Morgunblaðið - 25.08.2018, Qupperneq 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2018
Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® vinnur gegn
stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra.
Með þér í liði
Alfreð Finnbogason
Landsliðsmaðu attspyrnu
„Tækifærið er núna.“
r í kn
Registered trademark
licensed by Bioiberica
Vignir Vatnar er í 2.-5. sæti áEvrópumóti ungmenna íflokki keppenda 16 ára ogyngri. Eftir sigur í fyrstu
þremur skákum sínu gerði Vignir
jafntefli við Rússann Salemgarev í
fjórðu umferð sem fram fór á
fimmtudaginn og var þá í 2.-7. sæti
með 3½ vinning. Mótið fer fram í
Riga í Lettlandi og keppendur Ís-
lands eru fimm talsins, þar af tvær
stúlkur. Reynslan er mikilvæg á
þessum vettvangi sem sést best á því
að Vignir Vatnar tefldi á EM ung-
menna í fyrsta sinn árið 2011, þá átta
ára gamall, Gunnar Erik, sem teflir í
flokki 12 ára og yngri og er með tvo
vinninga af fjórum, var með í fyrra
en nýliðarnir, Arnar Milutin í flokki
16 ára og yngri og Anna Katarina
Thoroddsen og Soffía Berndsen, sem
tefla í flokki stúlkna 10 ára og yngri,
hafa aldrei verið með í svo sterku
unglingamóti.
Fimm efstir í St. Louis
Það er ekki mikill gáski yfir tafl-
mennsku fremstu skákmanna heims
á „ofurskákmótinu“ í St. Louis í
Missouriríki Bandaríkjunum. Þegar
tefldar hafa verið fimm umferðir af
níu er jafnteflishlutfallið 80%, fimm
keppendur eru með þrjá vinninga en
það eru auk heimsmeistarans Magn-
úsar Carlsen þeir Caruana, Aronjan,
Mamedyarov og Grischuk.
Magnús lagði Karjakin í annarri
umferð í 88 leikjum en hefur gert
jafntefli í öðrum skákum.
Skák ársins 2018 var tefld
í Sánkti Pétursborg
Glæsileg tilþrif komu úr annarri
átt í vikunni eins og Ingvar Þ. Jó-
hannesson fjallaði um á nýrri og
glæsilegri heimasíðu skákhreyfing-
arinnar. Í Sánkti Pétursborg luku
keppni á sterku opnu minningarmóti
um Viktor Kortsnoj þeir Hannes
Hlífar Stefánsson og Guðmundur
Kjartansson. Hannes fékk sex vinn-
inga af níu og varð í 33. sæti af 268
keppendum og Guðmundur hlaut 5½
vinning og endaði í 55. sæti. Hvít-
Rússinn Kirill Stupak sigraði með
átta vinninga af níu.
Viðureign sem tefld var í sjöttu
umferð hefur lyft þessu móti á hærra
plan og margir eru þegar farnir að
kalla hana „skák ársins 2018“:
David Paravjan – Savelí Golubov
Petroffs-vörn
1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4.
Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Bd6 7. 0-0
0-0 8. c4 c6 9. Db3!?
Þekkt afbrigði af Petroffs-vörn
þar sem algengara er að leika 9.
cxd5, 9. Dc2 eða 9. He1.
9. … dxc4 10. Bxc4 Rd7 11. He1
Rdf6 12. Rbd2 Rxd2 13. Bxd2 Db6
14. Dd3 Dxb2 15. Hab1 Da3 16. Dc2
Rd5?
Hinn stóri afleikur svarts í skák-
inni, staðan er vel teflanleg eftir
16. … b5.
17. Hb3 Da4 18. Bxd5 cxd5 19.
Rg5 g6
20. Rxh7!
Eins og svo oft byggist þessi
mannsfórn á valdleysi en meira býr
undir, 24. … Kxh7 er vitanlega svar-
að með 25. Hh3+ og drottningin fell-
ur.
20. … Bf5 21. Rf6+ Kg7 22. Bh6+!
Sama þema og áður, 22. … Kxh6
er svarað með 23. Hh3+ og drottn-
ingin fellur. Þetta var þó besti kostur
svarts því að eftir 23. … Bxh3 24.
Dxa4 Be6 er enn hægt að berjast.
22. … Kxf6? 23. g4!
Frábær leikur. Drottningin er of
stór biti að kyngja, 23. … Bxc2 24.
Hf3+ Bf5 25. g5 mát.
23. … Bf4 !?
Skemmtilegur varnarleikur en
dugar skammt.
24. Dc7!
Kynngimagnaður leikur, 24. …
Bxc7 er svarað með 25. g5 mát!
24. … Bxh6 25. De5+ Kg5 26.
h4+! Kxh4 27. Hh3+! Kg5 28. De7+!
Lokahnykkurinn kallar fram línu-
rof, svartur gafst upp því að 28. … f6
er svarað með 29. De3+ Kxg5 30.
Dg3 mát.
Í toppbaráttunni á
EM 16 ára og yngri
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Vignir Vatnar Stefánsson við upphaf skákar sinnar í fjórðu umferð.
Allt um sjávarútveg
Ég er einstaklingur
sem hefur lifað góðu
lífi, á góða fjölskyldu
og hef haft ánægju af
hverju því sem ég hef
tekið mér fyrir hend-
ur, bæði í starfi og
einkalífi. Heilsan hef-
ur yfirleitt verið góð.
En slíkt er ekki sjálf-
gefið og dag nokkurn
fór ég að finna fyrir
sárum verkjum. Ég fór því til læknis
þegar ég gerði mér grein fyrir því að
verkirnir voru verri en eðlilegt mátti
teljast. Í ljós kom að það var eitt-
hvað að mér í mjöðminni og ég var
hvattur til þess að taka mér frí frá
vinnu sem ég átti afar erfitt með að
hlýða. Loks uppgötvaðist að um
beindrep var að ræða, svokallað fest-
armein. Það er alltaf viss áfangi að
vita hvað amar að manni. Vondu
fréttirnar voru þær að ég átti ekki
von á því að komast í skoðun hjá
bæklunarlækni fyrr en í september,
því langir biðlistar eru hjá bækl-
unarlæknum spítalanna. Með hjálp
guðs og góðra manna komst ég þó
loks í skoðun á Landspítalanum eftir
nokkra kvalafulla mánuði og var þar
með kominn á biðlista í mjaðmaliðs-
skipti, læknirinn sagði að ég mætti
eiga von á að bíða í að minnsta kosti
sjö mánuði í viðbót, þá mætti ég
hringja og athuga málið. Ekki góðar
fréttir það.
Ég er þrjóskur og þrautseigur að
upplagi og var mér bent á að Klínik-
in í Ármúla gerði aðgerðir sem þess-
ar. Gallinn væri bara sá að þeir væru
ekki með samning við Sjúkratrygg-
ingar Íslands þar sem um einkafyr-
irtæki væri að ræða og aðgerðin
kostaði kr. 1.200.000. Hvað leggur
maður ekki á sig til þess að geta orð-
ið nýtur þjóðfélagsþegn á ný? Yfir-
læknirinn á Klínikinni, Hjálmar Þor-
steinsson, benti mér þá á ákvæði í
EB-reglugerð (EB nr. 883/2004).
Hægt væri að fá slíka
aðgerð gerða á EES-
svæðinu og Sjúkra-
tryggingar Íslands
myndu sennilega greiða
fyrir. Umsókn var
skrifuð og einnig óskað
eftir að aðgerðin yrði
gerð hjá Klínikinni í Ár-
múla. Því var hafnað en
hins vegar var sam-
þykkt að aðgerðin yrði
gerð á einkasjúkrahúsi
í Halmstad í Svíþjóð.
Allt gekk þetta eftir og
bara vitneskjan um það að komast í
aðgerð hafði að vonum jákvæð áhrif
á sálarlíf mitt og ég sá fram á betri
daga. Í síðustu viku var aðgerðin
gerð í Svíþjóð. Þjónustan á sjúkra-
húsinu var til mikillar fyrirmyndar,
alúðleg og fagleg. Það er engin
skemmtiferð að þurfa að fara langa
leið til þess að fara í aðgerð og reyn-
ir verulega á þjakaðan sjúkling. Slík
ferð krefst skipulags, mikils und-
irbúnings, góðs aðstoðarmanns,
tungumálakunnáttu o.fl. Kostnaður
vegna þessa er þar að auki u.þ.b.
þrisvar sinnum meiri en ef aðgerðin
hefði verið gerð á einkasjúkrahúsi á
Íslandi.
Þótt ég sé afar þakklátur fyrir að
hafa átt þess kost að komast í að-
gerðina hafa auðvitað vaknað hjá
mér margar spurningar. Er eðli-
legra að skipta við einkasjúkrahús á
EES-svæðinu en á Íslandi? Við vor-
um þarna þrír Íslendingar á sama
tíma. Sex til viðbótar hefðu getað
fengið sams konar aðgerð á Íslandi
ef samningar væru í gildi, t.d. við
Klínikina, fyrir sambærilegan kostn-
að.
Biðlistar í aðgerð sem þessa eiga
að heyra sögunni til. Afleiðingarnar
eru nánast óbærilegar fyrir sjúk-
lingana og kostnaðurinn sem hlýst af
örorku- og sjúkrabótum hefur senni-
lega ekki verið metinn. Fyrir nú ut-
an öll verkjalyfin sem sjúklingar
þurfa að bryðja meðan á bið stendur.
Ekki bæta þau heilsuna og geta haft
varanlegar afleiðingar fyrir marga.
Sumir þurfa að fara á örorkubætur
meðan beðið er eftir aðgerð og verða
á meðan óvirkir þjóðfélagsþegnar.
Ein af röksemdum þess að gera ekki
samninga við stofnanir eins og Klín-
ikina er sú að heilbrigðiskerfið megi
ekki vera tvöfalt og enginn má
„græða“ á heilbrigðiskerfinu. Mér
vitanlega hafa eigendur áðurnefnds
fyrirtækis aldrei tekið arð út úr því.
Margir læknar framkvæma smærri
aðgerðir á eigin stofum og hafa gert
um langt skeið. Miðað við EB-
reglugerðina er kerfið ekki tvöfalt,
heldur þrefalt.
Tilgangur þessara skrifa minna er
ekki að gagnrýna heilbrigðiskerfið,
ég hef oft notið góðs af því. Ég vil að-
eins benda á að á meðan til er mann-
skapur, kunnátta, tæki og tól til að
gera aðgerðir hér á landi á að vera
óþarfi að leggja það á sjúklinga að
ferðast um langan veg til að fá bót
meina sinna. Fólk sem hefur alla tíð
greitt sína skatta hér á landi á held-
ur ekki að þurfa að greiða aðgerðir
úr eigin vasa, þótt margir geri slíkt.
Það er eitthvað bogið við það að heil-
brigðisráðherra og stjórnvöld skuli
ekki hlusta á nein rök í þessu sam-
bandi. Það væri óskandi að stjórn-
völd gætu sett sig örlítið í spor
þeirra fjölmörgu sem þurfa að líða
óþarfa þjáningar mánuðum saman
þegar hægt er að leysa málið með
góðum vilja og á ódýrari máta en
gert er í dag. Ég hvet ráðherrann til
að finna leið til þess.
Eftir Ísólf Gylfa
Pálmason
Ísólfur Gylfi Pálmason
»Hér á landi er allt til
alls fyrir aðgerðir og
því er óþarfi að leggja
það á sjúklinga að fara
um langan veg til að fá
bót meina sinna.
Höfundur er fv. alþingismaður.
isolfurgp@gmail.com
Dýrara og erfiðara – er það
betra fyrir sjúklinga?