Morgunblaðið - 25.08.2018, Síða 1
L A U G A R D A G U R 2 5. Á G Ú S T 2 0 1 8
Stofnað 1913 199. tölublað 106. árgangur
VAR DRULLU-
SOKKUR
NÚMER EITT FRELSISROKK Á HÚRRA
FULLVELDISAFMÆLIÐ ER TILEFNIÐ 45TRYGGVI BEIKON 12
Morgunblaðið/Eggert
Rigning Kylfingar hafa margir hverjir
þurft að þola mikla vætutíð í sumar.
Á suðvesturhorni landsins hafa
minni golfklúbbar utan höfuðborg-
arsvæðisins staðið í þungum rekstri í
sumar. Þessi klúbbar reiða sig á sölu
vallargjalda sem hefur dregist sam-
an um allt að 30%. Búast má við því
að rekstur margra þeirra verði
röngum megin við núllið. Slæmt
sumar hefur aftur á móti haft lítil
sem engin áhrif á rekstur stærri
klúbba á höfuðborgarsvæðinu. Þar
eru félagsmenn margir og sala á
vallargjöldum einungis afar lítill
hluti af heildarrekstrartekjum. »22
Minni golfklúbbar
grátt leiknir af
slæmu sumri
„Landið er jafnvel dýrara en þú
hafðir ímyndað þér,“ fullyrðir
blaðamaður USA Today í nýlegri
umfjöllun fjölmiðilsins þar sem
ferðamönnum voru lagðar línurnar
um ferðalag til Íslands. Þrátt fyrir
fjöldann allan af lofsamlegum
greinum um Ísland síðasta árið er
umræðan um hátt verðlag á land-
inu orðin mikil erlendis, bæði í
skrifum fjölmiðla og á samfélags-
miðlum. Á vinsælustu ferðasíðum
heims, svo sem Tripadvisor.com,
skiptast ferðamenn á góðum ráð-
um um hvernig komast má í gegn-
um Íslandsferð án þess að fjár-
hagurinn fari úr skorðum og er
það fyrst og fremst fæðiskostn-
aður sem ferðamönnunum blöskr-
ar. Þar skrifa margir um sjokk
sem þeir fá á veitingastöðunum;
einn segir sér hafa brugðið við
27.000 króna reikning fyrir hefð-
bundna máltíð fyrir tvo fullorðna
og tvö börn.
Þá eru ferðamenn hvattir til að
nýta sér þau þrjú kíló af soðinni
og unninni matvöru sem má taka
með sér til Íslands. Um þetta og
hvaða náttúruperlum ferðamenn
hvetja hver annan til að missa
ekki af er fjallað í Sunnudagsblaði
Morgunblaðsins. Af mest sóttu
ferðamannastöðum Íslands fær
Jökulsárlón bestu umsögnina á
Tripadvisor.com en Þingvellir að-
eins lakari umsögn sem og Bláa
lónið. julia@mbl.is
Dýrara en þú hélst
Aldrei jafnmikið skrifað um Ísland sem dýrt ferðamanna-
land Ferðamenn kunna best að meta Jökulsárlón
Morgunblaðið/Ómar
Dýrtíð Verðlagið er í brennidepli í
umfjöllun erlendis um Íslandsferðir.
Nokkrir smábátar voru á makrílveiðum rétt við
höfnina í Keflavík í gær og var mokveiði í gær-
morgun en rólegra er leið á daginn. Þegar tal-
að var við Gylfa Bergmann hafnarstarfsmann
um miðjan dag í gær var verið að landa úr
þremur bátum og þrír biðu löndunar.
„Þeir hafa síðustu daga verið að fiska vel frá
höfninni út fyrir Helguvík og Leiru og út undir
Garðskagaflös. Í fyrradag sá maður alls staðar
vaðandi makríl,“ sagði Gylfi en um 20 bátar
hafa landað í Keflavík. Makrílafli smábáta var í
gær kominn yfir 2.000 tonn samtals og hafa 38
bátar landað afla, en kvóta var úthlutað til 180
báta.
Herja ST er aflahæst minni báta á vertíðinni
með yfir 136 tonn, en sex bátar voru í gær
komnir með yfir 100 tonn. Ingvar Þór Péturs-
son, skipstjóri á Herju frá Hólmavík, segir að
vertíðin hafi gengið misjafnlega og makríllinn
sé dyntóttur. Þeir hafi mest verið að veiðum
innst í Steingrímsfirði ásamt 2-3 öðrum bátum.
Mikið æti og mikið líf sé í firðinum; fiskur, fugl
og hvalur. Aflinn er fluttur um Þröskulda í
Búðardal þar sem hann er frystur.
Bátum sem róa frá Ólafsvík hefur gengið vel
á makrílnum eins og á hinum svæðunum. Björn
Arnaldsson, hafnarstjóri í Snæfellsbæ, segir að
um tugur báta hafi landað makríl í Ólafsvík.
Þeir aflahæstu hafi náð að landa tvisvar á dag,
allt að 20 tonnum. aij@mbl.is
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Mokveiði á makríl rétt utan við höfnina
Á makríl Stutt var á miðin fyrir smábáta, sem voru á veiðum rétt utan við höfnina í Keflavík í gær. Íbúar í stórhýsunum við Pósthússtræti gátu fylgst með.
Þórdís Kol-
brún R. Gylfa-
dóttir ferða-
mála-, iðnaðar-
og nýsköp-
unarráðherra
hefur ákveðið að
leggja af verk-
efnið Átak til at-
vinnusköpunar
sem styrkt hefur
nýsköpunarverk-
efni og atvinnuskapandi framtak
frá árinu 1996. Þórdís greinir frá
þessu í pistli í Sunnudagsmogg-
anum og segir atvinnuumhverfi
gjörbreytt og verkefnið skarast á
við Tækniþróunarsjóð. Fénu sé bet-
ur varið til annarra verkefna.
Styrkfé verði varið
með öðrum hætti
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir
Halldór Þorgeirs-
son lét af störfum
sem forstöðumað-
ur loftslagssamn-
ings Sameinuðu
þjóðanna í lok
júlí. Hann er nú
að koma sér fyrir
á Íslandi eftir
langa búsetu í
Bonn. Óvenju-
heitt var í Bonn
þegar Morgunblaðið tók hann þar
tali í byrjun mánaðarins.
Halldór segir áhrifin af núverandi
losun gróðurhúsalofttegunda eiga
eftir að koma fram að fullu.
„Við þurfum að ná því marki að
heimslosunin hætti að aukast og fari
að minnka. Heimslosunin er enn að
aukast. Við þurfum að draga hratt úr
henni vegna þess að afleiðingar veð-
urfarsbreytinga ráðast mikið af því
hversu langan tíma það tekur að
draga úr losuninni. Gróðurhúsaloft-
tegundir eru enda svo áratugum
skiptir í andrúmsloftinu.“
Var aðeins upphafsskrefið
„Þegar horft er á Parísarsam-
komulagið í heild sinni þá er enn á
brattann að sækja. Við höfum misst
mikinn tíma. Framlögin sem þjóð-
irnar lögðu fram áður en Parísar-
samkomulagið náðist voru aðeins
upphafsskrefið. Það þarf mun meira
til. Þær aðgerðir sem þegar eru
komnar í gang lofa góðu. Það er
margt sem er að takast vel. Þetta
þarf hins vegar að gerast miklu
hraðar,“ segir Halldór um þessa
áskorun. »20
Hlýnunin á eftir
að koma fram
Halldór
Þorgeirsson