Morgunblaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 1
ÁHERSLA Á SAMFÉLAGSMARKMIÐ Rafmagnað Harley Davidson mótorhjól. 4 Unnið í samvinnu við Ferðamenn eru ekki markhópur hjá Kormáki og Skildi, ólíkt flestum öðrum kaupmönnum í miðbænum. 7 VIÐSKIPTA Bergþóra Guðnadóttir hjá Farmers Market segir það vera áskorun að halda samfélagsmarkm streitu í umhverfi sem snýst um verð. FERÐAMENNEKKIMÁLIÐ ið tilu FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Rútufyrirtækin á bremsunni Á fyrstu sex mánuðum ársins voru 92 hópbifreiðar nýskráðar, saman- borið við 183 á sama tímabili í fyrra. Það er samdráttur um rétt tæp 50% milli tímabila. Gunnar M. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri SBA-Norðurleiðar og nefndarmaður í hópbifreiðanefnd Samtaka ferðaþjónustunnar, segist ekki gera ráð fyrir því að mikið verði keypt af rútum á næstu árum. „Það er alveg ljóst, því afkoman er svo hræðilega léleg hjá mörgum félögum út af genginu. Það hefur ekki allt að segja að það sé mikið að gera, það þarf að vera einhver afkoma svo hægt sé að kaupa rút- urnar. Menn eru að bremsa í þeim efnum. Ég held að það verði veru- legur samdráttur í þessum innflutn- ingi á næsta ári einnig.“ Undanfarin þrjú ár hefur hóp- bifreiðafloti rútufyrirtækja stækkað umtalsvert. Á árunum 2015 til 2017 voru nýskráðar 643 rútur og voru langflestar af þeim skráðar á fyrstu sex mánuðum hvers árs, eða 535 hópbifreiðar. Flestar hópbifreiðar voru nýskráðar á fyrri helmingi ársins 2016, eða 230 bifreiðar. Gunnar segir samdráttinn ekki koma sér á óvart. „Það hefur verið gífurlega mikill innflutningur á hóp- bifreiðum undanfarin ár og mark- aðurinn í sjálfu sér orðinn mettur. Menn hafa dregið að sér svolítið.“ Afbókanir tíðar Gunnar segir mikið um afbókanir á síðustu misserum. „Það er allur gangur á aðsókn í rútuferðir en það er mikið um afbókanir, sérstaklega frá Evrópu. Gengi krónunnar hefur gert okkur ósamkeppnishæf, það er staðreynd. Þegar stór hluti af markaðnum er farinn að leita eitt- hvað annað verður það að vanda- máli innan greinarinnar. Við lútum markaðslögmálum og erum í sam- keppni við önnur lönd. Fólk leitast ekki eftir því að kaupa sér ferðir til dýrasta landsins í álfunni.“ Spurður hvort rútufyrirtæki landsins hafi vaxið of hratt og séu að upplifa ákveðna vaxtarverki í kjölfar niðursveiflu segir Gunnar að honum finnist það rétt metið. „Það er ekki endilega raunin hjá stærstu félögunum. Það voru bara svo mörg félög sem komu ný inn á þennan markað þegar uppsveiflan stóð sem hæst. Þetta bitnar kannski helst á þeim til að byrja með.“ Steingrímur Eyjólfsson steingrimur@mbl.is Nýskráningar hópbifreiða drógust saman um helm- ing á fyrri helmingi ársins og má búast við að sú þró- un haldi áfram næstu ár. Morgunblaðið/Ómar Rútubílaflotinn hefur stækkað töluvert á undanförnum árum en nú er farið að bera á samdrætti á því sviði, m.a. vegna þyngri rekstrar rútufyrirtækja. Úrvalsvísitalan EUR/ISK 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 1.400 2.2.‘18 2.2.‘18 1.8.‘18 1.8.‘18 1.750,55 1.572,35 130 125 120 115 110 125,05 123,85 Eyþór Bender, forstjóri bandaríska stoðtækjafyrirtækisins UNYQ, segir að fyrirtækið vilji læra af því hvernig sænska stórfyrirtækið IKEA vinnur, en IKEA valdi UNYQ sem einn af fimm lykilsamstarfsaðilum sínum í vöruþróun á árinu 2018. Með þeim í hópi eru Adidas, Sonos, Lego og Ólaf- ur Elíasson myndlistarmaður í Berlín. „IKEA er þekkt fyrir að hjálpa al- menningi að eignast vel hönnuð hús- gögn á góðu verði. Þetta er eitthvað sem ég held að við hjá UNYQ getum lært af þeim, því þetta er að miklu leyti það sama og við viljum gera fyrir hreyfihamlaða um allan heim. Þannig að við séum ekki bara að hanna vörur okkar fyrir þá efnameiri, og eingöngu þau lönd sem búa við gott endur- greiðslukerfi, heldur getum fært þetta meira út. Ég finn strax að ég hef lært mikið af því hvernig IKEA vinn- ur. Þetta er magnað fyrir- tæki.“ Vilja verða eins og IKEA Morgunblaðið/Valli Eyþór Bender segist hafa lært mikið af því hvernig IKEA vinnur. Stoðtækjafyrirtækið UNYQ var valið eitt af fimm sam- starfsaðilum IKEA í vöruþróun á þessu ári. 8 Þrátt fyrir að fjárfestar hafi fært billjónir dala í hlutlausa eignastýringu fá sérhæfðir sjóðir meira en helming þóknana. Virk eða hlutlaus eignastýring? 10 Afkoma margra af stærstu tæknirisum heims olli von- brigðum á öðrum ársfjórðungi en Apple stóð undir væntingum. Dýrustu símarnir bjarga Apple 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.