Morgunblaðið - 25.08.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.08.2018, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2018 Gleðigangan opnar nýjar víddir fyrir mér á hverju ári. Það ersvo spennandi að átta sig á fjölbreytileikanum. Það vissu allirað það væru til hommar og lesbíur og orðið samkynhneigðurog gagnkynhneigður voru lýsingarorðin yfir kynhneigð. Núna er þó flestum ljóst að það er mikil einföldun að halda að allt rúm- ist innan þessara skilgreininga. Það er áhugavert að heyra fólk segja frá eigin kynhneigð og kynhlut- verkum. Þegar farið er að flokka og skilgreina reynir á þanþol tungu- málsins. Umfjöllun um kynhneigð hefur farið fram á ensku og orð eins og hommi, lesbía, gay pride og trans eru hluti af tungumálinu okkar í dag. En það þarf svo miklu fleiri orð til að lýsa líðan fólks. Vissulega er hægt að ræða bara um hlutina á ensku en ég held að það geri ekki sama gagn. Tungumálið er svo stór hluti af okkur og ef við íslenskum ekki orð um mismunandi kynverund þá erum við að segja að slíkt sé ekki til í okkar samfélagi og ýta undir að fólk finni sér annað samfélag – eins og var gert í marga áratugi og fjöldi hinsegin fólks flutti úr landi til að finna samastað í tilverunni. Á íslensku má alltaf finna svar segir í ljóðinu og vissulega er það satt því það er til vefur á netinu sem heitir því skemmtilega nafni „Hinsegin frá ö til a“ (slóðin er www.otila.is) og þar er að finna margt um veruleika hinsegin fólks. Hin- segin manneskjan sem ég var að spjalla við á netinu var sammála mér um mikilvægi vefsins „Nákvæmlega! Þetta er uppáhaldsvefurinn minn því hann er svo nauðsynlegur. Það er léttir fyrir þá sem hafa strögglað með sjálfsmyndina hingað til, auðveldar þeim ungu sem á eftir koma og svo er rosalega gott fyrir okkur hinsegin fólkið að geta bent á þetta frekar en að verða, bæði sjálfviljug og ósjálfviljug, orðabækur fyrir vini, ættingja og ókunnuga.“ Vefurinn er einfaldur og vel skipulagður. Yfirheitið „kynverund“ vís- ar til heildarupplifunar af því að vera kynvera sem er veigamikill hluti af sjálfsmynd hverrar manneskju. Þar undir má lesa um kyn, kyngervi, kyneinkenni, kynhneigð og kynvitund. Allt er skýrt á góðu máli og hentar vel fyrir þá sem eru að reyna að átta sig á eigin líðan eða fyrir þá sem vilja skilja þennan veruleika. Lokaorð þessa pistils eru frá kynseginhneigðri manneskju: „Ég hef þangað til fyrir nokkrum mánuðum skilgreint mig sem lesb- íu, hef alltaf hrifist af mjög strákalegum stelpum, því strákalegri, því meiri hrifning. Geri mér grein fyrir því núna að sumar af þeim hafa lík- lega verið kynsegin. Það er svo frábært að það séu að koma nöfn á allar þessar skilgreiningar. Það skiptir mig máli að geta skilgreint mig. Mér finnst kynseginhneigð alveg frábært íslenskt orð yfir skoliosexual, mér finnst það passa mjög vel, að minnsta kosti við mig. Það er nákvæmlega eins og mér líður. Ég er kynseginhneigð og ég er stolt af því.“ Hinsegin og kynsegin Tungutak Lilja Magnúsdóttir liljam@simnet.is Gleðigangan „Umfjöllun um kynhneigð hefur farið fram á ensku.“Ásíðustu áratugum hafa veikleikar fulltrúa-lýðræðisins komið æ betur í ljós. Að hluta tilvegna þess að hagsmunabarátta ýmissahagsmunasamtaka hefur orðið „faglegri“ ef svo má að orði komast, þ.e. úthugsaðri og útfærðari en áður var með það skýra markmið í huga að hafa áhrif á kjörna fulltrúa á Alþingi og/eða í sveitarstjórnum og að öðru leyti er ekki ósennilegt að prófkjör eigi líka hlut að máli. Frambjóðendur í prófkjörum leita til ein- staklinga og fyrirtækja eftir stuðningi, bæði fjárhags- legum og öðrum stuðningi, og verða þá um leið veikari fyrir þrýstingi af hálfu sömu aðila þegar kemur að af- stöðu til einstakra mála. Þetta á að sjálfsögðu ekki bara við um Ísland heldur hefur þetta einkennt samfélagsþróunina á Vest- urlöndum á okkar tímum. Nú er það orðið sérfag og raunar atvinnugrein að hafa áhrif á kjörna fulltrúa. Jafnframt er ljóst að í litlu samfélagi eins og okkar koma svo til þær sérstöku aðstæður sem fylgja fá- mennum samfélögum, þ.e. fjölskyldutengsl, kunn- ingjatengsl, persónuleg vinátta o.s.frv. Augljós merki þessa veikleika full- trúalýðræðisins urðu til þess að fyrir rúmum tveimur áratugum, nánar til- tekið vorið 1997, hóf Morgunblaðið markvissa umfjöllun um það sem kallað var milliliðalaust lýðræði á þeim tíma en á síðari árum beint lýðræði, þ.e. að fólkið sjálft taki ákvarðanir í hinum stærri málum. Rökin fyrir því voru einfaldlega þau, að þótt hags- munaaðilar eða hagsmunagæzluverðir á þeirra vegum gætu beitt kjörna fulltrúa þrýstingi ættu þeir mun erf- iðara með að ná árangri gagnvart þjóðinni sem heild. Auðvitað má segja að það sé hægt með auglýsingum og öðrum áróðursaðferðum en þar kemur tvennt til. Ann- ars vegar hljóta hagsmunaaðilarnir að koma fram í dagsljósið þegar slíkum aðferðum er beitt og hins veg- ar er auðvitað hægt að takmarka svigrúm til að beita slíkum aðferðum með lögum og reglum. Hugmyndum um beint lýðræði hefur verið misjafn- lega tekið af hinum kjörnu fulltrúum en þó hafa und- irtektir yngri kynslóða verið jákvæðari en hinna eldri. Vandamálið er hins vegar að svo virðist sem það sem sagt er í orði skili sér ekki endilega í verki. Forystumenn allra flokka hafa tekið vel í hugmyndir um beint lýðræði en tæplega verður sagt að þær hafi komizt miklu lengra. Ákvarðanir þáverandi forseta Íslands um að vísa Ice- save-málum í þjóðaratkvæðagreiðslu brutu þó blað. Þrátt fyrir að stór hluti stjórnmálastéttarinnar, emb- ættismenn og sérfræðingar, tækju höndum saman um að sannfæra þjóðina um að hún ætti að samþykkja þá samninga var þeim hafnað. Fyrir skömmu fór fram íbúakosning í Árborg um til- teknar hugmyndir um skipulag í miðbæ Selfoss, sem valdið höfðu deilum í sveitarfélaginu. Íbúakosningin fór fram eftir áskorun þar um, sem fjölmargir kjósendur höfðu skrifað undir. Niðurstaðan liggur fyrir og þá nið- urstöðu er ekki hægt að deila um. Hér er komin skýr fyrirmynd fyrir önnur sveit- arfélög um hvernig taka eigi á deilumálum af þessu tagi. Það koma oft upp í sveitarfélögum ágreiningsefni um skipulagsmál og ýmis önnur mál, sem geta verið viðkvæm. Aðferðin til þess að leysa þau er sú sem beitt var í Árborg: Vísa málunum til ákvörðunar íbúa við- komandi sveitarfélags. Það er hin lýðræðislega aðferð, sem enginn getur deilt um. Svisslendingar hafa búið við stjórnkerfi sem byggist á beinu lýðræði í langan tíma. Í öllum meginatriðum er reynslan af því góð og til eft- irbreytni. Ef marka má yfirlýsingar forystu- manna stjórnmálaflokka er nokkuð víðtæk samstaða þeirra í milli um að taka ákvæði um beint lýðræði upp í stjórnarskrá lýðveldisins. En vand- ræðagangurinn í kringum breytingar á stjórnarskrá hefur alltaf verið ótrúlega mikill og er enn. Núverandi ríkisstjórn hefur hafizt handa um undir- búning að breytingum á stjórnarskrá eins og margir forverar hennar. Spurning nú er kannski sú, hvort hægt væri að ná samstöðu um að láta þetta tiltekna mál njóta forgangs þannig að framkvæmd hins beina lýðræðis þurfi ekki að dragast árum saman vegna ósamkomulags um aðra þætti stjórnarskrárbreytinga. Það er djúpstæður ágreiningur um mörg mikilvæg mál í okkar samfélagi. Okkur greinir á um verðtrygg- ingu, hvort eigi að halda henni eða afnema hana. Okkur greinir á um hversu langt eigi að ganga í afsali full- veldis til Evrópusambandsins. Okkur greinir á um hvalveiðar, sem nú er viðkvæmara deilumál en nokkru sinni fyrr vegna erlendra ferðamanna. Okkur greinir á um Hvalárvirkjun og svo mætti lengi telja. Öllum þessum deilumálum ýtum við á undan okkur vegna þess að fulltrúalýðræðið kveinkar sér undan því að taka afstöðu. En þar fyrir utan er ljóst að kröfur fólks um lýðræðisleg, opin og gagnsæ vinnubrögð við úrlausn sameiginlegra málefna hafa margfaldast og þess vegna er tímabært að fram fari raunverulegar, málefnalegar umræður um beint lýðræði og að þjóðin fái tækifæri til að svara því með aðferðum hins beina lýðræðis, hvort hún vilji taka það upp sem grundvallarþátt í stjórn- skipun Íslands. Það er kominn tími til að fá úr þessu skorið. Kominn tími til að taka afstöðu til beins lýðræðis Fulltrúalýðræðið er of veikt fyrir þrýstingi frá hagsmunaaðilum Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Evrópuþingið hefur gert 23. ágústað minningardegi um fórnar- lömb alræðisstefnunnar, kommúnisma og nasisma. Þennan dag árið 1939 gerðu þeir Hitler og Stalín griðasátt- mála og skiptu þar á milli sín Evrópu. Næstu tvö árin voru þeir bandamenn, og gekk Stalín jafnvel svo langt að hann afhenti Hitler ýmsa þýska kommúnista sem hann hafði haft í haldi. Hefur frásögn eins þeirra komið út á íslensku, Konur í einræðisklóm eftir Margarete Buber-Neumann. Bandalagið brast ekki, fyrr en Hitler sveik það og réðst á Ráðstjórnarríkin 22. júní 1941. Mér var í ár boðið til Tallinn í Eist- landi, þar sem vígt var tilkomumikið minnismerki um fórnarlömb komm- únismans og haldin fjölmenn ráðstefna um eðli hans og áhrif. Í tölu minni kvað ég það enga tilviljun, heldur eðlislægt kommúnismanum að hafa alls staðar leitt til alræðis, kúgunar og fátæktar. Höfundar hans, Karl Marx og Friðrik Engels, hefðu verið fullir haturs og mannfyrirlitningar, eins og bréfaskipti þeirra sýndu vel, en þau hef ég stutt- lega rakið á þessum vettvangi. Þeir Marx og Engels hefðu enn fremur ver- ið vísindatrúar, talið sig handhafa Stórasannleika, en ekki í leit að bráða- birgðasannleika, sem mætti betr- umbæta með tilraunum, eins og venju- legir vísindamenn. Í þriðja lagi væri ætíð hætt við því, þegar tómarúm myndaðist eftir byltingu, að hinir ófyr- irleitnustu og samviskulausustu fylltu það. Tvær ástæður í viðbót væru til þess að kommúnismi leiddi jafnan til alræð- is. Í landi þar sem ríkið væri eini vinnuveitandinn ætti stjórnar- andstæðingurinn erfitt um vik, en frelsið væri ekki raunverulegt frelsi nema það væri frelsi til að gagnrýna stjórnvöld. Í fimmta lagi hygðust kommúnistar afnema dreifðan eignar- rétt einstaklinga og frjáls viðskipti þeirra í milli, en við það fyrirkomulag nýttist dreifð þekking þeirra, eins og Friedrich A. Hayek hefði manna best sýnt fram á. En ef ríkið ræki öll at- vinnutækin yrði það að fækka þörfum manna og einfalda þær til þess að allsherjarskipulagning atvinnulífsins yrði framkvæmanleg. Þetta gæti ríkið aðeins gert með því að taka í þjónustu sína öll mótunaröfl mannssálarinnar, fjölmiðla, skóla, dómstóla, listir, vísindi og íþróttir, en það er einmitt slíkt kerfi, sem við köllum alræði. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Hvað sagði ég í Tallinn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.