Morgunblaðið - 17.08.2018, Side 31

Morgunblaðið - 17.08.2018, Side 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018 hefur hafið starfsemi á vísinda- garðasvæðinu og verið er að reisa byggingu fyrir starfsemi CCP og sprotafyrirtæki. Ekki er að efa að Vísindagarðar eiga eftir að verða afar mikilvægir fyrir starfsemi skólans og atvinnulíf hérlendis. Stærsta verkefni sem Eiríkur tók að sér á framkvæmda- og tæknisviði var vafalítið að stýra byggingarnefnd fyrir hús Stofn- unar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum sem lokið var við í apríl 2017 og ber nafnið Veröld – hús Vigdísar. Á ýmsu gekk á byggingartíma eins og vænta má og mikið mæddi á Ei- ríki. Iðulega kom í ljós hversu rökfastur og ákveðinn Eiríkur gat verið án þess að því þyrfti að fylgja einhver hávaði. Það var ákaflega gott að leita til Eiríks þegar kom að skoðun á ýmsum valkostum varðandi hús- næði, skipulagsmál, lóðamál, og öðrum verkefnum á vegum fram- kvæmda- og tæknisviðs. Mikil greiningarhæfni, hreinskilni, yf- irvegun og trúnaður einkenndi ávallt aðkomu hans. Síðastliðinn vetur var ljóst að eitthvað var byrjað að hrjá Eirík. Smám saman dró líka úr þreki hans án þess að vitað væri hvað olli. Það var ekki fyrr en á vor- mánuðum sem ástæðan varð kunn og ljóst að ekki væri um lækningu að ræða. Eiríkur og fjölskylda tókust á við þessa stað- reynd af ótrúlegri yfirvegun, æðruleysi og styrk. Andlát Eiríks er enn óraun- verulegt í okkar huga. Það er svo stutt síðan við vorum að velta fyr- ir okkur ýmsum málum. Við er- um ákaflega þakklát fyrir að hafa átt hann sem góðan samstarfs- mann og vin öll þessi ár. Fjöl- skyldu Eiríks vottum við okkar dýpstu samúð. Guðmundur R. Jónsson og Sigurlaug I. Lövdahl. Námsárin í Madison rista djúpt. Jafnvel þótt við Arnór höf- um aðeins deilt einu ári með Addý og Eyja, síðasta ári þeirra og fyrsta ári okkar, hefur vin- skapurinn haldið í þrjátíu ár. Þau voru manna duglegust að mæta á mannfagnaði Hollvinafélags Wis- consinháskóla og Madisonborg- ar, frá fyrsta degi og hvar sem komið var saman var framlag Eyja alltaf léttleiki, glaðværð og jákvæðni. Þeir eiginleikar Eyja nutu sín ekki síður þegar fundum okkar bar saman síðari ár á vett- vangi Háskóla Íslands og Vigdís- arstofnunar, þar sem við bættust drifkraftur og útsjónarsemi. Samstarfssamningur milli há- skólanna tveggja, Wisconsinhá- skóla og Háskóla Íslands, var á meðal gleðiefna í því samhengi. Það var líka sérlega ánægjulegt að hitta þau hjónin nokkrum sinnum í Hannesarholti liðinn vetur, þegar þau tóku sér tíma til að njóta kvöldstundar og slaka á, með kaffitár í bolla. Nú orna ég mér líka við spjallið sem við Eyji við áttum í Perlunni í vor, á fal- lega staðnum þeirra Út í bláinn, sem mér finnst að hafi verið augnabliki áður en hann greind- ist með meinið sem sigraði hann að lokum. Það stafar kraftur og jákvæðni af minningu Eyja, hve- nær sem hugurinn leitar til hans. Elsku Addý og fjölskylda, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Samstaða ykk- ar og styrkur undanfarna mánuði í veikindum Eyja hefur huggað okkur hin og vakið ómælda að- dáun. Ragnheiður Jóna Jónsdóttir. Eiríkur Hilmarsson vinur okk- ar verður jarðsunginn í dag, en hann kvaddi þessa jarðvist 8. ágúst síðastliðinn eftir snarpa en harða baráttu við krabbamein í höfði. Við kynntumst þegar við vor- um í barnaskóla og höfum verið vinir síðan, í ríflega hálfa öld. Hann var hávaxinn og grannur miðað við jafnaldra alla tíð, og vel á sig kominn líkamlega. Hann var afar tryggur, umburðarlyndur og gagnkvæm virðing einkenndi samveruna. Hann tranaði sér ekki fram þar sem hann kom en var jafnan falin forysta sökum mannkosta og þægilegrar fram- komu við samferðamenn. Hann Eyji okkar var sérstak- ur á margan hátt þegar við vor- um unglingar, stundum svolítill grallari. Hann spekúleraði mikið í músík á unglingsárunum og naut þess. Tónlistarsmekkur hans var þá óhefðbundinn, en hann hlustaði á Gentle Giant, Uriah Heep og David Bowie. Hann gekk jafnan um á síðum svörtum leðurfrakka og var alltaf vel klæddur. Gunna, mamma hans, kímdi og hafði oft gaman af þegar hann var að klæða sig upp. Eyji hafði gaman af að læra stærðfræði og rökræddi mjög oft við kennarana um ólíklegustu málefni, sem höfðu sumir ekki þolinmæði fyrir spekúleringun- um. Hann valdi að fara í lang- skólanám og skilaði doktorsverk- efni sínu með mjög góðum árangri. Við höfum fyrir satt að hann hafi einmitt alltaf verið tilbúinn í rökræður við nemendur sína þegar hann gerðist kennari og eru margir þakklátir fyrir það. Hann var íhugull rökhyggjumað- ur og gerði flesta hluti að vand- lega athuguðu máli. Hann hafði yndi af íþróttum og stundaði inn- anhússknattspyrnu og golf af al- vöru eins og aðra hluti. Addý og Eyji byrjuðu saman á unglingsárunum og hafa verið af- ar samrýnd síðan. Þau eiga þrjú börn, tvö tengdabörn og tvö barnabörn. Þau hafa byggt upp stórt fyrirtæki af ráðdeild og fyr- irhyggju en Eyji hefur jafnhliða haft önnur störf að aðalstarfi. Fjölskyldan hefur verið afar samrýnd og haldið þétt saman í veikindum Eyja vinar okkar. Þau hafa tekist á við vandann saman af festu og raunsæi. Öll höfum við þroskast og lært mikið á undan- förnum vikum. Vinahópurinn er stór eins og vænta má hjá fólki sem ræktar vinskap við samferðamenn af mikilli tryggð eins og þau. Addý og Eyji hafa oft haft frumkvæði að gönguferðum Átthagafélags- ins ’58 og höfum við gengið Horn- strandir, Víknaslóðir, farið á Strandir, Sveinstinda, Skælinga, Jökulsárgljúfur og víðar. Hann og Addý hafa verið afar dugleg við að rækta vinskapinn og oft kallað í vinina með skömmum fyrirvara án sérstaks tilefnis. Það hefur verið okkur einkar dýr- mætt. Við sendum fjölskyldunni allri, okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. F.h. Átthagafélagsins ‘58, Þórður M. Kjartansson. Í dag kveðjum við æskufélaga minn hann Eyja í hinsta sinn. Leiðir okkar lágu fyrst saman vorið 1965 þegar við settumst við sama borðið í forskólanum í Keflavík og vorum að hefja náms- feril okkar. Hann bjó að vísu í öðru hverfi og ég átti í byrjun erf- itt með að muna hvað hann hét þennan stutta tíma sem forskól- inn var, en örlögin höguðu því þannig að síðar þetta sama sumar fluttu foreldrar mínir í sama hverfi og urðum við Eyi nágrann- ar og síðar og síðan afar nánir vinir. Við félagarnir áttum það sam- eiginlegt að taka fátt sem sjálf- gefið og vorum alltaf tilbúnir til þess að setja spurningarmerki við það sem við stóðum frammi fyrir, vildum kryfja málin til mergjar og skilja þau betur. Hef- ur þessi eiginleiki fylgt okkur síð- an og mótað verulega samskipti okkar og vinskap. Við fórum ólíkar leiðir í náms- vali okkar bæði á menntaskóla- árunum, þegar hann fór í fram- haldsskóla í Keflavík en ég á Bifröst í Borgarfirði, og síðar þegar hann fór í háskólanám í HÍ og síðar til Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum en ég til Kaup- mannahafnar, en alltaf var ótrú- lega stutt á milli okkar. Eyi lauk BA-prófi í uppeldisfræði við HÍ og í Madison lauk hann bæði meistaragráðu og doktorsgráðu í stjórnun skólakerfa. Var dokt- orsritgerð hans valin besta rit- gerð á þessu sviði í öllum Banda- ríkjunum. Þrátt fyrir þessa fjarlægð héldum við góðu sam- bandi á þess tíma mælikvarða með bréfaskriftum og komu þau Addý til okkar í Danmörku og við Ösp fórum til þeirra til BNA, sem bæði treysti vinaböndin og er hluti afar ljúfra og verðmætra minninga. Þegar heim kom var það einhvern veginn þannig að við vorum aldrei alveg heilir nema við værum í nánu sam- bandi. Ef við höfðum ekki tæki- færi til að hittast tókum við löng samtöl í síma til að kryfja málin til mergjar, eins og við höfum alltaf gert frá unglingsárunum. Þegar ég fer yfir þessa rúm- lega hálfu öld af samskiptum og samtölum er ég fyrst og fremst þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Eyja, þakklátur fyrir fé- lagsskapinn og þakklátur fyrir hans ótrúlegu hæfileika til að horfa óhlutbundið og gagnrýnið á atburði og viðfangsefni og setja fram skoðanir og álit sem hjálp- uðu manni við að glíma við erfið viðfangsefni. Við vorum ekkert alltaf sammála og fannst sumum vafalaust skrýtið að heyra okkur karpa, en það var okkar munaður að geta á grunni djúprar virðing- ar og vináttu tekið samtalið að- eins lengra og dýpra. Það er eng- in launung á því að hjarta manns fyllist söknuði þegar ég hugsa til þess að þurfa að aðlaga mig þeim veruleika að vera án hans leið- sagnar og félagsskapar en veit jafnframt að minning hans mun lifa með mér að eilífu. Elsku Addý, Andrea, Hafþór, Héðinn, Kristrún og Bergþóra, ég votta ykkur mína dýpstu sam- úð. Gylfi Arnbjörnsson. Eiríkur Hilmarsson var fram- kvæmdastjóri Vísindagarða Há- skóla Íslands frá árinu 2006 og var ráðinn sem lektor í hálfu starfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands árið 2011. Hann var vinsæll kennari meðal nem- enda og góður samstarfsmaður. Eiríkur stundaði margvíslegar rannsóknir en lagði einkum áherslu á hagfræði vinnuafls og nýsköpun. Eiríkur gegndi fjölmörgum stjórnunar- og trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands og var m.a. forstöðumaður Við- skiptafræðistofnunar, MBA- náms og BS-náms í viðskipta- fræði með vinnu. Fréttir af veikindum og and- láti Eiríks er samstarfsfólki hans þungbær en minning um góðan félaga lifir. Fyrir hönd Viðskiptafræði- deildar Háskóla Íslands þakka ég Eiríki Hilmarssyni farsæl störf og votta aðstandendum hans innilega samúð. Ingi Rúnar Eðvarðsson, forseti Viðskiptafræðideild- ar Háskóla Íslands. Eiríkur Hilmarsson lauk lífi sínu í þeim anda sem hann hafði lifað. Hann vissi að hverju dró og gekk til móts við örlögin af ein- stöku og eftirbreytniverðu æðru- leysi. Umvafinn elsku og um- hyggju sinna nánustu hélt hann tengslum allt til hinstu stundar við fjölskyldu, vini og félaga. Fylgdist náið með öllu sem þau tóku sér fyrir hendur, setti sig inn í viðfangsefni, lagði gott til málanna. Það var þessi áhugi og þessi ákefð að gera gott, sem ein- kenndi lífshlaup Eiríks og öll hans störf. Það var mikið lán fyrir mig sem rektor Háskóla Íslands að fá Eirík í það einvalalið sem var í forystu Vísindagarðanna. Verk- efnið miðaði að því að styrkja tengsl háskólasamfélagsins og þekkingardrifins atvinnulífs og var liður í stefnu skólans um að auka árangur í vísindum og kennslu og tengja við verðmæta- sköpun fyrir samfélagið. Eiríkur kom til verka með þekkingu á starfsháttum opinberra stofnana eftir farsælt starf hjá Hagstofu Íslands en jafnframt með ein- staka reynslu af nýsköpun og kraftmikilli uppbyggingu í at- vinnulífi. Eiríkur var frjór og hug- myndaríkur og þrátt fyrir ákaf- ann að koma hlutum í verk hafði hann lag á að hugsa til lengri tíma. Það sést þegar litið er til þeirra verka sem hann vann að á vettvangi Vísindagarðanna og víðar í háskólasamfélaginu. Eiríkur var mikilvirkur í þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Vatnsmýrinni og miðar að því að rækta frjótt samstarf at- vinnulífs og háskólasamfélags – vísindamanna, kennara og stúd- enta. Hann átti drjúgan þátt í að leiða þar til samstarfs fyrirtæki á borð við Alvotech og CCP og tryggja að unnt væri að byggja upp nýja stúdentagarða á lóðinni. Þá gegndi Eiríkur lykilhlutverki í byggingu Veraldarhúss Vigdísar við Suðurgötu. Í öllum þessum verkum gekk Eiríkur fram af festu og með langtímahagsmuni Háskóla Ís- lands í fyrirrúmi. Það er einstakt lán fyrir slíkar stofnanir að finna kraft til nýrra verka og endurnýj- unar í einstaklingum á borð við Eirík Hilmarsson. Hann var stöðugt að brjóta nýtt land í þágu skólans og leita nýrra leiða til að skólinn gagnaðist samfélaginu. En á sama tíma hafði hann góðan skilning og tilfinningu fyrir þeim mikilvægu gildum sem allt gott háskólastarf byggir á. Allir sem þekktu Eirík í lífi og starfi vissu hvílíkur gæfumaður hann var í sínu persónulega lífi. Það sást best á lokasprettinum. Aðalheiður og fjölskyldan öll, sem hann unni svo heitt, tók þétt utan um hann og tryggði að hann átti einstakar stundir. Þar komu saman fjölskylda og vinir, ekki til að syrgja heldur til að kveðja og gleðjast yfir og njóta þess ein- staka lífsanda sem Eiríkur bar með sér. Þar var Eiríkur, líkt og oft áður, í hlutverki gefandans en ekki þiggjandans. Þetta var hans lokaorusta. Í henni miðri var hann lífsglaður, uppfullur áhuga, spurði um allt sem var á döfinni, hvatti, örvaði og huggaði. Ég þakka Eiríki Hilmarssyni einstakt framlag, samfylgd, vin- áttu og stuðning. Ég votta Að- alheiði, börnum þeirra og öllum aðstandendum djúpa samúð. Kristín Ingólfsdóttir. Eiríkur Hilmarsson, sam- verkamaður og vinur minn og konu minnar til margra ára, er fallinn frá langt um aldur fram. Eiríkur kom til starfa á Hagstofu Íslands í febrúar 1995 sem skrif- stofustjóri og staðgengill hag- stofustjóra. Ráðning Eiríks fylgdi þeirri stefnu að ævinlega skyldi leitast við að fá sem hæf- asta einstaklinga til starfa og þá sem stæðu á sínu sviði talsvert framar en sá sem ákvað ráðn- inguna. Eiríkur var vissulega í þeim hópi, var kappsfullur og fylginn sér, úrræðagóður og kom oft auga á leiðir og lausnir sem öðrum voru ekki augljósar. Hann hafði mikinn faglegan metnað, bæði hvað varðaði eigin störf og starfsemi og orðspor Hagstof- unnar. Hann var glaðlyndur og góður félagi og raunar hugljúfi hvers manns sem kynntist hon- um. Eiríkur var ekki alltaf auð- veldur samstarfsmaður en til þess var heldur ekki ætlast. Hann gat verið hvatvís, farið fram úr sjálfum sér og öðrum á stundum, og lagt út í flóknari ferðalög í vinnunni en ráðlegt var. Ég óttaðist stundum að tímaskyni hans væri nokkuð áfátt. En þetta var hluti af honum sjálfum og það sem gerði hann mannlegan, krefjandi og skap- andi samverkamann. Sjálfir náð- um við mjög vel saman og hið sama gegndi um eiginkonur okk- ar. Okkur Þóru eru sérstaklega minnisstæð ferðalög tengd er- lendu samstarfi Hagstofunnar og hvað þau Eiríkur og Aðalheiður voru góðir og skemmtilegir ferðafélagar. Þessi félagskapur einkenndist af hlýju, glaðværð og gagnkvæmri virðingu. Ekki eru síður minnisstæðar ferðir með Hagstofufólki, sérstaklega sú þegar Eiríkur, við annan kefl- vískan vinnufélaga, leiddi sam- verkafólk sitt og maka vítt og breitt um urðir og fjörur Reykja- ness í leit að Hafnarbergi. Að vísu var niðaþoka en þeir farar- stjórar töldu að það ætti ekki að hamla för. Sprettur Eiríks á Hagstofunni entist í 12 ár. Þá vildi hann breyta til og taka nýj- an sprett á öðrum stað. Við skild- um sáttir, sáum hvor eftir hinum. Vináttan hélst og við héldum áfram að hittast. Ekki var það þó alls kostar auðvelt, til dæmis þeg- ar Eiríkur gat ekki mætt til funda sem hann hafði sjálfur boð- að. Eftirminnilegt þegar við vild- um eitt sinn ná í Guðrúnu Jóns, hádegisfélaga okkar, sem við höfðum þá ekki séð um hríð, til fundar á Fylgifiskum. Eiríkur réð tímanum, en þegar til kom gleymdi hann sér. Þetta var hluti af manngerðinni og ákafa hans, hann var einfaldlega kominn skrefinu lengra en hann hafði ætlað sér. Nú er þessum fundum sjálfhætt, báðir hádegis- félagarnir fallnir. Seinast reyndi ég að ná Eiríki í febrúar sl. á hefðbundinn fund nokkurra fé- laga sem tóku upp á því fyrir um aldarfjórðungi að hittast um jóla- leytið á Hagstofunni og síðar á heimili hagstofustjórans fyrrver- andi. En það var um seinan, Ei- ríkur sagði mér hvernig komið væri og hann treystist ekki til að mæta. Og fundurinn og hópurinn varð þeim mun fátækari. Það er mikil eftirsjá í Eiríki Hilmarssyni. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst honum, unn- ið með honum og átt hann að vini um langt skeið. Við Þóra sendum Addý og fjölskyldu þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Hallgrímur Snorrason. Vísindagarðar háskóla ganga út á að efla samstarf háskóla- starfsemi og atvinnulífs. Hug- myndafræðin um vísindagarða er tiltölulega ný hérlendis en hún er vel þekkt víða um heim þar sem stórir og öflugir vísindagarðar hafa risið við háskóla, t.d. í Norð- ur-Ameríku, Asíu og Evrópu. Vísindagarðar Háskóla Ís- lands höfðu verið á teikniborðinu frá því um síðustu aldamót en hjólin tóku fyrst að snúast fyrir alvöru þegar Eiríkur Hilmarsson var ráðinn fyrsti framkvæmda- stjóri þeirra árið 2006. Eiríkur gegndi því starfi til dánardags. Sem framkvæmdastjóri var Ei- ríkur vakinn og sofinn yfir upp- byggingu Vísindagarða Háskóla Íslands og sýn hans á starfsemi garðanna var alla tíð skýr. Draumurinn um garðana er nú að verða að veruleika, með dyggu starfi Eiríks og samstarfsfólks hans. Öflug nýsköpunarfyrirtæki hafa flutt starfsemi sína á lóð Vís- indagarða og fleiri munu fylgja fordæmi þeirra í nánu samstarfi við Háskóla Íslands á næstu ár- um. Þetta er ekki síst frábæru starfi Eiríks Hilmarssonar að þakka. Samhliða starfi sínu sem fram- kvæmdastjóri Vísindagarða var Eiríkur lektor við Viðskipta- fræðideild 2011-2018 og var hann vinsæll kennari á meðal grunn- og framhaldsnema. Hann stund- aði margvíslegar rannsóknir en lagði einkum áherslu á hagfræði vinnuafls. Eiríkur gegndi fjölmörgum stjórnunar- og trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands og var m.a. forstöðumaður Við- skiptafræðistofnunar, MBA- náms og BS-náms í viðskipta- fræði með vinnu og formaður byggingarnefndar nýjustu bygg- ingar Háskóla Íslands, Veraldar – húss Vigdísar, sem hann sinnti einstaklega vel. Hann starfaði að ýmsum verkefnum fyrir rektor. Mannkostir Eiríks voru miklir og það var einstaklega gott að vinna með honum. Hann var ávallt tilbúinn og viljugur að taka að sér verkefni sem tengdust skipulags- og byggingarmálum. Óhætt er að segja að Eiríkur hafi verið ötull og lausnamiðaður. Hann leiddi mál til niðurstöðu á farsælan hátt. Fyrir hönd Háskóla Íslands þakka ég Eiríki Hilmarssyni far- sæl störf í þágu skólans og votta aðstandendum hans innilega samúð. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Í dag kveðjum við kæran vin og hlaupafélaga, Eirík Hilmars- son, eða Eyja eins og hann var kallaður. Eyji og Addý komu saman og hófu æfingar með okk- ur í hlaupahóp Stjörnunnar fyrir nokkrum árum þegar þau hjónin fluttu í sitt fallega heimili í Garðabæ. Þau tóku þátt í þeim skemmtilegu viðburðum sem voru í boði hjá okkur og létu sitt ekki eftir liggja til að gera æfing- ar og samkomur enn skemmti- legri. Eyji tók þátt af fullum krafti í æfingum, hvort sem æft var fyrir stór hlaup eða hefð- bundið skemmtiskokk. Hann var léttur á hlaupunum og léttur í lund og það var stutt í grínið hjá honum. Hafði gaman af því að spjalla við alla og um allt milli himins og jarðar. Hann gaf af sér mikla gleði og jákvæðni inn í hlaupahópinn. Skemmst er að minnast hlaupaferðar hópsins og þátttöku í Þriggja landa hlaupinu í október á síðasta ári. Eyji studdi Addý sína jafnt á æfingum fyrir hlaupið sem og í hlaupinu sjálfu – meira segja hljóp hann skráður í hlaupið og án tímatöku en það skipti hann ekki öllu, því aðalmálið hjá honum var að hlaupa með Addý sinni. Það var heldur ekki komið að tómum kof- unum hjá þeim hjónum þegar árshátíð hlaupahópsins var hald- in á síðasta ári. Þar lögðu þau bæði fram krafta sína og þekk- ingu og skipulögðu hátíðina í glæsilegu veitingahúsi sínu í Perlunni. Það fór ekki á milli mála að Eyji og Addý voru sam- rýmd hjón og það geislaði af þeim inn í hlaupahópinn. Það var alltaf svo gaman að heyra Eyja tala um Addý því þá ljómaði hann af stolti og gaman var að koma inn á fal- legt heimili þeirra og fá auðvitað besta kaffið í bænum, vigtað upp á gramm hjá Eyja. Eyji var mikill fjölskyldumaður og greinilegt að hann og Addý stóðu mjög þétt með börnum sínum og barna- börnum sem áttu hug þeirra all- an. Það er þyngra en tárum taki að maður í blóma lífsins skuli verða tekin frá fjölskyldu og vin- um svo skjótt. En Eyji tók veik- indum sínum með miklu æðru- leysi og þau hjónin saman sýndu mikinn kjark sem var aðdáunar- vert en í senn fallegt. Þau nýttu sannarlega hverja stund sem gafst til að njóta lífsins og augna- bliksins. Við í Hlaupahópi Stjörnunnar erum öll afar þakklát fyrir að hafa kynnst honum Eyja og að hafa fengið tækifæri til að vera samferða honum. Öll erum við þakklát fyrir þau forréttindi að hafa átt með honum allar þessar góðu stundir á hlaupum um göt- um bæjarins, á inniæfingum, á ferðalögum og í selskap hópsins. Elsku Addý, við í hlaupahópn- um sendum þér og fjölskyldu þinni okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Minningin um góðan mann mun alltaf lifa með okkur innan HHS sem og utan. Fyrir hönd Hlaupahóps Stjörnunnar, Agnar Jón.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.