Morgunblaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018FRÉTTIR
Mesta lækkun Mesta hækkun
VIKAN Á MÖRKUÐUM
AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn)
ICEAIR
-7,65%
7,85
N1
+9,43%
116,0
S&P 500 NASDAQ
-0,58%
7.692,221
-0,21%
2.812,79
-0,63%
7.652,91
FTSE 100 NIKKEI 225
2.2.‘18 2.2.‘181.8.‘18 1.8.‘18
1.800
802.400
2.210, 0
2.052,25
Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær.
72,79+0,15%
22.746,7
BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)
60
68,58
Icelandair Group greindi í fyrradag
frá 2,7 milljarða króna tapi á öðrum
ársfjórðungi og í kjölfarið féll gengi
hlutabréfa félagsins um tæp 10% í
Kauphöllinni í gær. Gengi félagsins
hefur ekki verið lægra síðan í árs-
byrjun 2013 og stendur nú í 7,85
krónum á hlut. Allt bendir til þess að
markaðurinn hafi ekki trú á að fyrir-
tækið muni ná afkomumarkmiðum
sínum.
EBITDA-spá Icelandair gerir ráð
fyrir rekstrarhagnaði upp á 120-140
milljónir bandaríkjadala fyrir árið.
Ýmislegt þarf að ganga upp svo sú
spá geti ræst og miðað við viðbrögð
markaðarins eru töluverðar efa-
semdir varðandi það.
„Þó svo að Icelandair hafi sent frá
sér neikvæða afkomuviðvörun fyrr í
þessum mánuði þá olli uppgjör
félagsins vonbrigðum,“ segir Stefán
Broddi Guðjónsson, forstöðumaður
greiningardeildar Arionbanka.
„Um leið hafa skapast talsverðar
efasemdir um að félagið muni stand-
ast áætlun ársins. Til að áætlun
standist þarf þriðji ársfjórðungur,
sem nú stendur yfir, að reynast jafn
góður eða betri en sami fjórðungur
fyrir ári. Miðað við afkomuna það
sem af er ári og ytri skilyrði skil ég
vel að markaðurinn efist um að það
gangi eftir.“
Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur
hjá greiningardeild Landsbankans
segir stjórnendur ennþá bratta hvað
varðar spá sína fyrir árið. „Hún er
reyndar frekar víð og bilið stórt.
Kannski hefur markaðurinn hugsað
sér að það væri möguleiki að ná
þessum efri mörkum en telur
kannski eftir þetta uppgjör að fyr-
irtækið verði frekar nær neðri
mörkunum,“ segir hann.
Langtímamarkmið félagsins er að
EBIT-kennitalan (hagnaður fyrir
fjármagnsgjöld og skatta) verði að
meðaltali yfir 7% frá 2019 en hún
var neikvæð um 17,8% á öðrum árs-
fjórðungi þessa árs. Sveinn telur að
EBIT-hlutfallið verði við núllið og
jafnvel í mínus á þessu ári og efast
um að þessi markmið félagsins náist.
„Ef við horfum eitt til þrjú ár fram í
tímann finnst manni það afsakplega
ólíklegt, þó það sé ekki útilokað. Það
þarf allt að ganga upp. Flugfargjöld
þyrftu að hækka, krónan þyrfti að
veikjast, allar sparnaðaraðgerðir
sem félagið er í þyrftu að nást og all-
ar launahækkanir þurfa að vera
mjög hóflegar,“ segir Sveinn.
Stefán Broddi bendir á markaðs-
aðstæður í þessu sambandi. „Sam-
keppnin er gríðarleg og sem dæmi
þá hefur verð á flugmiðum til og frá
landinu lítið breyst og jafnvel lækk-
að þrátt fyrir að olíuverð og launa-
kostnaður hafi hvorutveggja hækk-
að mjög mikið,“ segir hann.
Lægsta gengi í fimm og hálft ár
Gengið á bréfum félagsins hefur
ekki verið lægra síðan í ársbyrjun
2013. Þá var rekstrarhagnaðurinn í
dollurum talið áþekkur því sem nú
er, þrátt fyrir mikinn vöxt fyrirtæk-
isins og þá staðreynd að félagið sé
að flytja um helmingi fleiri farþega
en það gerði.. „Það virðist vera sem
svo að stjórnendur séu að velta
hverjum steini,“ segir Sveinn og
bendir á breytt leiðakerfi og nýja
áfangastaði hjá fyrirtækinu sem
virðast ekki hafa staðist væntingar.
„Ef maður les svolítið í markaðinn
þá er hann ekkert sérstaklega sann-
færður um að Icelandair geti sjálft
snúið þessu við. Það yrðu frekar ein-
hverjar ytri aðstæður sem myndu
verða þeim í vil sem myndu gera
það. Það kann kannski ekki góðri
lukku að stýra að veðja bara á það,“
sagði Sveinn.
Stefán Broddi bendir á að við-
skipti með Icelandair Group fara nú
fram á verði sem er um 0,7 sinnum
bókfært eigið fé. „Mér sýnist að verð
á markaði endurspegli efasemdir
um að Icelandair nái markmiði sínu
um arðsemi. Sérstaklega ef kerfis-
bundnir þættir eru félaginu fjötur
um fót, þá er eðlilegt að spurt sé
hvaða aðrar leiðir eru færar. Gæti
t.d. reynst farsælla að draga úr vexti
og hugsanlega selja eignir, líkt og
félagið stefnir að varðandi hótel-
reksturinn sinn? Fræðin segja að
minnsta kosti að þegar innra virði er
hærra en markaðsvirði gæti reynst
skynsamlegt að selja eignir. Það er
svo aftur annað mál hvort það sé
farsælast til lengri tíma litið og það
ræður væntanlega afstöðu stjórn-
enda og eigenda Icelandair,“ segir
Stefán Broddi.
Markaðurinn efast um
afkomuspá Icelandair
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Gengi á bréfum í Icelandair
Group lækkaði um tæp
10% í Kauphöllinni í gær.
Sérfræðingar greiningar-
deilda Arionbanka og
Landsbankans efast um
að félagið muni ná afkomu-
markmiðum sínum.
Þróun hlutabréfaverðs Icelandair frá ársbyrjun 2013
40
35
30
25
20
15
10
5
0
2013 2014 2015 2016 2017 2018
7,858,28
Apríl 2016
38,9
FJÁRFESTINGARFÉLÖG
Hagnaður af rekstri Novator ehf. ár-
ið 2017 nam rúmlega 7,6 milljörðum
króna. Tillaga stjórnar um arð-
greiðslu vegna rekstrarársins í fyrra
nemur 3,4 milljörðum króna, en eig-
andi félagsins er Novator Holding í
Lúxemborg.
Í ársreikningi félagsins kemur
fram að helstu eignir þess hafi verið
seldar í byrjun árs 2017. Eignarhluti
í Nova ehf. var seldur, auk þess sem
eignarhlutir í CCP hf. og Novator
F11 ehf. voru seldir til tengds aðila.
Rekstrartekjur Novator ehf. í
fyrra námu 7,8 milljörðum króna og
vó þar þyngst hagnaður af sölu
hlutabréfa, sem nam 7,9 milljörðum.
Til samanburðar voru rekstrar-
tekjur félagsins árið 2016 um 413
milljónir króna.
Laun og annar starfsmannakostn-
aður fór úr 51 milljón króna árið
2016 í 112 milljónir í fyrra.
Félagið seldi, eins og fyrr segir,
hluti sína í Nova og Novator F11,
sem átti húsið að Fríkirkjuvegi 11.
Samtals nam söluverð þessara eign-
arhluta 10 milljörðum króna, en
söluhagnaður 7,7 milljörðum. Sölu-
verð hlutar Novator í CCP nam 1,1
milljarði króna og var söluhagnaður-
inn 160 milljónir króna.
Eigandi Novator ehf. er Novator
Holding S.á r.l, sem er skráð í fyrir-
tækjaskrá Lúxemborgar. Novator
Holding er að mestu í eigu Björgólfs
Thors Björgólfssonar fjárfestis.
steingrimur@mbl.is
Novator greiðir eig-
anda 3,4 milljarða í arð
Morgunblaðið/RAX
Novator er að mestu í eigu Björgólfs
Thors Björgólfssonar fjárfestis.
HLUTABRÉF
Heildarviðskipti með hlutabréf í
Kauphöll Íslands í júlí námu 35,4
milljörðum króna eða 1,6 milljörðum
króna á dag. Það er 3% lækkun á
milli ára. Mest voru viðskipti með
Eimskipafélag Íslands í mánuðinum,
12 milljarðar króna, sem má að
mestu leyti rekja til kaupa Samherja
á 25,3% hlut í félaginu á rúma 11
milljarða króna.
Fossar markaðir voru með mestu
hlutdeildina á Aðalmarkaðnum,
34,9%.
Í lok júlí voru bréf 23 félaga skráð
á Aðalmarkaði og First North og
nam heildarmarkaðsvirði þeirra 991
milljarði króna, samanborið við
1.040 milljarða í lok júní. Úrvals-
vísitalan lækkaði um 7% milli mán-
aða. steingrimur@mbl.is
Fossar með mestu hlut-
deild á markaði í júlí
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Heildarmarkaðsvirði skráðra hluta-
bréfa í Kauphöllinni lækkaði í júní.
Fram kemur í árshlutareikningi
Icelandair að lítils háttar tap var á
rekstri Icelandair hótela á öðrum
ársfjórðungi. Fyrir skatta nam
tapið 67 þúsund Bandaríkjadöl-
um, jafngildi liðlega sjö milljóna
króna. Til samanburðar var 260
þúsund dala hagnaður af rekstri
Icelandair hótela fyrir skatta á
öðrum ársfjórðungi 2017.
Á fyrri árshelmingi námu
heildartekjur Icelandair hótela
51,3 milljónum dala, jafngildi um
5,4 milljarða króna, og jukust þær
um 11,5% milli ára í dölum talið.
Útgjöld námu hins vegar 54,9
milljónum dala og jukust um
14,9% milli ára.
Tap Icelandair hótela fyrir
skatta á fyrri helmingi ársins nam
3,7 milljónum dala, jafnvirði 386
milljóna króna, en til saman-
burðar var tapið 1,8 milljónir dala
í sama árshluta í fyrra. Herbergja-
nýting var 76,1% fyrstu sex mán-
uðina og lækkaði um 2,4 prósent-
ur milli ára. Á sama tíma fjölgaði
framboðnum gistinóttum um 2%.
Icelandair Group greindi frá því
um miðjan maí að félagið hefði
sett hótelrekstur sinn í söluferli.
Félagið rekur 13 hótel auk
sumarhótelakeðju Hótel Eddu. Þá
stefnir félagið að opnun nýs hót-
els við Austurvöll árið 2019. Ráð-
gjafar Icelandair Group við söl-
una eru Íslandsbanki og
ráðgjafarfyrirtækið HVS. Sam-
kvæmt afkomukynningu Ice-
landair er verið að útbúa upplýs-
ingaefni vegna sölunnar og hafa
innlendir og erlendis aðila sýnt
áhuga, bæði hótelrekendur og
fjárfestingarsjóðir.
Tap af rekstri Icelandair hótela hefur aukist á árinu