Morgunblaðið - 25.08.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.08.2018, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2018 Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, tapaði í gær formannssæti ástralska Frjálslynda flokksins og þar með forsætisráðherraembættinu. Í stað hans er Scott Morrison, fyrr- verandi fjármálaráðherra í ríkis- stjórn Turnbull, tekinn við forsætis- ráðuneytinu. Morrison er meðal annars heilinn á bak við flóttamannastefnu Ástralíu, en í samræmi við hana hafa þúsundir hælisleitenda verið fluttar í ríkis- reknar flóttamannabúðir á Papúa Nýju-Gíneu og Nárú. Stöðug valdabarátta Turnbull tók ekki þátt í leiðtoga- kjörinu sem haldið var í gær eftir að andstæðingar hans afhentu honum tilsettan fjölda undirskrifta til að bola honum úr formannsembættinu. Hann hafði unnið slíkt leiðtogakjör með naumindum gegn Peter Dutton, aðeins fáeinum dögum fyrr. Baráttan um formannsembættið var því milli Duttons og Morrisons, sem vann nauman sigur í seinni umferð kosn- inganna með 53% atkvæða. Turnbull er frjálslyndur í sam- félagsmálum og miðjumaður sem hefur sætt harðri gagnrýni af hálfu íhaldsvængs flokksins, sem kennir honum um dalandi gengi flokksins í skoðanakönnunum og ósigra í auka- kosningum. Fyrr í mánuðinum sauð upp úr hjá þeim íhaldsmönnum sem hafa verið óánægðir með Turnbull þegar hann hugðist setja ný lög um takmarkanir á losun gróðurhúsaloft- tegunda sem andstæðingar hans töldu að myndu hafa slæm áhrif á ástralska efnahaginn. Turnbull dró frumvarpið til baka en tókst þó ekki að sefa flokkssystkini sín. Hann hafði sagst ætla að hætta á þingi ef honum yrði bolað úr embætti. Verði af því gæti það leitt til falls allr- ar ríkisstjórnarinnar, sem hefur að- eins eins manns meirihluta á ástr- alska þinginu. Flokksuppreisnir á borð við þessa eru nokkuð algengar í áströlskum stjórnmálum. Turnbull komst sjálfur til valda í svipaðri uppreisn gegn for- vera sínum, harðlínuíhaldsmanninum Tony Abbott, árið 2015. Morrison er fjórði forsætisráðherra landsins á fimm árum og síðustu fjórir forverar hans (Turnbull, Abbott, Kevin Rudd og Julia Gillard) misstu öll stuðning flokksmanna sinna á þennan hátt. Turnbull velt úr sessi  Scott Morrison er fjórði forsætisráðherrann í Ástralíu á fimm árum  Uppreisn íhaldsmanna gegn frjálslynda miðjumanninum Malcolm Turnbull AFP Ástralar Scott Morrison (til vinstri), nýr forsætisráðherra Ástralíu, tekur í hönd Peters Cosgrove, landstjóra Ástralíu, eftir að hafa svarið embættiseið. Fjórir létust og 20 særðust í Finnlandi í gær þegar rúta rakst á fimm bíla, steyptist af brú og skall á lestar- teina fyrir neðan. Slysið gerðist í bænum Kuopio í miðhluta Finn- lands. Bílstjórinn komst lífs af og greindi lögreglunni frá því að bremsan hefði bilað og hann þannig misst stjórn á rútunni. Þrír farþeganna létust á staðnum og einn til viðbótar á meðan verið var að flytja hina særðu á háskóla- sjúkrahús Kuopio. Samkvæmt finnska fréttamiðl- inum Yle voru farþegar rútunnar um 20 talsins og voru þeir flestir finnsk- ir lífeyrisþegar búsettir í Svíþjóð. Rútan var á leiðinni til Rauhalahti- hótelsins. Sauli Niinistö,forseti Finnlands, og Juha Sipilä forsætisráðherra vottuðu ættingjum hinna látnu sam- úð sína. Fjórir látn- ir í slysi í Finnlandi  Rúta keyrði fram af brú í Kuopio Slys ́Brúin sem rútan ók fram af. Stjórnlagadóm- stóll Simbabve hefur staðfest lögmæti forseta- kosninganna sem haldnar voru í lok júlí og sigur Em- mersons Mnan- gagwa forseta. Allir níu dóm- ararnir komust að þeirri niður- stöðu að Nelson Chamisa, frambjóðanda stjórn- arandstöðunnar í kosningunum, hefði ekki tekist að sanna að Mnan- gagwa hefði haft rangt við. Forset- inn kallaði eftir sátt á Twitter-síðu sinni eftir að dómurinn var kveðinn upp: „Nelson Chamisa, dyr mínar eru opnar og faðmur minn opinn, við erum ein þjóð og við verðum að láta þjóðina ganga fyrir. Leggjum nú öll deilumál okkar til hliðar.“ Kosningarnar fóru friðsamlega fram en ofbeldi braust út eftir að þeim lauk og lögreglan felldi sex í mótmælum þegar tilkynning um úr- slit dróst á langinn. Staðfesta kosningu Mnangagwa Emmerson Mnangagwa Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Ríkisstjórn Spánar samþykkti í gær tilskipun þess efnis að líkamsleifar einræðisherrans Franciscos Francos yrðu grafnar upp og fjarlægðar úr grafhýsinu sem stendur honum til heiðurs í Dal hinna föllnu, fimmtíu kílómetra frá Madríd. „Við erum að fagna fjörutíu árum lýðræðis á Spáni; stöðugri og þrosk- aðri stjórnarskrárbundinni reglusemi ... og þetta samræmist því ekki að halda uppi grafarminnismerki þar sem við vegsömum enn Franco,“ sagði varaforsætisráðherrann, Car- men Calvo, á blaðamannafundi eftir að tilskipunin var samþykkt á ríkis- stjórnarfundi. „Sem staðfast evrópskt lýðræð- isríki getur Spánn ekki leyft tákn- merki sem sundra Spánverjum,“ sagði Pedro Sánchez forsætisráð- herra um málið. Hann hefur gert það að forgangsmáli að fjarlægja líkams- leifar Francos úr Dal hinna föllnu síð- an hann komst til valda og vill að minnismerkinu þar verði breytt í stað „sáttar og minninga“. Hefur hann jafnframt lagt áherslu á að „óhugs- andi“ væri fyrir önnur fyrrverandi einræðisríki í Evrópu að halda uppi fasískum minnismerkjum. Þingið á eftir að staðfesta tilskipun ríkisstjórnarinnar en búist er við því að hún hljóti samþykki. Tilskipunin nýtur stuðnings Sósíalistaflokks Sánchez, vinstriflokksins Podemos og basknesku og katalónsku þjóðern- isflokkanna. Andstæðingar frum- varpsins telja ríkisstjórnina vera að „opna gömul sár“ með því að grafa upp líkið. Bein Francos fjarlægð  Ríkisstjórn Spánar samþykkir tilskipun um að fjarlægja líkamsleifar Franciscos Francos úr grafarminnismerki AFP Spánn Grafarminnismerki Francos í Dal hinna föllnu, stutt frá Madríd. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Luigi Di Maio, ráðherra efnahags- mála og aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu, hefur hótað því að minnka fjárframlög Ítalíu í sjóði Evrópu- sambandsins ef það fellst ekki á að taka við 150 flóttamönnum sem eru í skipi undan ströndum Ítalíu og hafa ekki fengið að koma í land. Flóttamennirnir, sem flestir eru frá Erítreu, hafa beðið um borð í skipinu Diciotti í fimm daga við höfn borgarinnar Cataniu í sikil- eyska héraðinu Agrigento. Skipið bjargaði flóttamönnunum úr báti sem var á reki á Miðjarðarhafinu fyrir tíu dögum en Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, segir að fólkið fái ekki að stíga á land fyrr en önnur lönd Evrópusambandsins fallist á að taka við því. Fólkið í mótmælasvelti Þar sem flóttafólkinu er haldið um borð í skipinu á ábyrgð ítölsku ríkisstjórnarinnar hefur málið vak- ið deilur um hvort Salvini hafi með ákvörðun sinni í raun handtekið fólkið og hneppt það í varðhald án dóms og laga. Davide Faraibe, lög- fræðingur úr ítalska Demókrata- flokknum sem er í stjórnarand- stöðu, hefur farið um borð í skipið og segir að flóttafólkið hafi nú haf- ið mótmælasvelti. Ríkissaksóknari Agrigento-hér- aðs, Luigi Patronaggio, hefur einnig farið um borð og hóf í gær rannsókn á því hvort flóttafólkinu væri haldið föngnu á ólöglegan hátt. Salvini sagði það vera starf sitt að vernda landamæri Ítalíu. „Ef einhverjir eru að hugsa um að handtaka mig eru þeir á villigötum því ítalska þjóðin biður um að haldið sé uppi lögum og reglu og höfð sé stjórn á innflutningi fólks,“ sagði Salvini. Salvini er formaður Norður- bandalagsins, hægriflokks sem sit- ur nú í ríkisstjórn Ítalíu ásamt Fimmstjörnuhreyfingunni. Di Maio, formaður Fimmstjörnu- hreyfingarinnar, skrifaði á Facebook-síðu sinni um málið á fimmtudaginn var að Ítalir hefðu séð á síðustu mánuðum hverju það skilaði að sýna Evrópusambandinu linku og hverju það skilaði að ganga hart fram. „Ef ekkert kemur út úr fundi framkvæmdastjórnar ESB á morgun [í gær], ef þeir ákveða að gera ekkert varðandi Diciotti og dreifingu á flóttamönnunum, þá verðum við í Fimmstjörnuhreyf- ingunni ekki lengur reiðubúin til að greiða 20 milljarða evra til Evr- ópusambandsins á hverju ári,“ skrifaði Di Maio. „Evrópusambandið verður að skilja að ítalska ríkisstjórnin er orðin gröm,“ sagði Salvini í viðtali við ítalska dagblaðið Corriere Della Sera. „Við höfum fengið nóg af orðagjálfri og litlum árangri.“ Tölur frá ráðuneyti Salvinis sjálfs sýna að komum flóttamanna til Ítalíu hefur fækkað verulega frá því í fyrra, um áttatíu prósent. Hóta ESB vegna flóttamanna  Aðstoðarforsætisráðherra Ítalíu segir stjórn landsins hafa fengið nóg af „orða- gjálfri ESB“  Rannsakað hvort flóttafólki sé haldið föngnu án dóms og laga AFP Ítalía Flóttamenn á þilfari skipsins Diciotti við höfn Cataniu á Sikiley. Fólk- inu hefur verið haldið á skipinu í fimm daga að undirlagi ríkisstjórnarinnar. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.