Morgunblaðið - 25.08.2018, Page 38
38 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2018
SAMSTARFSAÐILI
HVAR SEM ÞÚ ERT
Hringdu í 580 7000
eða farðu á sumarhusavorn.is
Stefán Þór Vignisson, stjórnarformaður og einn fjögurra eigendaMVA byggingaverktaka, á 40 ára afmæli í dag. Hann hefur veriðí byggingabransanum í fimmtán ár en MVA var stofnað 2012.
Fyrirtækið er með höfuðstöðvar sínar á Egilsstöðum en Stefán er þaðan
og hefur búið þar mestalla tíð.
MVA verktakar sérhæfa sig í byggingum og breytingum á mann-
virkjum svo sem íbúðarhúsum, sumarhúsum, bryggjusmíði og brúar-
gerð. Starfsmenn eru í kringum 25.
„Við höfum sinnt verkefnum um allt Austurland, alveg frá Hornafirði
og að Þórshöfn. Við erum núna að vinna uppi á Kárahnjúkum í viðhaldi
þar á steyptum mannvirkjum. Við erum nýbúnir að steypa brú í Beru-
firði og erum að leggja lokahönd á hana, erum að setja upp handrið.“
Brúin er hluti af nýjum veg um Berufjarðarbotn sem styttir hringveg-
inn um þrjá og hálfan kílómetra og þegar hann verður tilbúinn verður í
fyrsta sinn hægt að aka allan þjóðveg eitt á bundnu slitlagi. „Vonandi
verður hægt að opna hann í haust.“
Stefán segist ekki hafa mikinn tíma fyrir áhugamál, vinnan taki það
mikinn tíma. „Ég er t.d. ekki búinn að taka mér neitt frí í ár. Það er ein-
staka sinnum sem ég kemst á enduro-hjól.“
Sambýliskona Stefáns er Jóna Bryndís Eysteinsdóttir hárgreiðslu-
kona og synir þeirra eru Vignir Steinn ellefu ára og Kristján Darri fjög-
urra ára.
Stefán var ekki búinn að ákveða hvað hann ætlaði að gera í dag í til-
efni afmælisins en hann mun halda svakalegt partí í september.
Stjórnarformaðurinn Stefán staddur við loftgöng á Jökulsá í Fljótsdal
þar sem síðasta deginum fyrir fertugsafmælið var eytt.
Er að stytta hring-
veginn fyrir austan
Stefán Þór Vignisson er fertugur í dag
Ú
lfar Jónsson fæddist í
Hafnarfirði 25.8. 1968
og ólst þar upp,
lengst af í Norður-
bænum. Hann var í
Víðistaðaskóla, stundaði nám við
Flensbogarskóla, stundaði nám við
Houston Baptist University í
Houston í Texas og við University
of Louisiana og lauk þaðan prófi í
viðskiptafræði með markaðsfræði
sem sérsvið 1993. Auk þess lauk
hann námi sem PGA-golfkennari á
vegum Golfsambandsins og PGA-
samtakanna vorið 2008. Þá hefur
hann sótt fjölda námskeiða í við-
skiptafræði og í golfi og golf-
þjálfun.
Úlfar kynntist golfíþróttinni níu
ára og stundaði hana af kappi frá
upphafi hjá Golfklúbbnum Keili í
Hafnarfirði: „Pabbi hafði farið í
golf með félögum sínum, á
Hvaleyrarvellinum. Hann hafði tek-
ið mig með og skilið mig eftir við
skálann með eina kylfu og golfkúlu.
Ég hafði kynnst ýmsum íþrótta-
greinum en þarna fann ég mína
grein og þá varð ekki aftur snúið.“
Á unglingsárunum byrjaði Úlfar
einnig að vinna á golfvellinum á
Úlfar Jónsson, golfþjálfari og fv. atvinnukylfingur – 50 ára
Hjónin og börnin Talið frá vinstri: Aron Úlfarsson, Úlfar, Hilmar Jón Úlfarsson, Helga og Unnur Elsa Reynisdóttir.
Margfaldur meistari
og kylfingur aldarinnar
Þjálfarinn Það er að ýmsu að hyggja í golfi, t.d. að halda rétt um kylfuna.
Kópavogur Klara
Guðbjörg Hringsdóttir
fæddist 3. október 2017
kl. 22.53. Hún vó 3.240
og var 48 cm löng. For-
eldrar hennar eru Iðunn
Sæmundsdóttir og
Hringur Pálsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is