Morgunblaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018 11FRÉTTIR
Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is
FJÖLPÓSTUR
SEM VIRKAR
*könnun Zenter apríl 2016.
61% landsmanna lesa fjölpóst
70% kvenna lesa fjölpóst
58% neytenda taka eftir tilboðum á
vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst*
Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili
MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR
EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR
Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar
Af síðum
Heineken leggur upp úr glaðlegri ímynd
sinni. Á flöskumiðunum er nafn fyrirtæk-
isins skrifað þannig að litla e-ið hallar eins
og það glotti. Á mánudag virtist brosið
samt vera örlítið þvingað. Gengi hlutabréf-
anna féll um 5% þegar í ljós kom að af-
koma þessa stærsta brugghúss Evrópu
stóðst ekki væntingar á fyrri árshelmingi.
Þrýstingur á framlegð og samdráttur í rekstrarhagnaði kom markaðs-
greinendum á óvart. En þrátt fyrir þessi neikvæðu tíðindi þá var eitt og
annað sem má kætast yfir. Það er viss huggun fyrir fjárfesta sem höfðu
keyrt gengi hlutabréfanna upp um 8% í júlí. Jafnvel eftir lækkunina á
mánudag er markaðsverð Heineken á við 21-faldan árshagnað fyrirtæk-
isins, sem er ögn hærra margfeldi en hjá keppinautnum AB InBev.
Það er einkum vegna Brasilíu, þriðja stærsta bjórmarkaðar í heimi,
sem framlegðin hefur verið á niðurleið. Hún féll í kjölfar kaupa á bras-
ilískum brugghúsum japanska bjórframleiðandans Kirin Holdings, sem
rekin höfðu verið með tapi. Reksturinn fer samt batnandi, því umsvif
sameinaðrar starfsemi óx um tveggja stafa prósentutölu og jók markaðs-
hlutdeild sína. Það dregur niður arðsemi samstæðunnar að þessi rekstur,
þar sem framlegðin er lítil, skuli hafa vaxið hraðar en búist var við. En
þetta ætti nú að horfa til betri vegar. Á næstu þremur til fimm árum ætti
áhugi Brasilíumanna á gæðabjór og samlegðaráhrif af kaupunum að
leiða til þess að arðsemin nái meðalarðsemi samstæðunnar.
Flest önnur vandamál sem Heineken þarf að glíma við kunna að vera
tímabundin. Styrking evrunnar kom á óvart og hafði hlutfallslega mest
áhrif á gjaldmiðla landa á borð við Víetnam, þar sem framlegð Heineken
er há. Nokkrir einskiptisliðir drógu niður hagnaðinn, t.d. verkfall vörubíl-
stjóra í Brasilíu, stór reikningur frá skattayfirvöldum í Frakklandi og
skortur á koltvísýringi í Bretlandi.
Vissulega eru langtímavandamál til staðar. Í ríkari löndum á venjuleg-
ur ljós bjór undir högg að sækja vegna vaxand áhuga fólks á styrktum
vínum, handverksbjór og bjór frá Mexíkó. En ólíkt helstu keppinaut-
unum fer bjórsala Heineken vaxandi. Fjárútlát til vöruþróunar og mark-
aðsmála hefur skilað sér í meiri sölu, en jafnframt hærri kostnaði.
Rekstrarframlegð Heineken er innan við helmingurinn af því sem
keppinauturinn AB InBev er með, sem auk þess er stærri. Munurinn er
sá að AB InBev er með stóra markaðshlutdeild og mikil áhrif á verð á
þeim stöðum þar sem fyrirtækið er með yfirburði. Heineken dreifir sér
víðar, dregur þannig úr áhættu en eykur yfirbygginguna. Framlegðin
mun halda áfram að vera lægri en hjá keppinautnum. En áhersla á að
framleiðslu gæðabjóra, með bjórinn sem fyrirtækið er nefnt eftir í broddi
fylkingar, og vöxtur í nýmarkaðslöndum ætti að borga sig á end-
anum. Búið ykkur undir að hagnaður Heineken freyði á ný.
LEX
AFP
Heineken:
Fínleg froða
Tekjuvöxtur Apple heldur áfram
að aukast, þökk sé góðri sölu á
best búnu útgáfunum af dýrasta
iPhone-símanum. Afkomutölur
Apple marka endapunktinn á
róstusömu uppgjörstímabili hjá
stærstu tæknifyrirtækjum Banda-
ríkjanna.
Tekjur Apple á þriðja ársfjórð-
ungi hækkuðu um 17% á milli ára
og er það meira en sérfræðingar á
fjármálamarkaði höfðu gert ráð
fyrir. Hagnaður félagsins jókst um
32% og nam 11,5 milljörðum dala.
Þessar tölur urðu til þess að í
viðskiptum eftir lokun markaða
hækkaði verð á hlutabréfum í
Apple um 4% þegar mest lét.
Mest selt af dýrustu símunum
Mælt í fjölda seldra símtækja
jókst sala á iPhone-símum um að-
eins 1%, upp í 41,3 milljónir síma.
En hærra meðalverð varð til þess
að tekjurnar af snjallsímasölunni
voru 20% meiri en á sama tímabili í
fyrra og námu 29,9 milljörðum
dala. Hjálpaði líka til að X-módelið,
dýrasti síminn í iPhone-línunni,
var sá Apple-sími sem seldist best
og hækkaði meðalverðið á hverjum
nýjum seldum iPhone um 20%, upp
í 724 dali.
Tölur yfir selda síma ná yfir
fjölda símtækja sem send voru til
verslana eða beint til neytenda.
Luca Maestri, fjármálstjóri Apple,
greindi Financial Times frá því að
3,5 milljónir síma, sem höfðu verið
sendir til verslana áður en árs-
fjórðungurinn hófst, seldust á
tímabilinu apríl til júní. Það er
nærri tvöfalt hærri tala en á árs-
fjórðunginum þar á undan. Það hve
vel hefur gengið að saxa á þessar
birgðir er til marks um góða spurn
eftir dýrari vörum, sem boðar gott
fyrir söluna í framtíðinni.
Þjónustutekjur Apple, sem koma
m.a. frá App Store, iCloud og
Music, jukust um 31% og námu 9,5
milljörðum dala. Er það vel yfir
spám sérfræðinga á Wall Street,
en að sögn Maestri er inni í tölunni
einskiptishagnaður upp á 236 millj-
ónir dala vegna málaferla þar sem
Apple hafði sigur.
Nýr sími í september?
Hagnaðarspá Apple fyrir næsta
ársfjórðung er einnig hærri en
markaðsgreinendur höfðu spáð, og
væntir fyrirtækið tekna á bilinu 60
til 62 milljarða dala. Þykir það vís-
bending um að Apple ætli að taka
upp þann sið að nýju að kynna nýj-
an iPhone í septembermánuði.
Góð afkoma hjá stærsta skráða
hlutafélagi heims var töluverður
léttir fyrir fjárfesta, en áður höfðu
þeir orðið fyrir vonbrigðum með
frammistöðu Facebook, Twitter og
Netflix. Þegar markaðir lokuðu á
þriðjudag, áður en rekstrartölur
Apple voru birtar, hafði FANG+
vísitalan hjá NYSE lækkað um
meira en 8% frá því hún náði síðast
hámarki 25. júlí síðastliðinn.
„Við erum í sjöunda himni yfir
því að geta tilkynnt að annar árs-
fjórðungur var sá besti í sögu
Apple, og fjórði ársfjórðungurinn í
röð þar sem tekjur jukust um
tveggja stafa prósentutölu,“ segir
Tim Cook, forstjóri Apple, í til-
kynningu. „Afkoman á þriðja árs-
fjórðungi naut góðs af mikilli sölu
á iPhone-símum, tekjum af þjón-
ustu og af sölu fylgihluta. Við erum
mjög spennt yfir þeim nýju vörum
og þjónustu sem eru á leiðinni.“
Tekjur af fylgihlutum, svo sem
af Apple Watch-úrum og AirPods-
heyrnartólum, jukust um 60% á
fjórðunginum, að sögn Maestri, og
þýðir það að fyrirtækið seldi fylgi-
hluti fyrir meira en 10 milljarða
dala. „Þetta er vöruflokkur sem
var í rauninni ekki til fyrir þremur
árum,“ segir hann.
Apple greiddi hluthöfum 25
milljarða dala á fjórðunginum, þar
af 20 milljarða í formi kaupa á eig-
in bréfum og hafði því handbært fé
lækkað niður í 129 milljarða dala í
júnílok.
Þyngri róður hjá Samsung
Á meðan iPhone seldist vel á síð-
asta ársfjórðungi gekk ekki eins
vel hjá Samsung, helsta keppi-
nautnum. Þar gerðist það í fyrsta
skipti í tvö ár að hagnaður minnk-
aði á milli fjórðunga vegna dræmr-
ar sölu á dýrustu símum fyrirtæk-
isins. Samsung kennir um minni
sölu á Galaxy S9-snjallsímanum en
vænst hafði verið, en keppinautar
á borð við Huawei og Xiaomi hafa
sett á markað símtæki með betri
tæknilega eiginleika og selja þau á
lægra verði. Segir Samsung að
markaðurinn fyrir farsíma muni
verða erfiður það sem eftir lif-
ir ársins.
iPhone X sprengir
spárnar hjá Apple
Eftir Tim Bradshaw
í Los Angeles
Afkomutölur stóru tækni-
risanna fyrir síðasta árs-
fjórðung hafa lagst mis-
jafnlega í markaðinn en
niðurstöðurnar fyrir þann
stærsta þeirra, Apple, olli
ekki vonbrigðum.
AFP
Tekjur af fylgihlutum, eins og Apple Watch-úrum, námu 10 milljörðum dala á
öðrum ársfjórðungi, vörum sem voru ekki til hjá fyrirtækinu fyrir þremur árum.