Morgunblaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS Geti ekki lengur beðið með verð... Smíði senn lokið á íbúðum IKEA „Óður til Kirkjufells“ Gjaldtaka endurmetin Greiði líka laun fyrir litlu verkin Mest lesið í vikunni INNHERJI RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON SKOÐUN Sérhæfðar viðgerðarstöðvar fyrir reið- hjól og skíðabúnað frá fyrirtækinu Hjólalausnum hafa verið settar upp í Bláfjöllum og Skálafelli. Jónas Björg- vinsson framkvæmdastjóri Hjóla- lausna segir í samtali við Viðskipta- Moggann að búnaðurinn sé nýjung frá fyrirtækinu en Skálafell sé t.d. vinsæll staður fyrir fjallahjólamennsku. Sams- konar viðgerðarstöðvar eru væntaleg- ar hjá Hlemmi Mathöll, Klambratúni og sundlaug Seltjarnarness. Hjólalausnir flytja einnig inn ramm- gerð hjólastæði, og fyrstu 10 eru nú komin upp í bílakjallara Höfðatorgs. 30 bætast við á næstunni fyrir utan Kaffi- tár á Höfðatorgi og hjá Ráðhúsi Reykjavíkur. Stæðin bjóða einnig upp á rafhleðslur fyrir rafhjól, og eru ætluð almenningi, að kostnaðarlausu. Stæð- unum fylgir m.a. öryggismyndavél. Akureyri mikill hjólabær Jónas segir að hjólastæðin fái enn meiri útbreiðslu á næstunni, en Kringl- an hafi pantað sex slík stæði. Einnig sé verslanamiðstöðin Glerártorg á Akur- eyri með málið til skoðunar. „Akureyri, með sínum mörgu brekkum, er mikill reiðhjólabær. Það er minni hjólamenn- ing á Akranesi og Selfossi, sem er athyglisvert,“ segir Jónas. Stæðin, sem Jónas flytur inn frá Bi- keep í Eistlandi, eru talin 99% örugg. „Ég hef heyrt af þjófagengjum hér á landi sem hella fljótandi köfnunarefni á traustustu hjólalása og mylja þá í sundur þannig. Ég hef verið að fá góð viðbrögð frá fólki sem vill nú hjóla til vinnu, en hefur hingað til ekki þorað að skilja hjólin sín eftir fyrir utan vinnu- staðinn.“ Hjólastandarnir eru ætlaðir almenningi, honum að kostnaðarlausu. Hægt að laga hjól á fjöllum Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Nýjar viðgerðarstöðvar fyrir hjól og skíði eru komnar í Skálafell og Bláfjöll, og rammgerð hjólastæði í bíla- kjallara Höfðatorgs. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Brátt hefst framleiðsla á vetniá Hellisheiði. Þá er rafgrein- ingu beitt til að kljúfa vatn í súr- efni og vetni. Vetninu er safnað á ofurþétta kúta, því dælt á tanka vetnisbifreiða og þær geta hæg- lega brunað 400-500 km á hleðsl- unni. Útblásturinn er í formi vatns því orkugjafinn er efna- hvörf sem verða með blöndun vetnis og súrefnis. Hringrásin er fullkomnuð. Gera má ráð fyrir að ásamthreinum rafbílum verði vetni helsti orkugjafinn í kjölfar orkuskipta í samgöngum. Og líkt og með rafbílaþróunina er vetni- svæðingin ekki handan við horn- ið. Hún er nú þegar að raunger- ast. Um götur Hamborgar þeysastnú sprækir strætisvagnar og sífellt fleiri einstaklingar veðja á vetnið sem orkugjafa fyr- ir einkabílinn. Það er í raun töfr- um líkast að fylgjast með þessari þróun en það er líka stórkostlegt að hugsa til þess hversu hagfelld þessi þróun er fyrir íslenskt sam- félag, ekki aðeins út frá umhverfissjónarmiðum heldur einnig fjárhagslegum. Við eigum gnægð raforku ogvatns. Ef framtíðin í sam- göngum verður sú sem margt bendir til, byggð á vatni, vetni og rafmagni, þurfum við engu að kvíða. Vatn, vetni og rafmagnSkömmu eftir að Snorri Sturlu-son tók við goðorði í Borgar- firði í upphafi 13. aldar lét hann verkin tala. Þegar Orkneyingar komu upp Hvítá og hugðust selja korn á markaðsverði hlutaðist hann til um þau mál og krafðist þess að fá að ráða verðlagningu vörunnar. Skarst í brýnu, Snorri gerði kornið upptækt og Orkneyingar báru lítið úr bítum. Ósennilegt er að þeir hafi haft mikinn áhuga á að flytja Borg- firðingum korn upp úr þessu. Íhlutun Snorra í verðlagsmál viðbakka Hvítár er með elstu þekktu inngripum yfirvalda í verð- lags- og samkeppnismál hér á landi. Það má þó reikna Snorra til tekna að hann gekk hreint til verks og Orkneyingarnir sem sáu eftir því að hafa tekið land í Borgarfirði fengu fljótt vissu um að þeir gætu ekki hagað verðlagningu sinni á fá- keppnismarkaði eins og þeim sýnd- ist. Þrátt fyrir það bendir fátt til þess að hinn röggsami leiðtogi á Borg hafi bætt stöðu neytenda til lengri tíma með atorkusemi sinni. Þessi saga er rifjuð upp nú þegarljóst er að N1 hefur verið heimilað að kaupa Festi, sem m.a. rekur Krónuna, Nóatún, Elko og fleiri verslanir. Enn er þess beðið að Samkeppniseftirlitið, sem haft hefur samrunann til skoðunar, kveði upp úr um hvort Hagar fái að kaupa Olíuverzlun Íslands. En það sem er ólíkt með sögu Snorra og þeirri sem forsvarsmenn Sam- keppniseftirlitsins skrifa nú er sú staðreynd að Snorri gekk hreint til verks og menn vissu fljótt hver staða mála væri. Nú eru hins vegar 13 mánuðir síðan N1 lýsti yfir áformum sínum. Svipaða sögu má segja af Högum. Sá óratími sem það virðist takaSamkeppniseftirlitið að kveða upp dóma sína um rétt og rangt á samkeppnismarkaði er engum til góða, hvorki neytendum né þeim fyrirtækjum sem í hlut eiga. Sam- runi Haga og Lyfju var ógiltur eftir langt japl, jaml og fuður. Þær tafir sköðuðu að vonum bæði fyrirtæki og ekki er ósennilegt að rekstri N1, Festi, Haga og Olís hefði verið á nokkuð annan hátt hagað síðastliðið ár ef legið hefði fyrir, og það fljótt, hvernig Samkeppniseftirlitið sá hlutina fyrir sér til frambúðar. Snorri lét til skarar skríða Ein stærsta hótel- keðja Ástralíu fékk 230 m.kr. sekt fyrir að reyna að blekkja not- endur TripAdvisor. Blekkingar á TripAdvisor 1 2 3 4 5 SETTU STARFSFÓLKIÐ Í BESTA SÆTIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.