Morgunblaðið - 17.08.2018, Side 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018
✝ Ólöf GuðbjörgPálsdóttir
fæddist á Siglufirði
13. desember 1936.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Upp-
sölum 8. ágúst 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Anna Krist-
rún Bjarnadóttir f.
27. ágúst 1913, d.
10. mars 1947, og
Páll Steinn Ein-
arsson, f. 30. janúar 1905, d. 13.
janúar 1973. Alsystir Ólafar er
Kristín Jóhanna Hólm, f. 1934.
Systir sammæðra er Hafdís Þóra
Ragnarsdóttir, f. 1946. Systkini
samfeðra eru Stefán, f. 1929,
Kolbrún, f. 1932, d. 2011, og
Ragnar, f. 1932, d. 2011. Uppeld-
isbræður Ólafar eru Hlöðver Jó-
hannsson, f. 1925, Einþór Jó-
hannsson, f. 1930, d. 2005,
Unnsteinn Þorfinnur Jóhanns-
son, f. 1931, og Óli Sigurður Jó-
hannsson, f. 1933.
Ólöf giftist 6. janúar 1955 Ing-
ólfi Arnarsyni
Benediktssyni, f. 6.
janúar 1932, d. 26.
ágúst 2013. For-
eldrar hans voru
Benedikt Einarsson,
f. 31. maí 1894, d.
16. janúar 1972, og
Björg Bjarnadóttir,
f. 21. júlí 1892, d. 10.
mars 1985.
Synir Ólafar og
Ingólfs eru 1) Viðar
Júlí Ingólfsson, f. 12. maí 1957,
kvæntur Önnu Sigríði Karls-
dóttur. Synir Viðars eru Birkir
Fjalar, f. 18. febrúar 1978, og
Andri Freyr, f. 21. maí 1980. 2)
Páll Heimir Ingólfsson, f. 6. júní
1960, d. 31. janúar 2015, og 3)
Ingi Jóhann Ingólfsson, f. 17.
nóvember 1968. Börn Inga Jó-
hanns eru Kristófer Leó, f. 20.
apríl 1999, og Birgitta Íren, f. 10.
febrúar 2003.
Útför Ólafar fer fram frá
Reyðarfjarðarkirkju í dag, 17.
ágúst 2018, klukkan 14.
Í mörg ár hafði ég átt samtal
við sjálfan mig þar sem ég
gekkst við því að ömmu Ólu
Bubbu myndi ekki njóta mikið
lengur við. Ég hef forðast þetta
samtal og skammað sjálfan mig
fyrir að hugsa þetta yfirleitt.
Hugsanirnar hafa dúkkað upp
við og við í sjálfsagt tvo ára-
tugi. Amma mín var einstök,
sjáið þið til. Mér finnst æv-
intýralegt að hugsa til þess að
fyrir mjög löngu var henni vart
hugað líf vegna veikinda. Þá sat
ég við hennar hlið á Landspít-
alanum á meðan hún tókst á við
veikindi sín. Oftast var hún án
meðvitundar eða of þreytt til að
opna augun, hvað þá tala. Ég
hvíslaði reglulega að henni að
ég yrði verulega fúll ef hún
færi yfir móðuna miklu því ég
ætti eftir að verða faðir og börn
mín yrðu að kynnast henni.
Hún kom reglulega inn á það
síðar að hún hefði ákveðið að
tóra svo ég yrði ekki fúll. Það
er nefnilega svo magnað að
harmurinn sem hún bar í
brjósti eftir að afi Ingólfur dó
var ekki nægilegur til að ræna
hana lífsgleðinni og drifkraft-
inum til að vakna og takast á
við næsta dag og veikindi. Ég
held að tilhugsunin um syni
hennar, barnabörn og barna-
barnabörn hafi gefið henni
aukagír og gert henni kleift að
staldra eins lengi við og raun
bar vitni. Og með því auðgaði
hún líf okkar allra meira en
hún gerði sér grein fyrir. Hún
var „aðal“ hjá okkur öllum.
Drottningin.
Það er afskaplega erfitt að
koma í orð hversu mikilvæg
amma var mér. Þessi yndislega,
glaðværa, fordómalausa, fórn-
fúsa og hlýja kona sem gerði
bókstaflega allt fyrir litlu fjöl-
skylduna sína. Ég og bróðir
minn vorum svo heppnir að hún
bjó í sömu götu og við, skáhallt
á móti húsinu okkar. Það leið
varla sá dagur alla okkar æsku
og unglingsár að við kíktum
ekki einu sinni á dag, stundum
oftar, í heimsókn til hennar og
afa. Hún ól okkur upp til jafns
við syni sína. Við máttum alltaf
koma inn, fá okkur að borða,
gramsa í dótinu þeirra o.s.frv.
En aðalástæða tíðra innlita
okkar bræðra var einfaldlega
til að hanga með ömmu. Hún
var svo óhemju skemmtileg, og
með afar þægilega nærveru.
Við vildum bara vera nálægt
henni, hlusta á hana tala, lesa
blöðin hennar, segja henni frá
því sem á daga okkar dreif.
Vissulega leituðum við einnig
til hennar þegar við vorum leið-
ir eða vantaði bara einhvern
óyrtan stuðning og varma.
Skjól og öryggi. Amma Óla var
allt þetta fyrir okkur og svo
miklu meir.
Nýverið sóttum við fjölskyld-
an hana heim á dvalarheimilinu
í Fáskrúðsfirði. Þvílík gleði og
stemning. Það var sem nánast
ekkert væri að henni. Líkam-
lega þreytt, vissulega, en í sín-
um síðustu lífsins skrefum, það
hvarflaði ekki að okkur. Lánið
lék við okkur. Við áttum dýr-
mæta viku með henni. Amma
var hress, svo hress reyndar að
hún ók í tvígang til Reyðar-
fjarðar, hvar við gistum. Í fyrra
skiptið var það til að njóta mat-
ar sem unnusta mín framreiddi
af mikilli snilld. Seinna skiptið
til að snæða með okkur á einum
veitingastaða bæjarins. Tæpum
þremur vikum síðar dró hún
andann í síðasta sinn.
Sakna þín svo sárt, amma
mín. Kysstu afa frá mér. Þinn
ömmustrákur,
Birkir Fjalar Viðarsson.
Amma Óla er farin, þó fyrr
hefði verið hugsar afi Ingólfur
eflaust sem hefur beðið hennar
handan móðunnar miklu síðan
hann skellti sér þangað. Eftir
sitjum við sem henni vorum ná-
in í mjög svo skrítnum heimi
sem er skrítinn fyrir þær sakir
að í honum er engin amma Óla.
Amma hefur alla tíð verið mér
einstaklega náinn og mikill vin-
ur í raun. Mín fyrstu 15 ár á
Reyðarfirði voru hún og afi
mér eins og mínir aðrir for-
eldrar. Var einmitt að hugsa
um það um daginn að ég fór í
heimsókn til þeirra hjóna á
hverjum einasta degi. Á tíma-
bili bjó ég meira að segja
heima hjá þeim og var það mér
ómetanlegur tími.
Allt við að vera hjá ömmu
var gott. Það var gott að opna
dyrnar, finna kaffilykt, sígar-
ettufýlu og heyra svo lága rödd
segja: „ekki skella hurðinni,
Andri minn“. Það var gott að
koma inn í eldhús, sjá ömmu í
sínu sæti, með bollann sinn,
retturnar í sígóveskinu og glott
í andlitinu. Maður gekk að því
vísu að inn í ofni (þar sem
amma geymdi brauð og bakk-
elsi) voru alltaf til kræsingar á
borð við kleinur, Póló kex, jóla-
köku, kryddbrauð, kremkex
o.s.fv. Maður mátti alltaf vaða í
allt. Stundum gekk maður
reyndar fulllangt í því þegar
maður var að stelast í klink-
krukkuna (hún vissi það alltaf)
eða stela af henni einhverjum
peysum til að líkjast einhverj-
um dauðum tónlistarmönnum
frá Seattle, en amma var alltaf
með manni í liði. Held svei mér
þá að hún hafi aldrei skammað
mig, enda ekki furða kannski
miðað við vitringana þrjá sem
voru hennar synir, nóg búið að
þurfa að skammast í þeim.
Þegar við bræður þurftum að
fara í nokkra daga í pössun
vegna þess að mamma og pabbi
voru að fara úr firðinum þá var
okkur alltaf splittað upp og
sendir á sitthvorn staðinn. Það
var alltaf eins og maður hefði
unnið lottóið ef maður var
sendur til ömmu og afa, með
fullri virðingu fyrir hinu fólkinu
sem tók okkur að sér.
Það var alltaf notalegt að
sitja við eldhúsborðið hjá
ömmu. Hlusta á hana segja
manni sögur eða þá að dást að
því hvað hún lét sig hafa það að
hlusta á blaðrið í mér. En ég
gat alltaf talað við hana eins og
minn besta vin, enda var hún
það til síðasta dags.
Líf ömmu var allt annað en
auðvelt. Sögurnar úr æsku
ömmu eru margar hverjar
mjög sorglegar og sumar í
raun erfitt að heyra. Síðustu
ár ömmu voru þungur róður,
tíð veikindi og það að jarða
son sinn væri eflaust nóg til að
ganga frá okkur flestum.
Það er auðvelt að finna
barnið í sér þegar ég hugsa til
ömmu og þess vegna segi ég
óhikað: amma mín var meiri
töffari en amma þín, amma gaf
mér flottari og skemmtilegri
gjafir en amma þín, amma átti
alltaf betri ís í frystinum en
amma þín og amma stóð leng-
ur í dyragættinni og veifaði
lengur á meðan maður bakkaði
bílnum og keyrði út götuna en
amma þín.
Elsku amma Óla. Ég veit að
þú ert komin á betri stað, í
gamla eldhúsið þitt að elda
kjöt í karrý. Ég bið að heilsa
Palla frænda sem er á leiðinni
í mat og kysstu afa frá mér
þar sem hann er örugglega við
hliðina á þér, blótandi, rekandi
við og segjandi: eitt núll.
Þín er sárt saknað, minning
þín lifir.
Andri Freyr
Viðarsson.
Ólöf Guðbjörg
Pálsdóttir
✝ Ágúst Önund-arson fæddist
á Akranesi 7. júlí
1981. Hann varð
bráðkvaddur á eyj-
unni Möltu þann
31. júlí 2018.
Foreldrar hans
eru Kristrún
Harpa Ágústs-
dóttir f. 28. júní
1948 og Önundur
Jónsson f. 5. októ-
ber 1947. Ágúst var yngstur
þriggja barna þeirra, en þau
eru Hrönn f. 13. maí 1967 og
Marinó f. 27. desember 1969.
Auk þess átti Ágúst hálfbróður,
Stefán Björnsson Önundarson,
og hálfsystur, Agnesi Eir Ön-
undardóttur.
Árið 2005 hóf hann sambúð
með Ester Ösp Guðjónsdóttur f.
17. ágúst 1981. Þann 7. sept-
fræði. Árið 2006 fara hann og
Ester til Mið-Ameríku og
stunda nám í spænsku og ferð-
ast um í 9 mánuði og trúlofa
sig í Kosta Ríka 1. desember
2006. Eftir það fer hann á ný í
Háskólann í Reykjavík og lýkur
þaðan M.Sc. í fjárfesting-
arstjórnun í desember 2008,
þ.e. mastersgráðu í fjármálum.
Auk þess sótti Ágúst mörg
námskeið í forritun og tölvu-
stjórnun.
Öll sumur og með námi
stundaði Ágúst margs konar
störf, allt frá því að beita,
vinna við alls kyns fiskvinnslu-
störf, öryggisvörslu á Landspít-
alanum, sölumennsku, lager-
störf og sem stjórnandi við
hönnun og innleiðingu á
gæðaeftirlitskerfum. Árið 2012
hóf Ágúst störf hjá Alvogen,
þar sem hann starfaði sem sér-
fræðingur í fjárstýringu til
dauðadags, seinustu þrjú árin á
eyjunni Möltu þar sem hann bjó
með eiginkonu sinni og dóttur.
Útför Ágústs fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 17. ágúst
2018, klukkan 11.
ember árið 2013
gengu þau í hjóna-
band. Foreldrar
Esterar eru þau
Guðjón Marteinn
Kjartansson f. 21.
apríl 1954 og Dag-
björt Sigrún
Hjaltadóttir f. 18.
apríl 1955. Ágúst
og Ester eignuðust
eina dóttur,
Hrefnu Ýri f. 23.
júní 2013.
Eftir grunnskóla í Kópavogi
stundaði Ágúst nám við
Menntaskólann á Ísafirði og út-
skrifaðist þaðan 2001 af við-
skipta-, hagfræði og tölvu-
braut. 2004 útskrifast hann
með diploma í markaðsfræði
og vörustjórnun frá Háskól-
anum í Reykjavík og ári seinna
með B.Sc í alþjóðamarkaðs-
Elsku Ágúst minn, það er
þyngra en tárum taki að þurfa
að kveðja þig svona snemma.
Það var svo margt sem við átt-
um eftir að bralla saman, ég
hélt við ættum nægan tíma eft-
ir.
Ég er samt svo þakklát fyrir
þann tíma sem við áttum saman
og að ég hafi fengið að vera
litla systir þín í öll þessi ár,
þótt árin hefðu vissulega mátt
vera miklu fleiri.
Það er ekki hægt að minnast
þín án þess að hugsa til þess
hversu mikill orkubolti og húm-
oristi þú varst, hversu duglegur
þú varst og þá ómældu þol-
inmæði og hversu góður þú
varst við mig, litlu systur þína.
Þau voru ófá skiptin þar sem
ég hitti þig og var með verki í
maganum af hlátri eftir á.
Nær allar þær stundir sem
við áttum saman einkenndust af
miklum hlátri, þú fannst húm-
orinn í öllu.
Svo ef þú ákvaðst að taka
þér eitthvað fyrir hendur, þá
gerðir þú það ekki bara vel,
heldur óaðfinnanlega. Þá skipti
engu máli hvers kyns verkefni
það var; þú lagðir þig allan
fram.
Ég er mjög þakklát fyrir að
hafa fengið að slíta barnsskón-
um með þig mér við hlið. Þú
varst alltaf til í að leyfa mér að
sniglast í kringum þig og koma
með ef þú varst að fara eitt-
hvað.
Þú varst líka svo góður stóri
bróðir, alltaf að passa upp á
litlu systur þína. Ég er svo
þakklát fyrir að hafa fengið að
vera systir þín.
Þín verður sárt saknað, elsku
Ágúst minn.
Þín litla systir,
Agnes Eir Önundardóttir.
„Getur þessi sjoppa flogið?“
– var eitt af mörgum gullkorn-
um frænda míns og nafna í ferð
okkar niður í bæ með viðkomu í
Skalla í Lækjargötunni og
Ágúst sá viftuspaða á hreyfingu
í loftinu.
Ágúst frændi minn var heim-
alningur á Álftröðinni þegar
hann var yngri, alltaf kvikur og
fljótur til svars. Ég man eftir
einskærum áhuga hans á bílum.
Ónýtir og lélegir bílar voru
jafnvel enn þá áhugaverðari en
venjulegir bílar. Hann elskaði
Tóta jafnmikið og ég en Tóti
var fyrsti bíllinn sem ég eign-
aðist og var appelsínugul VW
bjalla.
Ég man eftir ótal skiptum
þegar hann kom hlaupandi með
aðdáunarsvip er ég lagði í
heimkeyrslunni með viðeigandi
hávaða. Stundum fórum við lít-
inn rúnt, þar sem hann stóð
fyrir aftan framsætin og sendi
mér hvatningarhróp við akst-
urinn.
Það hefur tengt okkur
frændsystkinin í gegnum tíðina
að vera bæði skírð eftir sama
manninum, Ágústi Péturssyni.
Nafni minn var sá eini í fjöl-
skyldunni sem kallaði mig
Gústý sem mér þótti vænt um.
Það var líka mjög kært á
milli þeirra nafnanna þau rúmu
fimm ár sem þeir áttu saman.
Það sást langar leiðir að á milli
þeirra var sterkur strengur og
Ágúst missti mikið þegar afi
hans dó.
Mamma sagði mér frá atviki
sem gerðist stuttu eftir að
pabbi dó. Þá sat Ágúst við eld-
húsborðið og var að teikna.
Mamma leit af honum andartak
og fann hann fyrir utan húsið,
þar sem hann var að rífa mynd-
ina sína og fleygja bréfsnepl-
unum upp í loftið og láta þá
fljúga.
Mamma spurði hann hvað
hann væri að gera og hann
svaraði að hann væri að gefa
afa sínum myndina með þeim
útskýringum barnsandans að
afi væri núna hjá Guði og að
Guð væri á himnum. Ég tárast
þegar ég rifja upp þessa sögu,
enda áttum við það líka sameig-
inlegt að sakna pabba/afa okkar
endalaust mikið.
Ágúst lærbrotnaði illa þegar
hann var 4 ára og átti nokkuð
langa sjúkrahúslegu. Fjölskyld-
an skiptist á að hafa ofan af
fyrir honum, svæfa, spjalla,
leika, lesa og syngja.
Oft var ég búin að fara í
gegnum allar vögguvísur sem
ég kunni áður en hann sofnaði.
Ég fór þá að prófa mig áfram
með að semja nýja. Sú vöggu-
vísa fékk að hvíla í meira en 30
ár, þar til ég fékk vin minni til
að gera texta við lagið og það
kom út á disknum Stjörnubjart,
árið 2015.
Þetta er lagið þitt, Ágúst
minn. Það er þyngra en orð fá
lýst að kveðja þig og átta sig á
að Draumvísan er líka þín
hinsta vögguvísa. Það hefur
verið dásamlegt að fylgjast með
ykkur fjölskyldunni vaxa og
þroskast og brúðkaup ykkar
Esterar i Súðavík var ógleym-
anlegt. Innilegar samúðarkveðj-
ur til fjölskyldu þinnar og hinn-
ar yndislegu Hrefnu Ýrar.
Ég veit að það var tekið vel á
móti þér af afa og ömmu og ég
bið kærlega að heilsa þeim.
Hittumst heil, kæri nafni.
Ó, sofna skjótt
er dagsins dvínar birta svo fljótt
hafðu hljótt, sofðu rótt
Ó, sofna skjótt
er máni lýsir upp myrka nótt,
hafðu hljótt, ó, vinur sofðu rótt
Því bjartar geymir myrkrið minningar
sem morgunn veitir líf
svo sofðu vært
og vittu’ að allt sem er þér svo
kært,
bjart og tært, nýr morgunn hefur
fært
(Hörður Sigurðarson)
Ágústa Sigrún Ágústs-
dóttir (Gústý).
Mér var vandi á höndum
þegar velja átti setningu í upp-
hafi minningargreinar um 37
ára gamlan mann sem deyr í
blóma lífsins.
Ágúst var á leið í vinnu
morguninn 31. júlí og féll niður
rétt nýlagður af stað frá bústað
sínum á Möltu. Hann var að
ljúka vinnuferli eftir þriggja
ára starf fyrir fyrirtækið Alvo-
gen.
Fjölskyldan var flutt heim,
kona og barn en nokkurra daga
frágangur var eftir á Möltu áð-
ur en hann kæmi sjálfur heim.
Ágústi kynntist ég fyrst
heima hjá okkur Hörpu 1996.
Hann bjó á Ísafirði um þær
mundir hjá Önundi föður sínum
og var í Menntaskólanum á Ísa-
fjarðar.
Eftir að Ágúst kom suður bjó
hann hjá okkur Hörpu, fyrst
einn og síðan með kærustunni,
henni Ester.
Aldrei féll skuggi á samband
okkar og á ég eingöngu góðar
minningar með þeim báðum frá
þeim tíma og ekki síst eftir að
þau giftu sig og eignuðust
Hrefnu Ýri, sem mér finnst ég
eiga mikið í.
Ágúst var mér eins og sonur
og mikill vinur allt frá fyrstu
kynnum okkar.
Mér hefur alltaf þótt afskap-
lega vænt um hann og sama
segi ég um systkini hans,
Hrönn og Marinó.
Ég er þakklátur fyrir þær
góðu stundir sem ég átti með
Ágústi.
Hann var alltaf glaður og já-
kvæður. Við ræddum oft um
framvindu fjármála í heiminum
og þar var hann vel að sér og
fróður um hvernig fjármála-
heimurinn er að þróast.
Við Harpa fórum margar
ferðir til Möltu þessi ár sem
Ágúst og Ester bjuggu þar,
bæði til að fylgjast með Hrefnu
litlu vaxa og dafna og til að
vera með þeim hjónum. Þessi
tími verður okkur ógleymanleg-
ur.
Ágúst minn, ég veit að þú ert
enn meðal okkar og sú tilfinn-
ing er notaleg.
Við Harpa mín munum hugsa
um Ester og Hrefnu litlu ásamt
öllu því góða fólki sem er í
þinni fjölskyldu.
Guð blessi þig og allt þitt
fólk.
Sigurður Harðarson.
Ágúst
Önundarson
Þökkum öllum þeim fjölda sem sýnt hefur
okkur kærleik og samúð vegna andláts
elsku sonar, stjúpsonar, bróður og
barnabarns,
BIRGIS IMSLAND
ráðgjafa hjá Klettabæ.
Hans er sárt saknað, blessuð sé minning hans.
Fyrir hönd annarra ástvina,
Ómar Imsland Hildur Björg Hrólfsdóttir
Ragnar Imsland
Arnar Imsland Alexandra Dís Unudóttir
Bragi Þ. Sigurðsson Sigurlaug Sveinsdóttir
Ragnar Imsland Júlía Imsland