Morgunblaðið - 25.08.2018, Síða 35

Morgunblaðið - 25.08.2018, Síða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2018 ✝ Þór Arasonfæddist á Hamri við Hvamms- tanga 21. október 1946. Hann lést á heimili sínu á Skagaströnd 11. ágúst 2018. Þór var sonur hjónanna Ara Guð- mundssonar, f. 17. september 1921, d. 18. janúar 2005, og Sigríðar Þórhallsdóttur, f. 20. september 1926, d. 25. desember 2016. Systkini Þórs eru: Eiríkur, f. 1950, Baldur, f. 1954, d. 2017, Bragi, f. 1954, d. 2001, Guð- ember 1974, í sambúð með Maríu K. Gunnarsdóttur, þau eiga þrjár dætur. Þór ólst upp í Vestur-Húna- vatnssýslu, meðal annars á Valdalæk og Súluvöllum á Vatnsnesi. Hann fór ungur að vinna fyrir sér og var við brúar- smíði og fleira þar til þau Fjóla hófu sambúð á Akureyri 1965. Þar vann hann í verksmiðju Akra um tíu ára skeið en árið 1975 flutti fjölskyldan á Skaga- strönd þar sem Þór og Fjóla hafa búið síðan. Þór sinnti ýmsum störfum og verkefnum svo sem ökukennslu og iðnaðarstörfum en aðalstarf hans og verkefni voru við smíðar, bæði hjá öðrum og sem sjálfstætt starfandi. Útför Þórs fer fram frá Hóla- neskirkju í dag, 25. ágúst 2018, klukkan 14. mundur, f. 1955, Ari, f. 1958, og Þór- dís, f. 1960. Eiginkona Þórs er Fjóla Jónsdóttir, f. 10. nóvember 1947, dóttir Jóns Jónssonar, f. 21. maí 1921, d. 9. júlí 1991, og Maríu Magnúsdóttur, f. 1. maí 1919, d. 2. febr- úar 2016. Synir Þórs og Fjólu eru: 1) Ari Jón, f. 11. júlí 1966, hann á fjögur börn og þrjú barnabörn. 2) Þór- arinn Kári, f. 20. maí 1967, kvæntur Ann Þórsson, þau eiga tvo syni. 3) Atli Þór, f. 1. nóv- Elsku afi. Orð fá því ekki lýst hversu mikið ég sakna þín og hversu tómlegt er án þín. Ég missti ekki bara langbesta afa sem hægt er að hugsa sér, held- ur missti Alexandra sinn allra besta vin. Mikið finnst mér ég heppin að hafa haft þig sem svo stóran part í mínu lífi. Þú áttir alltaf nóg af þolinmæði, væntumþykju og endalausan tíma fyrir okkur afabörnin. Takk fyrir að vera alltaf til stað- ar fyrir okkur, elsku afi. Sjáumst síðar. Þín afastelpa, Þórey Fjóla. Þór Arason er fallinn frá langt um aldur fram og skilur eftir sig skarð sem ekki verður auðfyllt. Þessi hægláti öðlingur, sem allra götur greiddi ef hann gat, var á sinn hátt einstakur. Hvenær sem þurfti ráðs eða aðstoðar við var því jafn ljúflega tekið. Engu lofað en allt leyst þegar tími vannst til. Hvergi farið fram af offorsi eða með gauragangi heldur gengið til verks af yfirvegun og rósemi þess sem er búinn að þaulhugsa hvað eigi að gera og hvernig. Verkefnið leyst af kunnáttusemi og vand- virkni. Það má segja að hann hafi lagt gjörva hönd á margt þótt smíðar og húsagerð hafi verið þau verkefni sem hann vann mest að. Hann var nægjusamur um alla hluti, stund- um um of. Verkstæðið hans á Mánabrautinni bar þess til dæmis merki. Þar var ekki verið að bruðla í húshitun nema þegar harðast var á veturna og þá rétt á meðan hann var að vinna. Verkfærin og timbrið þurftu enga kyndingu. Gömlu verkfærin voru líka geymd ásamt lager af alls kyns skrúfum, nöglum, lömum og öðru sem einhvern tím- ann gæti að gagni komið, fyrir ein- hvern. Þór var einstaklega heilsteyptur og fór sínar eigin leiðir, hafði sínar ákveðnu skoðanir á hlutunum og var oftast búinn að þaulhugsa þær eins og verkin sem hann undirbjó. Álit hans á málum samfélagsins einkenndist af þeim kjörum sem hann ólst upp við en voru ávallt sett fram á málefnalegan og sanngjarn- an hátt án þess að þau væru per- sónugerð. Hann átti það hins vegar til að vera dálítið þver og ákveðinn með það sem hann beit í sig. Hann sá til dæmis ekki mikla ástæðu til að fá álit fólks úr læknastétt á heilsufari sínu, hvað sem á gekk. Hann hafði bara sinn hátt á hlut- unum og því varð ekki haggað ef hann var búinn að ákveða hvernig hann vildi hafa þá. Þór var ekki þeirrar gerðar að láta mikið með sjálfan sig eða vera beint að viðra sig upp við annað fólk en þeir sem kynntust honum fundu fljótt þann einlæga, trausta og góða dreng sem hann var. Vina- og kunningjahópurinn var því byggður á gagnkvæmri virð- ingu og trausti. Þór sóttist reyndar ekki eftir miklu frá öðrum og þurfti sjaldan á greiðum annarra að halda en var því gjöfulli sjálfur á allt slíkt. Við kynntumst Þór þegar hann og Fjóla tóku saman fyrir rúmum fimmtíu árum og höfum fengið að njóta fjölskyldutengsla, nágrennis og vináttu hans alla tíð síðan. Handtök hans voru ófá og ráðlegg- ingar við að koma íbúð og húsi í lag þegar við byrjuðum að búa og reyndar margoft síðan við lagfær- ingar og endurbætur. Fyrir allt það og samfylgdina við Þór Arason erum við óendanlega þakklát og kveðjum góðan vin og félaga með miklum söknuði. Við sendum Fjólu og fjölskyld- unni allri okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Magnús B. Jónsson og Guðbjörg B. Viggósdóttir. Góður vinur okkar og félagi, Þór Arason, verður borinn til hinstu hvíldar á Skagaströnd í dag. Hug- urinn hvarflar til allra stundanna á heimili þeirra hjóna, Fjólu og Þórs. Við eldhúsborðið á Bogabraut 26 á Skagaströnd var oft setið og spjall- að um dægurmál, pólitík og stór- fjölskyldumál, þau rædd og krufin. Já – eiginlega varð eldhúsborðið hjá þeim eins konar framlenging á eldhúsborðinu okkar. Það var svo sjálfsagt að labba beint inn nánast án þess að banka hjá þeim Þór og Fjólu. Kaffi og meðlæti var óðar komið á borðið. Þór var einstaklega ljúfur maður, margfróður og fylgdist afar vel með öllu sem var að gerast í sam- félagsumræðunni. Hann var mjög glöggur á menn og málefni. Það var í senn svo hlýlegt og upplýs- andi að sitja þarna og spjalla og heyra álit hans á því sem var að gerast. Heimili þeirra Þórs og Fjólu frænku var einnig sannarlega mið- punktur stórrar og samhentrar fjölskyldu. Þar var alltaf pláss. Þór var afar lagtækur, vann mest við smíðar seinni árin. Hann var mjög bónþægur og líkaði vel að starfa sem sinn eigin herra og leysa þau verk sem hann tók að sér á eig- in spýtur vel og af vandvirkni. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt orðið nei hjá þessum góða vini. Sumir menn hafa með návist sinni og hlýju fasi svo innilega mannbætandi áhrif á umhverfi sitt og þá sem í kringum þá eru. Þann- ig maður var Þór. Með þessum orðum viljum við þakka Þór fyrir allar góðu stund- irnar, spjallið og vináttuna á far- sælli samferð. Hjá Þór Arasyni fylgdust að hugur og hönd. Vissulega verður skarð fyrir skildi við eldhúsborðið á Boga- brautinni en minningarnar um Þór munu lifa áfram meðal okkar og tala sínu máli. Fyrir það þökkum við. Við Ingibjörg vottum Fjólu og fjölskyldunni allri einlæga samúð og megi minningin um hugljúfan mann og góðan fjölskylduföður verða ykkur styrkur í sorginni. Blessuð sé minning Þórs Ara- sonar. Guð gefi landi voru marga slíka. Ingibjörg Sólveig Kolka og Jón Bjarnason. Þór Arason ✝ Helga Jóns-dóttir, skírð Eyrún Helga, fæddist í Mörtungu á Síðu 12. janúar 1929. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum 11. ágúst 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jón Ólafsson bóndi, f. 12.7. 1892, d. 21.6. 1979, og Þórunn Eiríksdóttir húsfreyja, f. 14.7. 1895, d. 29.12. 1961. Þau hjónin eignuðust fjögur börn og var Helga næstyngst. Elst systkinanna var Ragna Ólöf, en hún var jarðsungin 22. ágúst síðastliðinn, f. 25. febrúar 1925, næstelst var Ingibjörg, f. 25. júlí 1926, d. 1966, og yngstur Ragnar, f. 21. desember 1930, d. 2011. Helga ólst upp í Mörtungu við hefðbundin landbún- aðarstörf en starf- aði síðar víða um land einkum sem matráðskona. Vet- urinn 1953-’54 var hún í Húsmæðra- skóla Suðurlands á Laugarvatni. Helga kom aftur alkomin í Mörtungu 1974, þá með systkina- börnum sínum, börnum Ingibjarg- ar, sem hún gekk í móðurstað. Það eru þau Eiríkur Þór Jóns- son, f. 19.4. 1962, börn hans eru Petra Ingibjörg, f. 29.1. 1993, og Jón Sölvi Walderhaug, f. 1.2. 1999; Aðalbjörg Jónsdóttir, f. 12.5. 1964, dætur hennar eru Rúna Björg Vilhjálmsdóttir, f. 16.1. 1993, og Helga Sóley Vil- hjálmsdóttir, f. 22.1. 1999; Jóna Björk Jónsdóttir, f. 1.11. 1965. Helga verður jarðsungin frá Prestbakkakirkju í dag, 25. ágúst 2018, klukkan 13. Með örfáum orðum viljum við minnast Helgu Jónsdóttur frænku okkar. Margar góðar minningar fara um hugann þar sem við systkinin úr „efri bænum“ nutum góðvildar og gestrisni Helgu. Okkur fannst mjög spennandi að kíkja til hennar á mjaltatíma og fá að hjálpa til í fjósinu og oft fengum við líka nýbakaðar klein- ur eða annað góðgæti í eldhúsinu hennar. Þó svo Helga hafi dvalið síð- ustu ár á hjúkrunarheimilinu á Klaustri þá hittum við hana oft- ast í Mörtungu enda lét hún sig ekki vanta þegar eitthvað var um að vera í sveitinni hennar. Á jólunum var spilað en einnig spjallað og glaðst að loknu góðu dagsverki í smalamennskum. Hennar verður sárt saknað en minningin lifir og víst að vel verð- ur tekið á móti henni í sumar- landinu. Elsku Jóna, Adda, Eiríkur og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur innilegustu samúð okkar. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þórunn Ásta, Ægir og Rannveig Ólafsbörn. Eyrún Helga Jónsdóttir ✝ Leifur SteinarrHreggviðsson fæddist á Sauð- árkróki 10. október 1935. Hann lést á Akureyri 2. ágúst 2018. Foreldrar hans voru Valgerður Kristjana Þorsteinsdóttir, f. 25. febrúar 1918, d. 26. maí 1989, og Hreggviður Ágústsson, f. 16.5. 1916, d. 31.5. 1951. Systkini Leifs, sammæðra, eru Ragnar Heiðar Guðmundsson, f. 1938, d. 2006, Sólborg Ingibjörg Guð- mundsdóttir, f. 1939, Kjartan Björn Guðmundsson, f. 1941, Jó- hann Sævar Guðmundsson, f. 1944, Freyja Auður Guðmunds- dóttir, f. 1948, d. 2007, Sigrún Helga Guðmundsdóttir, f. 1949, Oddsteinsdóttir. Guðný Hrefna, f. 1974, móðir hennar er Sig- urlaug Jóhanna Björnsdóttir. Fóstursonur Leifs og hálfbróðir Guðnýjar sammæðra er Björn Eysteinn Jóhannsson. Þorsteinn Ragnar, f. 1981, og Halldór Val- ur, f. 1984, móðir þeirra er Sig- ríður Björnsdóttur. Sveinbjörg Inga, f. 1985, móðir hennar er Kolbrún Bylgja Sveinbjörnsdóttir. Guðni Már, f. 1987, móðir hans er Unnur Erla Björnsdóttir. Barnabörnin eru 15 og langafabörn tvö. Leifur vann frá unga aldri ýmis störf, m.a. við fiskvinnslu og til sveita. Lengst af var hann bóndi í Byrgisskarði og Bakka- koti. Hann var bóngóður og hjálpsamur, gegndi ýmsum for- ystuhlutverkum um ævina, eins og sem gangna- og réttarstjóri, og vann fram undir það síðasta. Leifur gekk í barnaskóla á Siglufirði frá níu til tólf ára. Hann hætti aldrei að læra og var víðfróður. Útför Leifs fer fram frá Goð- dalakirkju í dag, 25. ágúst 2018, klukkan 15. Heiðrún Hulda Guðmundsdóttir, f. 1951, d. 2017, Þor- steinn Ingi Guð- mundsson, f. 1953, Sigurður Óskar Guðmundsson, f. 1955, d. 2005, og Einar Ásgrímur Sigurðsson, f. 1959. Systkini Leifs sam- feðra: Ágúst, f. 1937, Inga Steina, f. 1942, d. 1943, Haukur, f. 1948, d. 1997, Hólmgeir, f. 1949, og Þor- steinn, f. 1950. Leifur kvæntist 27.9. 1996 Kerstin Hiltrud Roloff. Dóttir þeirra er Swanhild Ylfa Kat- arína Roloff Leifsdóttir, f. 1996. Eldri börn Leifs eru: Ingi- björg Jenný, f. 1967, Haraldur Þór, f. 1968, og Sigurjón Viðar, f. 1971, móðir þeirra er Freyja Óendanlegt þakklæti er mér efst í huga þegar ég kveð hann elsku pabba minn. Pabbi minn hafði margt til brunns að bera og hafði alltaf svör á reiðum hönd- um. Ég er handviss um það að ef hann hefði ekki gerst bóndi þá hefði hann orðið einhvers konar fræðimaður. Hann var víðlesinn sem hann hafði óskaplega mikla ánægja af alveg frá því hann lærði að lesa fimm ára gamall. Pabbi las sér til skemmtunar, til fræðslu og jafn- vel til að upplýsa sjálfa sig um hina ýmsu hluti. Pabbi minn var hjartahlýr maður sem sýndi það í verki frekar en orðum. Sambúð foreldra minna rann út í sandinn þegar ég var nýbyrjuð í grunn- skóla og varð úr að ég varð eftir hjá honum og bróðir minn sem mamma átti úr fyrra sambandi fór með henni. Aldrei nokkurn tímann fann ég fyrir því að mamma mín byggi ekki hjá okk- ur því hann uppfyllti bæði hlut- verk móður og föður. Hann var duglegur að rækta sambandið við móðurfjölskyldu sína, það streyma góðar minningar frá mínum æskuárum hvað þetta varðar. Pabbi sagði aldrei styggðarorð um einn né neinn. Síðan ég fór að hafa vit og skilja lífið og vissi að pabbi hefði verið dálítið óheppinn í ástamálum og fólk tók Gróu á Leiti upp á borð þá hef ég aldrei tekið það inn á mig að pabbi ætti átta börn með fimm konum, fyrir mér er þetta hinn eðlilegasti hlut- ur. Ég á kannski ekki alsystkini í talningunni en fyrir mig skiptir það ekki máli því þau eru og verða bara alltaf systkini mín sem mér þykir óendanlega vænt um. Hann hafði marga kosti sem ég hef tekið mér til fyrirmyndar í mínu lífi, má þar nefna umburð- arlyndi, þolinmæði, réttsýni, vera góður við aðra, dæma ekki. Pabbi og ég ræddum alltaf um allt milli himins og jarðar og nú síðustu ár ræddum við um lífið sem gengur í hringi, allt sem hann gerði fyrir mig geri ég í dag fyrir stelpurnar mínar sem báðar eru komnar með börn. Hjálpa þeim og styðja út í lífið. Alla mína ævi hafði hann af áhuga og hugulsemi fylgst með fjölskyldu sinni, hvort sem það voru börnin hans, systkini, frænkur eða frændur, auk þess sem hann spurði einstaka sinnum um gamlar vinkonur mínar. Ég hugsanlega gæti skrifað bók um líf pabba því margs er að minnast en nú kveð ég hann og veit að honum líður vel núna eftir erfiða sjúkrahúslegu eftir hjarta- aðgerð sem hann fór í 7. júní sl. Hann er kominn til elsku bestu Ingibjargar ömmu sinnar, mömmu, pabba, fósturforeldra og systkina. Ég og mín fjölskylda geymum yndislegar minningar um föður, tengdaföður, afa og langafa. Ég kveð þig með sömu orðum og ég sagði við þig síðasta daginn sem ég var hjá þér á sjúkrahús- inu á Akureyri. Sjáumst síðar pabbi minn. Þín dóttir, Guðný Hrefna. Elsku afi í sveitinni, við þökk- um fyrir allt og allt og látum hér fylgja með ljóð eftir skáldkonuna sem skrifaði bækurnar sem þú varst að safna fyrir mömmu okk- ar og ömmu. Yfir liðna lífsins daga lítum við á kveðjustund. Minningarnar mörgu streyma mildar fram í hljóðri lund: Þú hið besta vildir veita, vaxta allt sem fagurt var, vinna, fórna, vaka og biðja vinunum til blessunar. Börnin þín og barnabörnin blessa og þakka liðinn dag, þakka alla ástúð þína, allar fórnir þeim í hag. Liðnar stundir ljúft við gengum, leiðir hér þá skilja nú frelsarans í faðminn blíða felum þig í bjartri trú. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Katrín, Jóhanna, Grétar, Thelma, Ástrós og Daníel. Leifur Steinarr Hreggviðsson Davíð útfararstjóri 551 3485 - www.udo.is Óli Pétur útfararstjóri Elsku pabbi, sonur okkar og bróðir, HEIÐAR SIGMAR EIRÍKSSON framkvæmdastjóri, lést á heimili sínu í Póllandi miðvikudaginn 18. júlí. Jarðsett hefur verið frá Garðakirkju, Garðabæ. Elsku pabbi, takk fyrir allt. Ólína Jóhanna Heiðarsdóttir Hjaltalín Theresa Heiðarsdóttir Eiríkur Hjaltason og Jóhanna S. Sigmundsdóttir Helgi Eiríksson og fjölskylda Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.