Morgunblaðið - 25.08.2018, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2018
✝ Halldór Krist-jánsson fædd-
ist í Kollsvík í
Rauðasandshreppi
(nú Vesturbyggð)
3. janúar 1933.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Vestfjarða, Pat-
reksfirði, 8. ágúst
2018.
Foreldrar Hall-
dórs voru Kristján
Júlíus Kristjánsson, bóndi og
kennari, f. 12. júlí 1896, d. 9.
október 1970, og Dagbjört
Guðrún Torfadóttir húsfreyja,
f. 27. september 1899, d. 28.
maí 1985. Þau eignuðust fimm
börn og var Halldór næst-
yngstur í systkinahópnum.
Systkini hans
voru: Kristján, f.
20. ágúst 1925, d.
4. maí 1999, Frið-
geir, f. 11. desem-
ber 1927, d. 19.
janúar 2005, Mar-
inó Bjarni, f. 29.
júní 1930, d. 16.
desember 1980, og
Ásgerður Emma,
f. 10. mars 1936, d.
24. desember 2008.
Halldór ólst upp í Efri-
Tungu í Örlygshöfn og starfaði
við sjómennsku og búskap alla
sína ævi. Hann var einhleypur.
Útför Halldórs fer fram frá
Patreksfjarðarkirkju í dag, 25.
ágúst 2018, og hefst athöfnin
kl. 14.
Við viljum kveðja Dóra föð-
urbróður okkar með nokkrum
orðum. Öll vorum við í sveit
hjá ömmu og afa í Efri-Tungu í
Örlygshöfn og þar kynntumst
við honum fyrst. Við vorum á
barnsaldri en Dóri fullorðinn
maður sem stóð fyrir verkum
en tók okkur öllum vel. Í Efri-
Tungu bjuggu Júlli afi og Dæja
amma ásamt tveimur sonum
sínum á fertugsaldri, föður-
bræðrum okkar. Marinó Bjarni
var ýtustjóri og kom heim um
helgar og tók þátt í bústörf-
unum en Dóri og afi Júlli höfðu
fulla vinnu af búskapnum.
Amma stjórnaði húsinu af
miklum skörungsskap.
Venjulega vorum við frænd-
systkinin nokkur saman í sveit.
Ættboginn er stór og börn úr
mörgum fjölskyldum komu til
sumardvalar í Efri-Tungu.
Þetta voru ánægjulegir tímar.
Þau voru mörg handtökin hjá
ömmu Dæju. Við léttum undir
með henni við húsverkin, gáfum
hænsnunum, mokuðum flórinn,
mjólkuðum kýr og bólusettum
lömb auk annarra starfa í sveit-
inni. Æðarvarpið tók sinn tíma
og þurrkun og hreinsun á dún-
inum. Þegar vel viðraði var far-
ið á sjó og veitt í soðið.
Dóri stýrði útiverkum. Hann
sá um tún og heyskap og eins
grásleppuveiðar og æðarvarpið
ásamt Marinó bróður sínum.
Snemma vors þurfi að undir-
búa æðarvarpið og bera á og
rækta tún. Á vorin þurfti að
vakta sauðburðinn. Ærnar
báru venjulega á Hreggnesinu,
túni neðan við bæinn. Amma,
Emma föðursystir okkar og við
krakkarnir gengum á milli og
mörkuðum og bólusettum
lömb.
Á þessum tíma vann Dóri
eingöngu á búinu í Efri-Tungu
og vann venjulega alla daga
jafnt. Þó lyftu menn sér upp og
á sjómannadaginn fóru fyrir
fjörð og tóku þátt í hátíðahöld-
unum á Patreksfirði og 17. júní
var skemmtun í félagsheimilinu
í Fagrahvammi. Stundum var
farið yfir í Sauðlauksdal til
veiða eða skroppið í ósinn og
rennt fyrir sjóbirting.
Skyldfólk var á flestum bæj-
um og mikill gestagangur í
Efri-Tungu, eins kom landpóst-
urinn oftast við þegar hann var
í póstferð. Í þá daga, milli 1960
og 1970, var blómleg byggð við
Patreksfjörð.
Dóri fór síðar á ævinni á sjó-
inn, var um tíma á farskipum
Eimskips en eftir að hann
fluttist að Mýrum 7 á Patreks-
firði stundaði hann dagróðra á
sumrin og vann í fiskverkun
Odda á Patreksfirði á veturna.
Fjölskyldan var stór og
margir komu í heimsókn. Dóri
tók vel á móti öllum, bakaði
pönnukökur (klessur) og bjó til
veislu.
Dóri ferðaðist nokkuð, en
best þótti honum að heimsækja
frændur sína í Ameríku og fjöl-
skyldur þeirra, bæði í Texas og
Minnesota. Heinrek og Torfi í
Ameríku stóðu honum nærri
hjarta.
Dóri var ekki íþróttamaður á
nútímavísu, en hann var
göngugarpur og hafði gaman af
að ganga um nágrennið. Fór
gjarnan til berja á haustin og
hafði gaman af að bjóða gest-
um upp á afraksturinn.
Tilfinningar voru ekki uppá-
haldsumræðuefni Dóra, en
hann var tilbúinn að hjálpa öll-
um og eiga margir honum gott
að gjalda.
Við þökkum Þorgerði og
öðrum heimamönnum sem
léttu undir með Dóra þegar
aldurinn færðist yfir og sporin
þyngdust.
Það var gott að verða sam-
ferða Dóra föðurbróður okkar í
öll þessi ár og þökkum við hon-
um samfylgdina.
Fyrir hönd bræðrabarnanna,
Gottskálk Friðgeirsson.
Fyrir nær tveimur áratugum
höguðu atvikin því svo að rosk-
inn maður vestan af Patreks-
firði leitaði til mín eftir reikn-
ingslegri aðstoð vegna rekstrar
síns. Hann var nátengdur mág-
konu minni og svila og ég hafði
hitt hann á þeim vettvangi án
þess að það leiddi til frekari
kynna. Hann hafði stundað bú-
skap og jafnframt smábátaút-
gerð en nú var komið að tíma-
mótum hjá honum – hafði
brugðið búi og flutt á Patreks-
fjörð og nú skyldi útgerðinni
slitið og sest í helgan stein –
stunda veiðar og berjatínslu og
nýta ýmislegt annað af lands-
ins gæðum meðfram því að
sinna vinum og vandamönnum.
Þarna var sem sagt um að
ræða hann Dóra í Tungu, sem
kvaddur er hinstu kveðju í dag.
Frá upphafi myndaðist við
hann góður vinskapur og góð
samskipti allt til loka – hann
sýndi fjölskyldu minni mikinn
hlýhug og vinsemd alla tíð.
Einkum var hann áhugasamur
um gengi dætra okkar í lífinu
og spurði gjarnan um hvernig
þeim vegnaði.
Hann var af þeim gamla
skóla þar sem öllu skipti að
hafa til hnífs og skeiðar en
slíkt var ekki endilega sjálfsagt
í hans ungdæmi. Áhrifanna af
þessum grunni nutum við fjöl-
skylda mín í ríkum mæli í
gegnum tíðina. Harðfiskur, lax,
silungur, saft og sultur voru
gjarnan með í farteskinu í
borgarferðum hans og mikil
áhersla lögð á að kæmist til
skila um leið og farið var yfir
pappírsmálin.
Að sækja Dóra heim á Pat-
reksfjörð var einstakt – gest-
risni hans var við brugðið og
allt kapp lagði hann á að vel
færi um gestina. Stórsteikur og
pönnukökur (sem hann kallaði
gjarnan „klessur“) voru þar í
öndvegi ásamt ýmsu fleira góð-
gæti og ekki var verra ef hægt
var að skjótast út á fjörð og ná
sér í soðið. Hjá honum gekk
enginn til hvílu öðru vísi en
„mettur og vel settur“.
Komið er að kveðjustund.
Vinur okkar hefur eflaust verið
hvíldinni feginn eftir erfið veik-
indi síðustu ár. Við fjölskyldan
viljum við leiðarlok þakka hon-
um alla velvild og vinsemd lið-
inna ára og óskum honum Guðs
blessunar á nýjum slóðum.
Guðmundur Jóelsson.
Hann Dóri í Tungu er látinn,
blessuð sé minning hans. Hann
var litríkur karakter og við
bræður eigum góðar minningar
um kynni okkar við hann.
Fyrsta minningin um hann er
frá þeim tíma er við fjölskyld-
an á Lambavatni fórum að
heimsækja Dæju, systur ömmu
Vilborgar, að Tungu, en Dæja
var móðir Dóra. Er okkur það
minnisstætt hvað allt var
snyrtilegt og vel upp byggt.
Hann kom líka einu sinni heim
þegar við vorum 6 og 7 ára og
gaf okkur fullstórar heykvíslar
svo við færum að hjálp til að
moka í votheystóttirnar.
Seinna varð sú breyting að
Emma, systir Dóra, kom heim
ásamt sínum manni og tók við
búinu í Tungu en Dóri flutti á
Patreksfjörð með móður sinni.
Hann sneri sér þá alfarið að
sjónum og gerði út trillur með
nafninu Heppinn BA47. En
veiðar og sjómennska var hon-
um hugleiknari en búskapur-
inn. Þó var hann alltaf með
hugann líka í sveitinni og vildi
drífa af heyskap og keyra út
skít fyrir veturinn. Við fórum
stundum með honum að Tungu
að hjálpa Emmu og þá varð að
byrja eldsnemma á morgnana.
Í brælum á sjónum kom hann
líka heim að Lambavatni og
vildi taka þátt í að keyra vot-
heyi í nýju flatgryfjurnar þeg-
ar við vorum 13-14 ára. Við
vorum að fram að miðnætti um
kvöldið og ætluðum að byrja
strax aftur morguninn eftir.
Þegar við komum fram um kl.
7 sat hann frammi og sagði:
„Ég hélt að þið væruð dauðir,
ég er búinn að bíða hér frammi
síðan klukkan fjögur.“ Slíkur
var ákafinn hjá honum bæði til
verka í landi og á sjó. Hann
var afar gjafmildur og vildi
hjálpa bæði ættingjum og vin-
um, þá sérstaklega með fisk
sem hann flakaði og saltaði og
bjó um í neytendapakkningar.
Dóri var afar gestrisinn að
bjóða fólki í kaffi og meðlæti.
Pönnukökubakstur varð honum
ástríða þegar dró úr sjósókn-
inni og voru bakaðir háir stafl-
ar og notaðar tvær pönnur.
Þegar hann var spurður hvað
hann væri búinn að baka marg-
ar svaraði hann alltaf hvað bú-
ið væri að baka úr mörgum
eggjum, oft milli 10 og 20
stykkjum. Þegar gestirnir sem
komu heim kláruðu ekki
pönnukökurnar fór hann með
staflann á kaffistofur bæjarins
en þá kallaði hann þær klessur.
Síðustu árin var Dóri orðinn
ansi stirður til gangs en ef
hann komst um borð í litla
plastbátinn sinn gat hann setið
á stól allan daginn og dregið á
sjóstöngina.
Hann varð einu sinni fyrir
því óhappi að detta milli báts
og bryggju en náði að hringja
úr gamla takkasímanum sem
var á hálfs metra dýpi í vas-
anum, til frænda sins.
Hann varð ansi hætt kominn
og lá lengi í spítalanum. Hann
talaði alltaf orðið um sig í
þriðju persónu og sagði að
kallinn hefði ekki fengið að
fara í þetta skiptið.
Ef hægt að er að segja að
fólk sé tilbúið að kveðja þá
væri það Dóri sem sagði svo
oft að kallinn gæti ekkert unn-
ið eða þyrfti hjálp frá öðrum en
fengi ekki að fara. Þó leið hon-
um vel þessa mánuði á Heil-
brigðisstofnun Patreksfjarðar
eftir að hann flutti alfarið að
heiman, spilaði á orgelið og
munnhörpuna nokkrum dögum
fyrir andlátið.
Sendum ættingjum og vinum
samúðarkveðjur.
Sveinn Eyjólfur Tryggva-
son, Þorsteinn Gunnar
Tryggvason, Lambavatni.
Halldór Óli Kristjánsson hét
hann fullu nafni, en var alltaf
nefndur Dóri í Tungu í minni
fjölskyldu. Faðir minn, Gunnar
B. Guðmundsson, og Dóri voru
systrasynir. Við fráfall Dóra
hefur sá síðasti af systkina-
hópnum frá Efri-Tungu kvatt
þetta jarðlíf, en þangað fluttu
foreldrar hans frá Kollsvík árið
1939, þau Dagbjört Torfadóttir
og Kristján Júlíus Kristjáns-
son. Dóri var næstyngstur í
systkinahópnum. Ég var einn
hinna fjölmörgu barna og ung-
linga sem voru svo heppin að
dvelja í nokkur sumur í Efri-
Tungu. Júlli var þá enn lifandi,
en orðinn heilsuveill og var
Dóri tekinn við búskapnum.
Dæja sá þá enn um allt heim-
ilishald og hafði sér til aðstoðar
unglingsstúlkur yfir sumarið,
því oft voru fleiri en 10 manns í
heimili. Var mikill myndar-
bragur á öllu sem þarna var
framkvæmt og unnið og góður
viðurgjörningur á alla lund,
meðal annars heimagerður
matur af ýmsu tagi. Við sum-
arkrakkarnir lærðum að vinna
ýmis störf tengd búskapnum
og var oft glatt á hjalla við
heyskapinn þegar margir lögðu
hönd á plóginn, ekki síst þegar
Maddi var heima við, en hann
hafði einstakan hæfileika til
þess að létta lund allra í kring-
um sig. Auk hefðbundins bú-
skapar þess tíma stunduðu
bræðurnir, Dóri og Maddi, sjó-
inn að einhverju marki frá
Gjögrum og fiskuðu fyrir heim-
ilið. Á sjöunda áratugnum
byggðu bræðurnir reykhús í
Efri-Tungu og reyktu þar bæði
kjöt og fisk til heimilisins og
fyrir vini og vandamenn. Við
reykhúsbygginguna vann með
þeim bræðrum Arinbjörn Guð-
bjartsson, þá kominn á efri ár,
en hann og Dæja voru bræðra-
börn. Arinbjörn var fádæma
skemmtilegur karl, nokkuð
kjaftfor og sagði gjarnan
skemmtisögur af mönnum og
málefnum við stóra eldhús-
borðið, svo allir viðstaddir velt-
ust um af hlátri. Ýmsa aðra
bar að garði í Efri-Tungu sem
vöktu áhuga okkar krakkanna.
Einn var Magnús í Vestur-
Botni á lausaverslun sinni.
Þegar Mangi hóf fyrirlestur
sinn um hunang og vítamín
stóð Júlli venjulega upp og
gekk út. Ég man að Mangi
sagði t.d. frá því að hunangs-
blanda dygði sér bæði mjög vel
þegar hann gæti ekki sofnað og
eins mjög vel þegar hann væri
við það að sofna, en þyrfti að
halda sér vakandi. Þótt Dóri
sinnti búskap í mörg ár var
það sjómennskan sem heillaði
hann fyrst og fremst enda varð
það hans hlutskipti að stunda
sjóinn lengst af ævinni, fyrst
sem háseti á bátum á vertíðum
sem ungur maður og síðar á
eigin trillu frá Patreksfirði í
áratugi, eftir að hann flutti
þangað. Dóri sagði skoðanir
sínar umbúðalaust og gat verið
fljótur að svara fyrir sig. Ein-
hverju sinni átti hann sam-
skipti í síma við starfsmann hjá
fyrirtæki nokkru, sem sagði
honum að frekari upplýsingar
gæti hann fundið á netinu. Dóri
svaraði því þá til að hann ætti
ekkert nema silunganet, hvort
viðkomandi héldi að þau
myndu duga?
Með Dóra í Tungu er fallinn
frá maður sem stóð fyrir sínu
alla tíð og stóð vaktina meðan
stætt var.
Síðustu árin fóru kraftar
þverrandi. Blessuð sé minning
Dóra í Tungu.
Jón Þorsteinn Gunnarsson.
Þá hefur hann elsku Dóri
okkar kvatt okkur. Nú hafa
orðið fagnaðarfundir í Drauma-
landinu. Ætli það sé ekki verið
að skála í krækiberjasaft og
bragða á ylvolgum klessum?
Eins og allir sem þekktu
Dóra vita var hér á ferðinni
einstakur persónuleiki. Þó að
Dóri hafi ekki notið þeirrar
gæfu að stofna sína eigin fjöl-
skyldu átti hann vissulega
stóra fjölskyldu sem átti stað í
hjarta hans. Hann sá mörgum
fyrir vistum í gegnum tíðina,
bæði úr sjó og af landi, og vildi
helst engar þakkir fyrir.
Dóra leið allra best heima
hjá sér og það var alltaf gott
að koma á Mýrarnar og eiga
góðar stundir. Minnisstæð eru
jólin 2016 þegar Dóri kom suð-
ur vegna heilsubrests og dvaldi
hjá okkur í Mosfellsbænum.
Hann viðurkenndi að þetta
hefði nú ekki verið svo slæm
jólahátíð eftir allt saman.
Minningarnar streyma um
hugskotið og margs er að
sakna. Oft var erfitt að vera
fjarri þegar Dóri þurfti á að-
stoð að halda og viljum við
koma á framfæri hjartans
þökkum til þeirra sem voru til
staðar fyrir hann og reyndust
honum vel.
Ó, leyf mér þig að leiða
til landsins fjalla heiða
með sælu sumrin löng.
Þar angar blóma breiða
við blíðan fuglasöng.
Þar aðeins yndi fann ég
þar aðeins við mig kann ég
þar batt mig tryggða band
því þar er allt sem ann ég,
það er mitt draumaland.
(Jón Trausti)
Elsku Dóri okkar, þar til
næst.
Svava Björk, Kristmundur
Anton, Bríet Björk,
Ásgeir Anton og Emma
Björk, Sigrún og Ásgeir,
Mosfellsbæ.
Halldór
Kristjánsson
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Við önnumst alla þætti undirbúnings og
framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbús-
skiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju
að leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Ellert Ingason,
umsjón sálmaskrár
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Eiginmaður minn og faðir okkar, afi
og langafi,
GUÐJÓN SVEINSSON
rithöfundur
frá Mánabergi, Breiðdalsvík,
lést þriðjudaginn 21. ágúst.
Kveðjuathöfn verður í Vídalínskirkju í Garðabæ miðvikudaginn
29. ágúst klukkan 15. Útförin verður gerð frá Heydalakirkju í
Breiðdal miðvikudaginn 12. september klukkan 14.
Jóhanna Sigurðardóttir
Svala Guðjónsdóttir Árni Einarsson
Anna Björk Guðjónsdóttir Stefán S. Bragason
Hanna Bára Guðjónsdóttir Helgi S. Ingason
Blædís Dögg Guðjónsdóttir Sigurþór Sigurðarson
Sveinn Ari Guðjónsson Sólný I. Pálsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
INGI TRYGGVASON
frá Kárhóli,
ferðaþjónustu- og skógarbóndi á
Narfastöðum í Reykjadal,
fyrrverandi kennari, alþingismaður og
formaður Stéttarsambands bænda,
lést á Skógarbrekku, dvalarheimili Heilbrigðisstofnunar
Norðurlands á Húsavík, miðvikudaginn 22. ágúst.
Útförin fer fram frá Einarsstaðakirkju laugardaginn 1. september
klukkan 14.
Þorsteinn Ingason
Steingrímur Ingason Guðný Eygló Gunnarsdóttir
Unnsteinn Ingason Rósa Ösp Ásgeirsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn