Morgunblaðið - 25.08.2018, Blaðsíða 41
DÆGRADVÖL 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Reyndu að forðast þá manneskju
sem vill setjast niður og ræða viðskitpa-
hugmynd sem þér líst ekkert á. Margir af
draumum þínum munu rætast á næst-
unni.
20. apríl - 20. maí
Naut Njóttu góðra stunda með öðrum og
þiggðu öll boð um skemmtanir sem þér
berast. Þér eru allir vegir færir.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Dagurinn í dag er hagstæður
fyrir fjármálaviðskipti. Gefðu þér líka tíma
til að vera með fjölskyldunni og rifja upp
gamlar minnningar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Sestu niður og farðu í gegnum
málin, sérstaklega fjármálin, svo þú vitir
upp á hár hvar þú stendur. Þú verður á
ferð og flugi næstu vikurnar.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Skyldurnar hvíla á þér eins og mara
og þér finnst þær íþyngjandi. Deildu verk-
efnum, þú þarft ekki að gera alla hluti
einn.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Samstarfsfólk þitt kemur þér á
óvart með einhverjum hætti. Ekki gefast
upp fyrr en í fulla hnefana í máli sem
skiptir þig miklu.
23. sept. - 22. okt.
Vog Allt er breytingum háð og því skaltu
ekki blekkja sjálfa/n þig með því að þú
sért búin/n að skipa málum til eilífðar.
Vinnan göfgar manninn.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Vinna þín hefur skilað góðum
árangri og þú mátt vera stolt/ur af sjálf-
um þér. Sláðu öðrum gullhamra og sjáðu
hvað gerist.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú færð ekki neitt með því að
sitja með hendur í skauti. Gaumgæfðu alla
málavexti og hugsaðu þig svo vel um áður
en þú kveður upp þinn dóm.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Njóttu þess að sinna skapandi
verkefnum og leika við börnin. Þú getur
verið hörð/harður í horn að taka ef þú
vilt.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú þarft á tilbreytingu að halda
en virðist finna öllu sem þér dettur í hug
eitthvað til foráttu. Léttu á hjarta þínu við
einhvern sem þú treystir vel.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú sýnir ást þína að hluta til með
því að gefa ráð. Haltu ró þinni, þótt eitt
og annað gangi á í kringum þig. Næstu
vikur munu einkennast af miklum breyt-
ingum.
Það er svo margt sem fram fer ásamfélagsmiðlum í dag. Þar
kjósa margir að segja frá eigin lífi í
miklum smáatriðum, sem er þeirra
val og oft hægt að hafa gaman af.
Verra er þegar fólk tekur sig til og
segir frá lífi annarra. Hver sem er
getur lent í því að manneskja sem
leiðist á næsta borði í kaffihúsi taki
upp á því að segja frá samtalinu við
hliðina á sér á Twitter. Stundum er
þetta gert í gamni en önnur skipti til
að hneykslast og er pólitískur rétt-
trúnaður þá oft notaður til að rétt-
læta það að trufla friðhelgi einkalífs
annars fólks með innganginum
„heyrt á næsta borði“.
x x x
Málið er að brot úr samtali eruekki endilega nóg til að dæma
heila manneskju út frá. Kaldhæðni
skilar sér ekki endilega á milli
manneskja sem þekkjast ekki neitt,
sérstaklega þegar önnur er aðeins
að hlera.
x x x
Í sumar gekk ástarsaga sem átti aðhafa gerst um borð í flugvél eins
og eldur í sinu um netheima og var á
Twitter undir merkingunni #Plane-
Bae. Þar sögðu flugfarþegar í beinni
frá pari að kynnast, eða þannig leit
það út, og netið hreifst með. Eða
þangað til konan í ástarsögunni
svaraði fyrir sig og gaf út yfirlýsingu
í gegnum lögfræðing sinn. Þar sagði
hún að hún hefði verið mynduð án
leyfis og skrifaðar hefðu verið
vangaveltur um einkalíf hennar sem
ættu sér ekki endilega stoð í veru-
leikanum. Þetta hefði haft í för með
sér töluvert ónæði fyrir hana því fólk
hefði leitað hana uppi bæði í net-
heimum og alvörunni. Að lokum
sagði hún: „#PlaneBae er ekki ást-
arsaga, þetta er víti-til-varnaðar-
saga um einkalíf, auðkenni, siðfræði
og samþykki.“
x x x
Fólk ætti að hafa þetta í huga næstþegar það ætlar að setja eitthvað
á netið sem það heyrði út undan sér
eða tekur mynd af alls ókunnu fólki.
Oft er sagt að mynd segi meira en
þúsund orð en stundum duga þús-
und orð bara alls ekki til að segja
alla söguna. vikverji@mbl.is
Víkverji
Því að laun syndarinnar er dauði en
náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú,
Drottni vorum.
(Rómverjabréfið 6.23)
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Frá henni berst ómur ör.
Orðið haft um vembda kú.
Í henni er mikill mör.
Á miðjum katli jafnan sú.
Helgi Seljan á þessa lausn:
Oft munu barðar bumburnar
bumba er aðal kýrinnar.
Í bumbunni mikinn mör ég finn
og mjög prýddi bumba ketilinn.
Guðrún Bjarnadóttir leysir gát-
una þannig:
Ístrukarlinn bumbur ber,
því bumba, kýrin, er föl,
en eigin bumbu beltið ver.
Úr bumbu ketils fær öl.
Þetta er svar Helga R. Ein-
arssonar:
Snýst um trommu, kvið og kú.
Um ketillag við fjöllum.
Orðið bumba býst ég nú
að blasi hér við öllum.
Þessi er lausn Hörpu á Hjarð-
arfelli
Bumbur eru barðar.
Bumba á vemdri kú.
Bumbur belti varðar.
Bumba ketils sú.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Bumbusláttur ómar ör.
ýmsir bumbu nefna kú.
er í bumbu mikill mör.
Á miðjum katli bumba sú
Þá er limra:
„Bumba mín stöðugt stækkar,
á stundaglasinu lækkar.
en sí hrakar sjón“,
segir hann Jón,
„og dögunum fjölgar og fækkar.“
Og síðan ný gáta eftir Guðmund:
Árla dags ég blundi brá
býsna hress og fór á stjá,
gátu hef nú saman sett,
sem er venju fremur létt:
Kenndur við lyst á Akureyri.
Eru kenndir við menntir fleiri.
Sagður er hann sættir granna.
Samastaður fyrstu manna.
Ólafur G. Einarsson kenndi mér
þessa vísu en þekkti ekki tildrög
hennar né höfundinn:
Þú sem ert útsmoginn alls staðar
og andlegum vísdómi gæddur
geturðu sagt mér af hverjum og hvar
og hvenær sé andskotinn fæddur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Barlóms bumban
er ótæpt slegin
Í klípu
„ÉG GÆTI ALDREI UNNIÐ VIÐ ÞAÐ SEM
ÞÚ GERIR – OF MIKIL PAPPÍRSVINNA.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HEFURÐU EITTHVAÐ ÍHUGAÐ ÓSK MÍNA
UM LAUNAHÆKKUN?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að syngja
uppáhaldslögin ykkar
hástöfum í bílnum.
SKRAMBANS! NÁÐIRÐU AÐ STARTA
SLÁTTUVÉLINNI?
HVAÐ GERÐIST Í NÓTT? ÉG ER
MEÐ SVO MIKLA ÞYNNKU!
ÉG FRÉTTI AÐ ÞÚ
HEFÐIR REYNT
AÐ DREKKA ALLT Á
KRÁNNI!
EN AF HVERJU ER
ÉG ALLUR BLÁR OG
MARINN?
HINIR KÚNNARNIR
MÓTMÆLTU!
GJAFAPAKKNINGAR