Morgunblaðið - 25.08.2018, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Úrræðaleysiog biðlist-ar blasa
við alzheim-
ersjúklingum og
aðstandendum þeirra. Eftir
því sem þjóðin verður eldri
fjölgar tilfellunum, en lítið fer
fyrir áætlunum um hvernig
brugðist skuli við.
Í Morgunblaðinu í fyrradag
var fjallað um þá hlið vandans
sem snýr að dagþjálfun fyrir
heilabilaða. Á höfuðborgar-
svæðinu eru 168 pláss í boði.
179 einstaklingar með heilabil-
unarsjúkdóma eru á biðlista
eftir dagþjálfun og hefur fjöld-
inn farið upp í 200.
Það er ljóst að það getur létt
verulega undir með aðstand-
endum fái sjúklingur pláss í
dagþjálfun. Það er því furðu-
legt að lesa að heilbrigðisráðu-
neytið skuli þrátt fyrir langan
biðlista hafa synjað beiðni Alz-
heimersamtakanna um rekst-
ur á 30 plássum. Í viðtali í
Morgunblaðinu í fyrradag við
Vilborgu Gunnarsdóttur,
framkvæmdastjóra samtak-
anna, kemur fram að samtökin
hafi verið tilbúin að sjá um
rekstur þessara plássa og
komin í samstarf við bæjaryf-
irvöld í Garðabæ þegar beiðn-
inni var hafnað.
Eins og fram kemur í viðtal-
inu reka samtökin þrjár sér-
hæfðar dagþjálfanir á höf-
uðborgarsvæðinu og getur
biðlisti til að komast þar að
verið allt að tólf til fimmtán
mánuðir.
Biðlistarnir eftir plássi
segja ekki alla söguna um
þörfina eins og fram kemur í
frásögn Vilborgar: „Það sem
er svo sorglegt er það að fæst-
ir fara strax til læknis þegar
grunur vaknar um heilabil-
unarsjúkdóm. Það
gerir að verkum að
ástandið er komið
á alvarlegt stig
þegar það skref er
loksins tekið. Þá hefst bið eftir
tíma á Minnismóttökunni til
þess að komast í greiningu en
hún þarf að liggja fyrir til að
fólk með heilabilunarsjúk-
dóma eigi rétt á einhverju úr-
ræði. Þegar greiningin liggur
fyrir tekur aftur við bið eftir
að komast í dagþjálfun, sem
getur orðið löng.“
Vilborg lýsir því að oft sé
um að ræða fullorðið fólk með
fullorðinn maka, sem sé þá
kominn í umönnunarhlutverk
allan sólarhringinn, og geti
ástandið orðið erfitt. „Við
heyrum margar frásagnir
fólks sem er gjörsamlega upp-
gefið,“ segir Vilborg. „Þá er
þetta ekki sterkur þrýstihópur
því baráttuþrekið er lítið sem
ekkert.“
Þessari lýsingu svipar mjög
til frásagnar Steinunnar Þórð-
ardóttur, lyf- og öldrunar-
læknis, í viðtali við Sunnu-
dagsblað Morgunblaðsins í
mars. „Það slær mann hversu
lítinn stuðning kerfið býður
fólki, það er óhóflega löng bið í
öll úrræði og margir aðstand-
endur eru búnir á sál og lík-
ama þegar þeir fá loksins að-
stoð,“ sagði Steinunn í
viðtalinu. „Ég hef séð allt of
marga brotna algjörlega niður
og gráta vegna aðstæðnanna
sem þeir eru í.“
Heilabilunarsjúkdómar eru
erfiðir við að eiga og stuðn-
ingur mikilvægur. Sjúkdóm-
urinn er nógu erfiður þótt ekki
bætist við barátta um að fá
viðunandi umönnun. Ástandið
í þessum málum er ekki boð-
legt.
Átak þarf í mál-
efnum heilabilaðra}Úrræðaleysi og biðlistar
Það er dýrt aðbúa á Íslandi
og teljast ekki ný
sannindi. Þetta
vita Íslendingar
og hefur heldur
ekki farið fram
hjá útlendingum.
Í Sunnudagsblaði
Morgunblaðsins er fjallað um
þá umræðu sem fram fer á
netinu um ferðaþjónustu á Ís-
landi. Það er sú umræða sem
ferðamenn eru líklegir til að
skoða áður en þeir ákveða
hvert skal haldið.
Náttúruperlur landsins
vekja eftir sem áður hrifn-
ingu ferðamanna en öðru máli
gegnir um verðlagið. Ferða-
menn eru hvattir til að hafa
með sér mat og fylgja jafnvel
rækilegar ráðleggingar um
hvernig megi spara. Heyrist
jafnvel það viðhorf að Ísland
sé að verðleggja
sig út af ferða-
mannamark-
aðnum.
Margar ástæð-
ur eru fyrir því að
dýrt er að vera á
Íslandi. Flug
krónunnar er
sýnu hærra nú en þegar lágt
gengi hennar átti þátt í að
ferðamannastraumurinn til
Íslands braust fram beljandi
fyrir tæpum áratug. Þá eru
aðföng dýrari á Íslandi en víð-
ast hvar annars staðar af aug-
ljósum ástæðum. Þá er kaup
hátt og borga þarf af lánum til
fjárfestinga.
Við verðlagningu þarf þó að
hafa í huga að ekki er tjaldað
til einnar nætur. Það er ekki
gott ef sársaukinn í buddunni
er orðinn svo mikill að bragð-
ið finnst ekki af matnum.
Náttúruperlur vekja
hrifningu ferða-
manna en öðru
gegnir um verðlagið}
Dýrtíð F
yrir skömmu var hér á landi utan-
ríkisráðherra Noregs, Ine Er-
iksen Söreide. Ine er afar skel-
eggur og hreinskiptinn
stjórnmálamaður sem gaman var
að kynnast er hún var í embætti varn-
armálaráðherra Noregs.
Fjölmiðlar fluttu skemmtilegar fréttir af ut-
anríkisráðherrum Íslands og Noregs að rann-
saka borgfirskt hey, en eins og flestir vita þá
ætla íslenskir bændur að bjarga starfs-
bræðrum sínum í Noregi um hey.
Fullyrða má að rannsókn ráðherranna á
„tuggunni“ í Borgarfirði hafi ekki verið
ástæða ferðar norska ráðherrans til Íslands,
líklegra er að heyið hafi verið í aukahlutverki
en komið betur út á mynd en orkupakkinn frá
Evrópusambandinu.
Ráðherrann norski kom augljóslega til Íslands til að
hafa áhrif á framgang orkupakkans hjá ríkisstjórn og al-
þingi. Fundaði ráðherrann ásamt fylgdarliði m.a. með
tveimur nefndum alþingis og brýndi þar fyrir þingmönn-
um mikilvægi þess fyrir Noreg að pakki þessi yrði sam-
þykktur af öllum EES-ríkjunum þremur.
Nú vitum við ekkert hvað ríkisstjórnin ætlar að gera
við orkupakkann og aldrei þessu vant þá heyrist ekki
múkk í utanríkisráðherra Íslands. Þögn er sama og sam-
þykki, sagði einhver.
Á Noregi og Íslandi er nokkur munur er kemur að
orku og Evrópusambandinu. Ísland er ekki tengt Evr-
ópska orkumarkaðinum en Noregur er það og er Evr-
ópusambandið gríðarlega háð gasi og olíu frá Noregi auk
þess sem rafmagn er flutt yfir á meginlandið. Það er því
alveg óþarfi af norska ráðherranum að gera
sér ferð yfir hafið til að þrýsta á Íslendinga.
Hér heima erum við farin að heyra sönginn
um að það sé ekkert í þessum pakka sem hef-
ur áhrif á Íslandi. Fínt, þá hljótum við að fá
undanþágu frá orkupakkanum.
Nú hafa verið innleiddir tveir orkupakkar á
Íslandi. Sá sem innleiddur var síðast var
slæmur og hafði þau áhrif að heimilin hafa
þurft að greiða meira fyrir orkunotkun frá
upptöku hans enda gerði „pakkinn“ lítið ann-
að en að auka kostnað. Hvað verða orkupakk-
arnir margir? Hvernig verður nr. 4 og 5 ? Veit
einhver hvað verður í þeim? Er hægt að kíkja
í pakkann?
Það getur verið að Norðmenn líti svo á að
það séu þeirra hagsmunir að innleiða „pakk-
ann“. Kannski fara hagsmunir Íslendinga
ekki saman með hagsmunum Norðmanna. Ákvörðun um
framhaldið verður því að byggjast á hagsmunamati fyrir
Ísland en ekki fyrir Noreg. Ég man ekki til þess að
norskir stjórnmálamenn hafi sérstaklega gætt hags-
muna Íslands í samskiptum við Evrópusambandið. Það
kann að vera misminni.
Það er sjálfsagt að hjálpa frændum okkar í neyð líkt og
bændur gera nú með heysölunni. Norðmenn þurfa þó
enga hjálp frá Íslendingum við að selja Evrópusamband-
inu gas, olíu og rafmagn því fyrir nokkrum misserum átt-
aði einhver snillingurinn sig á því að Evrópusambandið
var orðið háð rússneskri orku. gunnarbragi@althingi.is
Gunnar Bragi
Sveinsson
Pistill
Þriðji orkupakkinn og hey
Höfundur er alþingismaður suðvestur kjördæmis og varafor-
maður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Geir Gígja, sölu- og markaðs-stjóri Hótel Cabin, HótelKletts og Hótel Arkar, seg-ir mikla óvissu í ferðaþjón-
ustunni. Verulegar breytingar hafi
orðið í eftirspurn hjá hótelum.
Haft var eftir Ólafi Torfasyni,
stjórnarformanni Íslandshótela, í
Morgunblaðinu í gær að reksturinn í
sumar hefði verið umfram spár. Þá
væri haustið farið að líta vel út.
Geir Gígja segir sumarið hafa
gengið ágætlega á Hótel Cabin, Hótel
Kletti og Hótel Örk.
„Óvissan er enn mikil. Það eru
enn að berast afbókanir á stóra hópa.
Evrópumarkaður er að breytast mikið.
Hóparnir þaðan eru að minnka. Ísland
virðist vera of dýr áfangastaður fyrir
marga á þeim markaði, sérstaklega
hópferðir. Breytingin á genginu er
helsti áhrifavaldurinn. Verðlistahækk-
anir hjá okkur á síðustu árum eru inn-
an við hækkun launavísitölu. Við erum
að halda okkur í takt við það. Ef ég
reikna verðið í evrum erum við hins
vegar að tala um 80-90 prósent verð-
listahækkanir frá árinu 2013,“ segir
Geir um verðbreytingarnar.
Úr 161 krónu í 125 krónur
Til upprifjunar var miðgengi
evru 161 króna 24. ágúst 2013 en var
125,35 krónur í gær, 24. ágúst 2018.
Við það bætast launahækkanir á Ís-
landi sem hafa verið mun meiri en í
helstu viðskiptalöndum.
Geir segir gengisþróunina fyrst
og fremst hafa áhrif á eftirspurnina
frá Evrópu. Þótt ferðamönnum frá
Bandaríkjunum og Asíu sé vissulega
að fjölga sé neyslumynstur þeirra
annað. Þeir dvelji skemur og ferðist
minna um landið en Evrópumenn.
„Það er mikil óvissa um vetur-
inn. Þótt bókunarstaðan líti ágæt-
lega út í vetur er mjög óvíst hver út-
koman verður. Ferðaskrifstofur eru
búnar að taka frá vissan fjölda her-
bergja í von um að selja þau. Síðan
kemur í ljós 4-8 vikum fyrir dagsetn-
inguna hvort þeim tekst að selja
gistinguna eða ekki. Það er ekkert
gefið í því,“ segir Geir sem telur
þessa óvissu munu draga úr upp-
byggingu hótela á næstunni.
Hreiðar Hermannsson, forstjóri
Stracta hótels, segir útlit fyrir að salan
í ár verði 3-4% undir áætlunum. Það sé
þó í krónum talið mesta sala frá upp-
hafi hjá hótelinu. Alls eru 150 herbergi
á Stracta hótelinu í nágrenni Hellu.
Hótelið var opnað 2014 og er útlit fyrir
að nettósala verði 800 milljónir í ár.
Besti ágúst frá upphafi
Hreiðar segir söluna í apríl og
maí hafa valdið vonbrigðum. Hins veg-
ar hefði salan í júlí og ágúst verið betri
en horfur voru á. Ágústmánuður sé
besti mánuður frá upphafi.
„Við erum mjög kátir. Haustið
framundan lítur vel út. HM í knatt-
spyrnu (14. júní til 15. júlí) virðist hafa
haft heilmikil áhrif, því það afbókaðist
mikið í maí til júlí. Það fór svo að
ganga til baka. Mótið virðist hafa haft
heilmikil áhrif. Við höfum aldrei fengið
svo margar afbókanir.“
Hann segir miklu muna fyrir
reksturinn hvort evran kosti 125 eða
130 krónur. Þegar selt sé fyrir 1 millj-
ón evra muni 5 milljónum í krónum.
„Evran þyrfti að vera í 135-137 kr. svo
við værum á pari við norsku krónuna.
Við erum að slást um sömu gestina.“
Páll L. Sigurjónsson, fram-
kvæmdastjóri Keahótela, segir nýt-
inguna á herbergjum félagsins í sumar
svipaða og í fyrrasumar.
„Nýtingin var örlítið lakari fyrri
part sumars. Hún var hins vegar betri
síðari hluta sumarsins. Bókunarstaðan
í haust og að áramótum er á sama róli
og á sama tíma í fyrra.“
Páll segir meðalverð á nótt hafa
lækkað milli ára. Útlit sé fyrir sam-
drátt í tekjum Keahótela milli ára. Það
skýrist m.a. af gengisbreytingum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Horft frá Hörpu Lúxushótel er að rísa við Austurhöfn í Reykjavík.
Gjaldskráin hækkað
um 80-90% í evrum
Steinþór Jónsson, hótelstjóri
á Hótel Keflavík, segir sum-
arið hafa verið annasamt.
„Það hefur gengið mjög
vel í sumar og alveg áber-
andi vel á Diamond Suites
en það hefur verið stanslaus
ásókn og allar svíturnar nær
fullbókaðar. Þörfin fyrir
fimm stjörnu gistingu er ein-
faldlega að aukast hratt.“
Steinþór segir að þótt árið
líti nú vel út megi ekki
gleyma því að „stór skellur
varð í apríl og maí sem kom
á óvart“.
Hann segir eftirspurnina
að breytast. Þjóðerni gesta,
lengd dvalar og aðrar
áherslur séu að breytast.
„Það er áberandi að við
fáum fleiri Bandaríkjamenn
en Evrópumenn. Vel borg-
andi kúnnar koma með mjög
skömmum fyrirvara, allt nið-
ur í viku fyrirvara,“ segir
Steinþór.
Hann segir að vegna
skemmri fyrirvara sé erfitt
að spá fyrir um síðasta
fjórðung ársins. Í heild sé
hann þó bjartsýnn.
Mikil ásókn
í lúxusinn
HÓTEL KEFLAVÍK