Morgunblaðið - 25.08.2018, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.08.2018, Blaðsíða 42
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Davíð Þór hefur skrýðstmargvíslegum hempum ígegnum tíðina (sjáum til hvað ég fer langt með þetta trúar- líkingamál …), sinnt ritstýringu, þýðingum og grínaktugheitum, en sem Radíusbróðir var hann í for- vígi endurnýjunar íslenskra gam- anmála ásamt Fóstbræðrum. Ný kynslóð, nýjar áherslur. Tón- listinni hefur hann líka sinnt, m.a. í gegnum Káta pilta og svo gaf hann út plötu með sveit- inni Faríseunum, samnefnda, árið 1996, þar sem hann lék sér m.a. með trúarminni. Nú þjónar Davíð Þór sem prestur í Laugarnesprestakalli en það stoppar hann ekki í að þjóna tónlistargyðjunni um leið, nú í Sannlega segi ég yður … gegnum pönksveitina Austur- vígstöðvarnar. Davíð er einn þeirra presta sem reyna að sinna eðli og eigindum nútímans, trúr sinni köllun um leið og hann vand- ar sig við það að vera „maður“. Eigum við að kalla slík sjálfsögð- heit framsækni? Fleiri slíkir, eins og Hildur Eir Bolladóttir, hafa gert vel í því að leggja sig fram – með kostum og göllum – og hafa uppskorið virðingu og aðdáun fyr- ir. Þessi plata hér, Útvarp Satan – 16 pönklög, er á vissan hátt liður í þessu. Hér er aldrei mælt undir rós eða af þekkilegheitum heldur talað hressilega út um hin og þessi málefni. Þetta er argasta pönk, umslagshönnun (einkanlega bækl- ingur) heiðrun á framlagi Crass og viðlíka anarkískra pönksveita til dægurtónlistarinnar. Þetta er há- pólitísk plata, þar sem stungið er á kýlum endalaust og Davíð og fé- lagar skirrast ekki við að draga mann og annan til ábyrgðar, t.a.m. er titillinn meðvitað háð og gagn- rýni á Útvarp Sögu og þann vit- leysisgang sem þar þrífst. Trump, Bjarni Ben. og auðvaldslýðurinn fá á kjaftinn, „þekkirðu þennan – þetta er bróðir hans!“. Hamar (gít- ar) og sigð tróna glæst efst á upp- lýsingabæklingi þannig að enginn ætti að þurfa að efast um hvert hugmyndafræðilega inntakið er. Sveitin er þá með hnífjafnt kynja- hlutfall en sveitina skipa þau Díana Mjöll Sveinsdóttir (söngur), Helga Elísabet Beck Guðlaugs- dóttir (bassi), Jón Knútur Ás- mundsson (trommur), Jón Hafliði Sigurjónsson (gítar), Þórunn Gréta Sigurðardóttir (hljómborð) og svo syngur Davíð og spilar á ukulele. Eins og segir: hér er grodda- legt pönk og keyrslunni linnir aldrei. Við erum í fimmta gír allan »Hér er aldrei mæltundir rós eða af þekkilegheitum heldur talað hressilega út um hin og þessi málefni. Séra Davíð Þór Jónsson bregður sér í hlutverk eldklerks og messar yfir lýðnum með fulltingi sveitarinnar Austurvígstöðvanna. 42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2018 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins Heiðnar grafir í nýju ljósi – sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð Iben West og Else Ploug Isaksen – Augnhljóð í Myndasal Nanna Bisp Büchert – Annarskonar fjölskyldumyndir á Vegg Prýðileg reiðtygi í Bogasal Leitin að klaustrunum í Horni Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú grunnsýning Safnahússins Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Bókverk og Kveisustrengur úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið alla daga 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið alla daga 10-17 LÍFSBLÓMIÐ - FULLVELDI ÍSLANDS Í 100 ÁR – 17.7 - 16.12.2018 ÝMISSA KVIKINDA LÍKI - ÍSLENSK GRAFÍK – 11.5. - 23.9.2018 FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign – 7.4.2017 - 31.12.2019 BÓKFELL Eftir Steinu í Vasulka-stofu – 18.5. – 31.12.2018 SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga frá kl. 10-17. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR TVEIR SAMHERJAR – ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON 21.10.2017 - 7.10.2018 Opið alla daga frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR - HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR 15.5. - 15.9.2018 Opið alla daga frá kl. 13-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Bíó Paradís býður upp á sérstaka dagskrá til heiðurs sænska leik- stjóranum Ingmar Bergman, 30. ágúst til 9. september, í samstarfi við sænska sendiráðið. Fjórar kvik- myndir eftir Bergman verða sýnd- ar, boðið upp á pallborðsumræður í tengslum við myndirnar og sér- staka gesti og einnig verður sett upp sýning í anddyri kvikmynda- hússins með æviágripi listamanns- ins í máli og myndum auk vídeósýn- ingar með 32 sjaldgæfum mynd- brotum sem veita innsýn í líf og störf listamannsins, að því er fram kemur í tilkynningu. Í ár eru 100 ár liðin frá fæðingu Bergmans en hann lést árið 2007. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra mun setja dagskrána kl. 19 á fimmtudaginn með ávarpi. Sama dag verður sýnd kvikmyndin Sum- arið með Moniku (Sommaren med Monika) frá 1953. Gjörningur í sólarhring Í tilefni af opnun dagskrárinnar mun listamaðurinn Martin Lima De Faria flytja gjörning í anddyri bíós- ins í heilan sólahring þar sem hann notast við gjallarhorn Bergmans til að láta fjöður dansa í vindi í hvert skipti sem barn fæðist á Landspít- ala Íslands. „Með þessu vill De Faria fagna lífinu að hætti Berg- mans, en hann verður í beinu sam- bandi við spítalann og mun fram- kvæma fjaðradansinn við hverja barnsfæðingu í 24 tíma samfleytt, frá miðnætti 29. ágúst til miðnættis 30. ágúst,“ segir í tilkynningu. Frekari upplýsingar um dag- skrána má finna á bioparadis.is og á facebooksíðu bíósins. Dagskrá helguð Bergman í Bíó Paradís AFP Áhrifamikill Bergman leikstýrði um 60 kvikmyndum og stýrði yfir 170 leiksýningum á ferli sínum og hafði mikil áhrif á báðar listgreinar. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is „Þetta er þægileg danstónlist ef ég ætti að lýsa þessu,“ segir hústónlistarmaðurinn Alexander Gabríel Hafþórsson um fyrstu plötu sína sem nú er að koma út hjá Möller Records undir titlinum Cocky-Yo. „Hvatinn er ást mín á allri tónlist. Það fellur ekki undir neina flokka sérstaklega.“ Alexander gengur einn- ig undir listamanns- nafninu Ugly Since 91 (Ljótur síðan 91) og gefur nýju plötuna út undir því nafni. „Það er smágrín,“ segir hann um nafnið. „Einn af uppáhaldshús- tónlistarmönnunum mínum heitir Hot Since 82 og Kristófer Ingi Júlíusson félagi minn kom með þessa frábæru hugmynd að lista- mannsnafni.“ Ljótur síðan 91 Alexander segir tónlistina á plötunni mestmegnis rafræna tón- list þar sem hann spilar á hljóm- borð auk þess sem eitthvað heyr- ist af gítarleik. „Í raun og veru vann ég þessa plötu stuttu eftir að ég kom mér upp hljóðveri sem ég var búinn að vera að vinna að síð- an ég var krakki. Þetta er bara af- raksturinn af þeirri vinnu, sem byrjaði öll með einni góðri MacBo- ok Pro.“ Cocky-Yo er fyrsta sólóplata Alexanders en hann hefur áður unnið í tónlist með hljómsveitinni Valbý-bræðrum ásamt hálfbróður sínum, Jakob Valby. „Við erum að rappa og höfum verið með þessa hljómsveit í um sex ár. Ég hef verið í hljómsveitum og spilað bæði á trommur og gítar.“ Von er á fyrstu plötu Valbý- bræðra stuttu eftir útgáfu Cocky- Yo og vann Alexander að báðum plötunum samtímis auk þess sem hann hefur haft í nógu að snúast í einkalífinu. „Ég var að eignast mitt fyrsta barn og hef sett margt til hliðar af þeim völdum. Þessi plata er að fara í prentun og eftir það ætla ég að fara á fullt í að halda útgáfupartí og allt þannig.“ Hljóðklippur af meisturum Í lögum sínum á plötunni notast Alexander við ýmiss konar hljóð- klippur af uppistöndurum og úr kvikmyndum sem hann vill að njóti sín með tónlist hans. „Ég nota til dæmis viðtöl við Bill Hicks, Terence McKenna og George Carlin á næstu plötu. Þeir voru og eru miklir meistarar og boðuðu byltingarkenndan hugs- unarhátt, bara um að taka lífið ekki of alvarlega og passa að það sé ekki verið að svindla á manni hægri vinstri, hvort sem það er ríkisstjórnin eða eitthvað annað. Ég tók líka eitthvað úr myndunum Boondock Saints og 2001: A Space Odyssey, myndum sem mér fannst eiga við. Ég er algjör kvikmynda- nörd og hef verið lengi. Þetta eru gullmolar sem mér finnst að eigi að njóta sín betur en bara í einni kvikmynd.“ Alexander segir að lögin á plöt- unni séu bæði hugsuð til að spila á langferðum en einnig sem partílög og þau kalli fram glaðlegt og sól- ríkt andrúmsloft. Næsta plata sem Alexander hyggst gefa út telur hann að verði íhugulli og trega- fyllri. Jón Friðrik Sigurðarson masteraði plötuna fyrir Alexander. „Byrjaði allt með einni góðri MacBook Pro“  Alexander Gabríel gefur út fyrstu sólóplötu sína Ljósmynd/Sigga Elefsen Sólríkt Alexander segir að lögin séu bæði hugsuð til að spila á langferðum og sem partílög. Þau kalli fram glaðlegt og sólríkt andrúmsloft.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.