Morgunblaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 8
Eyþór Bender hefur lengi verið viðloðandi stoð-
tækjabransann, eða allt frá því að hann var ráðinn
til að sjá um markaðsmál stoðtækjafyrirtækisins
Össurar árið 1995, og gerðist síðar yfirmaður Öss-
urar í Norður Ameríku.
Áður en hann kom til Össurar starfaði hann um
sex ára skeið hjá Hewlett Packard tölvurisanum í
Þýskalandi. Hann segir að sú ákvörðun, að segja
upp starfi sínu þar og fara til Íslands, hafi verið
stórt skref á sínum tíma, en að mörgu leyti stór-
skrýtin ákvörðun, enda Hewlett Packard, HP, enn
mjög heitt á þessum tíma. „Báðir stofnendurnir,
þeir Hewlett og Packard, voru enn í stjórn fyrir-
tækisins og mikið að gerast hjá félaginu. En það
var einhver frumkvöðlahugur í mér á þessum tíma,
auk þess sem ég vildi fara heim svo börnin myndu
ekki alfarið alast upp í Þýskalandi. Fyrir mér var
Össur á þessum tíma bara fyrirtæki sem var að
gera spennandi hluti í tækni, og það var ekki um
auðugan garð að gresja í þeim efnum á Íslandi á
þessum tíma. Ég vildi geta notað þá þekkingu sem
ég hafði aflað mér úti í Þýskalandi,“ segir Eyþór í
samtali við ViðskiptaMoggann.
Hann bætir við að tenging tækninnar við líkam-
ann hafi honum einnig þótt mjög áhugaverð hjá
Össuri. „Mér fannst mjög spennandi að fá tækifæri
til að taka þátt í að byggja upp fyrsta almennilega
tæknifyrirtækið á Íslandi. Vegferð mín hjá Össuri
reyndist farsæl, og var mér mikill skóli.“
Vann mikið með tæknimönnum
Spurður um bakgrunn hans sjálfs í tækni, segist
Eyþór ekki vera neinn sérstakur tæknimaður.
Hann hafi verið í markaðs- og sölumálum hjá HP
og haldið því áfram hjá Össuri. „Ég hafði aftur á
móti unnið mikið með tæknimönnum. Ég hef tölu-
verða reynslu í að vita hvenær maður á að beina
þeim nær eftirspurninni á markaðnum,“ segir Ey-
þór.
Hrunárið 2008 hættir Eyþór hjá Össuri, en hann
segir að þá hafi verið orðið ljóst að ekki yrði sami
hraðinn í útþenslu félagsins, og ekki sama „fjörið“
og á árunum þar á undan. „Eftir að okkur hjá Öss-
uri tókst að láta Oscar Pistorius [spretthlaup-
arann] hlaupa á Ólympíuleikunum á gervifótum frá
okkur, og við vorum farin að nota mikið vélmenna-
tækni til að hjálpa fólki að ganga, þá fannst mér
eðlilegt næsta skref að hjálpa lömuðu fólki að stíga
upp úr hjólastól.“
Þarna á Eyþór við næsta skrefið á ferlinum,
þegar hann tók að sér að leiða tæknifyrirtækið
Ekso Bionics í Silicon Valley í San Francisco. „Mér
fannst það verkefni álíka spennandi og að koma til
starfa hjá Össuri 1995. Þetta var árið 2010. Mér
fannst skrýtið, miðað við hvað San Francisco var
og er mikill suðupottur í tækni og framförum, að
þar væri ekkert fyrirtæki á stoðtækjasviðinu. Ég
hugsaði sem svo að þetta hlyti að vera mikið tæki-
færi, og þannig byrjaði þessi næsti kafli hjá mér.
Þarna slóst ég í lið með fólki sem vantaði liðsinni
við markaðssetningu á svona vörum. Fyrirtækið
hafði náð samningum við þróunararm bandaríska
hergagnaiðnaðarins DARPA og hergagnafram-
leiðandann Lockhead Martin, einkum til að fá þá til
að fjármagna starfsemina. Þegar ég kom til þeirra
voru þeir búnir að hanna svokallaðan gengil, eins-
konar ytri beinagrind, sem hjálpaði fólki að halda á
hlutum á bakinu og koma í veg fyrir bakmeiðsli.
Þannig byrjaði þetta, en fyrsta útgáfan var hönnuð
fyrir hermenn. Það sem ég var aftur á móti mjög
spenntur fyrir var að þeir voru að spá í að gera
svipaða hluti fyrir lamað fólk, og vildu fá mína hjálp
við það.“
Hann segir að sér hafi fundist þessi tenging við
gerð ofur-hermanna vera skemmtileg. Svo fór að
árið 2011 var fyrstu vörunni hleypt af stokkunum
með TED fyrirlestri. Varan var síðan valin vara
sem við erum með núna, þ.e. hulsur og stoðtæki
fyrir hryggskekkju, heldur getum við núna bætt
öðrum vörulínum inn í kerfið.“
Nú þegar er einn slíkur samningur á borðinu að
sögn Eyþórs, en sænska stórfyrirtækið IKEA
valdi UNYQ sem einn af fimm lykilsamstarfs-
aðilum sínum í vöruþróun á árinu 2018. Með þeim í
hópi eru Adidas, Sonos, Lego og Ólafur Elíasson
myndlistarmaður í Berlín.
„IKEA er eðlilega á tánum í kringum þróunina í
viðskiptaumhverfinu. Þeim stafar mikil ógn af t.d.
veffyrirtækjunum Alibaba og Amazon, sem bæði
eru að feta sig yfir á húsgagnamarkaðinn. Staf-
ræna tæknin er að breyta öllu í heiminum. Alda-
kaup á einkaleyfum frá 3D Systems, stærsta þrí-
víddarprentfyrirtæki í heimi, þá hafi 3D Systems
keypt 12% hlut í UNYQ. „Við vinnum með þeim í
dag og notum að hluta til þeirra prentara, en einnig
prentara frá öðrum.“
Einnig hefur að sögn Eyþórs komið fjármagn í
gegnum einstaklinga og framtakssjóði. Stofnendur
eiga 18%, stjórnendur og ráðgjafar 20%, aðrir eiga
55%. „Það hafa um 10 milljónir dala í hlutafé [ 1,1
milljarður króna ] komið inn í fyrirtækið hingað til.
Nú erum við komin með góðan fjölda af þrívíddar-
prenturum, og einnig búin að koma okkur upp góð-
um stafrænum ljósmyndabúnaði. Allt þetta er
hugsað, ekki bara til að búa til þessi tvær vörulínur
ársins af TIME tímaritinu bandaríska. „Þetta var
svakalegt ævintýri, og mjög skemmtilegt.“
Eyþór segir að þegar frá leið hafi sér þótt teng-
ingin við ofurhermanninn minna spennandi.
„Kannski er það upphafið að einhverju sem þú vilt
ekkert endilega tengjast.“ Blaðamaður minnist á
Tom Cruise kvikmyndina Edge of Tomorrow þar
sem hermenn framtíðar eru „íklæddir“ einhvers-
skonar vélgrind. Eyþór kinkar kolli. „Það eru stór
verkefni í gangi hvað varðar gerð svona ofurher-
manna. Eins og öll risa-tækniverkefni í heiminum,
verkefni eins og þróun GPS kerfisins og þróun
Internetsins, þá eru öll þessi tækniundur komin
fram með stuðningi hernaðaryfirvalda í Bandaríkj-
unum. Svona verkefni eru of stór fyrir einhverja
einkafjárfesta. Þarna kemur til langur og mjög
kostnaðarsamur þróunarferill. Hinsvegar er mjög
gaman að fá að fylgjast með þessu, því maður fær
svo góða innsýn inn í framtíðina.“
Of mikil verkfræðihönnun
Í kringum árið 2014 verða aftur breytingar á
högum Eyþórs, en þá fannst honum kominn tími til
þess að stofna sitt eigið fyrirtæki. „Þegar maður er
búinn að vinna lengi með lömuðum og fötluðum,
finnst þér þú hálfskuldbundinn að halda því
áfram,“ segir Eyþór en margir hafa spurt hann af
hverju hann hafi ákveðið að halda áfram í því sama
og hann vann í hjá Össuri. „Mér fannst þessi tæki
sem við vorum að gera hjá Össuri of mikið hönnuð
af verkfræðingum, það vantaði þessa hönn-
unarhugsun. Eins og Apple með og án Steve Jobs.“
Eyþór kveikir á myndbandi þar sem sést hvaða
aðferðir eru í dag notaðar við að búa til stoðtækin.
Það má kalla þær frumstæðar, þar sem stoðtækja-
smiðir nota hamra, heftara og sagir við að móta
fætur og hendur. „Ég kalla þetta oft „leftovers“ í
okkar iðnðaði. Að þessi hlutur hafi orðið útundan.“
Hann segir að þar til nú hafi ekki verið til nein
tækni sem gerir fært að klæðskerasníða gervilimi
að líkamanum. „Það hefur verið svo mikil þróun í
þrívíddarprenturunum síðustu ár sem gera þetta
nú mögulegt, ásamt því sem tæknin til að taka staf-
rænar myndir hefur einnig tekið stór stökk fram á
við. Við hönnuðum til dæmis smáforrit, og í gegn-
um það tekurðu myndir sem hægt er að prenta
gervilimi eftir. Áður þurfti að nota 2-3 milljóna
króna skanna til að taka þessar myndir.“
Mikil gróska er um þessar mundir í þvívíddar-
prentun, og segist Eyþór hafa fylgst mjög náið
með fyrirtæki í Silicon Valley sem prentar góm
sem notaður er í tannréttingar, í stað víranna sem
flestir þekkja í dag. „Þetta er fyrirtæki sem var
stofnað af krökkum úr Stanford háskólanum, og
tekjur þeirra nema nú um 1,5 milljörðum dala á ári,
eða um 160 milljörðum króna. Þá eru öll heyrnar-
tæki í dag þrívíddarprentuð. Allur sá iðnaður færði
sig yfir í þrívíddarprentun á 500 dögum. Þessi að-
ferð hentar þeim iðnaði svo vel þar sem það er
hægt að klæðskerasníða hvert heyrnartæki að
hverjum viðskiptavin.“
Hugmyndin að UNIQ fæddist árið 2014, en Ey-
þór hafði þá um tíma fylgst með kunningja sínum
hjá Apple, sem hafði verið að láta þrívíddarprenta
hluti. „Ég stofnaði svo UNYQ með Manuel Boza
sem stýrði Suður-Evrópumarkaði Össurar á sínum
tíma. Hann var í raun byrjaður að gera þetta sama,
þó það hafi ekki verið eins flott og hjá Apple. Aftur
á móti passaði það sem hann var að gera við endur-
greiðslukerfið [kerfið sem endurgreiðir viðskipta-
vinum stoðtæki ]. Ég sá fyrir mér að ef það tækist
að blanda þessum tveimur heimum saman, þá væri
hægt að búa til gott fyrirtæki.“
IKEA valdi UNIQ til samstarfs
Spurður um fjármögnun fyrirtækisins í upphafi,
segir Eyþór að eftir að samningar voru gerðir um
Ætla að brjóta blað í sögu
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Fyrirtæki Eyþórs Bender, UNYQ, er að hans sögn leiðandi í heiminum í
gerð þrívíddarprentaðra stoðtækja. Félagið, sem var stofnað árið 2014,
selur nú vörur sínar til 50 landa og stefnir á skráningu á Nasdaq First
North markaðinn í Stokkhólmi í byrjun 2019, fyrst bandarískra fyrirtækja.
40 starfa í dag hjá UNYQ á þremur starfsstöðvum fyrirtækisins.
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018VIÐTAL