Morgunblaðið - 02.08.2018, Side 14

Morgunblaðið - 02.08.2018, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018FÓLK SPROTAR Orf líftækni Hildur Friðriksdóttir hefur tekið við starfi verkefnastjóra í textagerð og prófarkalestri hjá Orf líf- tækni og dótturfélaginu Bioeffect. Hún mun sjá um mót- un á textastefnu Bioeffect auk þess sem hún hefur um- sjón með textagerð fyrir Bioeffect-húðvörur á hinum ýmsu miðlum sem og fyrir umbúðir, bæklinga, auglýs- ingar og fleira. Hildur starfaði áður sem blaðakona á tímaritinu Vikunni. Hún er með BA-gráðu í ensku og viðbótardiplóma í kennslufræði frá Háskóla Íslands auk MA í blaðamennsku og fjölmiðlafræði frá Univers- ity of Sussex. Margrét Guðmundsdóttir hefur hafið störf sem hönn- uður hjá fyrirtækinu, en meðal helstu verkefna hennar eru hönnun og umbrot á umbúðum og markaðsefni fyrir Bioeffect ásamt öðrum hönnunartengdum verkefnum. Margrét útskrifaðist sem grafískur hönnuður frá Listahá- skóla Íslands árið 2014 og að námi loknu starfaði hún í útgáfudeild Birtíngs við umbrot á tímaritum útgáfufélagsins. Ragnheiður Sylvía Kjartansdóttir hefur tekið við starfi sölu- og þjónustufulltrúa. Hún mun halda utan um er- lendar pantanir og vöruflæðisstjórnun auk ýmissa ann- arra verkefna á vissum erlendum mörkuðum. Ragnheið- ur Sylvía starfaði áður hjá Íslandsstofu sem verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina sem aðaltengiliður við Bretland og Norðurlöndin. Ragnheiður Sylvía er með MS-gráðu í Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands og BA- gráðu í HHS, heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði, frá Háskólanum á Bifröst. Yara Polana hefur verið ráðin til starfa sem vefhönn- uður. Hún hefur yfirumsjón með hönnun og þróun vef- síðna fyrirtækisins og annarra tengdra verkefna. Yara hefur ríflega tíu ára reynslu í framendaforritun og vöru- hönnun. Hún hefur starfað á Íslandi í fimm ár, hjá fyr- irtækjum á borð við Netgíró, Aktiva og Bland. Nýtt starfsfólk til Orf líftækni og Bioeffect VISTASKIPTI Óhætt er að kalla Albert Colls stórhuga því hann dreymir um að umbylta fjarskiptamark- aðinum. Fyrirtæki hans UnifyMe, tekur þátt í Startup Reykjavík í sumar og segir Albert að Ísland hafi orðið fyrir valinu því hann sá fyrir sér að hér gæti hann fundið ágætis brú frá heimalandi sínu Spáni inn á Bandaríkjamarkað. Albert segist hafa rekið sig á að spænskir fjár- festar séu hikandi við að taka þá áhættu sem þarf: „Þeir segjast vilja styðja við bakið á fyr- irtækjum sem munu snúa markaðinum á haus, en þegar á hólminn er komið vilja þeir samt fyrst fá að sjá einhvern sem hefur náð árangri með því að gera nákvæmlega það sama. En það er jú vandinn við það að vilja umbylta mark- aðinum að eðli málsins samkvæmt eru ekki önn- ur fyrirtæki að gera það sama.“ Í stuttu máli má lýsa lausn UnifyMe (www.unifyme.io) sem einni allsherjar sam- skiptagátt. UnifyMe er ætlað smáum og með- alstórum fyrirtækjum og sameinar á einum stað ólíka samskiptamáta, s.s. hefðbundin símtöl, myndsímtöl og skeyti. Albert segir það ein- kenna samskipti fólks í dag að þau fara fram á mörgum stöðum, og samtöl færast jafnvel á milli ólíkra miðla: t.d. frá símtali yfir í spjall- forrit, og þaðan yfir í tölvupóst. „UnifyMe er n.k. svissneskur vasahnífur fyrir samskipti þar sem notandinn hefur eina gátt með mörgum tól- um fyrir öll sín samtöl og getur haldið betur ut- an um þau,“ útskýrir Albert og bætir við að í framtíðinni muni UnifyMe í m.a. veita að gang að samskiptaforritum eins og Facebook Mes- senger, Slack og Whatsapp samhliða því að leyfa notendum að hringja símtöl hvert á land sem er. Fyrirtæki þurfa að geta notað alla sam- skiptamáta enda eru viðskiptavinirnir ekki bundnir við síma og tölvupóst. Albert bendir á að þær breytingar sem orðið hafa á samskiptum fólks sjáist hvað skýrast á unga fólkinu sem er oft tamara að nota forrit eins og Whatsapp en hefðbundinn landlínusíma. „Fyrir ungt fólk af þúsaldarkynslóðinni er það framandi tilhugsun að hringja í gegnum venjulegan plastsíma, sem tengdur er við snúru, frekar en að opna forrit í snjallsímanum sínum og hringja þannig í vini eða senda skeyti.“ Að sögn Alberts hafa ýmis fyrirtæki reynt að bjóða upp á heildstæða samskiptalausn en ekki átt erindi sem erfiði. „Ég setti á sínum tíma á laggirnar mitt eigið fjarskiptafyrirtæki Nectar (www.nectarcompany.com) til að mæta fjar- skiptaþörfum fyrirtækja á Spáni og spratt sá rekstur upp úr því að hafa m.a. verið umboðs- aðili fyrir samskiptalausn Microsoft, eftir að hafa þurft að sitja undir því í eitt ár að taka við kvörtunum óánægðra notenda.“ Fá bara eitt tækifæri í Bandaríkjunum UnifyMe er þegar komið nokkuð vel á veg. Að baki sprotanum er sjö manna hópur og hefur Albert raðað í kringum sig fólki sem býr að mik- illi þekkingu og reynslu úr hugbúnaðar- og fjar- skiptageiranum. Teymið hefur lagt samtals um 250.000 evrur í að koma fyrirtækinu á laggirnar og í kringum 2.500 notendur eru að prófa hug- búnaðinn. „Stefnan er sett á Bandaríkjamarkað en þar fáum við aðeins eitt tækifæri og við verð- um að vera með skothelda vöru þegar þangað er komið. Ef varan virkar ekki eins og til er ætlast frá fyrsta degi, þá er vörumerkið búið að vera. Sá hugbúnaður sem við erum núna að prófa er vissulega ekki með fallegt notendaviðmót en er að virka eins og til var ætlast og ætti fyrsta full- smíðaða útgáfa UnifyMe að fara í loftið í lok þessa árs.“ Áætlað er að greiða þurfi 6.99 dala áskrift- argjald fyrir hvern notanda UnifyMe og segir Albert að hugbúnaðurinn sé þannig úr garði gerður að ekki þurfi tæknimann til að stilla kerfinu upp. „Inni í hugbúnaði UnifyMe er símsvörunarforrit sem getur beint símtölum hvert sem viðskiptavinurinn óskar, og notendur UnifyMe geta verið með sitt eigið beina síma- númer í 200 löndum ef því er að skipta. Yfir- menn hafa síðan aðgang að handhægu stjórn- borði fyrir allan vinnustaðinn. Við bjóðum upp á kerfi sem getur komið alfarið í staðinn fyrir gömlu símkerfin sem fyrirtæki hafa notað hing- að til og þarf ekki meira til en nettengingu.“ Vonast Albert til að á næstu fimm árum verði ekki færri en 10.000 smá og meðalstór fyrirtæki farin að nota UnifyMe. „Við leitum um þessar mundir að fjárfestum sem vilja leggja u.þ.b. 2,5 milljónir dala í að gera þennan vöxt að veru- leika, en ef fimm ára markmið okkar næst þá ættu árlegar tekjur UnifyMe að vera orðnar í kringum 40 milljónir dala. Það sem meira er þá er hugbúnaðurinn þannig hannaður að UnifyMe getur vaxið án þess að við þurfum að kosta miklu til við að stækka yfirbygginguna og er kerfið t.d. ekki háð því að við fjárfestum í dýrum gagnaverum sem beina símtölum og skeytum á milli staða.“ Morgunblaðið/Hari „Fyrir ungt fólk af þúsaldarkynslóðinni er það framandi tilhugsun að hringja í gegnum venjuleg- an plastsíma,“ segir Albert um breytta samskiptahegðun. Fyrirtæki þurfa að laga sig að þessu. Ein gátt fyrir öll samskipti Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Sprotafyrirtækið UnifyMe þróar lausn fyrir smá og meðalstór fyrir- tæki til að halda utan um samtöl hvort sem þau fara fram í gegnum síma eða spjallforrit.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.