Morgunblaðið - 17.08.2018, Side 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018
✝ Ingólfur G.Sigurðsson
fæddist á Lauga-
vegi 27a í Reykja-
vík 22. apríl 1929.
Hann lést á heimili
sínu 6. ágúst 2018.
Ingólfur var
sonur hjónanna
Sigurðar Sigurðs-
sonar járnsmiðs og
Dagmarar Júlíu
Finnbjörnsdóttur
húsfreyju. Hann ólst upp í
Reykjavík ásamt systkinum sín-
um Sigurði, f. 21. febrúar 1915,
d. 20. október 1945, og Guð-
rúnu Kaldal, f. 14. ágúst 1918,
d. 10. janúar 1984.
Ingólfur kvæntist 7. ágúst
1960 Theódóru Thorlacius
hjúkrunarfræðingi frá Stein-
túni á Bakkafirði, f. 29. maí
1927, dóttur Þórarins Valdi-
mars Magnússonar og Sigur-
bjargar Sigurðardóttur. Ing-
ólfur og Theódóra bjuggu sér
heimili á Skólavörðustíg 46 í
Reykjavík en fluttu árið 1967 á
heimili sitt á Lindarflöt 10 í
Garðabæ þar sem börn þeirra
slitu barnsskónum. Þau eru: 1)
Jórunn Thorlacius Sigurðar-
dóttir, dagskrárgerðarmaður á
Rás 1, f. 29. október 1954. Jór-
Finnborg, f. 2002, Hringur, f.
2004, og Snæbjörn, f. 2010, fyr-
ir átti Margrét Sunnu Eldon, f.
1989, og Örnólf Eldon, f. 1992.
5) Hildur náms- og starfsráð-
gjafi, f. 22. júlí 1966. Eigin-
maður hennar er Valdimar Jón
Björnsson vélfræðingur. Þeirra
börn eru Anna Magnea, f. 1986,
Yrsa Hrund, f. 1987, d. 1987,
Oddur Aron, f. 1988, Lilja
Bjarney, f. 1993, og Sigurbjörg
Katla, f. 1996. Barnabarnabörn
Ingólfs eru ellefu og eitt á leið-
inni.
Ingólfur varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1949. Þá lá leið hans til Kaup-
mannahafnar þar sem hann
stundaði nám í heimspeki við
Kaupmannahafnarháskóla á
árunum 1950-1952 og eftir það
framhaldsnám og rannsókn-
arstörf á sviði lífefnafræði á
ýmsum rannsóknarstofnunum
1953-1959. Hann starfaði þó
aldrei á þeim vettvangi hér
heima heldur sem kerfisfræð-
ingur, fyrst hjá fyrirtæki Ottos
A. Michelsens, Skrifstofuvél-
um, 1960-1963 og síðan hjá
Skýrsluvélum ríkisins og
Reykjavíkurborgar til loka árs-
ins 1995. Eftir að Ingólfur fór á
eftirlaun lærði hann gerð víra-
virkis og silfursmíði og eiga tíu
dætur barna hans í dag íslensk-
an upphlut með silfurvíravirki
eftir afa sinn.
Útför Ingólfs fer fram frá
Vídalínskirkju í dag, 17. ágúst
2018, klukkan 15.
unn var gift Thom-
asi Ahrens, þau
skildu. Börn þeirra
eru Númi Þorkell,
f. 1979, Ingólfur
Máni, f. 1981, og
Theódór Sölvi, f.
1985. 2) Sigurður
hagfræðingur, f.
25. janúar 1961.
Sigurður var
kvæntur Elísabetu
Ólafsdóttur
hjúkrunarfræðingi, þau skildu.
Börn þeirra eru Dagmar, f.
1985, Margrét, f. 1986, Theó-
dóra, f. 1988, og Ingólfur, f.
1999. Sambýliskona Sigurðar
er Maria Solomatina
hugbúnaðarverkfræðingur og
eiga þau dreng f. 2018. 3) Þór-
arinn heimilislæknir, f. 13. apr-
íl 1963. Þórarinn var kvæntur
Önnu Vilbergsdóttur hjúkrun-
arfræðingi, þau skildu. Börn
þeirra eru Theódóra Thorla-
cius, f. 1989, Rósamunda, f.
1991, Bergþóra, f. 1997, og
Veigar Örn, f. 2000, fyrir átti
Anna soninn Pálma, f. 1980. 4)
Oddur prófessor, f. 29. júní
1964. Sambýliskona Odds er
Margrét Örnólfsdóttir hand-
ritshöfundur og tónlistar-
maður. Börn þeirra eru Helga
Það var árið 1960 að Ingólfur
Gunnar Sigurðsson kom inn í líf
okkar mömmu. Ég átti föður fyrir
en hann var langt í burtu í henni
Ameríku og ég var mjög spennt
að eignast pabba fyrir alla daga
ársins og öll ár. Ég tók honum
fagnandi og hann tók mér fagn-
andi, bar mig á háhesti þegar
hann og mamma og ég, strax orð-
in alvörufjölskylda, komum heim
með strætó og þurftum að ganga
nokkurn spöl út á Skaft, þar sem
starfsmannabústaðir Kleppsspít-
ala voru. Síðar fluttum við öll í
miðju heimsins, efst á Skóla-
vörðustíginn.
Fljótlega eignaðist ég fyrsta
bróðurinn af þremur og rúmum
fimm árum síðar vorum við orðin
fimm því litla systir hafði bæst í
hópinn.
Líklega hef ég verið aðeins
óörugg um þessa framtíð í byrjun
því ég minnist svo sterkt atviks
líklega frá haustinu 1962 eða var
komið vor? Það er sunnudags-
morgunn, lærið mallar í ofninum
og pabbi fer með okkur Sigga
bróður niður á höfn. Hann leiðir
okkur, Siggi er í hvítri peysu með
blárri rönd í hálsinn og við stroff-
ið og húfu í stíl. Ég man ekki
hvernig ég var klædd, líklega í
sparifötum því það var sunnudag-
ur. Niðri á höfn hittir pabbi mann
sem hann þekkir. Þeir heilsast,
við Siggi stöndum stillt á meðan,
minnir mig. Þessir fullorðnu
menn hafa ekki sést lengi og
ókunnugi maðurinn spyr: „Átt þú
svona stóra stelpu, Ingólfur?“
Svar pabba var stutt: „Já!“ Um
leið tók hann, að mér finnst ég
muna, þéttar um mína litlu hönd í
sinni stóru. Þetta var mikilvæg-
asta staðfesting sem ég hef fengið
um það hvar ég á heima. Nefni-
lega hjá þeim sem ég elska af-
dráttarlaust og elska mig á móti
og það er það sem fjölskyldur
gera, í blíðu og stríðu og með öllu
sem því tilheyrir á ólíkum ævi-
skeiðum.
Pabba og mömmu tókst í sam-
einingu að skapa þannig fjöl-
skyldu með okkur systkinunum,
fjölskyldu þar sem ríkir traust og
virðing en líka dálítil kaldhæðni á
stundum.
Hann var góður húmoristi
hann pabbi en líka svo margt ann-
að því í húsi hans voru margar
vistarverur. Hann var lengi pip-
arsveinn, hár og grannur og
glæsilegur, svolítið dulúðugur á
myndum af honum ungum. Hann
var listamaður með afburðaform-
skyn og góða tónlistarhæfileika;
hann var vísindamaður sem
kunni sína lífefnafræði og hafði
unnið að mikilsverðum rannsókn-
um á því sviði; hann var kerfis-
fræðingur, einn af þeim fyrstu
hér á landi. Hann fór ekki út í búð
og keypti tölvu þegar heimilis-
tölvur komu fram heldur keypti
íhluti og setti saman sjálfur. Síðar
keypti hann líka tölvu, því hann
fylgdist vel með nýjungum. Hann
byggði hús handa okkur, hlóð það
eigin höndum úr steinum frá Jóni
Loftssyni og hann einangraði það
að utan, sem var óvenjulegt á
fyrri hluta 7. áratugarins. Þetta
var rauða húsið á Lindarflöt 10.
Hann var garðyrkjumaður af vís-
indalegum áhuga á plöntum,
ræktaði t.a.m. sitt afbrigði af dal-
íu, dalíu Dódu, en líka önnur blóm
sem ég kann ekki að nefna. Hann
ræktaði tré af minnstu fræjum,
einræktaði og klónaði og hvað
það nú allt heitir.
Síðustu árin átti silfursmíði
huga hans og hann smíðaði ótal
fallega víravirkisgripi.
Fyrst og síðast var pabbi minn,
Ingólfur G. Sigurðsson, mér mað-
urinn sem ég vissi að ég gat
treyst þótt stundum væri hann
strangur og stundum líka þreytt-
ur og pirraður. Hann kunni allt,
hann pabbi, þó ekki ljóð – en þau
kann mamma – hann kunni meira
að segja að deyja þótt hann hefði
aldrei gert það áður. Takk fyrir
allt, pabbi minn.
Jórunn Thorlacius Sigurðar-
dóttir.
Elsku afi.
Það er erfitt að ímynda sér lífið
án þín enda hefur þú alltaf verið
hjá okkur. Við erum svo þakklát
fyrir að hafa fengið að eiga þig
sem afa og öll augnablikin og
minningarnar með þér. Minning-
arnar og augnblikin eru margs
konar. Stundum erum við lítil að
heimsækja þig í skúrinn eða
skoða gróðurhúsið þitt eða með
þér að velja hasarmynd á vídeó-
leigunni. Stundum erum við stór,
og þú að leika við langafabörnin
þín eða við að sýna þér þjóðbún-
inga sem þú smíðaðir silfrið á.
Stundum ertu að horfa á fréttirn-
ar, áhyggjufullur yfir gjörðum
mannkynsins, og stundum ertu
að útskýra fyrir okkur efnafræði
sem við eigum engan séns á að
skilja. Sumar minningarnar eru
einungis augnablik, eins og mýkt-
in og nákvæmnin sem þú beittir
þegar þú fjarlægðir sykur af mat-
arborðinu eða reimaðir fyrir okk-
ur skóna. Við eigum dýrmæt
augnablik og minningar og það
viljum við þakka þér fyrir.
Elsku afi, takk fyrir að elska
okkur og vera alltaf stoltur af
okkur.
Við elskum þig.
Þín barnabörn,
Dagmar, Margrét,
Theódóra og Ingólfur.
Ég vissi alltaf að þessi dagur
myndi koma en það gerði það
ekkert auðveldara þegar hann
kom, hann var duglegur, hlýr og
kátur, en það sem ég mun aldrei
gleyma um hann afa minn var að
hann gafst aldrei upp. Hann hafði
alltaf eitthvað til að dunda sér við.
Einu sinni gerði hann hröðustu
tölvu á Íslandi, en á þessum tíma
var hún bara um það bil 10 kíló-
bæt. Ég hef horft á hann gera
nælur úr silfri fyrir þjóðbúninga
svo oft en mér fannst það samt
alltaf jafn skrítið að maður á hans
aldri með svona stórar hendur
gæti búið til eitthvað svona lítið
og fínt. Bílskúrinn hans var eins
og eitthvert undraland af tækjum
og tólum.
Ég sakna hans afa míns alveg
óendanlega mikið og ég á aldrei
eftir að gleyma honum, hann mun
alltaf eiga stað í hjarta mínu og
þegar ég segi þetta held ég að ég
tali bara fyrir alla sem þekktu
hann, megi hann hvíla í friði og
ekki gleyma að skrúfa fyrir heita
kranann.
Hringur Oddsson.
Elsku afi, ég á svo erfitt með að
trúa að þú sért farinn frá okkur,
þetta er augnablik sem ég vissi að
myndi koma að en bjóst aldrei
við, maður er í rauninni aldrei
undirbúinn fyrir svona lagað. Það
verður svo skrítið að fara í la-
sagna til ömmu og afa þar sem þú
situr ekki við endann á borðinu
með okkur eða að sitja í sófanum
að horfa á sjónvarpið og þú ert
ekki þar.
Tilhugsunin um að þú fáir ekki
að sjá okkur vaxa og dafna er svo
sorgleg en þrátt fyrir alla sorgina
mun það alltaf gleðja mig að
hugsa um allar stundirnar okkar
saman eins og öll skiptin sem ég
og Hringur fórum niður í bílskúr
til þín þar sem þú varst svo oft að
smíða silfur, sátum hjá þér og
fylgdumst með. Elsku afi, ég mun
sakna þín svo ótrúlega mikið en
ég hugga mig við það að vita að þú
ert á betri stað. Ég mun alltaf
hugsa til þín, sama þótt þú sért
ekki hér.
Helga Finnborg Oddsdóttir.
Elsku afi.
Nú ertu farinn.
Við munum þig.
Elsku besti afi okkar. Í minn-
ingunni sagðir þú ekki margt en
þegar þú beindir orðum þínum til
manns lagði maður við hlustir. Í
okkar huga ert þú einn sá vitrasti
maður sem við áttum nokkurn
tímann eitthvað saman við að
sælda.
Við kynntumst þér mikið í
gegnum sögur frá öðrum, sem
ýtti undir þá dulúð sem virtist
umlykja þig. Alltaf að vasast í ein-
hverju. Rannsaka, hanna, smíða,
brugga, leysa úr, læra eitthvað
nýtt. Holdgervingur vísinda-
mannsins. Tókst til matar þíns
eins og það væri list. Barngóður
og blíður en ekki kattavinur.
Hvað sem öllu líður ert þú allt-
af hjá okkur og það er vel og
skemmtilegt. Við minnumst þín
hlýlega og með kátínu. Eina eft-
irsjáin er ef til vill að hafa ekki
þorað að gramsa í bílskúrnum á
Lindarflötinni. En það kemur
eins og það kemur og fer eins og
það fer og það eina sem við getum
gert er að henda í eitthvað og
hafa gaman af þessu.
Við elskum þig.
Númi, Máni og Sölvi.
Elsku besti afi okkar. Mikið er
sárt að missa þig svona brátt. Þú
varst einstakur afi sem við litum
öll svo upp til. Eldklár, náttúru-
sinni, tæknisnillingur og fjöl-
skyldumaður.
Þú kenndir okkur svo margt
og varst alltaf tilbúinn að hlusta.
Þú nýttir hvert tækifæri til þess
að fræða okkur um heiminn, líkt
og af hverju er vond lykt af lýsi.
Ást þín til ömmu okkar var
engu lík, eða eins og Veigar segir:
„relationship goals“, alltaf svo
rómantískur við sína lipurtá og
fátt yndislegra en að sjá ykkur
saman að hlæja og gera grín.
Handlaginn eins og enginn
annar, allt sem þú gerðir var vel
gert, hvort sem það var garðyrkj-
an, að veiða mýs eða þitt helsta
áhugamál seinna meir, að smíða
úr silfri.
Það var hreint ævintýri að
leika sér í garðinum hjá þér á
Lindarflötinni sem börn. Við
munum seint gleyma músunum
sem voru samviskusamlega
veiddar í bílskúrnum, útbúið
heimili með heimasmíðuðu
hlaupatæki og svo hleypt frjáls-
um í náttúruna.
Ekki var aðdáunin minni hjá
langafabörnunum þínum Önnu
og Theódóru sem límdust við þig í
hverri heimsókn enda ansi
áhugaverður maður sem var allt-
af til í að trekkja upp fluguna.
Það er skrítin tilfinning að geta
ekki talað við þig og sagt þér frá
því sem við erum að gera.
Við munum ávallt minnast þín
með gleði í hjarta. Elskum þig.
Þín afabörn,
Theódóra, Rósamunda,
Bergþóra og Veigar Örn.
Þegar Ingólfur Gunnar, Golli,
kom heim árið 1959 frá háskóla-
námi sínu í efnafræði í Kaup-
mannahöfn flutti hann inn til
móður sinnar, Dagmarar Finn-
björnsdóttur, í íbúð á efstu hæð á
Skólavörðustig 46 í Reykjavík.
Við Golli vorum góðir vinir og
hittumst oft fyrir námsferð hans
til Kaupmannahafnar. Eins hitt-
umst við, stundum ásamt Páli
Theodórssyni, þegar Gullfoss var
í Kaupmannahöfn 1950 en ég var í
áhöfn þar.
Við hjónin, Lillý og ég, bjugg-
um þá í þorpsbrotinu í Reykjavík
sem kallaðist Skuggahverfið.
Húsið hét Bakkabúð, gamalt
timburhús með hlýju viðarins.
Gott var að búa í þorpsbrotinu en
það er nú brot af litlu Manhattan.
Frá Skólavörðustig lá Frakka-
stigur niður að Skuggahverfinu.
Golli hringdi til okkar eitt kvöld-
ið: Má ég renna niður eftir? Það
var aldeilis vel þegið og áttum við
við hjónin og Golli margar góðar
kvöldstundir saman. Áhugamál
Golla voru mjög víðtæk, allt frá
dagsins umhverfi til gangs him-
intungla. Hann hafði góða kímni-
gáfu sem veitti birtu í skamm-
degi. Við Golli lékum okkur í
myrkraherberginu við ýmsar til-
raunir. Í eldhúsinu gerðu Lillý og
Golli tilraunir með ýmsa rétti og
við Golli brugguðum úr kræki-
berjum listileg vín á háalofti
hússins og var hreinlætið tryggt
með efnum frá Bie og Berntsen í
Kaupmannahöfn. Við lékum oft
klassíska tónlist. Okkur Lillý
þótti mjög vænt um heimsóknir
Golla og nutum þeirra.
Golli kvæntist árið 1960 góðri
konu, Theódóru Thorlacius
hjúkrunarfræðingi, og fjölgaði þá
í ferðum um Frakkastíginn í
gagnkvæmum heimsóknum.
Árið 1962 fluttum við Lillý í há-
hýsi við Sólheima í Reykjavík og
var nú ekki lengur um að ræða að
renna niður eftir eða puða upp
eftir.
1970 var aftur nálægð milli
okkar hjóna og Golla og Theó-
dóru og nú í Garðabæ. Var nú um
tvær fjölskyldur að ræða. Golli
kom með fádæma dugnaði upp
húsi að Lindarflöt nr. 10 fyrir
fjölskyldu sína en okkar fjöl-
skylda bjó þar skammt frá og var
mikil samgangur á milli. Á lóð
sinni setti Golli niður mörg tré til
endanlegrar dvalar á sínum reit
en jafnframt hóf hann tilraunir
með margar trjáplöntur frá ýms-
um löndum þ. á m. frá fjarlæg-
ustu reitum Asíu. Voru þessar til-
raunir umfangsmiklar og
tímafrekar. Vöktu þær athygli
áhugamanna á þessu sviði. Hann
átti drjúgan þátt í trjárækt
Garðbæinga utan byggðar.
Á efri árum hóf Golli starf á
nýju sviði, silfursmíði. Smiðjan
var í bílskúrnum og þar sat hann
einn og smíðaði fagra gripi með
góðum tækjum og næmum fingr-
um.
Fjölskyldan þeirra var nú orð-
in stór og margar ungar stúlkur í
henni sem áttu að fermast og þá í
íslenskum upphlut en honum til-
heyrði skart sem heitir víravirki.
Golli smíðaði silfur-víravirki á tíu
upphluti og eiga allar tíu stúlk-
urnar í barnabarnahópnum silf-
urskart eftir hann.
Ég kveð nú þennan góða vin
minn Golla og sendi ekkjunni og
fjölskyldu hans mínar samúðar-
kveðjur.
Guðmundur W. Vilhjálmsson.
Ingólfur G.
Sigurðsson
Okkar fyrstu
kynni af Kristínu
voru árið 1988 þegar
við systkinin vorum
á misjöfnum aldri, allt frá þriggja
til átján ára. Alveg frá byrjun og
allar stundir síðan minnumst við
Kristínar með gleði í hjarta og nú
söknuði þar sem hún var alveg
einstök manneskja. Kristín átti í
áralangri baráttu við veikindi og
eiginlega erfitt að muna eftir
henni öðruvísi en í þessum veik-
indum sem hún laut loks í lægra
haldi fyrir. Hún sýndi alla tíð ótrú-
legt æðruleysi og þegar maður
hitti Kristínu og spurði hvernig
hún hefði það bar hún sig alltaf
jafn vel, gerði eins lítið úr veik-
indum sínum og hægt var en snéri
jafnframt umræðu alltaf til baka
og spurði hvað væri að frétta af
okkur og seinna okkar nánustu.
Aldrei kvartaði hún né kveinaði
útaf neinum hlut þó manni hefði
fundist full ástæða til. Þetta var
dæmigert fyrir Kristínu þar sem
hún var alltaf að hugsa um aðra,
láta aðra skipta sig máli og átti
jafnframt auðvelt með að sam-
gleðjast öðrum. Það er erfitt að
ímynda sér að Kristín hafi nokk-
urn tímann átt í deilum við nokk-
Kristín
Guðmundsdóttir
✝ Kristín Guð-mundsdóttir
fæddist 19. desem-
ber 1957. Hún lést
2. ágúst 2018.
Útför Kristínar
fór fram 16. ágúst
2018.
urn mann eða hall-
mælt neinum þar
sem hún gat alltaf
séð það góða í öllum
og átti auðvelt með
samskipti við fólk.
Það er líklega
ástæða þess að hún
átti stóran hóp af
góðum vinum og vin-
konum í kringum
sig.
Við minnumst
með vatn í munni allra matarboð-
anna á sunnudögum í Klukku-
bergi hjá Kristínu og pabba hér
áður fyrr auk allra kaffiboðanna
þar og í Grindavík. Kristín var
ekki bara mikill sælkeri heldur af-
bragðs kokkur og ekki síðri bakari
þar sem tertur voru miklu uppá-
haldi. Við minnumst einnig kaffi-
boðanna sem voru alltaf eins og
fermingarveislur á yndislegu
heimili foreldra hennar í Grinda-
vík.
Það er aðdáunarvert hvað
Kristínu tókst vel til að ala upp
litlu bræður okkar og koma þeim
til manns, þrátt fyrir að veikindin
sín. Þau hafa verið órjúfanleg
heild ásamt börnum þeirra og
dugleg að koma suður til að fagna
með okkur systkinum þegar svo
bar við. Við munum halda utan um
og verða samferða sonum hennar
og barnabörnum út lífið.
Þó erfitt sé að kveðja Kristínu
er auðvelt að snúa því upp í gleði
og þakklæti fyrir að hafa kynnst
henni og orðið samferða öll þessi
ár. Við trúum því að Kristín sé
komin á betri stað til að njóta sín.
Elsku Heiðar Már og Heimir
Daði, Sara, Aron Daði og Emilía
Diljá, við vottum ykkur okkar
innstu samúð.
Sigurður, Eva,
Ragnar og Linda.
Það var í september 1972 að
hópur unglinga alls staðar að af
landinu var mættur í Héraðsskól-
ann á Laugarvatni til að hefja
nám. Þessi vetur er eftirminnileg-
ur, við eignuðumst félaga og vini
sem ennþá eru til staðar.
Eftir þennan vetur, með Vest-
mannaeyjagosið í janúar 1973 sem
aldrei gleymist og gerði veturinn
ekki síður eftirminnilegan, héld-
um við hvert sína leið. Eignuð-
umst fjölskyldur og hið venjulega
líf hófst með ýmsu móti. Síðast-
liðin ár hefur hópurinn hist reglu-
lega einu sinni á ári þar sem við
höfum endurnýjað gömul kynni og
rifjað upp veturinn góða á Laug-
arvatni.
Í dag kveðjum við kæra skóla-
systur frá þessum vetri, Kristínu
Guðmundsdóttur, en í okkar
skólatíð var alltaf talað um Gunnu
og Stínu en þær voru herbergis-
félagar á Hlíð á heimavist Héraðs-
skólans á Laugarvatni, ævivin-
konur. Kristín var hæversk,
falleg, með mikla nærveru og út-
geislun. Það var gott að vera í ná-
vist hennar. Hún talaði af miklu
æðruleysi um veikindi sín þegar
hún var spurð. Það er mikill missir
að Kristínu úr hópnum og hennar
verður sárt saknað.
Við viljum votta fjölskyldu
Kristínar okkar dýpstu samúð og
elsku Gunna, hugur okkar er hjá
þér.
Sigurður H. Einarsson,
Barði Guðmundsson.