla bíói. Rektor Háskóla Íslands út- skrifar hundruð kandídata og kveð- ur þá, án þess að biðja þeim bless- unar Guðs. Við Guðfræði- og trúar- bragðadeild Háskólans hafa að vísu tveir prófessoranna hlotið vígslu, en hvorugur þeirra hefur neina telj- andi reynslu af prestskap. Á alþingi Íslendinga situr fólk, sem hegðar sér eins og það sé andstæðingar kirkju og kristni. Og hæstvirtur forseti vor leggur hornstein að vatnsorkuveri og óskar þess raunar, að blessun fylgi mannvirkinu, en segir ekki „Guðs bless- un“. Hverfi af landinu kristinn siður feðra okkar og mæðra, þeirra, er héldu vel trú sína, verður til tóma- rúm, sem fyrr en varir fyllist öðru efni. Þeim, sem hæst hafa um guðleysi sitt, og það svo, að þeir stofna um það fé- lög, hafa hlutirnir oft snúist til mót- gangs og armæðu í bernsku eða æsku. Hina sömu hefur brostið greind, karakterstyrk, fræðslu og hjálp til þess að leggja þetta að baki, fyrirgefa, gleyma. Í meintu guðleysi eru ýmsir haldnir sekt- arkennd með grímu, það sækir að syndavitund í dularklæðum. Fræg skáldsaga hefst svo: „Ég hefi löngum velt því fyrir mér, sem pabbi sagði við mig, þegar ég var drengur: Einlægt þegar þú finnur hjá þér hvöt til þess að gagnrýna einhvern, minnstu þess þá, að ekki hafa allir hér í heimi átt sama láni að fagna og þú!“ Eftir Gunnar Björnsson »Hverfi af landinu kristinn siður feðra okkar og mæðra, þeirra, er héldu vel trú sína, verður til tómarúm, sem fyrr en varir fyllist öðru efni. Höfundur er pastor emeritus. Gunnar Björnsson Lands vors Guð UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018 Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 Sími 577 1313 kistufell.com TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ Allar almennar bílaviðgerðir Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10,1 kg Amerísk gæða heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Ljósmyndakeppni Bílablaðs Morgunblaðsins Kosning og nánari upplýsingar á Facebook.com/bilafrettir Leiðbeiningar fyrir ljósmyndara: • Ljósmyndir skal senda í tölvupósti á bill@mbl.is • Frestur til að skila inn myndum í keppni ágústmánaðar er til kl. 23:59 föstudaginn 17. ágúst. • Myndina skal senda sem viðhengi, á jpg-sniði og skal myndin vera í hámarksupplausn. • Fullt nafn rétthafa myndarinnar og símanúmer skal fylgja með auk lýsingar á myndefninu • Keppt verður í fjórum lotum, næstu fjóra mánuði og fyrir þrjár bestu myndir hvers mánaðar eru veittar gjafakörfur með Meguiar bón- og bílaþvottavörum frá Málningarvörum. • Hver þátttakandi getur aðeins sent inn eina mynd í hverjum mánuði • Sérstök dómnefnd velur síðan bestu ljósmyndina í desember. Fyrsti vinningur er ferð fyrir tvo á bílasýningu- na í Genf í febrúar. Í boði Toyota á Íslandi www.mbl.is/bill Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.