Morgunblaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018 13SJÓNARHÓLL
Íslenskt einangrunargler
í nýbygginguna, sumarbústaðinn
eða stofugluggann.
Fagleg ráðgjöf og öruggur afhendingartími.
Smiðjuvegi 2, Kópavogi – sími 4889000– samverk.is
BÓKIN
Sumir ganga svo langt að lýsa
George Gilder sem n.k. véfrétt
tæknigeirans. Honum virðist ein-
staklega lagið að
spá rétt fyrir um
framtíðina og því
ekki skrítið að
margir sperri eyrun
þegar Gilder spáir
því að tæknirisinn
Google muni ekki
verða langlífur.
Gilder er höf-
undur bókarinnar
Life after Google:
The Fall of Big
Data and the Rise
of the Blockchain
Economy.
Að mati Gilder er
það nánast óhjákvæmilegt að
rekstrarmódel Google, sem gengur
út á að safna ógrynni gagna og selja
auglýsingar, muni á endanum falla
um sjálft sig. Sú nálgun sem Google
hefur notað til þessa hvílir nefnilega
á tækni sem Gilder ímyndar sér að
geti ekki keppt við þá tæknibylt-
ingu sem fólgin er í bálkakeðjunni.
Í kringum Google hefur orðið til
risastórt vistkerfi sem er þunglama-
legt, miðstýrt og ekki nægilega
öruggt, og áður en langt um líður
gæti snjall frumkvöðull í bílskúr
einhvers staðar not-
að bálkakeðjuna til
að smíða eitthvað
langtum betra.
Það er ekki að-
eins Google sem er
komið á grafar-
bakkann, heldur
steðjar sama hætta
líka að flestum hin-
um risunum í Kísil-
dal, s.s. Amazon og
Facebook. Handan
við hornið er nýr og
mun dreifstýrðari
heimur þar sem
bæði internetið og
sjálft hagkerfið munu verða allt
öðruvísi en við eigum að venjast í
dag. Gilder orðar það þannig að nú-
verandi kerfi sé tvívítt, en það
næsta verði þrívítt, og er ekki
seinna vænna að reyna að búa sig
undir þær miklu breytingar sem
verða eftir að Google hefur riðað til
falls. ai@mbl.is
Eru endalok Google
handan við hornið?
Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dómi frá27. mars 2018 (mál nr. 42/2017) að skilyrði hefðuverið til að leggja lögbann við tilteknum fram-
kvæmdum í Vestmannaeyjum. Lögbannið hafði verið
lagt á 21. desember 2015 og tók meðferð málsins því um
27 mánuði, eða rúmlega tvö ár. Ef niðurstaðan hefði ver-
ið á hinn veginn hefði ólögmætt ástand varað í allan
þennan tíma.
Sýslumenn taka ákvörðun um
það, að kröfu þess sem fer fram á
lögbann, hvort leggja eigi á lög-
bann eða synja slíkri beiðni. Dóm-
stólar koma síðan til sögunnar og
geta skorið úr um það hvort
ákvörðun sýslumanns hafi verið í
samræmi við lög. Óumdeilanlegt er
að lögbann getur verið mikilvægt
úrræði fyrir þann sem telur sig
beittan órétti. Lögbanni getur t.d.
verið beitt til þess að stöðva meint-
ar ólögmætar framkvæmdir,
banna notkun tiltekins vörumerkis
eða koma í veg fyrir að fyrrverandi
starfsmaður nýti sér atvinnuleyndarmál. Málin eru yfir-
leitt þess eðlis að ósanngjarnt væri að ætlast til þess að
sá sem telur á rétti sínum brotið leitaði til dómstóla eftir
hefðbundnum leiðum. Slíkt getur tekið langan tíma og
hagsmunirnir þá orðið að engu.
Á hinn bóginn hefur lögbann í mörgum tilvikum áhrif á
mikilvæga hagsmuni þess sem þarf að sæta því, t.d. tján-
ingarfrelsi eða atvinnufrelsi viðkomandi. Bagalegt er að
sæta slíku lögbanni ef dómstólar telja síðan, allt upp í 27
mánuðum síðar, að það hafi verið ólögmætt. Vissulega er
það svo í þessum tilvikum að sá sem krafðist lögbannsins
ber bótaábyrgð gagnvart þeim sem þurfti að hlíta því.
Málin eru þó oft þess eðlis að örðugt er að sanna fjár-
tjónið. Hvernig fer fyrirtæki t.d. að því að sanna tjón sitt
ef því er bannað um tíma að nota vörumerki sem það hef-
ur aldrei notað áður? Sjálfsagt má velta því upp hvort
eðlilegt sé að sýslumenn taki eins afdrifaríkar ákvarð-
anir og þessar, sem geta varað um langa hríð, og hvort
rétt sé að valdið að þessu leyti verði alfarið fært til dóm-
stóla. Í þessum greinarstúf verður umfjöllunin þó ein-
skorðuð við það hvernig stytta mætti málsmeðferðar-
tíma þessara mála í þeim búningi sem þau eru nú.
Samkvæmt óvísindalegri könnun höfundar á dómum
Hæstaréttar í lögbannsmálum er málsmeðferðartími
þeirra mismunandi eftir því hvort sýslumaður leggur á
lögbann eða synjar slíkri kröfu. Fimm síðustu dóms-
málin sem rötuðu til Hæstaréttar eftir að sýslumaður
hafði lagt á lögbann tóku að meðaltali um 19 mánuði frá
því að lögbannið var lagt á og þar til endanlegur dómur lá
fyrir. Á grundvelli sömu könn-
unar kom í ljós að málsmeðferð-
artími síðustu fimm mála af hinu
taginu, þ.e. þegar sýslumaður
hefur hafnað lögbanni, var að
meðaltali tæplega fimm mánuðir.
Málsmeðferðartími fyrir dóm-
stólum er því til muna skemmri
þegar sýslumaður synjar lög-
bannskröfu en þegar hann legg-
ur á lögbann. Skýrist þetta af
þeirri ástæðu að lögum sam-
kvæmt sætir síðarnefnda tilvikið
hefðbundinni málsmeðferð fyrir
dómstólum en hið fyrrnefnda
sætir einfaldaðri meðferð. Máls-
meðferðin er einfölduð að því leyti að ekki er gert ráð
fyrir því að fram fari vitnaleiðslur í slíkum málum og þau
eru yfirleitt aðeins flutt skriflega á áfrýjunarstigi.
Ekki er þó endilega ákjósanlegt að öll lögbannsmál
sæti einfaldaðri málsmeðferð. Ef sýslumaður hefur lagt
lögbann við tiltekinni athöfn gæti sá sem lögbannið bein-
ist gegn viljað kalla til vitni í því skyni að varpa ljósi á það
hvers vegna athöfn hans er lögmæt, en þetta væri honum
almennt óheimilt ef málið sætti einfaldaðri meðferð.
Önnur leið sem fara mætti í því skyni að stytta máls-
meðferðartíma væri að mál af þessu tagi, þ.e. þegar
sýslumaður hefur lagt á lögbann, myndu sæta almennri
flýtimeðferð. Lagabreyting sem þessi væri einföld í
framkvæmd og þekkjast sérheimildir af þessu tagi í öðr-
um lögum. Málin myndu þá sæta skjótri úrlausn dóm-
stóla en tækifæri til sönnunar sættu ekki takmörkunum.
Óvísindalega könnunin leiddi í ljós að síðustu fimm flýti-
meðferðarmál tóku að meðaltali rúmlega sjö mánuði á
tveimur dómstigum. Sú leið að lögfesta sérstaka flýti-
meðferðarheimild myndi tryggja skjóta úrlausn fyrir
þann sem lögbannið beinist gegn, án þess að hann eigi á
hættu að skilvirknin bitni á efni málsins.
Flýtimeðferð lögbannsmála
LÖGFRÆÐI
Víðir Smári Petersen
hæstaréttarlögmaður á Lex
”
Fimm síðustu dóms-
málin sem rötuðu til
Hæstaréttar eftir að
sýslumaður hafði lagt á
lögbann tóku að með-
altali um 19 mánuði frá
því að lögbannið var
lagt á og þar til endan-
legur dómur lá fyrir.