Morgunblaðið - 25.08.2018, Page 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 2018
Dans- og raftónlistarhátíðin Plur
Iceland verður haldin í fyrsta sinn
um helgina. Að hátíðinni standa
þrír plötusnúðar og tónlistarmenn
sem leggja áherslu á EDM (elek-
tróníska danstónlist). „Plur“ er
hugtak þekkt í reifmenningunni
ytra og er skammstöfun fyrir
ensku hugtökin frið, ást, samein-
ingu og virðingu.
Aðstandendur hátíðarinnar,
meðlimir Plur Iceland, eru þeir
PVCKDROP, Seth Sharp og
Stitch-Face, sem munu jafnframt
spila á hátíðinni. Að sögn Hjartar
Andra Hjartarsonar, eða Stitch-
Face, vonast þeir í Plur Iceland til
þess að hátíðin verði árleg héðan í
frá. Vona þeir að hátíðin hjálpi við
að innleiða þá menningu sem
fylgir sambærilegum hátíðum ytra
inn í raftónlistarsenuna hér á
landi.
Hátíðin mun fara fram í Iðnó þar
sem mun koma fram hópur plötu-
snúða, söngvara, söngkvenna og
danshópa á við Sam Shards,
JHAU5, Haukur Pál, BS Tempo,
Thorisson á saxófón, Jó-Jó gæjar
og fleiri skemmtikraftar.
Hátíðin hefst í Iðnó í kvöld, laug-
ardag, kl. 22 og er mælt með því að
gestir komi á góðum dansskóm.
ninag@mbl.is
Dansinn dunar í Iðnó
Ljósmynd/Plur Iceland
Dansveisla Þríeykið í Plur Iceland stendur fyrir danshátíðinni í Iðnó.
Listamaðurinn Anton Lyngdal, öðru
nafni Mr. Awkward Show, opnar
sýninguna „Reflection of My
Childhood“ í Gallery Porti, Lauga-
vegi 23b, í dag klukkan 17.
Þema sýningarinnar er óður til
æskunnar, þar sem m.a. er leitað
fanga í leikfangasmiðju listamanns-
ins. Notast hann við legókubba í
skúlptúr sínum sem eiga að skapa þá
hliðstæðu draumaveröld sem til varð
vegna erfiðra aðstæðna í æsku.
Einnig verða sýnd glerverk sem eru
handblásin af listamanninum í Hol-
landi en Anton er búsettur í Rotter-
dam og starfar í Hollandi, Dan-
mörku og Íslandi. Hefur hann unnið
að listsköpun og hönnun frá unga
aldri og m.a. tekið þátt í ýmsum
samsýningum og einkasýningum
hér heima og í Hollandi, Danmörku
og Ítalíu. Sýningin verður opnuð í
dag kl. 5 í Gallery Port og mun Mr.
Awkward sjálfur fremja gjörning og
flytja rapp og söng yfir bassaleik,
sem er hljóðblandaður af Yen Order.
Sýningin stendur til 30. ágúst.
Æskan endurspegluð í Gallery Porti
Ljósmynd/Gallery Port
Æskuþema Anton Lyngdal, Mr. Awk-
ward Show, opnar sýningu tileinkaða æsk-
unni í Gallery Porti við Laugaveg í dag.
Norður af norminu nefnist ljós-
myndasýning sem opnuð var á
þrðjudag í anddyri Norræna húss-
ins og stendur hún yfir til 9. sept-
ember.
„Sýningin er innblásin af ljós-
mynd eftir hinn þekkta verkfræð-
ing, ævintýramann og ljósmyndara
Ivars Silis (f. 1940) sem verið hefur
hluti af artóteki Norræna hússins
frá byrjun safnsins,“ segir í tilkynn-
ingu en á þeirri mynd má sjá hóp
fólks sem slegið hefur upp útilegu-
tjöldum. „Fullorðna fólkið er að
ræða málin á meðan börnin baða
sig i heitri laug. Hið stórbrotna um-
hverfi ljær myndinni ævintýra-
legan og óraunverulegan ljóma,
þrátt fyrir að í raun sé um hvers-
dagslegar aðstæður að ræða. Það
er þetta samspil hversdagsleika og
nær áþreifanlegrar nærveru
kynngimagnaðrar náttúrunnar sem
hinir fimm ljósmyndarar sýning-
arinnar eiga sameiginlegt að hafa
næmt auga fyrir,“ segir um sýn-
inguna.
Á henni megi sjá verk eftir ljós-
myndara sem ýmist búi, hafi búið
eða heimsótt Grænland. Margar af
myndunum séu teknar við Oqaatsut
við Diskóflóa á vesturströndinni.
Í tilefni af 50 ára afmæli Nor-
ræna hússins verða verkin færð
artóteki hússins og gefst almenn-
ingi því kostur á að fá þau lánuð
heim þegar sýningu lýkur. Ljós-
myndararnir sem verk eiga á sýn-
ingunni eru Anders Berthelsen,
Jonas Ersland, Jukka Male, Ivars
Silis og Saga Sig en Saga er eini ís-
lenski ljósmyndarinn.
Samspil hversdagsleika og náttúru
Strákar Ljósmynd eftir Sögu Sig, ein þeirra sem sjá má á sýningunni í Norræna húsinu.
Adrift 12
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 56/100
IMDb 6,7/10
Bíó Paradís 22.00
Kvíðakast
IMDb 6,2/10
Bíó Paradís 18.00, 20.00
Andið eðlilega Morgunblaðið bbbbm
Bíó Paradís 20.00
Undir trénu 12
IMDb 7,1/10
Bíó Paradís 18.00
Loveless 12
Metacritic 86/100
IMDb 7,7/10
Bíó Paradís 22.00
Hleyptu sól í
hjartað 16
Bíó Paradís 18.00
Heima IMDb 8,6/10
Bíó Paradís 22.00
Crazy Rich Asians
Sambíóin Álfabakka 12.30,
15.00, 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 15.00,
17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 17.00,
19.30, 22.10
Sambíóin Akureyri 17.30,
20.00
Sambíóin Keflavík 17.30,
20.00
The Happytime
Murders 16
Laugarásbíó 18.00, 20.00,
22.00
Smárabíó 17.30, 19.30,
20.00, 22.20
Háskólabíó 18.00, 21.00
Borgarbíó Akureyri 19.30
Slender Man 16
Smárabíó 19.50, 21.50,
22.10
Háskólabíó 21.00
Borgarbíó Akureyri 21.50
Ant-Man and the
Wasp 12
Morgunblaðið bbbnn
Metacritic 70/100
IMDb 7,4/10
Sambíóin Egilshöll 20.00
Mile 22 16
Laugarásbíó 22.15
Sambíóin Keflavík 22.30
Smárabíó 20.10, 22.30
Háskólabíó 21.10
Borgarbíó Akureyri 21.30
Mamma Mia!
Here We Go Again Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 60/100
IMDb 7,3/10
Laugarásbíó 14.00, 17.00,
19.50
Sambíóin Kringlunni 14.30,
17.00, 19.30
Sambíóin Keflavík 17.30
Smárabíó 13.30, 14.30,
16.40, 17.20, 19.40
Háskólabíó 15.30, 18.30,
20.50
Borgarbíó Akureyri 17.00,
19.30
The Spy Who
Dumped Me 16
Metacritic 51/100
IMDb 6,4/10
Laugarásbíó 20.00, 22.25
The Equalizer 2 16
Metacritic 50/100
IMDb 7,1/10
Smárabíó 22.20
Hereditary 16
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 87/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 22.20
Book Club Metacritic 53/100
IMDb 6,3/10
Háskólabíó 18.10
Jurassic World:
Fallen Kingdom 12
Morgunblaðið bbmnn
Metacritic 51/100
IMDb 6,5/10
Laugarásbíó 17.00
Christopher Robin Metacritic 59/100
IMDb 8,0/10
Sambíóin Álfabakka 12.30,
13.00, 15.20, 17.40, 20.00
Sambíóin Egilshöll 15.00,
17.50
Sambíóin Kringlunni 14.30,
17.20
Sambíóin Akureyri 15.00,
17.15
Sambíóin Keflavík 15.00
Úlfhundurinn Metacritic 61/100
IMDb 6,9/10
Laugarásbíó 13.50
Smárabíó 13.00, 15.10,
17.40
Háskólabíó 15.40
Hin Ótrúlegu 2 Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 80/100
IMDb 8,1/10
Sambíóin Álfabakka 12.30,
15.00, 17.30, 20.00
Sambíóin Egilshöll 15.00,
17.30
Sambíóin Kringlunni 14.30
Sambíóin Akureyri 15.00
Sambíóin Keflavík 15.00
Hótel Transylvanía 3:
Sumarfríið Metacritic 54/100
IMDb 6,4/10
Laugarásbíó 14.00, 15.50
Smárabíó 12.50, 15.10,
17.30
Háskólabíó 15.30
Borgarbíó Akureyri 17.30
Draumur Smárabíó 13.00, 15.20
Eftir að hafa komist lífs af eftir árás 20 metra
hákarls, þá þarf Jonas Taylor að horfast í augu
við ótta sinn, til að bjarga fólki sem er fast í
neðansjávarrannsóknarstöð
Metacritic 46/100
IMDb 6,2/10
Sambíóin Álfabakka 12.30, 14.40, 15.00, 17.00, 17.30,
19.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 19.40, 22.10
Sambíóin Akureyri 19.30, 22.30
Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30
The Meg 12
Kona fer í stríð
Kona á fimmtugsaldri ákveður að bjarga heiminum og lýsir
yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdar-
verkamaður og er tilbúin að fórna öllu fyrir móður jörð og há-
lendi Íslands þar til mun-
aðarlaus stúlka frá
Úkraínu stígur inn í líf
hennar.
Morgunblaðið
bbbbb
Háskólabíó 15.50, 18.10
Bíó Paradís 20.00
Mission Impossible -Fallout 16
Ethan Hunt og sérsveit hans og bandamenn, eiga í kappi við
tímann eftir að verkefni misheppnast.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 86/100
IMDb 8,4/10
Sambíóin Álfabakka 15.00,
18.00, 21.00, 22.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 15.00,
20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 21.55
Sambíóin Akureyri 22.00
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio