Morgunblaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.08.2018, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 2018 94% ökumanna finnst þeir öruggari með EyeSight tækni Þú fyllist hugarró þegar þú veist að bíllinn þinn skerst í leik og aðstoðar þig við að koma í veg fyrir árekstur. Varar þig við þegar aðvífandi ökutæki er á blinda punktinum. Og gerir þér kleift að leggja bílnum áreynslulaust í þröngt stæði með aðstoð myndavélar sem sýnir nálægð við gangstéttarbrún. Slakaðu á. EyeSight er staðalbúnaður í Subaru Forester LUX, bensín. Subaru Forester Premium, sjálfskiptur. Verð frá: 4.990.000 kr. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 E N N E M M / S ÍA / N M 8 9 3 2 8 BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Fram kemur í svari Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, við fyrirspurn Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur um eignarhald á herstöðvarrústunum á Straumnesfjalli í Hornstrandafrið- landi, að fasteignirnar á Straum- nesfjalli séu ekki skráðar í fast- eignaskrá og því sé „eignarhald þeirra ekki alveg ljóst“. „Á Straumnesfjalli var frá árinu 1957 starfrækt ratsjárstöð á vegum varnarliðsins, en hún var yfirgefin árið 1961. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu yfirtók Sölunefnd varnarliðseigna allar eignir varnarliðsins á Straumnes- fjalli í lok árs 1962. Sölunefnd varnarliðseigna sá um yfirborðs- hreinsun á svæðinu eins og kostur var... Í kringum 1970 var leigu- samningum við landeigendur sagt upp af ríkisins hálfu en samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun voru einhver hús, jafnvel öll, seld til einkaaðila sem nýtti eitthvað úr þeim.... Samkvæmt minnisblaði til um- hverfisráðherra frá umhverfis- málanefnd Heiðarfjalls og Straum- nesfjalls hinn 19. júlí 1991 voru eigendur Straumnesfjalls á þeim tíma einkaaðilar sem einnig voru eigendur jarðanna Látra og Reka- víkur. Þó segir starfsmaður varnar- málaskrifstofu utanríkisráðuneytis- ins í grein í Morgunblaðinu 25. júlí sama ár að íslensk stjórnvöld hafi yfirtekið þessar eignir á sínum tíma og þá hafi þau tekið á sig ábyrgð- ina á þeim. Lengst af frá því að varnarliðið yfirgaf Straumnesfjall hafi mannvirkin verið í vörslu ís- lenskra stjórnvalda. Í svari utan- ríkisráðherra, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar þingmanns á 135. löggjafarþingi kemur fram að mannvirkin séu ekki á ábyrgð utanríkisráðuneytisins því að ráðu- neytið hafi afhent þau einkaað- ilum,“ segir m.a. í svari ráðherra við fyrirspurn þingmannsins. Lilja Rafney spurði ráðherrann einnig hvort gerðar hefðu verið rannsóknir á því hvort jarðvegs- eða grunnvatnsmengun hefði hlotist af herstöðinni sem starfrækt var á Straumnesfjalli og kemur fram í svari hans að slíkar rannsóknir hafi ekki farið fram á vegum hins op- inbera. Í hreinsuninni sumarið 1991 hafi allt lauslegt drasl á fjallinu annaðhvort verið urðað, flutt á brott eða brennt. Öll spilliefni hafi verið hreinsuð af fjallinu og hafi þar sérstaklega verið horft til blýs, rafgeyma og þess háttar úrgangs. Þá kemur fram í svari ráðherra að í ljósi sögu mannvirkja á Straumnesfjalli í Hornstrandafrið- landi telji ráðherra ástæðu til þess að kostnaður og þörf á nauðsyn- legum aðgerðum til þess að stemma stigu við slysahættu og að mengun á svæðinu verði endur- metin. Eignarhald ekki alveg ljóst  Umhverfisráðherra segir í svari sínu við fyrirspurn Lilju Rafneyjar Magnús- dóttur að fasteignirnar á Straumnesfjalli séu ekki skráðar í fasteignaskrá Ljósmynd/www.mats.is Straumnesfjall Umhverfis- og auðlindaráðherra segir í svari sínu að eignarhald á húsarústunum sé ekki alveg ljóst. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, segir að hún hafi bor- ið upp fyrir- spurn sína til ráðherra til þess að fá botn í um- ræðuna um það hvort ekki væri eitthvað sem þyrfti að ganga betur frá á Straumsvíkurfjalli. „Ég tel það nauðsynlegt að vel sé skilið við þetta svæði og vil þess vegna að það sé skoðað betur hvort hið opin- bera þarf ekki að hafa ein- hverja aðkomu að hreinsun og frágangi á fjallinu,“ sagði Lilja Rafney. Hún segir að vitað sé að ýmislegt hafi á sínum tíma verið urðað eða grafið í jörðu, eins og spilliefni, þegar hreinsað var til á fjallinu. „Við vitum að þarna var ýmislegt grafið í jörðu fyrir hartnær 30 árum, sem aldrei yrði leyft að grafa í jörð í dag,“ sagði Lilja Rafney, og vísaði m.a. til þess hvernig Suðurnesjamenn hefðu víða á Suðurnesjum bætt frágang og tekið til á ýmsum sviðum á undanförnum árum. Vel verði skilið við svæðið LILJA RAFNEY MAGNÚSDÓTTIR Lilja Rafney Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.