Morgunblaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 9
Var ekki mögulegt að fara á markað í Banda-
ríkjunum?
„Það hefði verið hægt, en ekki nema á hlið-
armarkaði, þar sem fyrirtækið er enn lítið. Sá
markaður er dálítið eins og villta vestrið. Þeir sem
sáu Hollywood kvikmyndina The Wolf of Wall
Street, geta gert sér í hugarlund hvernig sá mark-
aður virkar.“
Eyþór segir að sér hugnist vel hve virkur First
North markaðurinn í Stokkkhólmi er. Þar sé góð
þátttaka stofnanafjárfesta, og lækningatæki séu í
miklu metum. „Nasdaq ætlar að gera talsvert úr
þessari skráningu, en fyrirhugað er að hún verði í
kringum næstu áramót.“
Eins og fyrr sagði er markmiðið með skráning-
unni að safna fé fyrir frekari útþenslu fyrirtæk-
isins. „Við erum ekki búin að ákveða hve miklu fé
við viljum safna, en það verður að minnsta kosti
jafn mikið og nú þegar hefur verið lagt í félagið,
eða 10 milljónir dala.“
Hvað markaðssetningu varðar, og hvaða aðferð-
um sé þar beitt, segir Eyþór að mikið vatn hafi
runnið til sjávar síðan hann byrjaði hjá Össuri. Áð-
ur var erfitt að komast í beint samband við við-
skiptavini, en nú séu samfélagsmiðlar notaðir mik-
ið. „Þetta er nýtt í okkar iðnaði. Þó er það þannig
að eftir að það samband kemst á þá þurfa við-
skiptavinirnir enn sem komið er að fara í gegnum
stoðtækjaverkstæði til að geta fengið endurgreitt.
Allar okkar vörur í dag eru endurgreiddar.“
Hluti af markaðsstarfi UNYQ gengur þannig
að miklu leyti út á að þjálfa stoðtækjaverkstæðin í
að vinna með vörurnar. „Eitt af markmiðum okk-
ar með hlutafjárútboðinu er að byggja tölvukerfið
okkar upp þannig að viðskiptavinir geti keypt
beint af okkur og við séð svo um endurgreiðsl-
urnar, með sama hætti og t.d. Össur býður upp á í
dag. Einnig viljum við geta boðið fólki upp á fjár-
mögnun ef endurgreiðslur eru ekki í boði.“
Spurður að því hvort að UNYQ horfi til frekari
tengsla við Ísland og íslenska fjárfesta, segir Ey-
þór að gaman væri að sjá íslenska lífeyrissjóði
sem hluthafa í félaginu. „Við erum núna komin
með íslenskan stjórnarmann, Hjörleif Pálsson
fyrrverandi fjármálastjóra Össurar, og við hyggj-
umst bæta við nokkrum evrópskum eða norræn-
um stjórnarmönnum til viðbótar. Ég lít á hluta-
fjárútboðið að miklu leyti sem norrænt útboð.“
Eins og fyrr sagði þá verður UNYQ brautryðj-
andi á First North þar sem það verður fyrsta
bandaríska fyrirtækið á þeim markaði. „Þetta
gæti opnað möguleika fyrir fleiri bandarísk fyr-
irtæki til að skrá sig á First North. Lykilatriði í
því er að tryggt sé að viðkomandi fyrirtæki geti
ekki selt hlutabréf til baka til Bandaríkjanna.
Nasdaq lítur á þetta sem sniðmát að því hvernig
önnur bandarísk fyrirtæki geta gert þetta í fram-
tíðinni.“
Unnið er að markaðsáætlun fyrir vörurnar sem
koma út úr samstarfinu. „Við stefnum að því að
setja vörur á markað árið 2020.“
Spurður að því hvort að IKEA sé að setja mikla
fjármuni í samstarfið, segir Eyþór svo vera. „Þetta
gæti skipt miklu máli fyrir okkur.“
Samstarfið við IKEA er ágæt sönnun á mikil-
vægi nafngiftar fyrirtækisins, UNYQ. Auðvelt hefði
verið að velja nafn á fyrirtækið sem bæri í sér til-
vísun í lækningageirann, en hann hafi viljað hafa
víðari skírskotun í nafninu. „IKEA er þekkt fyrir að
hjálpa almenningi að eignast vel hönnuð húsgögn á
góðu verði. Þetta er eitthvað sem ég held að við hjá
UNYQ getum lært af þeim, því þetta er að miklu
leyti það sama og við viljum gera fyrir hreyfihaml-
aða um allan heim. Þannig að við séum ekki bara að
hanna vörur okkar fyrir þá efnameiri, og eingöngu
þau lönd sem búa við gott endurgreiðslukerfi, held-
ur að geta fært þetta meira út. Ég finn strax að ég
hef lært mikið af því hvernig IKEA vinnur. Þetta er
magnað fyrirtæki.“
En hvað með UNYQ sjálft. Eru ekki einhverjir
sem ógna þeim og vilja ná af þeim markaðs-
hlutdeild? „Það mun eflaust koma að því en ennþá
höfum við dýrmætt forskot í kapphlaupinu.Við er-
um fremstir í okkar geira, fyrir lamaða og fatlaða,
sem er eins milljarðs manna markaður. Við höfum
einkaleyfi sem hjálpar okkur að halda okkar stöðu.
En þó að við séum fremst þá erum við enn lítið
fyrirtæki, og áætlum að salan í ár gæti orðið allt að
tvær milljónir dala, eða rúmar 200 milljónir ís-
lenskra króna. Það yrði þá mikill vöxtur, eða nálægt
því þreföldun frá síðasta ári þegar salan nam um
750 þúsund dölum. Nú erum við að skoða hvernig
við viljum halda áfram að vaxa. Það þarf að byggja
upp sölukerfi og framleiðslustöðvar. Við erum núna
með nokkrar starfsstöðvar. Höfuðstöðvarnar eru í
San Francisco, og svo er framleiðsla í Charlotte í
Norður Karólínufylki. Þar erum við einnig með
okkar helstu sölu- og markaðsskrifstofu, enda er
hún nær markaðnum og er ódýrari starfsstöð. Þá
erum við með bæði framleiðsluaðstöðu og markaðs-
skrifstofu í Sevilla á Spáni, þar sem meðstofnandi
minn býr en hann sér um alla starfsemina í Evrópu.
Núna erum við komnir með söluformúluna, og búin
að skilgreina hvernig við náum að fjöldaframleiða.
Nú er næsta skref að stækka fyrirtækið.“
Sniðmát fyrir önnur bandarísk fyrirtæki
Til að ná því markmiði þá hefur UNYQ ákveðið
að skrá sig á First North markaðinn í Stokkhólmi,
fyrst bandarískra fyrirtækja. „First North mark-
aðurinn er mjög áhugaverður fyrir minni fyrirtæki.
Sú reynsla mín hjá Össuri og Ekso Bionics, að fara
á markað snemma, reyndist vel. Össur notaði
skráninguna á markað til að stækka með upp-
kaupum á fyrirtækjum í sama geira, og það er eitt-
hvað sem við horfum til einnig.“
tækni. Þar hef ég unnið m.a. með IKEA, og þeir
hafa á móti verið að fylgjast með okkur í UNYQ.
Okkar starf með þeim snýst í fyrsta áfanga um fólk
sem spilar tölvuleiki. Tveir milljarðar manna spila
tölvuleiki í heiminum í dag, og þeir sitja í 16 millj-
arða tíma á viku í sæti sínu. IKEA sér sem sagt
mikil tækifæri í hönnun húsgagna fyrir fólk sem sit-
ur mikið, og vill laga húsgögn sín meira að því.
Þetta getur líka í framtíðinni átt við fólk sem situr
mikið í skrifstofuvinnu. Það geta ýmsir kvillar kom-
ið upp ef maður situr í 14 tíma í tölvuleik, eða við
vinnu. Stoðtæki geta líka, auk þess að hjálpa til við
aukna vellíðan, stuðlað að meiri árangri í vinnu eða
leik.“
mótakynslóðin vill ekki lengur flytja í úthverfin og
fylla raðhús af húsgögnum. Nú vilja menn bara
smáforrit, og í mesta lagi hoppa út á horn eftir
hlutunum. Flestir vilja búa í borgum, og þessvegna
er IKEA að setja upp minni verslanir inni í borg-
unum, og gefa fólki kost á að panta á netinu.“
Eyþór segir að ástæða þess að IKEA og UNYQ
hafi náð svona vel saman sé þessi áhersla IKEA á
að feta sig meira í átt að því að laga vörur sínar að
hverjum og einum viðskiptavini. „Einnig spila per-
sónuleg tengsl inn í því að allt síðan ég fluttist til
San Fransisco hef ég kennt við Singularity Uni-
versity í Silicon Valley, en það er fyrirtæki sem sér-
hæfir sig í að hjálpa fyrirtækjum á sviði stafrænnar
u Nasdaq First North
Morgunblaðið/Valli
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018 9VIÐTAL
Útlit og tíska er eitt af lykilatriðunum í
hugmyndafræði UNYQ. „Ég er sann-
færður um að áherslur okkar á útlit og
tísku geta skipt miklu máli fyrir not-
andann. Við viljum hjálpa sem allra
flestum við að koma til dyranna með
fötlun sína eins og þeir eru klæddir í
orðsins fyllstu merkingu. Á ensku töl-
um við gjarnan um vörur okkar sem
„UNYQ wears“, sem styttingu á
„wearables“, einstakir hlutir sem þú
„klæðist“ eða setur á þig og mega
sjást af því að þeir eru flottir. Við vilj-
um lágmarka skilin á milli þeirra heil-
brigðu og hinna sem klæða sig í eða
klæða af sér búnað sem einfaldar
þeim lífið og eykur þeim sjálfstraust.
Þess vegna er útlitshönnun svo mik-
ilvægur þáttur í hugmyndafræði UNYQ
og gjörnýtir þau tækifæri sem staf-
ræna prentunin með klæðskerasniðna
aðlögun að þörfum og líkamsbyggingu
hvers og eins býður upp á.“
Mörkin milli stoðtækja og fylgihluta verða óljósari
Hvort er þetta þrívíddarprentaður gervihandleggur
eða tískufylgihlutur?
Spurður að því hvort að UNYQ horfi til
frekari tengsla við Ísland og íslenska
fjárfesta, segir Eyþór að gaman væri að
sjá íslenska lífeyrissjóði sem hluthafa.