Morgunblaðið - 25.08.2018, Page 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2018
Elsku besta
amma. Við kveðjum
þig með söknuð í
hjarta. Það er ekki
auðvelt að koma orðum að því
hvað þú varst mikilvæg í okkar
lífi.
Þó að við byggjum aldrei í
sama landi varst þú alltaf hjá
okkur á einhvern hátt, við fund-
um fyrir nálægð þinni. Þú taldir
það ekki eftir þér að ferðast
heimsálfanna á milli vel fram á
áttræðisaldur til þess að heim-
sækja okkur og til þess að vita
hvar við værum svo að þú gætir
staðsett okkur í huganum. Við
vissum að þú hugsaðir alltaf til
okkar, baðst fyrir okkur og send-
ir alla englana þína yfir hafið þeg-
ar eitthvað bjátaði á. Við trúðum
á englana þína og hjálp þeirra.
Nú ert þú þeirra á meðal.
Þegar við heimsóttum þig á Ís-
landi gerðir þú allt sem þú gast til
þess að gera okkur dvölina sem
besta og skemmtilegasta og láta
okkur líða vel. Þú bjóst um okkur
heima hjá þér svo að við gætum
öll verið saman þótt þröngt væri,
og varst óþreytandi að útbúa það
sem okkur langaði mest í, hvort
sem það var gómsætur grjóna-
grautur eða nýbakaðar pönnu-
kökur.
Þú gafst okkur kærleika og
ást, sýndir alltaf skilning og
endalausa þolinmæði. Það var
spennandi að draga kærleik-
skortin þín og lesa fallegu skila-
boðin sem okkur fannst alltaf
passa vel við. Við lærðum af þeim
án þess að gera okkur grein fyrir
því. Þegar við vorum yngri lastu
fyrir okkur á íslensku á kvöldin
og fórst með faðirvorið fyrir
svefninn. Þú miðlaðir til okkar ró,
það var gott að vera hjá þér.
Elsku amma, við erum þér
óendanlega þakklát fyrir allt. Við
söknum þín.
Eva Marín, Óskar
og Antonio Karl.
Þorbjörg L.
Marinósdóttir
✝ Þorbjörg Lax-dal Marinós-
dóttir fæddist 7.
apríl 1935. Hún lést
3. ágúst 2018.
Útför Þor-
bjargar fór fram
17. ágúst 2018.
Sumt fólk heldur
stöðu sinni gagnvart
manni alla ævi; Þor-
björg var alla tíð
stóra systir okkar
bræðra. Hún var
elsta barn foreldra
sinna og tók
snemma ábyrgð,
fyrst á systur okkar
sem var þrem árum
yngri en hún og síð-
an á okkur bræðr-
unum, sem vorum níu árum
yngri.
Mamma sagði okkur síðar
hvernig Þorbjörg hefði þurft, 10
eða 11 ára gömul, að dragast með
okkur tvíburabræður sína í kerru
um Akureyrarbæ hvort sem
henni líkaði það betur eða verr.
Þetta var byrjunin á nánu sam-
bandi okkar við stóru systur og
okkur var ávallt mikilvægt að
vita að hún væri á okkar bandi.
Og þótt hún væri vitaskuld ekki
ein um að sinna okkur fannst
okkur hún oft og tíðum vera upp-
alandi okkar.
Það fór þó eftir skapsmunum
hennar hvernig okkur reiddi af í
samningaviðræðum um mögu-
lega ávinninga okkur til handa.
Það gustaði oft af henni og því
ekki á vísan að róa um hvort hún
vildi leika við okkur, lána okkur
reiðhjólið sitt eða leyfa okkur að
leika okkur í herberginu hennar
svo eitthvað sé nefnt. Þá var mik-
ilvægt að hitta á rétt augnablik.
Engu að síður er það sem hún
gerði fyrir okkur og með okkur
bræðrunum yfirleitt hlýtt, gott
og skemmtilegt í minningunni.
Það mátti að vísu búast við ákúr-
um frá henni fyrir sitthvað sem
við þóttumst alsaklausir af, svo
að á tímabili var hún okkar mór-
alski áttaviti.
En við áttuðum okkur smám
saman á skilaboðunum og fórum
eftir þeim, enda þótti okkur afar
vænt um hana og óttuðumst af-
leiðingarnar af hugsanlegri
óhlýðni okkar.
Í heimsóknum til hennar á efri
árum rifjuðust upp atburðir sem
okkur fannst mikið til koma á sín-
um tíma og skiptu hana einnig
máli.
Starf hennar, þegar hún var 16
ára, og í vist í breska sendiráðinu,
sem þá var í Höfða, fannst okkur
bregða sérstökum ljóma á heimili
okkar enda var hún sótt í fínum
bíl með einkennisklæddum bíl-
stjóra!
Svo lærði hún þar ensku sem
hún brá fyrir sig við fjölmörg
tækifæri, jafnvel eftir að Alz-
heimersjúkdómurinn var farinn
að ræna hana tjáningargetu.
Dvöl hennar í Húsmæðraskólan-
um á Varmalandi, sem varði þó
ekki nema einn vetur um tvítugt,
tengdi hana fjörutíu öðrum stúlk-
um sem hittust mánaðarlega alla
tíð síðan.
Hún hefði viljað verða kennari
sem ekki varð vegna fjárskorts á
heimilinu, að því er hún sagði. En
okkur fannst mun merkilegra að
hún kynnti fjölskyldu sinni nýja
aðferð við að elda jólasteikina!
Síðar kynnti hún okkur aðferð
til að lesa framtíð okkar í tölum.
Þorbjörg var andlega sinnuð
og leitaði eftir dýpri merkingu
lífsins. Á fullorðinsárum var hún
virk í Guðspekifélaginu og
Samfrímúrarareglunni síðan,
ræktaði andlega hæfileika sína
og lærði jóga til að verða sam-
ferðamönnum að gagni. Við gerð-
um okkur grein fyrir því að hún
hefði getað lært hvað sem var ef
tækifæri hefði til þess gefist.
Við fylgdumst með því hvernig
hún annaðist börn sín, eiginmann
og síðar foreldra okkar af natni
og reisn. Þannig var hún ávallt að
þjóna öðrum. Þegar rykið sest á
farinn veg situr eftir þakklæti
fyrir að hafa átt kærleiksríka
stóra systur.
Gretar L. Marinósson,
Karl L. Marinósson.
Við systkinin í St. Ósíris minn-
umst systur okkar Þorbjargar L.
Marinósdóttur, er hvarf til hins
eilífa austurs 3. ágúst síðastlið-
inn. Þorbjörg gekk í Alþjóðlega
frímúrarareglu karla og kvenna
Le Droit
Humain árið 1996 og gegndi
þar margvíslegum trúnaðarstörf-
um. Þorbjörg var sannur frímúr-
ari og vann öll sín störf af alúð og
trúmennsku. Nú er leiðir skilja er
okkur efst í huga þakklæti fyrir
einlæga vináttu og ánægjulegt
samstarf.
Hvíl þú í friði og megi sú hönd,
er heillastjörnunni stýrir,
gæta þín vinur á vegferð um lönd
við öll munum kanna um síðir.
(Gunnar Einarsson frá Bergskála)
Við kveðjum kæra systur með
söknuði og virðingu og flytjum
ástvinum hennar einlægar sam-
úðarkveðjur.
F.h. St. Ósíris,
Katrín Guðmunda
Einarsdóttir.
„Það verður tómlegt að halda
áfram göngu lífsins án Þorbjarg-
ar.
Hún hefur verið órjúfanlegur
partur af mínu lífi frá því ég
kynntist Guðbjörgu dóttur henn-
ar sex ára gömul, minni bestu
vinkonu alla tíð síðan þá.
Upp frá því var hún alltaf til
staðar fyrir mig í blíðu og stríðu.
Þorbjörg umvafði mig hlýju og
kærleika, uppörvaði mig og
hvatti eins og ég væri hennar eig-
in dóttir.
Fyrir það er ég henni óendan-
lega þakklát.
Eftir því sem árin liðu urðum
við góðar vinkonur. Við hittumst
reglulega og þá oftast á „rauðum
dögum“ eins og hún sagði en það
voru sunnudagar.
Þorbjörg hélt upp á rauða lit-
inn, sagði að hann gæfi sér orku
og hvatti mig til þess að nota
meiri lit í klæðaburði.
Henni fannst ég oft of mikið í
svörtu, lit sem hún vildi sjálf lítið
nota.
Fyrir henni var lífið allt annað
en svart og hvítt, heldur litríkt,
og það speglaðist bæði í fallegum
klæðaburði hennar og í fallegu
heimilinu sem svo notalegt var að
koma á.
Hún verður ávallt fyrirmynd
mín í því hvernig hún tókst á við
lífið með æðruleysi, gleði og fal-
legu brosi.
Mér finnst þetta ljóð eftir Vil-
borgu Dagbjartsdóttur lýsa vel
lífsviðhorfi hennar.
Þú segir: Á hverjum degi
styttist tíminn
sem við eigum eftir.
Skref fyrir skref
færumst við nær
dauðanum
– en ég þræði dagana
eins og skínandi perlur
upp á óslitinn
silfurþráðinn
Á hverju kvöldi
hvísla ég glöð
út í myrkrið;
enn hefur líf mitt
lengst um heilan dag
Hanna Valdís
Guðmundsdóttir.
Sigurbjörg vin-
kona mín er látin eftir erfið veik-
indi. Lilla, eins og hún var alltaf
kölluð, hóf nám í KÍ 1956, ári
seinna en ég. Hún var eins og
himnasending á vegi mínum. Það
er yndislegt að eignast góða vin-
Sigurbjörg
Guðmundsdóttir
✝ SigurbjörgGuðmunds-
dóttir sérkennari
fæddist 28. mars
1938. Hún andaðist
15. júlí 2018.
Útför Sig-
urbjargar fór fram
í kyrrþey að henn-
ar ósk hinn 20. júlí
2018.
konu. Núna er
þakklæti mér efst í
huga.
Við spyrjum og
skiljum ekki skap-
arann. Hvers vegna
óbærileg veikindi og
missir? Við fáum
engin svör.
Þegar ég lít til
baka koma margar
góðar minningar
upp í hugann.
Æskuheimili þeirra systkina var
á Gránufélagsgötu á Akureyri.
Mér er minnisstæð fyrsta ferð
mín norður. Þá vildi svo til, að
móðir þeirra var að búa til slátur.
Ég var strax látin hjálpa til við
sláturgerðina, var alveg óvön
slíku en tókst samt að sauma ein-
hvern veginn. Þá var nú glatt á
hjalla á heimili Lillu að loknu
verki.
Lilla var mjög trúuð kona. Við
sóttum oft fundi í KFUK og
ræddum allt milli himins og jarð-
ar.
Hún gat rökstutt sjónarmið
sín án þess að vera óréttlát. Svo
liðu árin. Við stofnuðum heimili
hvor í sínum landshluta.
Alltaf þegar ég var stödd á
Akureyri í heimsókn hjá vinum
og ættingjum notaði ég tækifærið
að líta inn hjá Vilbergi og Lillu,
sem tóku mér með vinsemd og al-
úð.
Lilla var einstaklega mikil
hannyrðakona þrátt fyrir minni
mátt í annarri hendinni.
Ég á fallegan heklaðan kraga
og peysu sem hún færði mér.
Í einni heimsókninni til þeirra
kom ég auga á stórt enskt bibl-
íudagatal; á því voru bæði ritn-
ingarstaðir og myndir. Næst
þegar hún kom í heimsókn gaf
hún okkur samskonar dagatal.
Hún birtist ævinlega með eitt-
hvað óvænt í poka handa mér.
Við munum eftir þessum orð-
um: „Góðar þykja mér gjafir þín-
ar en betri vinátta þín.“
Svo var það óvissuferðin henn-
ar Lillu. Hún sótti mig og við
stefndum til Reykjavíkur. Þetta
var svo sannarlega mikið ævin-
týri. Við skoðuðum gróðrarstöð-
ina Mörk og drukkum þar kaffi
saman. Hún var alltaf svo hug-
ulsöm.
Þau Sigurbjörg og Vilberg
áttu sér annað heimili í Kópavogi,
sem þau kölluðu sumarbústað.
Það auðveldaði mér að skerpa
á sambandinu við þau á ný. Oft
dáðist ég að þeim hjónum í afa-
og ömmuhlutverkinu. Mér fannst
afar notalegt að sitja í eldhúsinu
hjá þeim yfir kaffibolla og spjalla.
Ekki kemst ég hjá því að minn-
ast á Hjálpræðisherinn í þessum
orðum um vinkonu mína, Lillu.
Vilberg og Sigurbjörg hafa
unnið í sjálfboðavinnu fyrir
Hjálpræðisherinn árum saman.
Hress og markviss náungakær-
leikur birtist í þessu starfi.
Lilla var einstaklega virk í
starfi Heimilissambandsins á Ak-
ureyri.
Konurnar unnu sitt hvað í
höndunum sem var síðan selt en
ágóðinn rann til kristniboðsins.
Ekki var verra að hlusta á valda
framhaldssögu eða hugvekju
svona í lokin. Allt skyldi það vera
uppbyggilegt fyrir sálarlífið.
Kæri Vilberg og fjölskylda, við
biðjum algóðan Guð að styrkja
ykkur og hugga.
Í voða, vanda og þraut
vel ég þig förunaut.
yfir mér virztu vaka
og vara á mér taka.
Jesús mér fylgi í friði
með fögru engla liði.
(H. Pétursson)
María og Óskar.
Eitt af öðru
hverfa þau, vina-
fólkið okkar kæra
heima á Reyðar-
firði, inn í óendanleika eilífð-
arinnar og nú hefur hún Óla
Bubba kvatt okkur hinztu
kveðju en hún hét fullu nafni
Ólöf Guðbjörg. Löng og erfið
var sjúkdómsbarátta hennar,
en alltaf hélt hún reisn sinni og
eðlislægri hlýju samfara þeirri
launfyndni sem hún var svo rík
af og hitti alltaf beint í mark án
þess að særa.
Hún var afar hugguleg kona
og bar sig einkar vel, en mann-
kostirnir báru af öllu. Við
Hanna höfðum af henni kær
kynni, ég kom oft í heimsókn til
þeirra hjóna, hennar og Ingólfs
vinar míns, oftast í þeim er-
indagjörðum að biðja hann að
liðsinna okkur um píanóleik
sinn, hvort sem var í leiksýn-
ingum, á þorrablótum eða öðru
slíku. Það var undur notalegt
og gott að sækja þau Ólu
Bubbu heim og minnisstæðast
þegar Ingólfur var eitthvað
tregur, vantreysti sér í krefj-
andi verkefnin, að þá sagði Óla
Bubba að auðvitað gerði hann
þetta og þar með var björninn
unninn. Hanna kynntist Ólu
Bubbu vel er þær unnu saman
á dansleikjum í Félagslundi
ásamt henni Rúnu Ellerts, þeg-
Ólöf Guðbjörg
Pálsdóttir
✝ Ólöf GuðbjörgPálsdóttir
fæddist 13. desem-
ber 1936. Hún lést
8. ágúst 2018.
Útför Ólafar fór
fram 17. ágúst
2018.
ar þau hjón Ingólf-
ur og Óla réðu þar
ríkjum, og það
þótti Hönnu vera
góðar stundir, þótt
erfiðar væru að af-
loknum vinnudegi,
og alveg sérstak-
lega gott að vinna
með þessari rösku
og vandvirku konu
með sína léttu og
hlýju lund, ómet-
anlegir eiginleikar í hverju sem
var. Hún var einkar vel liðin
hvar sem hún var í vinnu með
handtök sín örugg og rösk og
það sagði mikið um manngerð-
ina einnig.
Það er sannarlegt þakkarefni
á lífsins leið að mæta slíku við-
móti vermt einlægni og glettni
orðheppninnar, en hún var
rómuð fyrir hana ekki síður en
eiginmaðurinn og þau hjón
samvalin í því sem öðru.
Heimilið var hennar aðals-
merki, allt bar hinni verkhögu
konu og listrænu handbragði
hennar ljósan vott. Hún var
sönn móðir sona sinna, henni
harmsefni mikið er Páll sonur
þeirra lézt löngu fyrir aldur
fram og sannarlega var hún
líka húsmóðir af beztu gerð.
Hún Óla Bubba er kvödd
með þakklæti í hug okkar hjóna
fyrir vinhlýja samfylgd, þar fór
um veg kona sem eingöngu
skilur eftir sig ljómandi minn-
ingar. Sonum hennar og þeirra
fólki eru sendar innilegar sam-
úðarkveðjur.
Megi sumarblærinn blíði
fylgja henni inn á ókunn lönd í
heiðblámans firð.
Helgi Seljan.
Jóna frænka er
farin. Farin á vit
feðra sinna, ömmu og afa í
Naustvík.
Ég vil þakka Jónu frænku
samferðina, tímann okkar sam-
an í Guðlaugsvík. Þegar ég kom
í sauðburðinn snemma í maí.
Það var dýrðartími. Fékk að
hætta í skólanum á undan hin-
um krökkunum til að fara í
sveitina, að taka á móti nýju lífi
í fjárhúsunum í Guðlaugsvík.
Jólin bliknuðu í samanburði við
að fara í Guðlaugsvík. Þvílík
eftirvænting, þvílík gleði.
Eins og sannri húsmóður
sæmir stóð Jóna frænka mest í
eldhúsinu og töfraði fram
hverja máltíðina á fætur ann-
arri.
Hver móran bökuð á eftir
annarri og hvarf jafnóðum ofan
í krakkaskarann. Aldrei fékk
ég nóg af móru, einfaldri
súkkulaðiköku með glassúr-
kremi sem Jóna frænka gerði
einstaka.
Þegar mamma sótti mig á
miðju sumri á leið sinni í
Naustvík var ég orðin búlduleit
og sæl enda fimm máltíðir á
dag í Guðlaugsvík, allar reiddar
fram af Jónu frænku.
Uppvaskið eftir matinn, mat-
arbúrið sem var eins og æv-
intýraland fyrir krakkann mig
og gæðastundirnar allar fyrir
Guðbjörg Jóna
Guðmundsdóttir
✝ Guðbjörg JónaGuðmunds-
dóttir fæddist 5.
desember 1935.
Hún lést 31. júlí
2018.
Útför Guð-
bjargar Jónu fór
fram 15. ágúst
2018.
framan sjónvarpið
eftir útiveru dags-
ins. Allt minningar
sem mér eru kær-
ar nú þegar ég
kveð Jónu frænku.
Jóna frænka var
kvenskörungur;
dugleg, ósérhlífin
og ákaflega gest-
risin. Eðalhjónin
Jóna og Skúli voru
einstakt par, sem
mynduðu sterka umgjörð sem
setti heimilislífið í Guðlaugsvík
í allt annað samhengi. Gagn-
kvæm virðing, yfirvegun og
kærleikur. Börnin öll og dýrin,
maður lifandi. Ég vildi hvergi
annars staðar vera. Guðlaugs-
vík, alltaf söm, alltaf eins og að
koma heim.
Lífsgæði er hægt að meta á
margan hátt. Dvöl í sveit fyrir
borgarbarn, öll sumur frá fimm
til tólf ára aldurs. Þar sem dýr-
in réðu ríkjum, hundarnir
Snotra og Lappi, kindurnar all-
ar og Snoppa mín sem vildi
ekkert með mig hafa og vapp-
aði á braut með lömbin sín.
Baslið og búskapurinn í bíl-
hræinu Skrapa og í búinu góða,
Litla kofa.
Þetta eru lífsgæði. Lífsgæði
sem móta einstakling til fram-
tíðar. Slík tækifæri voru ekki í
boði fyrir alla. Sumrin í Guð-
laugsvík var dýrmætur tími í
lífi mínu, hann var okkar tími,
okkar Jónu frænku, og fyrir
hann er ég henni þakklát.
Elsku Skúli, Guðrún, Helgi,
Unnur, Anna og Gummi, missir
ykkar er mikill en minning
Jónu frænku lifir í hjörtum
okkar sem henni voru sam-
ferða.
Sandra.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar