Morgunblaðið - 25.08.2018, Page 4

Morgunblaðið - 25.08.2018, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2018 Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is „Það hefur frekar dregið úr aðsókn hjá okkur, almennt séð,“ segir Guð- rún Helga Stefánsdóttir, kynningar- og markaðsstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkurborgar spurð um að- sókn ferðamanna á sýningarstaði safnsins í sumar. Sýningarstaðir Borgarsögusafnsins eru í Árbæjar- safni, Landnámssýningunni í Aðal- stræti, Ljósmyndasafni Reykjavík- ur, Sjóminjasafni Reykjavíkur og í Viðey. Þá hófust sögusýningar í hús- inu við Aðalstræti 10 fyrir nokkru síðan. „Við gerum ráð fyrir því að það sé annars vegar vegna breyttrar hegð- unar ferðamanna, þeir dvelji skemur og leyfi sér ef til vill minna vegna þess að krónan hefur verið það sterk. Hitt atriðið er að samkeppnin er meiri, framboðið af afþreyingu fyrir ferðamenn er sífellt að aukast,“ segir Guðrún, spurð um hverjar hún telji vera ástæðurnar fyrir minni aðsókn en undanfarin ár. Sýnileiki safnsins á netinu hefur verið aukinn til þess að nálgast ferðamenn betur og þá segir Guðrún að huga þurfi að því að bjóða upp á efni á fleiri tungumálum, t.d. kín- versku. „Enskan hefur dugað ágæt- lega til þess að ná til ferðamanna en ég held að við verðum að fara að huga að því hvernig við nálgumst ferðamenn frá Asíu betur.“ Gífurleg aðsókn í Hörpu Markaðsstjóri Hörpu, Edda H. Austmann Harðardóttir, segir að verið sé að taka saman aðsóknartöl- ur sumarsins. Hún segir þó að að- sóknin í Hörpu sé alltaf mjög mikil. „Auk þess er almenn ánægja með að- gengi. Við vorum með gjaldtöku á salerni yfir hásumarið, sem ríkti sátt með og aðkoma var alltaf hrein og falleg,“ segir Edda í samtali við Morgunblaðið. Hún segir að fram- boð viðburða hafi breyst. „Við erum að læra meira um eftirspurnina, al- gengt er að ferðamenn vilji sækja hádegistónleika eða koma á viðburði í lok dagsferða. Við reynum að bjóða upp á dagskrá á mismunandi tímum dags,“ segir Edda. Þúsundir daglega í heimsókn „Það er mikill straumur, mikið af hópum frá skemmtiferðaskipum kemur á útsýnispallinn. Við erum að taka á móti 2-3 þúsund manns, að meðaltali, á dag inn í húsið,“ segir Eva Björnsdóttir, sölustjóri Perl- unnar, spurð um aðsókn á safnið í húsinu og aðra aðstöðu í Perlunni í sumar. Þá segir Eva að gjaldtaka á útsýn- ispall Perlunnar hafi ekki haft mikil áhrif. „Einhver fyrirtæki hættu að koma en þau voru ekki mörg, teljast á fingrum annarrar handar. Íslend- ingunum finnst þetta svolítið erfitt en margir hverjir skilja þetta. Flest- allir labba mjög sáttir út,“ segir Eva. Þar sem aðgangur að útsýnispallin- um er innifalinn í t.a.m. miða á safnið gera flestir gestir sér ferð þangað. Gestum Borgarsögusafnsins fækkar Morgunblaðið/RAX Ferðamannastaðir Landnámssetrið á Aðalstræti er vinsæll viðkomustaður fyrir ferðamenn. Setrið er einn af sýningarstöðum Borgarsögusafnsins.  Dregið úr aðsókn á sýningarstaði Borgarsögusafns Reykjavíkurborgar  Meiri samkeppni hefur áhrif  Breytt ferðamannahegðun  Ánægja með sumarið í Hörpu  Ferðamenn streyma í Perluna Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 Sími 577 1313 kistufell.com TANGARHÖFÐA 13 VÉLAVERKSTÆÐIÐ Allar almennar bílaviðgerðir Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Tjaldbúinn er fjögurra ára lundi sem heitir Karen, og hún kann sko sannarlega að meta tjaldið, hún fór ekki út úr því í allan dag,“ segir Guð- rún Ósk Jóhannesdóttir, starfs- maður Sæheima í Vestmannaeyjum, í samtali við Morgunblaðið, en Sæ- heimar birtu á facebook-síðu sinni í gær mynd af lunda sem hafði það notalegt inni í litlu og loðnu tjaldi . Önnur nýlunda í Sæheimum er að þrjár lundapysjur komu í vigtun í gær, en að sögn Guðrúnar Óskar vissu þau af einni til viðbótar sem ekki kom í vigtun og að lokum hafa nokkrar til viðbótar sést úti á sjó. Lundinn sem fór í sjúkraþjálfun „Karen er búin að vera hjá okkur frá því að hún var pysja. Hún hafði meiðst á fæti þegar hún festi hann og gat hvorki synt né gengið og lá bara á maganum. Pysjan var skírð eftir bjargvætti sínum, sem heitir Karen og er dýralæknir, en hún tók hana í sjúkraþjálfun þannig að hún styrktist í fætinum og getur orðið gengið og synt, en þreytist fljótt,“ segir Guðrún Ósk. Yfirmaðurinn á safninu hafi farið til Reykjavíkur og keypt tjaldið, sem var sett uppi á skrifstofu Sæheima, en þar heldur Karen til. „Við höfum ekki verið að sýna hana mikið á safninu, hún er svolítið feimin, þannig að hún heldur til hjá okkur á skrifstofunni,“ segir Guðrún Ósk. Spurð hvers vegna Karen sé svona grá í framan segir hún að það sé vetrarbúningur lundans, en hafði ekki skýringu á því hversvegna Kar- en væri í vetrarlit í ágúst, ef til vill væri tíðarfarinu sunnanlands í sum- ar um að kenna. Lundinn Karen flutti inn í lítið tjald  Sæheimar vigtuðu þrjár pysjur í gær Ljósmynd/Sæheimar Notalegt Feimni lundinn Karen kunni vel við sig í nýja tjaldinu. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Sigríður Á. Andersen dómsmálaráð- herra segir að stöðugildum lög- reglumanna á landinu fjölgi á næsta ári um 45 til 50. Hún fagnar því að fjárframlög til löggæslumála muni aukast um 1,5 milljarða króna á næsta ári og verði samtals 16,6 milljarðar króna, samkvæmt fjár- lagafrumvarpi fjármálaráðherra fyrir árið 2019. „Það verða á milli 45 og 50 ný stöðugildi hjá lögreglunni til á næsta ári. Sum þeirra verða eyrnamerkt sér- staklega, eins og fjölgun stöðu- gilda við landa- mæravörslu. En auðvitað verður einnig haldið áfram að bregðast við þörfinni vegna fjölda ferðamanna,“ sagði Sigríður í samtali við Morg- unblaðið í gær. „Ég er í ágætu sambandi við lög- regluembættin í landinu og hef heimsótt þau flest. Það er ýmislegt sem menn benda á, af ýmsum toga. Þeir benda á að endurnýja þurfi ýmsan búnað lögreglunnar, endur- nýja og bæta bílakost, auk þess sem sums staðar er rætt um þörfina á að fá fleiri menn á vaktir,“ sagði Sigríð- ur. Mikil áhersla á nýliðun Hún segir að ekki hafi öll lög- regluembættin úti á landi getað mannað stöður þótt fjárheimildir hafi verið fyrir hendi og það sé mikið áhyggjuefni. „Við leggjum mikla áherslu á að nýliðun útskrifaðra menntaðra lögreglumanna standi undir þörfinni til framtíðar og höf- um á þessu ári ráðist í sérstakt átak í þeim efnum,“ sagði ráðherra. Ráðherra fagnar sérstaklega auknum fjárframlögum til lög- gæslumála á næsta ári, sem verði aukning um 1,5 milljarða króna og útgjöldin fari því úr 15,1 milljarði króna á þessu ári í 16,6 milljarða á því næsta. „Þess mun auðvitað sjá stað í störfum lögreglunnar þegar framlög til hennar eru aukin um 1,5 milljarða króna á milli ára. Fyrir löngu er tímabært að endurnýja ýmsan búnað lögreglunnar, sem set- ið hefur á hakanum eftir hrunið. Allt lýtur þetta auðvitað að því að búa betur að lögreglumönnum,“ sagði dómsmálaráðherra. Umræðan á villigötum? Sigríður kveðst telja að umræðan sem stundum hefur komið upp, um að það sé niðurskurður í fjárfram- lögum til lögreglunnar, sé ekki alveg í samræmi við raunveruleikann. Dómsmálaráðuneytið birti í fyrra- dag súlurit sem sýnir fjárframlög til löggæslumála á Íslandi frá 2007 til ársins í ár og eins hver framlögin verða á næsta ári, samkvæmt fjár- lagafrumvarpi fjármálaráðherra (sjá súlurit). „Hvert lögregluemb- ætti forgangsraðar hjá sér, sam- kvæmt því mati sem þar er talið rétt- ast. Verkefni breytast auðvitað líka og eru mismunandi eftir stöðum og jafnvel innan ársins,“ sagði sigríður. Sigríður rifjar upp að Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hafi ný- verið bent á að lögreglustarfið og þjónusta lögreglu við almenning hafi breyst mikið. „Kröfurnar hafa breyst og nú er gerð krafa um alls konar löggæslu, sem við áttum alls ekki að venjast hér á árum áður. Auðvitað er sýni- leiki lögreglu á götunni enn mjög mikilvægur, en kröfurnar um sýni- leikann hafa verið að breytast að undanförnu. Við leggjum meira upp úr vel búnum lögreglubílum nú en áður og fjölgun lögreglubíla,“ sagði Sigríður. „Aðalatriðið er það að heildar- útgjöld til löggæslumála eru að aukast og hafa verið að aukast, eftir hinn mikla niðurskurð sem varð á ár- unum 2009 til 2013,“ sagði Sigríður Andersen dómsmálaráðherra að lok- um. Lögreglumönnum fjölgi um 50 á næsta ári  Fjárframlög til löggæslu aukast um 1,5 milljarða 2019 Heildarútgjöld til löggæslumála Milljarðar króna á verðlagi ársins 2018 Heimild: Dómsmálaráðuneytið 16 12 8 4 0 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 13,1 12,6 11,3 10,7 11,1 10,8 11,2 11,8 12,6 13,5 14,5 15,1 16,6 Samkvæmt ríkisreikningi Samkvæmt fjárlögum Samkvæmt fjárlagafrumvarpi Sigríður Á. Andersen Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Lögregla Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að heildarútgjöld til löggæslumála hafi verið að aukast eftir niðurskurð á árunum 2009 -’13.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.